Morgunblaðið - 13.05.2010, Síða 13

Morgunblaðið - 13.05.2010, Síða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is „Þetta var mikil réttarbót,“ segir Stefán Skjaldarson, settur skatt- rannsóknarstjóri, um lög sem Al- þingi samþykkti í lok mars sl. og heimila að krafist sé kyrrsetningar eigna þeirra sem sæta rannsókn vegna gruns um skattalagabrot. Eins og fram hefur komið hafa ýmsar eignir Hannesar Smárason- ar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verið kyrrsettar vegna rannsóknar á skattskilum FL Group, en fyrir samþykkt áðurnefndra laga hefði ekki verið hægt að kyrrsetja eign- irnar. Stefán segir úrræðinu hafa verið beitt í fjölmörgum skattrannsóknarmálum síðan lögin voru samþykkt, enda auðveldi það mjög vinnu skattayfirvalda. Hins vegar geti hann ekki tjáð sig um einstök mál og staðfestir því ekki að kyrrsetningar hafi verið krafist á eignum Jóns Ásgeirs og Hann- esar. Geta krafist gjaldþrotaskipta Kyrrsetning vegna skattrann- sókna fer þannig fram að skatt- rannsóknarstjóri áætlar þá skatt- kröfu sem talið er að muni lenda á þeim sem er til rannsóknar, og fer þess á leit við tollstjóra að hann kyrrsetji eignir sem nemur þeirri upphæð. Ef viðkomandi reynist ekki eiga eignir sem nema áætlaðri skattkröfu, er að sögn Stefáns hægt að krefjast gjaldþrota- meðferðar yfir honum. Í Viðskiptablaðinu var í gær greint frá því að samkvæmt heim- ildum blaðsins væru miklar líkur á að gjaldþrotaskipta yrði krafist yfir Jóni Ásgeiri og Hannesi. Farið var fram á að eignir að verðmæti 250 milljónir yrðu kyrrsettar í tilfelli Jóns Ásgeirs en 150 milljónir í til- felli Hannesar. Í báðum tilfellum tókst einungis að kyrrsetja eignir fyrir hluta þeirra upphæða sem krafist var. Geta stjórnað félögum sínum Eins og fram hefur komið fór skilanefnd Glitnis einnig fram á kyrrsetningu eigna nokkurra fyrr- verandi eigenda og stjórnenda bankans. Samkvæmt upplýsingum frá embættum sýslumanna á Ak- ureyri og í Hafnarfirði getur ein- staklingur áfram stjórnað félagi eða fyrirtæki sem hann á þótt allar eignir hans hafi verið kyrrsettar. Eins sé þess gætt að félagið hljóti ekki skaða af. Lög um kyrrsetningu koma að góðum notum  Geta stjórnað félögum þrátt fyrir kyrrsetningu eigna 100 milljóna króna húseign Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hefur ver- ið kyrrsett að beiðni skattayfir- valda, og önnur í Bláskógabyggð að verðmæti 10 milljónir. Þá hefur verið kyrrsett jörð í Skagafirði sem metin er á 14 milljónir króna. Kyrrsettu 100 milljóna króna hús Skattrannsóknarstjóri fór einnig fram á að Range Rover, Hummer, Mini Cooper og Bentley í eigu Jóns Ásgeirs væru kyrrsettir. Bílarnir eru samtals metnir á 24 milljónir. Einnig voru kyrrsettir Range Rover og Lin- coln Navigator í eigu Hannesar Smárasonar sem saman eru metnir á átta milljónir. Bílar kyrrsettir fyrir tugi milljóna króna Loks voru að beiðni skattrannsóknarstjóra frystar bankainnistæður hjá þeim fé- lögum. Námu innistæðurnar 3,6 milljónum í tilviki Jóns Ás- geirs en 3,4 milljónum í tilviki Hannesar. Frystu innistæður fyrir sjö milljónir Peningaeign getur verið undanþegin kyrrsetningu, sé hún nauðsyn- leg til að standa straum af kostnaði um skamman tíma af fram- færslu gerðarþola og þeirra sem hann er framfærsluskyldur við. Bankainnistæður eru eins og fram hefur komið meðal þeirra eigna Hannesar og Jóns Ásgeirs sem kyrrsettar hafa verið. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum í Reykjavík er þetta m.a. metið út frá greinargerð með 41. gr. laga 90/1989, en þar segir að miða eigi við fjárhæð sem hæfileg er talin til daglegra framfærsluútgjalda þar til gerðarþoli fær næst útborgað. „Að auki yrði rétt að taka tillit í þessum efnum til væntanlegra útgjalda gerðarþola á tímabilinu af greiðslu húsaleigu, orkukostnaðar og annars sambærilegs, sem telja verður að gerðarþoli þurfi að eiga fyrir til að fyrirbyggja tilfinnanleg velferðarspjöll.“ Fyrirbyggja „velferðarspjöll“ SKILJA EFTIR ÞAÐ SEM NAUÐSYNLEGT ER TIL FRAMFÆRSLU Stefna skilanefndar Glitnis á hend- ur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tengdum aðilum vegna meintra stórfelldra bankasvika er ekki eina málið sem nú er til meðferðar þar sem hann er málsaðili. Þannig kemur Jón Ásgeir við sögu í þeirri ákvörðun skiptastjóra þrotabús Baugs Group að rifta sölu á Högum til 1998 ehf. en Gaumur, félag sem Jón Ásgeir er hluthafi í, er þar á meðal eigenda. Frestur til að skila greinargerðum rennur út um næstu mánaðamót og má vænta þess að málið verði tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar, að sögn Erlends Gíslason hæsta- réttarlögmanns. Þá hefur skilanefnd Glitnis lagt fram stefnu á hendur fyrri eig- endum og starfsmönnum bankans en í stefnunni er þess krafist að Jón Ásgeir, Pálmi Haraldsson, Lárus Welding, fv. forstjóri Glitnis, og þrír aðrir starfsmenn bankans greiði skilanefnd Glitnis 6 milljarða króna í skaðabætur fyrir fjártjón, sem bankinn hafi orðið fyrir þegar hann veitti félaginu FS38, sem var dótturfélag fjárfestingarfélagsins Fons, lán í júlí 2008. Loks má geta þess að höfðað hef- ur verið skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri og konu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, í New York fyrir að hafa innréttað eldhús lúxusíbúðar sem er í þeirra eigu með vörum frá Ikea á Gramercy Park Hotel í New York. Kváðust leigjendur íbúðar- innar skammast sín fyrir eldhúsið. Jón Ásgeir kemur við sögu í fjórum yfirstandandi stefnum „Stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar skulu vera lögráða, fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu þremur árum hafa í tengslum við at- vinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bók- hald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.“ Svo hljóðar 66. grein laga um hlutafélög sem aðgengileg er á vef Alþingis, www.althingi.is. Eins og rifjað er upp í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og tengdum að- ilum var hann fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. maí 2007 og dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi í 3 mánuði fyrir að hafa látið gefa út tilefnislausan reikning frá Nordica, fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. Nokkrum vikum síðar, eða í júní, hætti Jón Ásgeir sem forstjóri Baugs en Hæstiréttur staðfesti nið- urstöðu héraðsdóms 5. júní 2008. Það er frá þessum degi sem þriggja ára bann við stjórnarsetu gildir enda frestuðust réttaráhrif héraðsdóms meðan á áfrýjun málsins stóð, eins og einn heimildarmaður blaðsins orðaði það. Bannið við stjórnarsetu gildir til júní á næsta ári Baugsmál í Héraðsdómi. Fjármálaeftirlitið getur ekki gefið upplýsingar um hversu margar kærur skilanefndir stóru bankanna þriggja hafa sent til FME vegna meintra brota sem komið hafa fram við störf skilanefndanna. Fram hefur komið að Fjármála- eftirlitið hefur sent 33 mál til sér- staks saksóknara og mörg mál eru enn ókláruð hjá stofnuninni. Upplýsingar ekki á einum stað Sigurður Valgeirsson, upplýs- ingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, segir í skriflegu svari við fyrir- spurn Morgunblaðsins að vinnu Fjármálaeftirlitsins hafi ekki verið háttað þannig að safnað hafi verið saman á einn stað upplýsingum um fjölda kæra/ábendinga til Fjár- málaeftirlitsins frá slitastjórnum eða skilanefndum stóru bankanna þriggja. „Til þess að gera það þyrfti að leggja í umtalsverða vinnu sem við sjáum okkur ekki fært að inna af hendi vegna þessarar fyr- irspurnar. Væru þessar upplýsingar til- tækar á einum stað myndi Fjár- málaeftirlitið, vegna bankaleyndar, ekki gefa þær sundurliðaðar eftir bankastofnunum.“ FME telur ekki kærurnar frá skilanefndum föllnu bankanna Jón Ásgeir Jóhannesson Um eftirmiðdaginn í gær tjáði Jón Ásgeir Jóhannesson sig um stefnu slitastjórnar Glitnis í sam- tali við Bloomberg-fréttaveituna en þar lýsti hann því yfir að hann ætlaði ekki að taka til varna vegna kyrrsetning- arúrskurðar, sem kveðinn hefur verið upp í Bretlandi og nær til allra eigna Jóns Ásgeirs hvar sem er í heiminum, þ.á m. til tveggja íbúða sem hann á í New York. „Það er lítið hægt að hreyfa sig,“ hafði Bloomberg eftir Jóni Ásgeiri. „Þeir hafa náð markmiðum sínum. Þetta er hræðilegt.“ Staðfestingarmál vegna úrskurðarins verður tekið fyrir í breskum rétti 28. maí en Jón Ásgeir hafði eftir bandarískum lögmanni sínum, að kostnaður við að taka til varna í málinu yrði allt að sem svarar 300 milljónum. „Það er ekki mögulegt að verjast í þessu máli. Þeir unnu. Þetta er kallað vinstri krókur í hnefaleikum,“ sagði Jón Ásgeir sem lét þessi orð falla á vef Pressunnar: „Steinunn [Guð- bjartsdóttir, formaður slitastjórnar] getur átt yfir höfði sér tíu ára fang- elsi fyrir að misnota bandaríska dómstóla með þessum hætti […] Rang- færslurnar og vit- leysurnar í stefn- unni eru ótrú- legar.“ PricewaterhouseCoopers Endurskoðunar- fyrirtækið PricewaterhouseCoopers hf. seg- ist standa við áritun sína á reikningsskil Glitnis banka hf. og aðrar staðfestingar sem unnar voru vegna bankans. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt PWC fyrir rétti í New York „fyrir að greiða fyrir og taka þátt í að dylja þau sviksamlegu við- skipti sem Jón Ásgeir [Jóhannesson] og fé- lagar komu í kring og sem að endingu leiddu til falls bankans í október 2008“, eins og segir í tilkynningu slitastjórnarinnar í gær. „Í tilefni af stefnu slitastjórnar og skila- nefndar Glitnis banka hf. á hendur tilteknum aðilum, og umfjöllun um Pricewaterhouse- Coopers hf. í því samhengi, viljum við árétta að áritanir sem vitnað er til byggðust á framlögðum gögnum og þeim upplýsingum sem PricewaterhouseCoopers hf. hafði að- gang að á þeim tíma. Pricewaterhouse- Coopers hf. stendur við áritun sína á reikn- ingsskil Glitnis banka hf. og aðrar staðfestingar sem unnar voru vegna bank- ans,“ segir í yfirlýsingu Pricewaterhouse- Coopers. Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PWC, vildi að öðru leyti ekki tjá sig um mál- ið að svo stöddu. Pálmi Haraldsson „Hvað á maður að segja í sjálfu sér? Þetta er bara galið,“ sagði Pálmi Haraldsson, gjarnan kenndur við Fons, aðspurður um stefnuna á hendur honum vegna meintrar sviksemi í rekstri Glitnis. „Það getur hver maður sagt sér það sjálfur. Það þarf nú ekki annað en að lesa stefnuna.“ Pálmi kveðst aðspurður ekki hafa ákveðið hvernig hann muni bregðast við stefnunni. „Það er bara absúrd að ég hafi komið nálægt rekstri þessara banka. Þetta er varla svaravert einu sinni,“ sagði Pálmi og vísaði til þess að hann væri skilgreindur sem stjórnarmaður í Glitni í stefnu skilanefndarinnar. Þá áréttaði Pálmi að hann hefði aldrei verið stjórn- armaður í FS38 né stjórnarformaður Fons. Ennfremur hefði hann aldrei set- ið aðalfund Glitnis né verið í stjórn bankans. Pálmi gagnrýndi þetta í yfirlýsingu og sá nefndin ástæðu til að senda frá sér endurskoðaða frétta- tilkynningu þar sem leið- rétt var að hann hefði verið fv. stjórnarmaður í Glitni og var hann í staðinn sagður fv. varaformaður stjórnar FL Group. „Hvað á maður að segja?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.