Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Aðventan,komutím-inn, byggir
upp væntingar
með svo mörgum.
Ekki aðeins um
það sem hönd á festir, pakka,
jólatré eða hefðbundinn mat
sem meiri alúð hefur verið
lögð við en endranær eða
húsakynni hreinsuð og prýdd
til hátíðarbrigða. Aðventan
veit inn á við. Hún „lagar til“
inni í mörgum, smátt og
smátt. Hún sækir þangað
sem sálin sveimar, vonirnar
eiga verustað eða söknuður-
inn hefur fundið sér skjól og
huggun. Hún gegnir ekki
ósvipuðu hlutverki og und-
irbúningur fyrir mikilvægt
próf eða keppni við sjálfan
sig eða við aðra. Nema að
það er ekki verið að undirbúa
sig undir átök, heldur kyrrð-
arstund, en þær eru fáliðaðar
í hinni hversdagslegu lífsbar-
áttu.
Sú kyrrð er ekki vegna
tómarúms sem fallið er í þeg-
ar klukkurnar kalla. Þvert á
móti. Stundin fyllist af friði
eða hún býður þeim frið sem
vilja þiggja og eiga þess
kost. En á aðventunni leggj-
ast þó ekki allir á eitt. Út-
varpsstöð, sem er hluti af
fjölmiðlaveldi, lagði sig fram
um guðlast og níð og fékk að-
stoð innhringjara. Ömurleg
uppákoma. En aulagang-
urinn og stóryrðin voru þó á
því plani að gerði vísast eng-
um mein öðrum en þeim sem
að því komu. Og svipað hefur
sést í bloggheimum. Aðvent-
an fer illa í ofsatrúleysingja.
Þeir heimta að Guð og Jesús
verði „sannaðir“. Á það hefur
reyndar verið bent að það er
stórum erfiðara að afsanna
það sem kristnir menn trúa á
en að sanna það. En engar
kröfur eru uppi um slíka af-
sönnun.
Í bókmenntaþætti Ríkis-
útvarpsins voru þrír „vitr-
ingar“ nýlega að dásama ný-
útkomna bók Dawkins
nokkurs sem setti kristna trú
í hið rétta ljós vanþekkingar
og hindurvitna. Vitringarnir
áttu ekki orð yfir snilld þessa
nútíðarspámanns og flissuðu
góðlátlega að þeim trúuðu fá-
ráðum. Enginn var til staðar
til að taka svari Krists. Það
gerði sennilega heldur ekk-
ert til í þetta sinnið. Þeir
voru ekki margir við hin
fyrstu jól en óvinafjöld var
öflug og ekki langt undan,
því valdsmenn óttuðust hið
nýfædda barn. Um það er þó
naumast deilt.
Sagnfræðingurinn snjalli,
Paul Johnson, segir að eng-
inn vitur maður
og því síður af-
burða listamaður
sé ósnortinn af
Guði eða afneiti
honum. Þótt miðl-
ungsmenn séu margir til sem
haldi að það sé gáfnamerki
gott að gera gys að þeim sem
trúa á Guð í alheims geimi og
Krist og kenningar hans. En
efasemdarmenn hljóta að
vera margir og víða og sjálf-
sagt geta fáið notið sannrar
trúar án þess að fást við ef-
ann. Og trúuðum þykir einn-
ig fengur að því að Albert
Einstein lá ekki á því að vís-
indin hefðu ekki lagt neitt af
mörkum til að veikja trú
manna á Guð sem skapara
himins og jarðar. Sama segja
margir þeir sem mest hafa
framast á sviði geimvísinda.
Og þetta eru ekki úrslita-
atriði. En höfnun, útskúfun
og skens á tákngervingi
kristinnar trúar þarf ekki að
koma neinum í opna skjöldu.
Jólabarnið sjálft, Jesús
Kristur, vissi að því yrði að
mæta, og yrði reyndar hans
fasti fylginautur frá fyrstu
jólum og þar til skömmu áð-
ur en viðburðaríkasta lífs-
skeiði lyki á Golgata.
Þeir sem létu reisa kross-
inn og svo festa mannssoninn
á hann töldu sig vísast hafa
lokið því vandamáli sem pré-
dikarinn sá stóð fyrir. Fá-
mennið sem horfði syrgjandi
á virtist ekki til stórræð-
anna, þótt fleiri væru en við
jötuna í Betlehem rúmum
þrem áratugum áður. Síðan
hafa tuttugu aldir liðið eins
og dagurinn í gær. Voldugri
menn en nútímaspámenn efa-
semdarmanna hafa spyrnt
við fótum og oft af öllu afli.
En samt horfa milljarðar
manna nú til Krists, nema
fagnaðarboðskapinn sem
fólst í fæðingu hans, njóta
friðarboðskaparins sem barst
frá fjallræðu hans og frið-
argöngu allri og andvarpa af
feginleik vegna upprisu hans,
því að þar með varð allt full-
komnað, eins og heyrðist í
andvarpi hans frá krossinum.
Það eru engar sérstakar
ástæður til að efast um að
Dawkins þessi og þeir aðrir
séu til og engin efni til að
biðja um sannanir fyrir því.
En fæðingu hans og þeirra
hinna verður ekki fagnað eft-
ir þúsund ár um víða veröld
af milljörðum manna í jóla-
skapi og í jólafriði. Sama
jólabarnið og á hug svo
margra nú mun einnig eiga
það þá. Það er hluti af hinu
unaðslega fagnaðarundri.
Gleðileg jól.
Morgunblaðið óskar
landsmönnum öllum
gleðilegra jóla}
Gleðileg jól
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Eru jólin ekki alveg að fara
börnin gjarnan stóreyg á að
stytta þeim biðina, sem stun
enda ætla að taka, er slegið
skólum, leikskólum og á vin
og pabba. Böllin hafa lítið b
ina. Grýla kíkir gjarnan í he
ball er nú án jólasveinsins. B
kunna að kæta krakka enda
mánuði til að undirbúa skem
Ómissandi á hverju balli
jólalögin. Þá ríður á að kun
upp er staðið er það þó ekk
að vera með og rugga sér k
unum.
Morgunblaðið/Kristinn
Hring eftir hring Að ganga í kringum jólatréð er fylgifiskur aðventunnar.
Andagtug Börn starfsmanna Árvakurs fengu bæði jólaveina og Grýlu í heimsókn. Sögurnar sem þetta furðufólk sagði úr fjö
Spennt Þau vögguðu varleg
Hátíð
fer í hön