Morgunblaðið - 13.05.2010, Síða 37

Morgunblaðið - 13.05.2010, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mick- ey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA Stærsta opnun á Íslandi árið 2010 Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HHHH „Iron Man 2 setur viðmið sem eru gulls ígildi fyrir framhaldsmyndir þökk sé leiknum hans Roberts Downey Jr. sem Stark“ - New York Daily News SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Hörku hasargrínmynd með Bruce Willis, Tracy Morgan (30 Rock) og Sean William Scott sem kemur öllum í gott skap. Þegar harðnaglinn Bruce Willis fær vitleysing sem félaga neyðist hann til að taka til sinna ráða. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Vinsælasta myndin á Íslandi tvær vikur í röð ROBIN HOOD kl. 5 - 8 - 10:50 (Powersýning) 12 OFURSTRÁKURINN kl. 4 m. ísl. tali L SHE'S OUT OF MY LEAGUE kl. 5:50 - 8 L IRON MAN 2 kl. 10:10 12 IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 OFURSTRÁKURINN kl. 6 m. ísl. tali L KICK-ASS kl. 8 - 10:10 14 ROBIN HOOD kl. 5 - 8 - 10:50 (Powersýning) 12 IRON MAN 2 kl. 8 - 10:30 12 OFURSTRÁKURINN kl. 4 m. ísl. tali L AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 6 m. ísl. tali L / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI Hljómsveitin Nada Surf var stofnuð fyrir átján ár- um. Þeir hafa gefið út plötur með reglulegu millibili, en If I had a hi-fi er sjötta hljóðversplata þeirra. Á plötunni er þó ekkert frumsamið efni, hún samanstendur af tólf slögurum sem hljómsveitin segir hafa haft áhrif á sig í gegnum árin. Á plötunni tekst þeim vel að flytja lög eftir hljómsveitir á borð við Depeche mode, Spoon og Moody Blues. Þeir bæta þó engu sérstöku við og í fljótu bragði virðast upprunalegu lögin betri. Platan flæðir vel og er áhugaverð, en bætir litlu við langan og farsælan feril hljómsveitarinnar. Ofboðslega ásættanlegt Nada Surf – If I had a hi-fi bbbnn Jónas Margeir Ingólfsson Head First er fimmta breiðskífa Alison Gold- frapp og Will Gregory. Á henni má finna skemmti- legt gleðiskotið danspopp undir sterkum eitís- áhrifum. Platan er frem- ur stutt, aðeins átta lög, en þau eru öll í djammvænu tempói og tónlistin er ein- staklega bjartsýnisleg og eins og ýmsir gagnrýnendur hafa bent á er ákveðinn fant- asíu/ævintýrablær yfir henni. Fyrsta lagið, „Rocket,“ hefur þegar náð nokkrum vin- sældum og er með betri lögum plötunnar, en næstu tvö, „Beliver“ og „Alive“ gefa lítið eft- ir. Upplífgandi og skemmtileg tónlist til að spila við djammupphitun og heimilisstörfin. Glaðlegt og kúl retro-popp Goldfrapp – Head First bbbbn Hólmfríður Gísladóttir Helstu talsmenn kannabisneyslu í tónlistar- sögunni, félagarnir í Cypress Hill, slógu í gegn í upphafi 10. áratugarins með mjög svo grípandi rapplögum, klassíkerum á borð við „Insane in the Brain“ og „When the Shit Goes Down“. Nú er loks komin plata frá þeim eftir sex ára hlé (og væntanlega gegndarlausar vatnspípureykingar), Rise Up. Cypress Hill er við sama heygarðshornið í yrkisefnum, en hinir og þessir tónlistarmenn koma fram með sveitinni, m.a. Tom Morello úr Rage Against the Mach- ine í titillaginu sem er bráðgott. Þetta er sæmilegasta plata en fá grípandi lög. Helgi Snær Sigurðsson Fölnandi kýprusviður Cypress Hill – Rise Up bbmnn Kvikmyndaritið Hollywood Reporter gefur kvikmyndinni Prince of Persia: The Sands of Time, sem Gísli Örn Garðarsson fer með hlut- verk í, prýðilega gagnrýni. Í henni segir að myndin líti vel út og að henni sé einkum ætlað að höfða til ungra áhorfenda, hraðinn sé mikill í henni en þó vanti upp á, hún sé ekki stór- brotin. Í dóminum segir að kvikmyndaáhugamenn gætu haft gaman af myndinni þar sem margt í henni minni á gamla tíð, hetjuleik Douglas Fa- irbanks og Errols Flynn og líklegt að myndin muni ganga vel í miðasölu, þó svo að vart megi vænta metsölu. Myndin reiði sig á persónutöfra aðalleikarans, Jakes Gyllenhaal, sem sé í fanta- formi en lítið sé um neista milli hans og aðal- leikkonunnar, Gemmu Arterton. Þá geri aðrar stjörnur mikið fyrir myndina, þeir Ben Kings- ley og Alfred Molina. Ekki er minnst á frammi- stöðu Gísla Arnar enda er hann ekki í einu af aðalhlutverkunum. Eins og Þjófurinn í Bagdad Variety hefur einnig gagnrýnt myndina og segir hana áferðarfallega en auðgleymanlega. Myndin muni líklega höfða einna helst til ungra karlmanna og vanti tilfinnanlega í hana grín og hnyttni. Ef tæknibrellurnar væru fjarlægðar myndi kvikmyndin líta út eins og The Thief of Bagdad með Douglas Fairbanks (en Hollywood Reporter vísar einnig í þann leikara). Meta- critic reiknast svo til að myndin fái 50 stig af 100 mögulegum hjá Variety og 70 af 100 hjá Hollywood Reporter. Fín afþreying en þó ekki stórbrotin Gyllenhaal Er í fantaformi í myndinni. Þjófurinn í Bagdad Fairbanks í hlutverki sínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.