Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 ✝ Kristjana Jóns-dóttir Bilson (Jana) fæddist á Ísa- firði 28. júní 1920. Hún lést á Landspít- alanum 20. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jóna Helga Valdimars- dóttir, f. í Hnífsdal 26. febrúar 1890, d. 31. mars 1977, og Jón Barðason, skip- stjóri, f. á Siglufirði 31. ágúst 1890, drukknaði 27. októ- ber 1935. Systkini Jönu eru: Björg, f. 25. janúar 1918, d. 5. desember 1954, Ingibjörg Halldóra, f. 2. júní 1919, d. 3. júlí 1957, Jón Jónsson Barðason, f. 12. maí 1922, d. 21. Kristjana Bilson, f. 1984, og b) Jack Denis Bilson, f. 1988. Har- aldur býr nú í Reykjavík og er í sambúð með Kristínu Krist- insdóttur, verslunareiganda. 2) John Bilson, hagfræðingur, f. í London 29. maí 1954, kvæntur El- isabet Bilson. Börn þeirra: a) Henry Bilson, f. 7. apríl 1990, og b) Olivia Bilson, f. 25. febrúar 1993. Auk þess að vera húsmóðir í London starfaði Jana við sauma- skap með vinnustofu á heimili sínu Florence Nightingale House við Clephane Road 25. Jana flutti frá London til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og leigði íbúð í ná- grenni Grundar þar sem hún naut þjónustu. Jaðrarför Kristjönu fór fram frá Fossvogskapellu 29. apríl sl. apríl 1981, Valdimar, f. 23. maí 1923, d. 14. ágúst 1969, Barði Guðmundur, f. 15. júlí 1925, d. 1. janúar 2002, og Jóna Helga, f. 4. júlí 1928. Hálf- systir samfeðra Jóna Ingibjörg, f. 1913, d. 1992. Jana giftist 17. jan- úar 1942 Jack Willi- am Bilson, trygg- ingafræðingi. Börn þeirra eru: 1) Har- aldur Michael (Harry) Bilson, listmálari, f. í Reykjavík 21. janúar 1948, en fluttist til London 5 ára gamall, kvæntur Barböru Bilson. Þau skildu. Börn þeirra: a) Charlotte Kristjana dvaldi í æsku sinni á Ís- landi en meiri hluta ævi sinnar bjó hún erlendis. 1940 lærði hin 19 ára Kristjana tannsmíðar í Danmörku. Nasistar lögðu Danmörku undir sig og Kristjana ásamt tveimur vinkon- um sínum slapp naumlega við skot- hríð í Kaupmannahöfn þegar þær hjóluðu um göturnar innrásardag- inn. Vegna hlutleysis Íslands komst hún til Svíþjóðar og þaðan um Finn- land í skipalest til Íslands. Þegar heim kom var Ísland undir breskri herstjórn. Þar hitti hún og giftist Jack William Bilson, sem var bresk- ur hermaður. Þetta hjónaband entist í 62 ár og endaði við dauða Jacks 2004. Vegna hjúskaparins varð hún að flytja til Bretlands, þar sem hún vann við framleiðslu svifflugvéla fyr- ir breska herinn. Í London þar sem hún bjó var heimili hennar sprengt tvisvar í loftárásum. Hún minntist þess oft að hún hefði skaðast á heyrn og sjón og hvernig henni tókst að bjarga brúðargjöf úr rústunum, olíu- málverki frá systkinum sínum. Hún ferðaðist oft til Íslands og yf- ir Atlantshafið til Bandaríkjanna til að heimsækja fjölskyldu sína. Lengst bjó hún í Islington í Norður- London þar til eiginmaður hennar lést. Á hinum erfiðu eftirstríðsárum í London vann hún við tannsmíði, fatagerð og hönnun. Hún saumaði föt fyrir fremstu og virtustu kven- fatamerki í London. 1978, þegar hún var 58 ára, var hún í heimsókn hjá Helgu systur sinni í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist æðagúll í heila. Sem betur fer hjaðnaði þessi meinsemd. „Hefði hann brostið hefði ég breyst í spínat,“ sagði hún á sinn kaldhæðna hátt. Kristjana var þekkt fyrir fegurð sína, eldmóð, sköpunargleði og lífs- kraft. Winnie Aston, írsk vinkona Krist- jönu, sem þoldi loftárásirnar með henni í London, líkti skopskyni hennar við Carole Lombard og há- stemmdri frásagnarlist hennar við Susan Hayward. Hún var stælt og stolt til dauðadags og mjög dáð fyrir fagrar hannyrðir og „græna fingur“. Hún var mjög elskuð bæði í London og Reykjavík. Margir í báðum þess- um borgum sakna hennar og votta fjölskyldunni samúð sína. John Bilson. Jana frænka hefði orðið níræð 28. júní næstkomandi, en hún lést þann 20. apríl s.l. hér heima eftir að hafa búið sextíu ár í London. Hulda, móð- ir mín, og hún voru systkinabörn, aldar upp í Hnífsdal og áttu síðar eft- ir að standa saman í blíðu og stríðu, m.a. sem starfsstúlkur um sumar- tíma á Hotel d́Angleterre Kaup- mannahöfn. Hulda slapp heim fyrir stríð en Jana varð innlyksa í Dan- mörku, kom með Petsamó-ferðinni 1940. Hún hafði verið álitin þýskur njósnari! Við skipshlið í Reykjavík- urhöfn tók á móti henni breskur her- maður, Jack Bilson, verðandi eigin- maður hennar. Hulda frænka hennar hitti mannsefni sitt í Hnífs- dal, föður minn, Samuel Richie, hann hafði verið sendur í þessa heima- byggð hennar af breska sjóhernum til að verja Ísland fyrir Þjóðverjum! Hún bjó um tíma í Glasgow og heim- sótti Jönu til London þá og síðar, þær höfðu fylgt mönnum sínum á ófriðarárunum úr landi ósmeykar eða blindar á hættuna (taldi pabbi). Meðan Jack var í landhernum bjuggu þær frænkur saman á heimili þeirra Jönu í London, hvor annarri til trausts og halds. Þau hjónin enn barnslaus. Þaðan var styttra til Portsmouth, hafnar- borgar þar sem Sam var staðsettur. Á þeim tíma var hús Jönu sprengt í loft upp. Áður höfðu þær heyrt sír- enuvæl og forðað sér í neðanjarðar- byrgi. Fátt var uppistandandi þegar að var komið annað en veggjarbrot og á því málverk af Þingvöllum. Þetta mun ekki hafa verið eina skipt- ið sem heimili Jönu varð fyrir sprengjuárás. Eftir styrjöldina hafði hún skaddast á heyrn og sjón af sprengjugnýnum. Jana var alin upp í stórum systk- inahóp í Hnífsdal. Hún var mikil pabbastelpa en missti föður sinn þegar hún var á þrettánda ári. Móðir hennar kom hópnum öllum til manns án aðstoðar frá því opinbera og erf- iðið hefur líklega mótað Jönu. Hún var óhemju dugleg og ósérhlífinn alla tíð. Meðan synirnir gengu í einkaskóla vann hún við saumaskap fyrir stór- markaði, verzlunarkeðjur. Maður hennar vann á skrifstofu sem sá um öryggisgæslu. Synirnir eru báðir á lífi: Harold – Harry – Bilson mynd- listamaður, sem búsettur hefur verið á Íslandi um nokkurra ára skeið og John í London, hagfræðimenntaður. Barnabörnin fjögur eiga öll heim- kynni í Bretlandi. Ég minnist margra ánægjustunda með Jönu frænku, svo sem þeirra fyrir seinustu jól, á fæðingardegi Huldu heitinnar (22. desember) sem við afkomendur hennar höldum upp á sameiginlega og Jana kom í boðið sem leynigestur! Seinast þegar við sáumst var hún farin að búa sig und- ir níræðisafmælið í júní 2010. – Ætt- ingjum öllum, sérstaklega Harry og John, barna-, systkinabörnum og eftirlifandi systur, Helgu í Ameríku, vottum við samúð okkar. Minning Jönu lifir. Norma frænka og fjölskylda. Þegar ég var nýfæddur fékk ég mislinga. Ekki var hægt að setja mig kornabarnið í farsóttarhúsið í Þing- holtsstræti. Sett var upp sérstök sóttkví heima. Ung stúlka, 15 ára dóttir Jónu móðursystur minnar, var lokuð inni hjá mér í sóttkvínni til að annast mig í veikindunum. Þessi unga stúlka var Kristjana Jónsdótt- ir. Jana eins og hún var kölluð fór til Kaupmannahafnar og lærði tann- smíði eins og Björg frænka hennar en varð innlyksa vegna stríðsins. Hún kom heim með M/S Esju frá Petsamo, en þá voru Englendingar búnir að hernema Ísland og tóku á móti henni er til Reykjavíkur kom. Þeirra á meðal var Jack Bilson sem varð yfir sig hrifinn af hinni ungu og fögru Kristjönu. Þau giftu sig og þá varð hún ensk- ur ríkisborgari. Eftir enskum reglum hermannafjölskyldu varð hún að búa á heimili þeirra í London í sprengjuregni Þjóðverja á meðan hermaðurinn eiginmaður hennar dvaldi í friði og spekt á Íslandi. Eftir stríðið sá ég hana stundum er hún heimsótti fjölskyldu sína og dáðist alltaf jafnmikið að því hversu falleg hún var. Seinna á lífsleiðinni hittumst við oftar hér og í London, einkum eftir að sonur hennar Har- aldur Bilson fór að selja málverk sín hér á landi. Fyrir nokkrum árum fluttist hún alkomin til Íslands og gerðist aftur íslenskur ríkisborgari. Í byrjun verndaði hún líf mitt inn í þennan heim. Nú fylgi ég henni síð- asta spölinn úr þessum heimi. Ég er henni alltaf þakklátur. Jóhann J. Ólafsson. Kristjana Jónsdóttir Bilson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA L. INGVARSDÓTTIR, Garðaflöt 17, Garðabæ, lést sunnudaginn 2. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð. Ingvar J. Rögnvaldsson, Auður Hauksdóttir, Kristín og Haukur Ingvarsbörn, Guðný Dóra Rögnvaldsdóttir Gurstad, Espen og Gøran Gurstad, Hulda Guðný, Linda Bára og Elfa Dögg Finnbogadætur og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar og amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Súluholti, Aflagranda 40, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 5. maí, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 17. maí kl. 15.00. Þórkatla Mjöll Halldórsdóttir, Vildís Halldórsdóttir og barnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 9. maí. Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.00. Haraldur Þorsteinsson, Sigurður Haraldsson, Jóna Guðjónsdóttir, Þorsteinn Haraldsson, Lára V. Júlíusdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sturla Þorsteinsson, Ástráður Haraldsson, Eyrún Finnbogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR ÓLAFSDÓTTUR frá Norður-Fossi í Mýrdal, sem lést á dvalarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka, miðvikudaginn 5. maí, fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal laugardaginn 15. maí kl. 14.00. Ólafur Sigursveinsson, Ólöf Karlsdóttir, Jóhanna Sigursveinsdóttir, Ólafur Þorsteinn Jónsson, Sveinn Sigursveinsson, Sigurður Sigursveinsson, Kristín Sigurmarsdóttir, Runólfur Sigursveinsson, Ragnheiður Thorlacius og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Hlaðhamri, lést á Sjúkrahúsinu Akranesi mánudaginn 10. maí. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kjartan Ólafsson, Jóhannes Kjartansson, Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Jón Kjartansson, Gyða Eyjólfsdóttir, Sigurður Kjartansson, Olivia Weaving og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, lést þriðjudaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 13.00. Jón Guðmundsson, Marta Kjartansdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Gunnar Kr. Guðmundsson, Ása Dóra Konráðsdóttir, Örn Guðmundsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.