Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reykjavíkurdeild Rauða krossins bregst ekki heim- ilislausum konum á höfuðborgarsvæðinu um jólin, Konukot verður opið allan sólarhringinn frá Þorláks- messu til laugardagsins 26. desember, að sögn Krist- ínar Helgu Guðmundsdóttur verkefnisstjóra. Opið verður eins og venjulega 27.-30. desember, sem merk- ir að lokað er frá kl. 12 til 17, en síðan er opið allan sól- arhringinn á gamlársdag og nýársdag. Hátíðarkvöldverður er á aðfangadag, gestirnir fá þá gjafir frá velunnurum Konukots, sem var opnað 2004. „Sjálfboðaliðar standa vaktir um hátíðarnar ásamt starfsmanni Konukots og fjórða árið í röð gaf sig fram sjálfboðaliði, þaulreyndur kokkur, sem vildi fá að mat- reiða fyrir gestina á aðfangadagskvöld,“ segir Kristín Helga. Jónheiður Pálmey Halldórsdóttir átti með öðrum frumkvæði að stofnun Konukots. Yfir 50 heimilislausar konur „Rauði krossinn hefur staðið mjög vel að Konukoti og hugur minn og hjarta er svolítið í þessu,“ segir Jón- heiður sem er þrítug. „Ástæðan er sú að vinkona mín, Sigrún Tryggvadóttir, hafði sjálf verið á götunni með öllu því sem því fylgdi. Þegar hún varð sjálf edrú fann hún til með hinum og okkur langaði til að hjálpa þeim, vildum reisa þeim heimili. En tölur sem við fengum hjá Hagstofunni og Þjóðskrá um fjölda heimilislausra kvenna voru út í hött. Okkur var sagt að það væru varla fleiri en 5-6 heimilislausir á Íslandi! Allir sem mögulega geta það láta skrá sig að nafn- inu til einhvers staðar, hjá ættingjum, vinum, kunn- ingjum með lögheimili. Annars eru þeir ekki til í kerf- inu og geta t.d. ekki fengið neinar félagslegar bætur, heyra ekki undir neitt sveitarfélag,“ segir Jónheiður. Rannsaka verði málið til að komast að sannleikanum, hve margir séu í reynd á götunni. „Rauði krossinn ákvað að nota þarfagreiningu sem við gerðum og við gátum bent á einar 52 heim- ilislausar konur. Sigrún vinkona mín dó tæplega þrí- tug í febrúar af völdum alkóhólisma, sjúkdómurinn bugaði hana. Þegar Konukot var opnað héldum við tónleika og söfnuðum peningum. Mig langaði að gera það aftur í minningu Sigrúnar en það tókst ekki. Þá ákvað ég að safna því sem vantaði helst og við höfum fengið kodda, sængurverasett, flottar snyrti- vörur, nammi frá Góu, bækur og margt fleira. Við vildum að þær gætu dekrað svolítið við sig á jólunum. Ég fann mér hjálp á netinu, Sunnu, sem hefur verið ómetanleg, við mættum alveg ótrúlegri gjafmildi. Ég er bíllaus en hef fengið hjálp hjá hinum og þessum sem hafa skutlast með mig. Ég held að það vanti núna betri rúm í Konukot og mig langar að fara af stað eftir jólin og safna fyrir þeim. Það er næst á dagskrá.“ Morgunblaðið/Kristinn Frumkvöðull Jónheiður Pálmey Halldórsdóttir við athvarf heimilislausra kvenna, Konukot, í Reykjavík. Hlýja í Konukoti  Ungar konur söfnuðu hjá fyrirtækjum og einstakling- um með góðum árangri handa heimilislausum konum Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, segir umræður á Alþingi fremur snúast um persónur en rök og að þingmenn séu ekki tilbúnir að end- urskoða efnahagsstefnuna í ljósi nýrra gagna. „Þetta er gamli hugs- unarhátturinn. Þetta gengur út á að vera saman í liði og verja sinn mál- stað án tillits til þess hvort það koma einhver haldbær mótrök,“ segir hún. Þau Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hafi reynt að koma með málefnalegar skýringar á af- stöðu sinni til fjárlagafrumvarpsins en allir fjölmiðlar og meirihluti stjórnarliða hafi ákveðið að hunsa gagnrýni þeirra og fara í þau per- sónulega. „Það var byrjað á mér og ég ásökuð um að geta ekki verið hluti af liðsheild. Það er kannski eitthvað til í því vegna þess að í umhverfinu sem ég kem úr, akademíunni, er þetta ekki spurning um skiptingu í lið heldur að setja fram rökstudda skoðun og reyna að verja hana.“ Hættulegur niðurskurður Lilja óttast að niðurskurðurinn og vaxtagreiðslur ríkissjóðs geti orðið til þess að Íslendingar lendi í víta- hring líkt og Bandaríkjamenn gerðu. Vaxtagreiðslurnar á næsta ári án Icesave verða 73 milljarðar. „Víta- hringurinn felst í því að mæta þarf samdráttaráhrifum af niðurskurði síðasta árs með enn meiri niður- skurði árið á eftir,“ segir Lilja. Hægt hefði verið að forðast þann vítahring með því að flýta skattlagn- ingu séreignarsparnaðar og nota hann til að draga úr atvinnuleysi, örva eftirspurn og greiða niður skuldir en það samræmist hins veg- ar ekki efnahagsáætlun AGS. Morgunblaðið/Kristinn Ásakanir „Það var byrjað á mér.“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Gengur út á að vera í sama liði  Segir niðurskurð leiða til vítahrings BAKSVIÐS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Forsvarsmenn samtaka eldri borg- ara segja marga þeirra vera afar uggandi um sinn hag. Þeir hafa kraf- ist leiðréttingar á kjörum sínum, en segjast engin svör hafa fengið. Á sama tíma er aldurslágmark þeirra sem fá frítt í sund og strætó í Reykjavíkurborg hækkað. „Í öllu góðærinu fyrir hrun mátti aldrei leiðrétta kjör eldri borgara, en stjórnvöld stálu þó ekki af okkur. En það gerir núverandi ríkisstjórn. Hún jók skerðingarnar,“ segir Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssam- bands eldri borgara. „Skrefið var stigið til fulls 1. júlí í fyrra þegar grunnlífeyrir eldri borgara var tekjutengdur. Við lítum á það sem hreinan þjófnað, við vorum búin að greiða til þessara eftirlauna.“ Allar forsendur brostnar Helgi segir að forsendur fyrir áætlunum fólks um afkomu sína á efri árum hafi brostið. „Það er litið á vexti og verðbætur sem hreinar tekjur. Ef Tryggingastofnun telur sig hafa greitt of mikið, fær fólk bak- reikning. Fólk tekur við bótum frá Tryggingastofnun í góðri trú og býst alls ekki við því að þurfa að greiða þær til baka.“ Frítekjumark vegna fjármagns- tekna er nú 8.220 krónur á mánuði. Helgi segir að það sé krafa eldri borgara að fá að eiga að minnsta kosti fimm milljónir á bankareikn- ingum án þess að til skerðinga komi. Landssamband eldri borgara lagði fram ályktun og kjarakröfur í október. Helgi segir að engin svör hafi borist við þeim. „Við krefjumst þess að þegar samið verður um lægstu laun gleymist eldri borgarar ekki. Við vorum búin að neita okkur um ýmislegt svo við værum ekki upp á aðra komin í ellinni.“ Verðtrygging er gleðiefni Unnar Stefánsson, formaður Fé- lags eldri borgara í Reykjavík, segir að verðtrygging bóta, sem taka á gildi um áramótin, sé vissulega gleði- tíðindi. „En okkur þykir það ekki vera stórmannlegt af borginni að hækka þann aldur, sem fær frítt í strætó og sund, úr 67 í 70 ára,“ segir Unnar og segist þess fullviss að sundiðkun eldri borgara leiði til um- talsverðs sparnaðar í heilbrigðis- kerfinu. „Við erum að tala um nokk- ur hundruð manns á aldrinum 67-70 ára sem stunda sund reglulega, þetta geta varla verið háar upphæðir og al- veg með ólíkindum að borgin skuli láta sig þetta varða,“ segir Unnar. Eldri borgurum gert erfitt fyrir  „Stjórnvöld stela af okkur með því að auka við skerðingarnar“  Áætlanir fólks um afkomu á efri árum brostnar  „Ekki stórmannlegt af borginni að hækka aldur þeirra sem fá frítt í sund og strætó“ Helgi K. Hjálmsson Unnar Stefánsson 10.000 krónur á mánuði vegna tekna úr lífeyrissjóði eru skattfrjálsar 8.220 krónur á mánuði í fjármagnstekjur eru undir skerðingarmörkum TR ‹ FRÍTEKJUMARK › » Starfandi formaður þingflokks VG, Árni Þór Sigurðsson, lagði fram greinargerð á þingflokksfundi í fyrradag vegna deilnanna um fjár- lögin. Er þar m.a. fullyrt að hvorki Atli Gíslason né Ásmundur Einar Daðason hafi gert athugasemd eða fyrirvara við framlagningu þess. „Ekki hefur komið fram hvað olli sinnaskiptum þeirra milli 2. og 3. umræðu, enda þótt verulega hafi verið dregið úr niðurskurði til vel- ferðarmála, menntamála og lög- gæslumálefna við lokaumræðu máls- ins,“ segir í greinargerðinni. Því er mótmælt í greinargerðinni að efnahagsstefnan byggist á því að „verja fjármagnskerfið á kostnað velferðarþjóðfélagsins“ eins og Lilja Mósesdóttir, Atli og Ásmundur Ein- ar hafi sagt. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn sé á móti því að velta frekari byrðum yfir á skattgreiðendur, segir Árni Þór. „Í síðustu skýrslu AGS hrósar sjóðurinn einbeittum vilja ís- lenskra stjórnvalda til að verja nor- ræna velferðarmódelið og hefur sú setning vakið athygli erlendra fræði- manna, t.d. Paul Krugman.“ Þremenningarnir segja tillögur sínar í samræmi við grunnstefnu VG og ályktanir flokksráðsfunda. Árni Þór segir að ef þetta merki að af- staða meirihluta þingflokksins sé ekki í samræmi við grunnstefnuna sé það „einfaldlega rangt og sérlega ódrengilegt að saka 12 af fimmtán þingmönnum, formann og varafor- mann flokksins og alla ráðherra flokksins um slíkt“. kjon@mbl.is Harkaleg gagnrýni Árna Þórs Morgunblaðið/ÞÖK Ádrepa Árni Þór Sigurðsson, starf- andi þingflokksformaður VG.  Notar orðin „sér- lega ódrengilegt“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.