Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 Zona Industrial da Mota • Apart. 136 - 3834-909 ILHAVO - Portugal • Telef. 234 326 560 / 1 • Fax 234 326 559 • Unninn úr ferskum þorski • Veiddur á hinum köldu og hreinu hafsvæðum Íslands og Noregs • Blóðgaður um borð • Flattur og saltaður og látinn verkast a.m.k. í 90 daga • Þannig öðlast fiskurinn hinn rétta þéttleika fyrir útvötnun svo að þú að lokum getir notið hins frábæra hefðbundna saltfisks. Gleðilega hátíð - byrgjar, vinir og aðrir Íslendingar Saltaður og þurrkaður þorskur - Gadus Morhua morhua Á aðfangadag: Ekki vera sein í mat til mömmu og íhug- aðu að þetta er fjölskyldustund ekki Austur korter í þrjú! Því er bannað að meika sig í drasl og nota augn- skugga fyrir allan peninginn. Náttúruleg förðun og einfaldur elegant klæðnaður er málið. Ekki rassa- eða brjóstaskora! Ef þú býður upp á slíkt við matarborðið koma ekki jól! Einnig er bannað að fara í opinn sleik (tunga sést) á aðfangadag fyrir framan fjölskylduna. Slíkt skal stunda í einrúmi. Eftir matinn býðst sönn dama til að aðstoða við að taka af borðinu og ganga frá. Hún nær í plastpoka áður en gjafirnar eru opnaðar til að forðast að jólapapp- írshaf kæfi litlu systkin hennar. Sönn dama sendir smáskilaboð til allra sem gáfu henni gjafir og þakkar fyrir sig með djúpri lotningu og auðmjúkri einlægni. Jólaboðin: Sönn dama tekur kerti og servíettur, túl- ípana eða vínflösku með í jólaboðið og færir þannig staðarhaldara þakklætisvott fyrir boðið. Hún heilsar öllum við komu í boðið og kveður alla sérstaklega. Sönn dama er ávallt tilbúin að aðstoða við matargerð eða frágang og kyssir jafnvel skítugustu frændsystkin sín á kinnina þrátt fyrir að þá blandist súkku- laðiklístrið Chanel-glossi hennar. Sönn dama er hjarta- hrein og hlý og elskar land, þjóð og jólin og er með passamynd af Dorrit í veskinu! Aðfangadagurinn minn verður með öðru sniði í ár þar sem ástin gerði vart við sig á árinu. Við Kalli minn vöknum saman, klárum að fínisera heimilið, pökkum inn síðustu gjöfinni og sötrum vítamínríkt boost til að fóðra mallakútinn fyrir kvöldið. Ég kíki í viðtal á fm 95,7 um hádegi ásamt frænda mínum Gillz og Kalli not- ar þá væntanlega tækifærið til að pakka inn gjöfinni minni. Því næst lauma ég mér heim til mömmu og pakka hans gjöf inn og við skiptumst á gjöfum áður en Kallakútur fer til systur sinnar í mat. Ég fer hins vegar í kirkju með pabba og systrum mínum á meðan mamma er heima að klára að elda. Þegar séra Gunnar – sterk- asti prestur í heimi – lætur hringja kirkjuklukkunum brunum við heim á leið og gæðum okkur á pigsvíni ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Svo eru það gjafir og gleði og loks brunað til að hitta kærastann. Ég reikna með að við spilum fram eftir kvöldi og horfum á eina jólamynd saman. Sirka eitt eftir miðnætti rotumst við ofan í konfektkassann, alsæl með lífið, hvort annað og vonandi gjafirnar – engin pressa Kalli minn! „Bannað að meika Ungskáldin Þorbjörg Marinósdóttir og Egill „Gillz“ Einarsson sendu frá sér bæk- urnar Dömusiðir og Lífsleikni fyrir jólin. Í báðum bókunum er farið yfir það hvernig ungt fólk á að haga sér og hugsa um útlitið. Tobba og Gillz gefa hér góð ráð um hvernig á að koma sem best fyrir yfir jólahátíðina og segja stuttlega frá því hvernig aðfangadagskvöldi verður háttað hjá þeim. Tobba Marínós Þeir sem eru forvitnir um jólahefðir annarra landa ættu að smella með músinni á kassann „Tradition“ á vef- síðunni Santas.net. Þá koma upp tug- ir landa sem hægt er að smella á og fá smáupplýsingar um jólahefðir þeirra. Reyndar er settur varnagli á þessar upplýsingar, að þetta sé kannski ekki alveg eins og fólk heldur jólin enda séu sumar jólahefðirnar orðnar gamlar og kannski úrelst með tímanum. Einnig er mismunandi hversu ítarlegar upplýsingarnar um hvert land eru en eitthvað er hægt að fræðast um jólahefðir þeirra. Ísland er ekki þarna á lista. Um jólahefðir í Kína segir meðal annars að jólatréð þar sé kallað tré ljóssins og jólasveinninn ber það skemmtilega nafn Dun Che Lao Ren sem mætti þýða sem gamli maður jólanna. Vefsíðan www.santas.net Reuters Frá Bandaríkjunum Þar skreyta margir húsin sín mikið. Mismunandi jólahefðir Að hanga á náttfötunum öll jólin, eins og sumir tala um, er ekki mjög svalt. Svo virðist sem sú tíska hafi rutt sér til rúms að hafa það sem mest kósí um jólin, svo kósí að það er ekki farið úr náttfötunum og hárið ekki greitt, varla staðið upp úr sóf- anum. Í kvöld á að fara í sitt fínasta púss, setjast til borðs með fjölskyldunni og borða góðan mat í rólegheitunum og nota alla þá góðu borðsiði sem til eru. Á morgun skal farið í sitt næst- fínasta púss og náttfötin sett undir sæng. Það er alveg hægt að hafa það kósí fullklædd/ur. Endilega … … farið í ykkar fínasta púss Reuters Stjörnustíll Brad Pitt og Angelina Jolie í sína fínasta pússi á dögunum. Ef þú ert að eyða fyrstu jólunum með tengdafjölskyldunni er vert að hafa eftirfarandi í huga:  Taktu þátt í jólahefðum fjölskyld- unnar, sama hversu hallærislegar þér finnst þær vera.  Ekki vera sem límd við kærastann/ kærustuna. Myndaðu tengsl við aðra.  Þú skalt bjóðast til að hjálpa til við matseld eða uppvask.  Settu mörk, sumar mæður eru ýtn- ar, hávaðasamar og óvinsamlegar. Farðu rétta leið að þeim og vertu kurt- eis en ekki hika við að svara þeim ef nauðsyn krefur.  Taktu þér smápásu og andaðu djúpt ef þér finnst brjálæðið aðeins of mik- ið.  Ekki verða drukkin/n. Smástaup gæti róað taugarnar en þekktu tak- mörk þín.  Ekki blanda þér í fjölskyldudramað.  Slakaðu á og vertu þú sjálf/ur og skemmtu þér vel. Sambönd Jól hjá tengdafjölskyldunni The Family Stone Í myndinni var fjallað um jól hjá tengdafjölskyldunni. Egill Einarsson – Gillz Splæst í rándýra framkomu Á jólunum er ekki nóg að splæsa bara í dýrustu jakkaföt sem þú átt, þú þarft líka að splæsa í rándýra framkomu. Það er ekkert leið- inlegra en að vera í jólaboði með háværa frændanum sem kann ekki að haga sér. Ég veit nú að flestir þarna úti vita að þeir eiga að haga sér vel á jólunum, það sem ég ætla að fara yfir eru borðsiðirnir.  Aldrei vera með hatt eða húfu við borðið. Alveg sama þótt þú eigir glænýjan sixpensara, geymdu hann annars staðar.  Ekki byrja að borða fyrr en allir við borðið hafa fengið matinn sinn. Mér er alveg sama þótt þú heitir Egill Helgason og sért að deyja úr hungri, slakaðu á og bíddu. Vana- lega er reglan sú að þegar gestgjaf- inn byrjar að borða þá fylgja aðrir.  Byrjaðu alltaf á að nota gaff- alinn sem er yst til vinstri og hníf- inn sem er yst til hægri. Síðan vinnurðu þig inn með hverjum rétt- inum sem er sprengt á borðið.  Servíetturnar sem eru á borðinu eru ekki til þess að snýta sér í. Þú tekur servíettuna og setur hana of- an á punginn á þér. Ef þú stendur upp frá borðinu, ekki setja servíett- una á borðið heldur í stólinn.  Þegar þér er réttur diskur með einhverju meðlæti ekki taka svo mikið af honum að ekki nægi fyrir alla þá sem ekki hafa fengið sér. Taktu frekar minna en meira og láttu diskinn ganga áfram.  Aldrei koma með neikvætt kom- ment um matinn. Alveg sama þótt þér finnist hann viðbjóður. Ef þú finnur hár í matnum þínum og þig grunar að það sé punghár, haltu því fyrir sjálfan þig. Þú getur rætt það við gestgjafann eftir nokkra öl við betra tækifæri.  Ef þú lendir í því að ropa óvart, geispa, reka við eða hósta við borð- ið segðu þá „afsakið“. Annað telst dónaskapur.  Aldrei sitja neðarlega í stólnum og/eða halla þér aftur. Sittu upp- réttur með kassann úti eins og al- vörukarlmaður.  Ekki tala í símann við borðið eða senda sms. Ef þú þarft að taka mik- ilvægt símtal eða senda mikilvægt sms biddu þá fólk að hafa þig afsak- aðan meðan þú gerir það. Best er að nýta salernisferðir í að senda sms og taka símtöl.  Aldrei veifa eða benda með hnífapörunum og ekki berja þeim saman þannig það heyrist í þeim.  Þegar það er borið fram laufa- brauð, ekki troða því framan í þig í heilu lagi, Össur Skarphéðinsson er eini maðurinn á Íslandi sem fyllist aðdáun og öfund yfir slíku afreki.  Svo er lykilatriði að vera hress og skemmtilegur. Ekki vera of kurteis og sitja þegjandi úti í horni. Þeir sem blaðra stanslaust geta verið óþolandi, þannig að þú þarft að finna milliveginn. Aðfangadagskvöld Egils Ég verð heima hjá systur minni Hildi Einarsdóttur og Gunnleifi Gunnleifssyni landsliðsmarkverði. Þar verða líka mamma og pabbi. Litlu frændsystkinin mín eru þarna og ég er uppáhaldsfrændinn þannig að það verður mikið álag á mér á aðfangadag. Ég þarf að lyfta þeim mikið upp og snúa þeim í hringi þannig að í rauninni er þetta bara góð æfing fyrir mig. Ég enda yfir- leitt kófsveittur eftir að hafa verið með þeim í hálftíma. En það er mjög gaman og ég hlakka mikið til. Eftir hamborgarhrygginn opnar maður einn ískaldan og gluggar jafnvel í metsölubókina Lífsleikni Gillz. Morgunblaðið/Kristinn Borðsiðir Skipta alltaf miklu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.