Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Sértilboð á El Griego Mar Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 14 nátta ferð til Costa del Sol í sumar. Í boði er frábært sértilboð á El Griego með allt innifalið. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Fyrstur kemur, fyrstur fær! Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. 8. júní – í 2. vikur Verð frá 144.900 Costa del Sol Verð kr. 144.900 Allt innifalið. Ótrúlegt verð. Netverð á mann, m.v. flug og gistingu fyrir tvo ful- lorðna með eitt barn á El Griego Mar, allt innifalið í 14 nætur. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Því miður er það ekki svo að besti vinur manns- ins nái alltaf fermingaraldri og ósagt skal látið hvort hundurinn sem starði athugull út um glugga verslunar við Strandgötu í Hafnarfirði í gær hafi aldur til að fermast. En svo virðist þó sem fermingarmyndir séu teknar í húsi hundsins líkt og auglýsing fyrir utan búðina gaf sterklega til kynna. En kannski skiptir það litlu, hundar láta sig yfirleitt trúmál litlu varða en hugsanlega gleðst hvutti við að sjá að þótt engin sé ferming- armyndin hafi hans fríða andlit þó í það minnsta birst á mynd í Morgunblaðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Beðið eftir myndatöku Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, tjáði Morgunblaðinu í gær að honum hefði ekki tekist að fá það gefið upp á hverju hin alþjóðlega handtökuskip- un, sem gefin hefði verið út á hendur honum, byggðist. Að öðru leyti veitti hann ekki viðtal en lét hafa eftir sér hjá sænska blaðinu Dagens Industri að íslensk stjórnvöld svöruðu ekki í símann þegar lögmaður hans reyndi að hringja og afla upplýsinga um málið. Handtökutilskipunin væri áróðurs- verk, gert í þeim tilgangi að búa til fyrirsagnir í fjölmiðlum. Kvaðst hann hafa boðist til að mæta í yf- irheyrslur gegn því skilyrði að hann fengi að fara aftur til Bretlands að því loknu. „Slík skilyrði eru alvana- leg í aðstæðum sem þessum,“ sagði hann við sænska blaðið. Sagðist hann vera heima hjá sér í Chelsea og ekkert leynimakk væri í kringum staðsetningu hans. Rannsóknin og yfirheyrslurnar héldu áfram í gær. Ekki voru fleiri handtökur. Ekki laus allra mála Hermt var í fréttum Ríkissjón- varpsins í gær að lögregluyfirvöld í Bretlandi hefðu hafnað beiðni um framsal Sigurðar til Íslands. Þetta fékkst ekki staðfest í gær og hafði dómsmálaráðuneytið ekki upplýs- ingar um þetta. Ráðuneytið mun hafa sett sig í samband við þarlend yfirvöld til að fá upplýsingar. Íslendingar eru ekki aðilar að evrópsku handtökutilskipuninni en unnið er að frumvarpi um innleið- ingu hennar hér á landi. Sigurður er þó ekki endilega laus allra mála. „Þá verður bara gripið til frekari ráðstaf- ana,“ tjáði einn viðmælandi blaða- manni í gær. Enda mælir tilskipunin fyrst og fremst fyrir um einfaldari málsmeðferð en nú er í gildi. Bæði Ísland og Bretland eru að- ilar að Evrópusamningnum um framsal sakamanna frá 1957 með síð- ari viðbótum. Hvorki Ísland né Bret- land hefur sett slíka fyrirvara við samninginn að framsalið sé ómögu- legt. Hins vegar gæti þurft að fá úr- skurð ensks dómara. Ástæður fyrir synjun margar Samkvæmt samningnum geta bresk yfirvöld neitað að framselja Sigurð á ýmsum forsendum, svo sem ef sök er fyrnd, ef endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp í sama máli þar í landi, ef meint brot Sigurðar hafa verið framin á bresku land- svæði að hluta til eða öllu leyti, eða ef yfirvöld þar í landi hafa sjálf sett í gang rannsókn á sömu meintu brot- um hans. Segir skilyrði sín vera alvanaleg  Áframhaldandi yfirheyrslur en ekki fleiri handteknir í gær vegna efnahagsbrota innan Kaupþings  Sigurður er ekki laus allra mála þótt bresk lögregluyfirvöld hafni beinu og milliliðalausu framsali Eftirlýstur Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Aðrir í haldi » Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Sömuleiðis er Magnús Guð- mundsson, fyrrv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, þar. » Ingólfur Helgason, fyrrv. forstjóri á Kaupþings á Íslandi, er einnig í gæsluvarðhaldi. Kæra hans verður tekin fyrir í Hæstarétti á föstudag. » Steingrímur P. Kárason er í farbanni og hefur sömuleiðis kært þann úrskurð. „Þetta er gríðarlegrt viðbótarálag á okkar starfsemi, við klárum okkur en það er ekki meira en svo,“ segir Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Strandveiðar hófust að nýju hinn 10. maí og hafa samtals 409 bátar fengið leyfi frá Fiskistofu. Landhelg- isgæslan tekur við tilkynningum frá hverjum bát við upphaf og lok veiði- ferðar og ber að fylgjast með ferðum þeirra og bregðast við ef eitthvað kemur upp á, s.s. ef fjareftirlitsbún- aður þeirra bilar sem Hjalti segir að sé nokkuð algengt enda ástand bát- anna misgott. Hann segir afar erfitt að hafa yfirsýn yfir umferðina og sinna allri annarri öryggisþjónustu um leið því starfsemin sé margþætt. „Það geta tugir báta kallað á sama tíma og um leið þurfum við að vera sérstaklega vel á verði gagnvart öllu öðru. Við höfum áhyggjur af því að einhver sem er í vandræðum eða jafnvel hættu og reynir að kalla á okkur geti drukknað í öllu þessu flóði. Þetta er mjög stressandi.“ Í öllu amstrinu getur einnig gerst að kerfin bili og það gerðist einmitt í gær. „Það varð stór kerfisbilun þannig að við höfðum mjög slæma yfirsýn stóran hluta dagsins. Í augnablikinu er þetta þokkalegt, en ástandið er mjög viðkvæmt og það má ekkert út af bera.“ Ástandið hefur því lítið skánað frá því í fyrrasumar og ekki hefur feng- ist heimild til að bæta við starfs- mönnum. Gæslan gerði heiðarlega tilraun til þess en það verður að segj- ast að niðurstaðan af því var mjög lé- leg. Við höfum ekki fengið mannskap nema rétt til að grynnka á afleys- ingum,“ segir Hjalti. Hann segir þó bót í máli að fleiri bátaeigendur hafi uppfært fjareftir- litsbúnað sinn, úr hinu gamla STK- kerfi í hið nýja AIS-kerfi sem sé öfl- ugra og skilvirkara. Landhelgis- gæslan hvetur útgerðarmenn til að endurnýja kerfin strax til að auka ör- yggi sitt. una@mbl.is Álagið á Gæslunni gríðar- legt vegna strandveiða Hundruð báta og skipa í misgóðu ástandi á miðunum „Þú getur ímyndað þér ef flugstjórn myndi missa út alla skynjara til að fylgjast með flugi“ Lögreglunni á Akureyri barst á fjórða tímanum í gær tilkynning um vinnuslys í Flutningamiðstöð Norðurlands. Þar var verið að afferma bif- reið þegar ker datt á starfsmann með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Maðurinn var fluttur á Sjúkra- húsið á Akureyri til aðhlynn- ingar. Vinnuslys varð á Akureyri Maðurinn sem lést, er svifvængur hrapaði með hann í hlíðar Ingólfs- fjalls um miðjan dag á mánudag hét Grzegorz Czeslaw Rynkowski. Hann fæddist í Póllandi 13. mars 1976, en var búsettur á höfuðborg- arsvæðinu. Hann lætur eftir sig sambýliskonu. Rannsókn atviksins miðar vel, að sögn lögreglu á Sel- fossi. Lést þegar svif- vængur hrapaði Bifreið var ekið á sjö ára dreng á Akurvöllum í Hafnarfirði um hálf- níuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu slapp drengurinn mun betur en á horfðist í fyrstu, en meiðsli hans reyndust vera minni- háttar og því þurfti ekki að flytja hann á slysadeild. Ekið á dreng

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.