Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 40
40 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞEIR NÁÐU AÐ JAFNA! ÉG VISSI EKKI AÐ ÞAÐ HEFÐI VERIÐ SPÁÐ RIGNINGU?!? ÉG FYRIRGEF ÞÉR FYRIR AÐ ÖSKRA Á MIG FANNST BARA ÁSTÆÐA TIL AÐ GERA ÞAÐ FYRIRFRAM GRETTIR! ER ÞAÐ SATT SEM ÉG HEYRI, AÐ GRÍMUR SÉ AÐ EYÐA ARFI ANNARS HUNDS? NEI, NEI, HANN ER BARA AÐ FJÁRFESTA FYRIR HENNAR HÖND HVAR ER HANN? HANN ER Í NÝJA HUNDA- KOFANUM SÍNUM KOMDU HINGAÐ KALLINN! NEI, HÆ! ÉG SEM VAR Á LEIÐINNI HEIM TIL ÞÍN VIÐ GÆTUM GEFIÐ NÁGRÖNNUNUM EITTHVAÐ AF ÞESSU VIÐ SEM HÖFÐUM ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ VIÐ FENGJUM EKKI NÓG EN VIÐ ERUM BÚIN AÐ RÆKTA MIKLU MEIRA EN VIÐ ÞURFUM VIÐ NÁUM ALDREI AÐ KLÁRA ALLT ÞETTA GRÆNMETI ÁÐUR EN ÞAÐ SKEMMIST ÉG ÞARF AÐ STINGA ÞÉR AFTUR Í STEININN! KEMUR EKKI TIL GREINA PADDAN ÞÍN! AF HVERJU STENDURÐU BARA ÞARNA OG BÍÐUR? AF ÞVÍ BARA EÐA MEÐ ÖÐRUM ORÐUM, ÉG ER MEÐ MYNDAVÉL OG HÚN ER STILLT TIL AÐ TAKA MYNDIR EINMITT HÉRNA Ó NEI! Ó NEI! Ó NEI! Ó NEI! Hátíð í bæ Ágætu vinir og sam- ferðamenn. Þá er hann runninn upp há- tíðisdagur okkar flestra, aðfangadagur, sem hæst ber kl. 18 en þá hefst jólahátíðin. Við hjónin njótum þeirra forréttinda að vera boðið í mat til dótturinnar, tengda- sonarins og barna- barnanna. Ekki þarf að sjá um matar- standið, aðeins setjast til borðs þegar kallið, gjörið svo vel, kemur. Þessu fylgir auðvitað að nú ræður maður engu lengur og gerir bara eins og manni er sagt. Svona hefur þetta verið nokkur undanfarin ár og venjan verið sú að byrjað er að borða einhvern tíma milli 18 og 19. Fyrir mig er þetta nokkur breyt- ing frá því ég var strákur og einnig eftir að ég fór að búa. Matarveislan hófst þá venjulega kl. 17 og ef mögu- legt var þá var búið að vaska upp fyr- ir messu. Ef við fórum ekki í kirkju var hlustað á messuna í útvarpinu og ekki litið til pakkanna fyrr en messan var búin. Hátíðarmessan er mjög hefð- bundin og auðvitað var það svo að maður var farinn að kunna ferlið utan að kannski 12 ára gamall. Þegar hér er komið í skrifræðinu er loksins komið að því af hverju penna var stungið nið- ur. Ég held nefnilega að barnabörnin hafi aldrei farið í kirkju um jólin og ef þau þekkja sögu jólanna þá er það helst í gegnum skól- ann. Ég er ekki viss um að þau viti t.d. að sálmurinn Í Betlehem er barn oss fætt er fremst í messu- söngnum og Heims um ból aftast. Þau eru nefnilega að borða og bíða eftir því að rífa upp pakkana á meðan messan stendur yfir. Kannski er þetta bara nöldur í mér sem á ekki einu sinni heima í Velvak- anda en eins og segir einhvers staðar í auglýsingu þá á maður alltaf að segja eins og manni finnst og kannski er bæði betra eins og þar stendur. Gömlu góðu siðirnir eru bara börn síns tíma eða hvað? Gleðilega jólahátíð öll sömul. Farið varlega í hálkunni. Guðjón. Ást er… … að hlæja þar til þú tárast. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Jólin hafa orðið skáldum yrk-isefni síðan land byggðist og er sá skáldskapur af öllum toga og ber aldarhættinum vitni. Ingunn Jóns- dóttir í Kornsá segir í Gömlum kynnum að engar sögur hafi jafn- mikil áhrif á börnin og einfaldar og fagrar frásögur um jólaboðskapinn í Betlehem, þegar góð móðir segir frá. Og bætir síðan við: Það munu fleiri hafa orðið fyrir líkum áhrif- um frá mæðrum sínum og Matthías lýsir svo snilldarlega: Síðan hóf hún heilög sagnamál. Himnesk birta skein í okkar sál. Aldrei skyn né skilningskraftur minn skildi betur jólaboðskapinn. Um Þorgrím Pétursson Nesi veit ég ekkert nema það, að hann orti þessa stöku: Jafnánægður étið get ég í nautnaskóla harðan fisk sem hangiket á hátíðinni jóla. Á jólamorgni orti Halla Eyjólfs- dóttir á Laugabóli: Kastið drunga, kætist þið, hvergi er þungur hagur, fjallabungum blasir við bjartur ungur dagur. Jón Jónsson alþingismaður frá Sleðbrjót kom víða við, var síðast veitingamaður í Vopnafirði áður en hann fluttist vestur um haf 1903, síðast í Siglunesbyggð við Mani- tobavatn til æviloka 1923. Til hans orti Stephan G. Stephansson: Jólaeldur innri þinn út yfir kveld þitt logi! Skuggaveldin aldrei inn að þér heldur vogi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nú stendur hún jólastundin há Tekið er á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar: Bnr. 101-26-66090 – Kt. 660903-2590. Tökum á móti matvælum og fatnaði að Eskihlíð. Upplýsingar í síma 551-3360 og 892-9603. Jólaúthlutun verður dagana 14, 15, 21. og 22. desember í Eskihlíð 2-4. Skráning í síma 892 9603. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin fyrir starfsstöðvar okkar í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þúsundir einstaklinga eru nú án atvinnu, auk þeirra fjölmörgu sem minna mega sín í þjóð- félaginu og eiga um sárt að binda. Leggjum okkar af mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4 | Sími 551 3360 og 892 9603 fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is Athugið að við erum einu óháðu og sjálfstætt starfandi hjálparsamtökin, áttunda árið í röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.