Morgunblaðið - 13.05.2010, Síða 40

Morgunblaðið - 13.05.2010, Síða 40
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 133. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Glitnir: „Skýstróks-áætlunin“ 2. Slitastjórn með blaðamannafund 3. Ætlar ekki að verjast 4.Segir Steinunni misnota dómstóla »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmennirnir Pétur Þór Bene- diktsson, Pétur Ben, og Einar Töns- berg, Eberg, vinna nú saman að plötu. Platan er enn nafnlaus en þeir stefna að útgáfu öðruhvorumegin við áramót. »32 Pétur Ben og Eberg vinna saman að plötu  Stuttmynd Sig- ríðar Soffíu Níels- dóttur, Uniform Sierra, verður sýnd á Reeldance- tvíæringnum í Ástralíu í sumar, en kvikmyndahá- tíðin fer fram í 13 borgum þar í landi og endar svo á Nýja-Sjálandi. Myndin var tekin upp á Snæfellsnesi og í henni dansa Sigríður Soffía og Ben- jamin Khan. Er hún partur af alþjóð- legum hluta hátíðarinnar, sem er virt- asta dansmyndahátíð Ástralíu. Uniform Sierra sýnd á Reeldance í Ástralíu  Í kvöld kl. 20.30 fara fram tón- leikar til styrktar Margréti Andr- ésdóttur, búsettri á Egilsstöðum, sem hefur allt síðan 2004 barist við erfiðan langvarandi sjúkdóm sem veikir hjá henni ónæmiskerfið. Tónleikarnir fara fram á Spot í Kópavogi og fram koma m.a: Greif- arnir, Haffi Haff, Al- exander Aron, Friðrik Dór, Einar Ágúst og Nanna Ims- land. Miða- verð er 1.500 kr. Haffi Haff á styrkt- artónleikum á Spot Á föstudag Austan- og norðaustan 8-13 m/s, en hægari suðvestanlands. Væta í flestum landshlutum, einkum þó austan til. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast suðvestanlands. Á laugardag og sunnudag Norðaustan 5-13 með skúrum eða slydduéljum, en skýjað með köflum og smáskúrir suðvestan- og vestanlands. Heldur kólnandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 m/s, en hægari sunnan- og austanlands. Rigning norðanlands, bjart með köflum suðvestanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐUR Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni keppir á fyrsta dem- antamóti ársins á morgun kl. 16:40. Góður árangur þar mun stuðla að því að hún komist á fleiri slík mót en vonast er til að henni verði boðið á þrjú til viðbótar í sumar. Með þátttöku á morgun hefur Ásdís þegar tryggt sér 1.000 dali í verðlaunafé. »1 Fleiri demanta- mót í sigtinu Arnar Sveinn Geirsson er átján ára gamall, sonur Geirs Sveinssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða Íslands í handbolta. Arnar hefur verið í fremstu röð í tveimur greinum og valdi fótboltann. Hann sló í gegn í leik Vals og FH í fyrstu umferð Ís- landsmótsins og kveðst fá góð ráð frá föður sín- um. »4 Arnar fær góð ráð frá pabba sínum Frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir mun að öllum lík- indum ekki taka þátt í hinu sterka fjölþrautamóti í Götzis sem fram fer í lok mánaðarins. Ástæðan er meiðsli sem hún hefur glímt við upp á síð- kastið. Stefán Jóhannsson, þjálfari Hrútfirðingsins, gerir ráð fyrir að hún keppi þess í stað á sterku móti í Kladno í Tékklandi. »1 Helga Margrét fer lík- lega ekki til Götzis ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/G.Rúnar „Ég held að bæjarfélögunum finnist gott að við séum til en það eru ekki nema þrjú sem greiða fyrir dýrin í sjö daga, hin bæjarfélögin greiða ekki neitt,“ segir Sigríður Heið- berg, forstöðumaður Kattholts. Um 100 flækingskettir eru að jafnaði í Kattholti þar sem Katta- vinafélag Íslands hefur veitt flæk- ingsköttum húsaskjól í hátt í 20 ár. Róðurinn hefur hins vegar þyngst verulega, ekki síst eftir bankahrun, og nú segir Sigríður að vegna hækkandi fóðurverðs og him- inhárra fasteignagjalda á húsnæð- inu sé tvísýnt um starfsemina. „Til lengdar held ég að þetta gangi ekki nema til einhverra breytinga komi. Ég get ekki séð að það séu neinar skyndilausnir, það þarf bara að taka sig saman og ákveða, vill fólk að Kattholt starfi áfram og bjargi dýrum eða ekki?“ Sigríður vonast til þess að bæjar- félögin vilji koma með öflugri hætti til móts við starfsemina sem haldi köttum í skefjum um allt höf- uðborgarsvæðið. »4 Kattholt í vanda  Útséð um reksturinn nema hjálp berist „Það ræðst ekki við neitt í fjárhús- unum þegar lömbin eldast. Þau fara um allt. Þetta fer í tóma vitleysu. Svo dugar ekki mjólkin og þau verða að fá eitthvað til að éta,“ seg- ir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Ytri-Ásum í Skaftártungu. Hann og Ásta Sverrisdóttir eru að basla við sauðburð í öskufalli frá Eyjafjalla- jökli. Fjölskyldan hjálpar til og í gær var Elva Dögg Valsdóttir, tengdadóttir þeirra, að aðstoða. Halldór segir að kominn sé næg- ur hagi og vont að geta ekki nýtt hann af öryggi. „Það virðist enginn vita hvort óhætt er að setja út fé, hvort grasið tekur flúorinn í gegn- um ræturnar eða hvort hann skolast af grösunum eins og hver önnur mengun. Mér finnst þetta svolítið óljóst.“ „Það er ekki annað að gera en að þvæla þessu í gerðum heima við en það verður ekki hægt lengi,“ segir Halldór um úrræði á sauðburði. Hann bætir því við að hætta sé á sjúkdómum í fénu þegar það geti ekki dreift úr sér. »14 „Þetta fer í tóma vitleysu“  Bóndinn í Ytri- Ásum segir að lömb- in verði að fara út Morgunblaðið/RAX Á sauðburði Gísli Halldór Magnússon í Ytri-Ásum og Elva Dögg Valsdóttir, tengdadóttir hans, hafa áhyggjur af lambfénu. Fé sem var úti í fyrrinótt var grátt og kleprað eftir öskufall og rigningu um morguninn. Fjöldi manns reyndi að brjóta sér leið inn í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær er fyrirtaka fór fram í máli ákæruvaldsins gegn níu einstaklingum sem ákærðir eru m.a. fyrir brot gegn vald- stjórninni vegna atburða við Al- þingishúsið í desember 2008. Hiti færðist í mannskapinn er lög- reglan mætti á vettvang til að hindra að fleiri færu inn í dómsal en sæti voru fyrir. Björn Valur Gíslason, þingmað- ur VG, lagði fram tillögu á Alþingi í gær um að ákærurnar yrðu látn- ar niður falla. » 8 Reyndu að brjóta sér leið inn í salinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.