Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Kvartett Maríu Magnúsdóttur heldur tónleika í Kaffihúsinu í Skrúðgarðinum á Akranesi í kvöld kl. 21. Á dagskrá tón- leikanna eru ballöður og djass- lög sem Billie Holiday og Ella Fitzgerald fluttu annars vegar og hins vegar nýrri tónlist Sus- ana Baca og hinnar nýlátnu Lhasa de Sela. Tónlist þessara fjögurra kvenna fer um víðan völl, allt frá svingi og ballöðum til þjóðlagatónlistar. Mörg laganna eru á spænsku en ljóðin verða flutt á íslensku inni á milli. Kvart- ettinn skipa María Magnúsdóttir sem syngur, Rafn Emilsson á gítar, Birgir Bragason á bassa og Scott McLemore á trommur. Tónlist Djass og þjóðlög í Skrúðgarðinum María Magnúsdóttir Á morgun, föstudag, kl. 18:00 verður innsetningin Volcanic bedroom eftir Ingu Sólveigu Friðjónsdóttur afhjúpuð í gluggum Auga fyrir auga á Hverfisgötu 35, á horni Klapp- arstígs og Hverfisgötu. Eins og titillinn gefur til kynna er lista- maðurinn undir áhrifum eld- gosa og einnig er drepið á til- finningaleg eldgos og eldgos sem krauma undir niðri og ná ekki að brjótast út. Inga Sólveig stundaði nám við San Francisco Art Institute og útskrifaðist þaðan 1987. Síðan hefur hún haldið fjölda einkasýninga, bæði á Ís- landi og erlendis, auk þátttöku í samsýningum. Myndlist Innsetning í glugg- um Auga fyrir auga Inga Sólveig Friðjónsdóttir Finnski ljósmyndarinn Harri Pälviranta flytur fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands á morgun kl. 12:15. Í fyrirlestr- inum fjallar hann um ljós- myndaröðina Barinn (Batter- ed) sem má sjá á sýningunni Núna – The Present is Now í Norræna húsinu á dagskrá Listhahátíðar 2010. Fyrirlest- urinn, sem fer fram á ensku og er öllum opinn, er unninn í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmynd- ara. Helstu viðfangsefni Harris eru samfélagslegs eðlis svo sem ofbeldi og karlmaðurinn. Léttar veitingar verða í boði Finnska sendi- ráðsins. Myndlist Fyrirlestur Harri Pälviranta Harri Pälviranta Ef vel gekk að mynda fór hann í sinn eigin heim, varð hluti af myndavélinni 34 » Árlega úthlutar Söngmenntasjóð- ur Marinós Péturssonar styrk til efnilegra söngnema til framhalds- söngnáms erlendis. Að þessu sinni hlaut Andri Björn Hróbjartsson styrk að fjárhæð 700.000 kr. Af- hendingin fór fram í Íslensku óperunni í vikunni og afhenti Haukur Björnsson styrkinn fyrir hönd sjóðsins. Marinó Pétursson, sem Söng- menntasjóðurinn fær nafn sitt af, var mikill áhugamaður um tónlist, en ævistarf hans varð heildsala ut- an síðustu æviárin sem hann stund- aði sjóróðra frá Bakkafirði. Hann mælti svo fyrir að allar eigur hans skyldu renna í söngmenntasjóð eft- ir sinn dag og er Söngmenntasjóð- ur Marinós Péturssonar einn öfl- ugasti sjóður landsins til styrktar framhaldsmenntun í söng. Efnilegur Haukur Björnsson og Andri Björn Hróbjartsson. Styrkur til efnilegs söngnema Úthlutað úr Söng- menntasjóði Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Katrín Elvarsdóttir hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima fyrir sem og erlendis. Í dag kl. 17 opnar hún sýninguna Equivocal: The Sequel í Galleríi Ágúst. Eins og titillinn ber með sér er hún eins konar framhald af annarri sýningu. „Ég byrjaði á þessu verkefni fyrir um þremur árum og hélt fyrri sýningu Equivocal árið 2008 einnig í Galleríi Ágúst. Þær fimmtán myndir sem ég sýndi þá voru byrj- unin á þessari hugmynd. Mér fannst ég geta haldið áfram með hana og víkkað út og myndirnar eru allt í allt um 42 í þessari röð. Það tók bara þetta langan tíma að fá myndirnar sem ég var ánægð með“. Katrín segir að í raun allt hafi byrjað með mynd sem hún tók árið 2007. „Konseptið í kringum röðina kom þegar ég stóð inni og horfði út og það var eins og að laufblöðin á trjánum fyrir utan væru komin inn. Pælingin er því bæði að horfa út þegar maður er inni og eins að horfa inn þegar maður er úti – að búa til einhvern óráðinn heim sem þú áttar þig ekki á alveg á hvar er.“ Katrín notar oftast uppstill- ingar fyrir myndir sínar og staðina velur hún með það í huga að þeir hafi einhverja sögu að segja eða skapi stemningu. „Ég tek mynd- irnar úti um allan heim en ég reyni að láta líta út fyrir að þær séu tekn- ar á samskonar stað hvort sem ég tek myndirnar í Póllandi, Ítalíu eða á Íslandi.“ Katrín segir að mynd- irnar opni heim fyrir áhorfandanum sem getur sjálfur ímyndað sér sögu í kringum hverja mynd. „Mynd- irnar skapa líka heild þar sem ég vinn með ákveðna liti, en í þessu til- viki nota ég mikið rauðan. Það koma ákveðnir karakterar fyrir í myndunum og kallast á við fyrri sýningu og því er ég líka að leika mér að tímarammanum.“ Katrín Elvarsdóttir Framhald Ein mynda Katrínar Elvarsdóttur á sýningunni Equivocal: The Sequel sem hún opnar í Gallerí Ágúst í dag. Katrín segir að myndirnar opni heim fyrir áhorfandanum sem getur sjálfur ímyndað sér sögu í kringum þær. Horft inn og út í dularfullan heim  Katrín Elvarsdóttir opnar sýningu í Galleríi Ágúst  Sjálfstætt framhald sýn- ingar á sama stað fyrir tveimur árum  Allt byrjaði með mynd sem hún tók 2007 Í dag heldur strengjakvartett þeirra Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara, Sigrúnar Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Sifjar Tulinius fiðluleikara og Bryn- dísar Höllu Gylfadóttur sellóleikara í víking vestur um haf. Þar ætla þær stöllur að spila á tvennum tón- leikum, annars vegar fyrir American Scandinavian Foundation á Man- hattan á föstudagskvöldið og svo á tónleikaröð í S. Huntington á Long Island á sunnudag. Kvartettinn hefur ekki fengið neitt nafn sem skýrist af því, að sögn Helgu Þórarinsdóttur, að þó þær séu spila saman í á annan áratug finnist þeim þær vera að staðfesta eitthvað ákveðið ef þær velji sér heiti. „Það er eiginlega bara of mikil skuldbunding fyrir okkur því við höfum allar of mikið að gera til þess að vera að stofna til alvarlegra sam- bands“ Helga segir að Ameríkuferðin hafi komið til fyrir um ári, „en þá fór ég og spilaði í þessari tónleikaröð í S. Huntington á Long Island með bandarískri vinkonu minni frá náms- árunum í Boston. Konan sem sér um tónleikaröðina bað mig í framhald- inu um að koma aftur með íslenska kammergrúppu. Ég sendi henni upptöku af tónleikum og hún hringdi strax í mig, upprifin af sprengikrafti okkar. Ég hafði svo samband við American Scandinavian Foundation í New York í kjölfarið til þess að þetta yrðu tvennir tónleikar.“ Strengjakvartettinn mun flytja verk eftir Brahms, Dvorak og Jón Nordal en Helga segist vera sérlega spennt fyrir viðbrögðum áheyrenda við verki Jóns. „Þetta er alveg ein- staklega fallegt verk eftir Jón frá 1996. Það heitir Frá draumi til draums en fyrsti parturinn er voða blúslegur og rímar vel við Dvorák. Það er sérlega gaman geta boðið áheyrendum vestanhafs að hlusta á þetta meistarastykki.“ Jákvæður sprengikraftur Ferðalag Strengjakvartettinn nafnlausi skipaður þeim Helgu Þórarins- dóttur, Sif Tulinius, Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Tríó Blik flytur lög eftir Ása í Bæ og Oddgeir Kristjánsson í Norræna húsinu í dag kl. 17:00. Á dagskránni eru meðal annars lög Ása í Bæ sem ekki hafa heyrst áður sem fundust á gamalli upptöku. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útgáfu tríósins á geisladisknum Kviðu, sem nýkominn er út hér á landi. Tríóið Blik skipa Hanna Dóra Sturludóttir, söngur, Freyja Gunn- laugsdóttir á klarínettu og Daníela Hlinkova á píanó. Á efnisskrá tónleikanna eru lög eftir þá Ása í Bæ og Oddgeir Krist- jánsson í nýjum útsetningum Atla Heimis Sveinssonar. Blik hljóðritar nú geisladisk með þessari efnisskrá. Ási í Bæ, Oddgeir og Atli Heimir Sjaldheyrt Tríóið Blik, Hanna Dóra Sturludóttir, Freyja Gunnlaugsdóttir og Daníela Hlinkova, heldur tónleika í Norræna húsinu í dag kl. 17:00. Í frásögn af sýningu Gary Schneider var rangt farið með hvenær hún er opin. Rétt er að sýning hans í Lista- safni Reykjavíkur Hafnarhúsi, Nekt, verður opnuð næstkomandi laugar- dag kl. 15 en ekki á sunnudag eins og missagt var. Fyrirlestur hans verður í hádeginu á föstudag. Leiðrétt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.