Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 9
Íslenskir námsmenn erlendis
2007 2008 2009 2010
2.341 2.380
2.129
2.485
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Íslenskum námsmönnum erlendis
fer nú fjölgandi á nýjan leik eftir að
fækkaði í þeim hópi fyrst eftir
bankahrun. Enn fleiri virðast stefna
út næsta haust því aldrei hafa fleiri
tekið hið alþjóðlega stöðupróf í
ensku, TOEFL, sem krafist er í
flestum skólum þar sem kennt er á
ensku.
Fyrst eftir bankahrun bjuggu ís-
lenskir námsmenn erlendis við gríð-
arlega óvissu vegna gengisfalls
krónunnar. Sáu sumir sér ekki kleift
að halda áfram námi og sneru heim.
Haustið eftir hrun treystu færri en
áður sér í nám utan landsteinanna og
má ætla að margir hafi slegið slíkum
áætlunum á frest vegna kreppunnar.
Kreppan virðist hins vegar ekki
lengur halda aftur af metnaði Íslend-
inga til að mennta sig á erlendri
grund, jafnvel þótt fæstir komist
undan því að steypa sér í miklar
námslánaskuldir.
Fleiri úti en fyrir kreppu
Ekki eru til tölur yfir aðra nema
erlendis en þá sem þiggja námslán
frá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Á árunum 2008 til 2009 fækkaði
lánþegum í erlendum háskólum úr
2.380 í 2.129. Þeim hefur nú fjölgað
að nýju og eru skólaveturinn
2010-2011 orðnir 2.485, fleiri en
veturinn fyrir hrun, 2007-2008
þegar 2.341 fékk lán vegna náms
erlendis.
Ætla má að þessi þróun haldi
áfram á næsta ári ef marka má
fjölgun þeirra sem taka TOEFL-
stöðuprófið í ensku. Aðsókn í próf-
ið sló öll met nú í haust að sögn
Guðmundar Pálmasonar, fram-
kvæmdastjóra Tölvuskólans Þekk-
ingar sem hefur umsjón með próf-
unum hér á landi.
Metaðsókn í erlend stöðupróf
„Það kom okkur á óvart, 2009 varð
mjög mikil fjölgun frá árinu á undan
en í haust virtist sem það yrði ekki
mikill fjöldi. Svo tók þetta við sér og
það fylltist í öll sæti.“ Aðeins einn
prófdagur var áætlaður í desember
en ákveðið var að bæta öðrum við
vegna aðsóknar. Samt komust ekki
allir að og þurfa sumir að bíða fram í
janúar með að taka prófið, en þá fer
líka óðum að líða að því að umsókn-
arfrestur í skólum renni út vegna
náms haustið 2011. Í ár og í fyrra
hafa samtals um 1.100 manns tekið
prófið hjá Tölvuskólanum. Guð-
mundur segir að flestir virðist stefna
til útlanda í nám, en þó séu einhverj-
ir inni á milli sem taka það vegna
vinnu úti.
Flestir komast í góða skóla
„Ég held að margir hafi örvænt
fyrst og ákveðið að bíða með að fara
út en nú er eins og fólk sjái tækifæri
til að drífa sig af stað,“ segir Hjördís
Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra námsmanna erlend-
is. Hún segir að svo virðist sem
margir treysti því að kreppan hafi
náð lágmarki og bjartara sé fram-
undan.
„Það hlýtur að teljast jákvætt að
fólk sæki í að mennta sig erlendis.
Íslendingar komast líka almennt inn
í flotta skóla og verða eftirsóttir
vinnukraftar. En þetta fólk kemur
náttúrlega ekki til baka ef aðstæður
bjóða ekki upp á það, þótt Ísland togi
mikið í þá þurfa stjórnvöld að hugsa
hvað við getum gert til að lokka fólk
til baka að loknu námi.“
Fleiri kjósa að mennta sig
í útlöndum en fyrir hrun
Þrátt fyrir námslánaskuldir mennta Íslendingar sig í auknum mæli erlendis
Margir frestuðu námi eftir hrun en láta ekki kreppuna stöðva sig lengur
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010
Lánþegar LÍN eru alls 29.595 talsins og nam útlánasafn sjóðsins 136 millj-
örðum í árslok 2009 en horfur eru fyrir að það verði 10 milljörðum hærra í
árslok 2010. Íslenskir námsmenn skulda að meðaltali 3,3 milljónir króna við
útskrift úr háskóla og að jafnaði skulda þeir sem nema erlendis mest en
þetta getur verið mjög mismunandi eftir því hvar fólk er í námi og hversu
lengi það hefur verið í námi. Til umræðu hefur komið hjá LÍN að koma til
móts við niðurskurðarkröfur með því að hækka viðmið um sjálfsfjármögnun
stúdenta upp í 30%. Samband íslenskra námsmanna erlendis hefur áhyggj-
ur af því að verði þessi hækkun að veruleika gæti það leitt til þess að
nám erlendis verði aðeins raunhæfur möguleiki fyrir þá sem eiga efn-
aða foreldra.
Það sem af er þessu ári er búið að innheimta um 95,1% af gjald-
dögum samkvæmt upplýsingum frá LÍN, bróðurhluti þeirra sem eru
með námslán greiða þau því áður en til innheimtu kemur en um
1,5% af kröfum LÍN fara að meðaltali áfram í löginnheimtu. Í mars
á þessu ári var samþykkt að bjóða frystingu námslána til þriggja
ára sem tímabundið úrræði fyrir lántaka sem komnir eru í vanskil
og eru þegar með fyrstingu á lánum sínum hjá viðskiptabanka
eða eru í greiðsluaðlögun. Skv. upplýsingum frá LÍN hafa 518 sótt
um þetta úrræði síðan í mars og þar af 356 fengið samþykkt fryst-
ingu námslána. Þetta úrræði verður áfram í boði á næsta ári.
Horfur á að útlánasafn LÍN hækki
um 10 milljarða króna á þessu ári
FÆST NÁMSLÁN ENDA MEÐ INNHEIMTUAÐGERÐ
Breytingar verða gerðar á starfs-
stöðvum sendiherra í utanríkis-
þjónustunni um áramótin. Mun
Stefán Haukur Jóhannesson, sem
verið hefur sendiherra í Brussel frá
árinu 2005, flytjast heim til starfa í
ráðuneytinu 15. janúar nk. og hann
heldur áfram að gegna starfi aðal-
samningamanns Íslands í aðildar-
viðræðum við Evrópusambandið.
Þórir Ibsen, sem verið hefur
sendiherra í París frá árinu 2009,
verður sendiherra Íslands í Brussel
frá 15. janúar nk. með fyrirvara
um samþykki belgískra stjórn-
valda.
Berglind Ásgeirsdóttir, sem ver-
ið hefur í leyfi frá embætti sendi-
herra í utanríkisþjónustunni frá
árinu 2007, tekur við sem sendi-
herra Íslands í París.
Þá hefur utanríkisráðherra
ákveðið að flytja Önnu Jóhanns-
dóttur og Högna S. Kristjánsson úr
embættum skrifstofustjóra í utan-
ríkisþjónustunni í embætti sendi-
herra frá og með 1. janúar 2011.
Sendiherraskipti
verða í Brussel eftir
áramótin
Lögreglan og Vegagerðin fylgjast
með krapastíflu sem hefur myndast
í Jökulsá á Fjöllum neðan við brúna
á hringveginum, skammt norðan
við Grímsstaði á Fjöllum. Áin þarf
að bólgna talsvert mikið áður en fer
að flæða yfir veginn að sögn Gunn-
ars Bóassonar, vegaverkstjóra.
„Þetta er meinhægt eins og er,“
sagði Gunnar í gærdag. „Við erum
að vona að þetta sleppi og fari ekk-
ert upp á veg. Við vöktum hana
áfram.“ Áin er stokkfreðin og að
hlaupa upp. Hún á þó dálítið eftir
áður en hún flæðir upp á veg. Gunn-
ar sagði að ekki væri við því að bú-
ast að neitt gerðist skyndilega.
Hann sagði að vel geti verið að
áin fari að ryðja sig. Í gær brast á
með „hlýindum“ á Fjöllum. „Það er
bara sex stiga frost, sem þykir ekki
mikið hér á Fjöllum,“ sagði Gunnar
þar sem hann var staddur á Gríms-
stöðum. Spáð er raunverulegum
hlýindum á annan í jólum og vonaði
hann að þetta slyppi til.
Fylgst verður með ánni áfram, að
sögn Gunnars. Lögreglan á Húsa-
vík sagði að ef stíflan væri talin
ógna öryggi vegfarenda þá yrði
strax gefin út tilkynning um það.
Vakta krapastíflu
í Jökulsá á Fjöllum
Jökulsá á Fjöllum Bólgnar upp í frostum.
Morgunblaðið/RAX
Eldur kom upp á búgarði í Kelstrup á Jótlandi í gær en þar var mikill fjöldi
dýra í húsum, þar á meðal margir íslenskir hestar. Að sögn fréttavefjar År-
hus Stiftstidende er ekki ljóst hve mörg af dýrunum brunnu inni.
Hjón reka búgarðinn og segir blaðið að þau hafi unnið baki brotnu við að
reyna að bjarga eins mörgum dýrum og mögulegt var. Voru þau bæði flutt
á sjúkrahús í kjölfarið vegna gruns um að þau hefðu fengið reykeitrun.
Eldurinn kviknaði þegar verið var að þíða vatnsrör sem frosið hafði í.
Neistar frá eldi komust í þurran hálm og breiddist eldurinn mjög hratt út.
Íslenskir hestar í eldsvoða á Jótlandi
Gleðileg
jól
Hæðasmára 4
- Í sama húsi og Bílaapótek
fyrir ofan Smáralind
Símar 555 7355 og 553 7355
www.selena.is
Opið aðfangadag kl. 10-13
Glæsileg
ullar- og
silkinærföt
Undirföt beint frá París
Úrval af náttfatnaði úr
alsilki og bómull fyrir
allar konur
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Opi
ð í
dag
9-1
2
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
aðfangadag 9-12, jóladag LOKAÐ
mánudag - fimmtudag 11-18:30
AFTURKÖLLUN
ILVA ehf í samráði við
forvarnarsvið slökkviliðsins
hefur ákveðið að afturkalla
öll CHRISTMAS strýtukerti
þar sem þau gætu reynst
hættuleg.
Viðskiptavinir eru beðnir um
að skila þeim í verslun ILVA á
Korputorgi þar sem þau fást
endurgreidd.