Morgunblaðið - 13.05.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 13.05.2010, Síða 11
eða Magnús Stephensen. Þetta voru embættismenn og því má gera ráð fyrir að mikill gestagangur hafi verið hjá þeim. Þeir héldu heljarinnar veislur fyrir heldri borgara þessa lands sem og fínt fólk sem kom hing- að frá útlöndum. Til dæmis kom breski landkönnuðurinn Sir. Joseph Banks hingað til lands árið 1772 en hann lýsir á mörgum blaðsíðum í ferðabók sinni gríðarlegri veislu sem hann sat í Viðey. Heimildir greina einnig frá svæsinni átveislu sem Jör- undur hundadagakonungur sat úti í Viðey.“ Kúmengangan vinsælust Á opnunarhátíðinni á laug- ardaginn verður m.a. boðið upp á djasstónleika þar sem fram koma Ómar og Óskar Guðjónssynir, Scott McLemore trommuleikari og Krist- jana Stefánsdóttir. „Viðburðadagatalið verður svo notað í framhaldi af því. Í byrjun júní er Hátíð hafsins og svo rekur hver viðburðurinn annan. Viðeyjarhátíðin er 20. júní en sú helgi verður dásam- leg, því 19. júní er kvennahlaup ÍSÍ úti í Viðey en hún er orðin formlegur hlaupastaður. Fastir liðir í sum- ardagskránni eru svo þriðjudags- göngur sem eru orðnar mjög vinsæl- ar. Í hverri göngu er nýtt þema og þá verða sérfræðingar með í för. Til dæmis verður fuglafræðingur í fugla- göngunni, jarðfræðingur í jarðfræði- göngunni og svo framvegis. Í einni göngunni verður fræðst um gróð- urfar og ræktun úti í Viðey, eitt þriðjudagskvöldið ætlum við að fara á reiðhjólum og svo verður stafa- göngukennsla, jógakennsla og svo mætti lengi telja,“ segir Guðlaug og bætir við að kúmengangan í ágúst sé orðin gríðarlega vinsæl. „Þá koma á milli þrjú og fjögur hundruð manns en það vex mjög mikið af kúmeni í Viðey og fólk sækir sér það í lok sum- ars til að eiga fyrir veturinn.“ Hægt að dvelja heilan dag Guðlaug segir þeim gestum sem koma út í Viðey á sumrin sífellt fara fjölgandi. „Viðeyjarnaustið er öllum opið á þeim tíma sem ferjan siglir, en það er þjónustuhús sem stendur niðri við vesturströnd eyjarinnar. Allir geta notfært sér það en þarna er aðstaða til að grilla og skemmta sér enda dvelja stundum heilu fjölskyldurnar þar allan daginn, leika sér, fara í fjör- una, göngutúra og borða saman. Svo verðum við líka með hesta úti í Viðey í allt sumar til að geta boðið fólki að fara á bak,“ segir Guðlaug og bætir við að kaffihúsið sé opið alla daga. „Fjölmargar veislur verða í Við- eyjarstofu, bæði í tengslum við brúð- kaup í kirkjunni og önnur einka- samkvæmi enda er umhverfið þarna dásamlegt til veisluhalda. Í Viðeyj- arstofu er ævinlega lögð áhersla á að veitingar séu í anda þess viðburðar þeim sem er í gangi í eyjunni hverju sinni.“ Ferjan gengur milli lands og eyjar á klukkutíma fresti frá kl. 11.15 á morgnana en á opnunarhátíðinni á laugardaginn verður byrjað að ferja gesti yfir kl. 18.30 frá Skarfabakka. Morgunblaðið/Ernir Friðgeir Eldar að gömlum sið. Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 TR I X I Vandaður og léttur bakpoki fyrir börnin. barnabakpoki Verð: 28.800 kr.Verð: 17.200 kr.Verð: 8.500 kr. TONGA Uppdraganlegt handfang og á hjólum. rúllutaska TACORA Vatnsheld yfirbreiðsla fylgir. bakpoki Stærð: 8 L Stærð: 60 LStærð: 20+4 L Einnig fáanleg í 85 L. Nú þegar vorið er komið, sauðburður í hámarki og lömbin skjótast úr kind- unum um allt land, er ekki úr vegi að kynna sér íslensku sauðkindina og alla hennar kosti. Inni á vef Kenn- araháskóla Íslands getur verið gaman að skoða hinar ýmsu greinar og verkefni sem nem- endur hafa unnið og ein af þeim er grein eftir Völu Kristínu Ófeigs- dóttur sem heitir einfaldlega Ís- lenska sauðkindin. Þar má meðal ann- ars lesa sér til um uppruna íslensku sauðkindarinnar, um hið séríslenska fyrirbæri for- ystufé, sem er einstaklega veður- glöggt og kjarkmikið, einnig er fjallað um sauðburð, nýtingu sauð- kindarinnar og þjóðtrú henni tengda, svo eitthvað sé nefnt. Þar segir að talið sé að íslenska sauðkindin hafi komið hingað til lands með fyrstu landnámsmönn- unum og er það af stuttrófukyni sem ættað er frá Skandinavíu. Skemmtileg er þjóðtrú þessi sem Vala Kristín segir frá: „Margir bænd- ur trúðu því hér áður fyrr að ef jörð væri hvít um fengitímann yrðu flestöll lömbin hvít að vori; ef hún er rauð, verða þau mörg dökkleit, en ef jörð er flekkótt koma mörg lömb mislit. Einnig áttu hrútlömb að verða fleiri, ef norðanátt væri um fengitímann, en gimbrarlömb, ef sunnanátt væri. Það var talið áreið- anlegt ráð til að fá hrútlömb að binda fyrir vinstra eistað í hrútnum, og hið hægra, ef gimbrar áttu að fæðast. Til að fá hrúta mátti gefa án- um silungsroð og öl um fengitím- ann.“ Vefsíðan: www.wiki.khi.is/index.php/Íslenska_sauðkindin Sauðburður og annar fróðleikur Nú eru síðustu forvöð að sjá vinsæl- ustu kvikmyndirnar sem voru sýndar nýlega á hátíðinni Bíódögum 2010, sem Græna ljósið stóð fyrir. Þrettán þær mest sóttu hafa verið sýndar áfram eftir að hátíðinni lauk en það verður aðeins í nokkra daga í viðbót svo nú er um að gera að stökkva til að sjá á breiðtjaldi einhvern af þess- um gullmolum sem koma frá hinum ýmsu löndum. Óhætt er að mæla með myndinni Fantastic Mr. Fox sem er stórskemmtileg brúðumynd, en brúð- unum ljá raddir ekki minni menn en m.a. George Clooney og Meryl Streep. Vert er að geta þess að hinn frábæri rithöfundur Roald Dahl er höfundur handritsins. Myndin Crazy Heart er einnig ein af þeim sem sýnd er áfram en þar fer Jeff Bridges á kostum sem drykk- felldur kántrýsöngvari. Athygliverð er einnig Nowhere Boy, leikin mynd um æsku Johns Lennons. www.graenaljosid.is Endilega … … látið ekki síðustu daga Græna ljóssins fram hjá ykkur fara Kúmen er annað vinsælasta krydd heims, næst á eftir svörtum pipar. Það er vinsælt í matargerð á Indlandi, í Pakistan, Norður-Afríku, Mið- Austurlöndum, á Srí Lanka og Kúbu. Á miðöldum var því trúað að kúmen gæti komið í veg fyrir að hænsn og elsk- hugar tækju upp á því að ráfa að heiman. Einnig var því trúað að hamingjuríkt líf væri tryggt brúðhjónum sem tækist að bera á sér kúmenfræ í gegnum alla hjónavígsluathöfnina. Fróðleiksmolar um kúmen Kúmen Alveg dásamlega gott! Kúmen kemur í veg fyrir strok

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.