Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Starfsfólk Eignamiðlunar S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Útlit er fyrir að samningar náist milli sjálfstætt starfandi heimilis- lækna og heilbrigðisyfirvalda milli jóla og nýárs, en núverandi samn- ingar falla úr gildi um áramótin. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist bjartsýnn á að niðurstaða náist í næstu viku. „Það eru viðræður í gangi við [sjálfstætt starfandi heimilislækna], og var fundur í gær. Svo hefur verið boðaður fund- ur milli jóla og nýárs,“ segir Stein- grímur. Hann geti þó ekki tjáð sig um efni eða útfærslu nýrra samn- inga. Sjálfstætt starfandi heimilis- læknar á höfuðborgarsvæðinu eru tólf og sinna um 22 þúsund sjúk- lingum. Nýliðun þeirra á meðal hefur gengið illa og fáir sóst eftir þeim stöðum sem auglýstar hafa verið. „Hver svo sem niðurstaðan verður, verður það tryggt að þjón- ustan fer ekki í uppnám,“ segir Steingrímur. „Ég get fullyrt að það er það góður gangur í viðræð- unum að það er engin hætta á að þjónustan verði ekki tryggð.“ Málið ennþá viðkvæmt Björgvin Á. Bjarnason, formað- ur Heimilislækna utan heilsu- gæslu, tekur í sama streng. Ekki beri mikið í milli og líklegt að nið- urstaða náist milli jóla og nýárs. Hann segir málið hins vegar við- kvæmt og vill ekki tjá sig um út- færslu eða efni samkomulags frek- ar en Steingrímur Ari. Samningar sjálfstætt starfandi heimilislækna runnu út í ráðherra- tíð Álfheiðar Ingadóttur, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, og hún sökuð um einhliða uppsögn þeirra og að búa til óþarfa óvissu um þjónustu læknanna við hinn mikla fjölda sjúklinga sem þeir sinna. Í samtali við Morgunblaðið um mitt ár sagði hún þetta ekki rétt, samn- ingarnir hafi runnið út um síðast- liðin áramót og venjan væri sú að samningar giltu í eitt ár frá því þeir rynnu út. Á því væri engin breyting nú, en hinn 1. maí síðast- liðinn hafi heimilislæknunum hins vegar verið tilkynnt að samningar yrðu ekki óbreyttir nema til ára- móta. Álfheiður sagði málin ekki í uppnámi, „enda sex mánuðir til stefnu,“ en nú er ljóst að sá frestur hefur verið allur nýttur. Samningar við heimilis- lækna sagðir í sjónmáli  Tryggt verður að þjónusta fari ekki í uppnám um áramót „Ég get fullyrt að það er góður gangur í viðræð- unum“. Steingrímur Ari Arason Töluvert af fólki var á ferð í miðbæ Reykjavíkur í gær á Þorláks- messukvöld, sumir til þess að njóta jólastemningarinnar sem myndast þar ár hvert en aðrir til þess að nota síðustu forvöðin til þess að kaupa jólagjafirnar. Ágætisveður var í bænum og heiðskírt en smá gola. Þá var ekki eins kalt og verið hefur undanfarna daga í borginni og hafa miðborgar- gestir eflaust verið þakklátir fyrir það á rölti sínu í gærkvöldi. Margir hafa eflaust komið úr skötuveislum sem tíðkast mjög á Þorláksmessunni. Eins og flestir þekkja leggur sterka lykt af sköt- unni og hún leyndi sér ekki á fötum veislugesta í bænum. Golan í gær- kvöldi hefur því eflaust verið kær- komin þeim sem ekki eru eins hrifnir af skötuátinu og lyktinni. Morgunblaðið/Golli Friðarganga Íslenskir friðarsinnar efndu til blysfarar niður Laugaveginn í gærkvöldi eins og þeir hafa gert á Þorláksmessu undanfarna þrjá áratugi. Margir líta nú á friðargönguna sem ómissandi þátt í jólaundirbúningi fjölskyldunnar og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltekt og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja þar sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið í heiminum. Endaði gangan á Ingólfstorgi þar sem m.a. kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng. Jólastemning í miðbæn- um á Þorláksmessu Jólabær Margir lögðu leið sína í Jólabæinn á Hljómalindarreitnum við Laugaveg, meðal annars þessi unga stúlka sem horfir vongóð til jólanna. Áhorfendur Áhugasamir vegfarendur stoppuðu við á Skólvörðustígnum til að dást að handverki manns sem skar út skúlptúra úr tré með vélsög. Jóel Færseth Einarsson, sem fæddist á Indlandi nýlega og Alþingi veitti ríkisborgararétt á laugardag, hefur ekki enn fengið íslenskt vegabréf. Ljóst er að hann mun verja fyrstu jólunum á Indlandi ásamt foreldrum sínum, þeim Einari Þór Færseth og Helgu Sveinsdóttur. „Við vorum að berjast fyrir því að komast heim því pabbi minn lést á meðan við vorum úti. Hann var jarð- settur í gær. Eftir niðurstöðu Al- þingis með drenginn okkar síðastlið- inn laugardag vorum við mjög vongóð um að komast heim í jarð- arförina hjá föður mínum. Það var ekki svo gott,“ segir Einar Þór. Í forsætisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að forsetinn hefði skrifað undir lögin í fyrradag. Þau voru síðan send til birtingar í Stjórn- artíðindum. Í dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytinu fengust þær fregnir að málið væri í hefðbundnu ferli líkt og fjöldi laga sem samþykkt og staðfest hafa verið. Staðfesting laganna um veitingu ríkisborgararéttar barst fyrir hádegi í gær. Líklegt var talið að lögin yrðu birt milli jóla og nýárs. Eyðir fyrstu jólunum á Indlandi með foreldrum sínum Nýfæddur Jóel Færseth Einarsson Tollverðir á Keflavíkurflugvelli tóku í fyrrakvöld mann með á milli tíu og 20 þúsund e-töflur í farangr- inum. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Rannsókn á málinu stóð enn yfir í gærkvöldi og beinist m.a. að því hvort fleiri en einn maður standa að innflutningnum. Í gæsluvarðhald í fjórar vikur Ekkert annað fíkniefni fannst í fórum mannsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. E-tafla er efni sem líkist amfeta- míni, en hefur einnig ofskynjanir í för með sér svipað og LSD. Íslensk- ir dómstólar hafa tekið hart á þeim sem flytja inn þetta efni. Tekinn með 10 til 20 þúsund e-töflur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.