Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 22
Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Ekki setja kerti ofan í hvað sem er - falleg glös geta hitnað og sprungiðmeð ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef kerti eru sett ofan í þau Viðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is „Menn hrópa á torgum að það hlyti að leiða til gjaldfellingar um hæl, standist 365 ekki skilyrði Lands- bankans. Menn virðast gefa sér að 365 miðlar yrðu teknir öðrum og harðari tökum en fyrirtæki almennt. Það er vonandi ekki rétt,“ sagði Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, í samtali við Morgunblaðið í mars síðastliðn- um. Nokkrum mánuðum áður hafði NBI lengt í láni sem upphaflega var veitt einkahlutafélaginu Rauðsól í nóvember 2008 – upp á alls 4,4 millj- arða króna til 10 mánaða, en NBI er í 81% eigu íslenska ríkisins. Það fé var notað til þess að kaupa fjölmiðla- hluta 365 úr félaginu Íslenskri af- þreyingu, sem er nú í slitameðferð. Rauðsól hefur nú runnið saman við fjölmiðlahlutann undir heitinu 365 miðlar ehf. Fram kemur í dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá því í vik- unni að NBI hafi um mitt sumar lengt í láninu sem Rauðsól fékk og veitt greiðslufrest, þegar einsýnt þótti að ekki yrði staðið í skilum með það. Í bréfi sem Ari Edwald sendi öll- um starfsmönnum 365 miðla í ágúst 2009 segir að fyrirtækið muni ekki greiða af skuldum sínum það árið: „Allir sem til þekkja vita að 365 miðl- ar er of skuldsett. Fyrirtækið er ekki að greiða afborganir af lánum á þessu ári. Við höfum hins vegar sam- ið um allar skuldir við lánveitendur félagsins sem eru aðallega Nýi Landsbankinn og að litlu leyti Ís- landsbanki.“ Leiða má líkur að því að þeir samningar sem tókust við Ís- landsbanka, sem Ari vísar til í bréfi sínu, séu sá gjörningur sem Héraðs- dómur Reykjavíkur rifti í gær, en fram kemur í dómnum að greiða hafi þurft upp lán frá Íslandsbanka, sem Glitnir veitti upphaflega, til að kaupa upp bréf 365 á markaði og afskrá. Lánið var hins vegar greitt eftir að stjórn Íslenskrar afþreyingar hafði óskað eftir að félagið yrði tekið til skiptameðferðar. Lengdu í láni veittu rétt eftir hrun banka  Íslensk afþreying mátti ekki greiða Íslandsbanka upp lán Morgunblaðið/Heiddi 365 miðlar Virðast hafa notið einstakrar þolinmæði af hálfu ríkisbankans NBI þegar ekki tókst að greiða 4,4 milljarða lán sumarið 2009. Skuldir 365 » Rauðsól fékk 4,4 milljarða hjá NBI í nóvember 2008 til að kaupa fjölmiðlahluta 365. » Lánið var til 10 mánaða en NBI endurfjármagnaði þegar gjalddagi nálgaðist. » Héraðsdómur rifti geiðslu á láni til Íslandsbanka, sem var veitt til þess að taka 365 hf. af hlutabréfamarkaði. ● Ekkert við- unandi tilboð barst í fasteigna- félagið Regin A3, sem dótturfélag Landsbankans setti í opið sölu- ferli í nóvember. „Vilji eigenda stendur þó áfram til þess að selja hlutafé félagsins og verður það gert þegar hagstæðari skilyrði skapast,“ segir í tilkynningu frá Regin ehf., sem á félagið. Reginn A3 ehf. á sjö fasteignir, sem áður voru í eigu Saxhóls og Hólagarðs og eru flestar leigðar undir smá- sölurekstur á höfuðborgarsvæðinu. M.a. er um að ræða fasteignirnar Lóuhóla 2-4, betur þekkta sem Hóla- garða, þar sem Bónus er með versl- un, Lóuhóla 6, þar sem aðalstarfsemi og hráefnavinnsla Dominos er til húsa, Grensásveg 46, þar sem versl- un 11-11 er, og Hringbraut 121, betur þekkta sem JL-húsið. Reginn ekki seldur í bili ● Allir sjóðir Landsvaka og annar rekst- ur fyrirtækisins verður færður undir verðbréfasjóðafyrirtækið Rose Invest, en greint var frá því í gær að Lands- bankinn, sem á Landsvaka, hefði keypt 51 prósents hlut í Rose. Aðrir eigendur Rose eru þau Sigurður B. Stefánsson og Svandís Rún Ríkarðsdóttir og munu þau hefja störf á eignastýringarsviði Landsbankans á næsta ári. Sameinað félag Rose og Landsvaka mun heita Landsbréf. bjarni@mbl.is Allt undir Rose Stuttar fréttir…                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-1+ ++2-+0 34-25 +1-/.3 +0-4,+ +33-/. +-/400 +0.-,, +25-4+ ++0-+3 +.4-52 ++2-2+ 34-21 +1-251 +0-+++ +33-.3 +-/++. +01-+1 +25-// 34.-3,40 ++0-/ +.4-01 ++2-.2 34-,2 +1-21, +0-+,+ +35-+, +-/+21 +01-03 +25-.0 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Írska ríkið hefur tekið yfir bankann Allied Irish Banks og er það fjórði írski bankinn sem fellur undir stjórn ríkisins frá upphafi hrunsins árið 2008. Mun ríkissjóður Írlands leggja bankanum til laust fé upp á 3,7 millj- arða evra, andvirði um 570 milljarða króna. Á móti eykst eignarhlutur ríkisins í bankanum úr 19 prósentum í 92 prósent. Hefði ekki lifað fram yfir áramót Dómstóll í Dublin féllst á yfirtök- una í gær, en ekki var leitað sam- þykkis hluthafa bankans. Allied Irish var stærsta fyrirtæki Írlands árið 2007, ef miðað er við markaðsvirði og var þá um 21 millj- arðs evra virði. Miðað við hlutabréfa- verð núna er virði hans hins vegar aðeins um 340 milljónir evra. Staða hans var orðin afar veik, ef marka má orð fjármálaráðherra Ír- lands. Í sjónvarpsviðtali sagði ráð- herrann, Brian Lenihan, að ef ekki hefði komið til yfirtöku og fjárfram- lags hefði Allied Irish ekki lifað fram yfir áramót. Þrátt fyrir þessa umfangsmiklu aðstoð frá írska ríkinu segir í frétt Bloomberg að Allied Irish þurfi um 6,1 milljarð evra til viðbótar fyrir febrúarlok til að geta náð 12 pró- senta eiginfjárhlutfalli. Írski seðla- bankinn setti skilyrði um svo hátt eiginfjárhlutfall þegar Írland fékk 85 milljarða evra björgunarpakka frá Evrópusambandinu og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Slæm staða írskra banka skýrist að stórum hluta af hruni írska fast- eignamarkaðarins eftir langvarandi og umfangsmikla verðbólu. Reuters Írland Írska ríkisstjórnin hefur reynt að takast á við fjárhagsvanda ríkis- sjóðs með niðurskurði og öðrum aðgerðum, sem hafa leitt til mótmæla. Allied Irish tek- inn yfir af ríkinu  Hefði ekki tórað fram yfir áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.