Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 9
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýs- ir yfir þungum áhyggjum vegna fréttar í Morgunblaðinu 11. maí, þar sem fram kemur að forráðamenn Hvals hf. sjá öll tormerki á að skipu- leggja veiðar og vinnslu í sumar vegna framkomins frumvarps um hvalveiðar. Sveitarstjórnin skorar á Alþingi, í ljósi hinnar erfiðu stöðu í atvinnumálum, að afturkalla strax frumvarpið. Þá hefur VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna mótmælt frum- varpinu harðlega enda setji það hvalveiðar í hættu. Hvalafrumvarp verði afturkallað ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Veggverk er líklega óvenjuleg- asta gallerí landsins; hvítur hús- veggur á gömlu húsi á mótum Gler- árgötu og Strandgötu. Þar var sett upp auglýsing frá VG en eftir að at- hugasemd var gerð við það var henni breytt í listaverk. Eða ég held það …    Það er gaman að loks varð vart við smákosningaskjálfta. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L- listans, spurði á fundi bæjarráðs í gærmorgun „um auglýsingu á hús- næði bæjarins á horni Strandgötu og Glerárgötu. Óskar hann eftir að auglýsing sem er á veggnum, sem vera átti undir listaverk, verði fjar- lægð,“ segir í fundargerð, enda telji hann þetta í andstöðu við skilta- reglugerð Akureyrarkaupstaðar.    Um kvöldmatarleytið í gær var auglýsingin fjarlægð; allur texti skorinn burt og eftir voru sex list- ræn andlit. Eins og fyrir einskæra tilviljun eru það sex efstu menn á lista VG fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar.    Síðasti sögulegi söngfuglinn þetta vorið flögrar um Samkomu- húsið í kvöld. Leik- og söngkonan Jana María Guðmundsdóttir fjallar um líf og starf Ellýjar Vilhjálms og syngur lög sem hún gerði vinsæl. Áður hefur Jana María fjallað um Helenu Eyjólfsdóttur og Ingibjörgu Þorbergs. Valmar Väljaots leikur undir.    Alls bárust 150 umsóknir um fjögur störf í menningarhúsinu Hofi sem auglýst voru nýlega. Nú hefur verið ráðið í störfin; Magnús Viðar Arnarsson verður t.d. umsjón- armaður fasteignarinnar, en hann hefur lengi starfað hjá Slökkviliði Akureyrar. Tæknistjóri var ráðinn Einar Karl Valmundsson og mark- aðsfulltrúi Heiðrún Grétarsdóttir.    Lög bandarísku sveitarinnar Creedence Clearwater Revival hljóma á Græna hattinum í kvöld; það er níu manna ábreiðusveit frá Egilsstöðum, Creedence Travell- in’Band, sem flytur.    Anna Richards dansgjörninga- listakona hefur oft komið skemmti- lega á óvart. Á laugardag frumsýnir hún í samstarfi við aðra, í Verk- smiðjunni á Hjalteyri, verkið Slát- urhús hjartans sem er eftir hana og Sigurbjörgu Eiðsdóttur. Listrænt VG-fólkið á Veggverkinu. Vinstri grænt listaverk Fréttir 9 STUTT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Aðalfundur HAMPIÐJUNNAR Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í nýjum húsakynnum félagsins að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 21. maí 2010 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Iðnaðarráðuneytið mun næstu tvö árin hafa afnot af nýjum fjögurra manna MiEV-rafbíl frá Mitsubishi, og var Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra afhentur bíllinn í gær. Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun fengu annan bíl til umráða og verða báðir bíl- arnir nýttir til ýmissa rannsóknarverkefna hjá fyrirtækjunum á vegum Orkuseturs og Ís- lenskrar NýOrku. Iðnaðarráðherra var jafnframt afhentur lykill að nýjum orkupósti sem settur hefur verið upp framan við ráðuneytið á Lind- argötu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar er kveðið á um sérstaka áætlun um að auka hlut inn- lends visthæfs eldsneytis í samgöngum á Skref fram á við í áætlun um visthæft eldsneyti kostnað innflutts jarðefnaeldsneytis. Móttaka rafbílsins í gær og notkun hans markar að sögn ráðherra aðeins eitt skref af mörgum í þeirri áætlun, en ráðuneytið vinnur að því að draga fram undir einu merki þau fjölbreyttu verkefni sem tengjast orkuskiptum í sam- göngum. Rafbílar raunhæfur kostur Viðamiklar rannsóknir hafa farið fram hérlendis á visthæfum bílum. Metanbílum hefur verið fjölgað talsvert á undanförnum árum og hefur þróun rafbíla einnig verið hröð og er því spáð að innan nokkurra ára verði rafbílar raunhæfur kostur fyrir al- menning. Í fyrradag var undirritaður nýr samningur milli ríkisins og Akur- eyrarbæjar um fjármögnun og uppbyggingu 45 hjúkrunarrýma sem koma í stað rýma í Kjarna- lundi. Í samningnum er kveðið á um að Akureyrarbær láti hanna og byggja nýtt hjúkrunarheimili. Há- marksstærð rýmis er 75 fermetrar fyrir einstakling eða samtals 3.375 fermetrar. Áætlaður heildarkostnaður er um 1,6 milljarðar. Akureyrarbæ stendur til boða allt að 100% lán frá íbúðalánasjóði til 40 ára fyrir framkvæmdinni en félags- og tryggingamálaráðuneytið mun greiða Akureyrarbæ leigu næstu 40 árin fyrir u.þ.b. 85% af fram- kvæmda- og fjármagnskostnaði. Handtak Ráðherra og bæjarstjóri. Hjúkrunarheimili verður reist Um 70% Reyk- víkinga telja að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi staðið sig vel í starfi borgarstjóra. Þetta kemur fram í könnun Markaðs- og miðlarannsókna. Könnunin var gerð 4.-10. maí og 816 borgarbúar á aldrinum 18-67 ára tóku þátt í henni. 26,4% sögðu Hönnu Birnu standa sig mjög vel, 44,1% frekar vel, 17,7% frekar illa og 11,8% mjög illa. Vikmörkin voru 2,5- 3,8%. 70% telja Hönnu Birnu standa sig vel Hanna Birna Kristjánsdóttir Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar var opnuð í fyrradag í Strandgötu 4. Þar verður sinnt svæðisbundinni vinnumiðlun, ráðgjöf og annarri þjónustu við atvinnuleitendur í Hafnarfirði. Markmið verkefnisins er að efla þjónustu við unga at- vinnuleitendur og fólk sem hefur verið án atvinnu um langt skeið. Atvinnumiðstöð opnuð í Firðinum Á laugardag nk. kl. 13-16 stendur Hugarafl fyrir málþingi í Bellatrix- salnum í húsnæði Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Frummælandi á málþinginu er dr. Daniel Fisher, geðlæknir við Riverside-geðheilsumiðstöðina í Wakefield, Massachusetts. Daniel náði bata af geðklofa. Áður en hann varð geðlæknir lagðist hann nokkr- um sinnum inn á geðsjúkrahús. Hann er einn fárra geðlækna í Bandaríkjunum sem ræða opin- berlega um hvernig þeim hefur batnað af geðsjúkdómi. Aðgangur ókeypis og öllum op- inn en tilkynna þarf þátttöku til hugarafl@hugarafl.is. Geðraskanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.