Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 52
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Allhvöss austanátt sunnanlands. Snjókoma eða él. Lægir síð- degis. Mun hægari vindur og úrkomulítið á Norðvesturlandi. Hiti 0 til 5 stig syðst, annars 0 til 8 stiga frost. FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 358. DAGUR ÁRSINS 2010 Íris Mist Magnúsdóttir fim- leikakona úr Gerplu er á meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins. Hún var í lykilhlutverki í Evr- ópumeistaraliði Gerplu í hópfimleikum og sýndi þá stökk sem konur höfðu aldrei reynt á stórmótum. „Þetta eru svolítil „stráka- stökk“. Ég hafði prófað þetta heima en gerði þetta svo í fyrsta sinn á stór- móti,“ segir Íris. »1 Íris sló í gegn með strákastökkunum Toppliðin hafa tapað óvenjumörgum stigum Árangur Íslands- og bikarmeistara Snæfells í körfubolta það sem af er vetri er áhugaverður í ljósi þeirra breytinga sem urðu á liðinu. Rétt eins og í fyrra er úrvalsdeildin af- skaplega jöfn og með ólíkindum hve lítill getumunur er í raun og veru á efstu og neðstu liðunum. Fjallað er um íslenska körfuboltann í íþrótta- blaðinu í dag. »3 Áhugaverður árangur meistaraliðs Snæfells Jólafagnaður Hjálpræðishers- ins og Verndar verður haldinn í dag, aðfangadag, í Herkast- alanum, Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Fagnaðurinn hefst að venju með borðhaldi kl. 18. Allir þeir, sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vandamönnum á aðfangadags- kvöld, eru hjartanlega vel- komnir í jólafagnaðinn. Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðishersins Morgunblaðið kemur næst út mánudaginn 27. desember nk. Að venju verður fréttaþjónusta á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir jóladagana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskriftardeild Morgunblaðsins verður opin í dag, aðfangadag, klukkan 7-13. Hún verður opnuð að nýju mánudaginn 27. desember kl. 7. Blaðberaþjónustan er opin á aðfangadag frá 5-11. Netfang áskriftardeildarinnar er askrift- @mbl.is. Auglýsingadeild blaðsins verður lokuð yfir jólin en opnuð að nýju á mánudaginn kl. 8. Netfang deild- arinnar er augl@mbl.is. Skiptiborð Morgunblaðsins verður lokað yfir jólin en opnað að nýju á mánudaginn kl. 8. Síma- númer Morgunblaðsins er 569- 1100. Netfang ritstjórnar er rit- stjorn@mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um jólin Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is María Markovic Skagstrendingur er nú stödd á Samóaeyjum en þar starfar hún sem þjóðgarðsvörður. Af öllum heimsins löndum sest sólin síðast á Samóaeyjum. Hverjum degi lýkur því síðast, samkvæmt okkar dagatali, á Samóaeyjum. Þannig verður María síðasti Íslendingurinn til að hringja inn jólin í ár en þegar klukkan slær sex hjá henni í kvöld verður klukkan orðin fjögur að nóttu til heima á Íslandi. María ákvað að flytja til Samóa- eyja eftir að hafa hlotið kynningu um landið þegar hún var stödd í fríi á Havaí. „Eftir kynninguna labbaði ég upp að manninum, sem hét Creasepaul, og sagði: „Hæ, ég vil flytja til Samóa, hvar gæti ég búið?“ Hann sagði mér að ég gæti bara bú- ið hjá mömmu sinni og fjölskyldu.“ Stuttu síðar var hún á leið út til Samóaeyja. „Ég hugsaði að það hlyti að vera best að vera sjálf- boðaliði í þjóðgarði, því það hlyti að vera fallegasti staðurinn í hverju landi. Svo ég skrifaði þjóðgarðinum tölvupóst og spurði hvort ég mætti ekki koma og starfa sem sjálf- boðaliði fyrir þau í sex mánuði. Þau voru ánægð með það og sögðu mér að skella mér til Samóa!“ Við megum vera stolt María segist hafa lært mjög mikið af því að búa á Samóaeyjum enda sé það samfélag töluvert frábrugðið Skagaströnd. „Klisjan um það hvað við erum miklir víkingar hætti alveg að vera klisja. Við erum ótrúlega sterk þjóð og við vanmetum okkur allt of oft. Ég og þú erum aðeins nokkrum kynslóðum frá fólki sem bjó í torfbæjum, fólki sem þurfti að búa sig allt árið undir hvern einasta vetur og lifa af á hörkunni. Ef þú vilt vera þakklátur fyrir eitthvað þessi jólin, vertu þakklátur fyrir að vera alinn upp af íslenskum konum!“ María kveður jólin allt öðruvísi á Samóaeyjum en á Íslandi. „Þar fá börnin eina jólagjöf ef þau eru þæg og hjón senda hvort öðru jólakort. Jólatré eru skreytt í kirkjum og matvæli sett undir tréð sem fólk get- ur haft með sér úr messu. Á að- fangadag fer fólk í kvöldmessu og eftir messu er margt fólk á götunum að kasta jólakveðjum sín á milli.“ María kveður eyjaskeggja í mikl- um tengslum við jólaandann. „Ég mun ekki hafa 100 jólakort að lesa áður en ég opna pakkana, ég mun ekki fara á jólahlaðborð, ég mun ekki stressa mig á jólahreingerning- unni og síður en svo borga mig inn á jólatónleika en ég mun syngja jóla- lög með kórnum mínum í fallegu kaþólsku kirkjunni minni og ég mun vera umkringd fólki sem man ennþá sanna meiningu jólanna.“ Enginn hringir inn jólin síðar  María eyðir jól- unum á „síðasta stað heimsins“ Þjóðgarðsvörðurinn María segir jólalegt um að litast á Samóaeyjum, t.d. séu strætisvagnarnir skreyttir. Fyrir utan kaþólsku kirkjuna í Apia er fæðingar Jesúbarnsins minnst í skemmtilegri jólaskreytingu. Samóaeyjar Ástralía Nýja- Sjáland Hawaii SamóaeyjarSamómons-eyjar Fiji-eyjar Tonga K Y R R A H A F N S Savai’i UopluA p i l o m a - s u n d Fito-fjall (1.113 m) Lotofaga Siumu Salamumu Falease’ela Samatau Mulifanua Sale’imoa Fasito’otal Apia Solosolo Ti’avea Amaile Salelologa Tuasivi Tuasivi Fagamalo Asau Falealupo Falelima Sala’ilua Taga Gataivai Silisili-fjall (1.858 m) Flatarmál: 3.030 km2 Íbúar: 250.100 (árið 2001) Stærsta borg: Apia Vegalengd til Fiji: 800 km Vegalengd til Tonga: 530 km VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Lady Gaga ber að neðan … ? 2. Frost mældist 26,2°C í nótt 3. Kidman með bílalyftu 4. Ný tíska: Gufuböð fyrir leggöng »MEST LESIÐ Á mbl.is Á laugardag (jóladag) 8-15 m/s og snjókoma sunnan og suðaustanlands. Gengur í austan 15-20 með slyddu eða rigningu sunnanlands síðdegis, en mun hægari og þurrt fyrir norðan. Á sunnudag (annan í jólum) Allhvöss suðaustlæg átt með talsverðri rigningu á Suðaust- urlandi en rigningu eða slyddu annars staðar. Minnkandi úrkoma síðdegis. Hiti 2 til 7 stig. VEÐURÍÞRÓTTIR Þegar keppnin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er rétt að verða hálfn- uð er spennan á toppnum meiri en oft áður. Aðeins þrjú stig skilja að toppliðið og liðið í fjórða sæti. Mesta athygli vekur hve mörgum stigum efstu liðin hafa tapað svona snemma vetrar. »2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.