Morgunblaðið - 08.01.2011, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
Svanhildur Eiríksdóttur
„Dvölin hér hefur stækkað mig. Það sem er sér-
stakt við Ísland er að náttúran er svo lifandi og
svo nálægt manni,“ sagði listamaðurinn Clay
Apenouvon í samtali við blaðamann. Clay fannst
mögnuð upplifun á gamlárskvöld þegar hann
uppgötvaði að flugeldarnir á himninum voru
speglun við listaverk hans „Plastic attack“.
Listaveislan „Ferskir vindar í Garði“ var sett á
fimmtudag.
Listahópurinn sem dvalið hefur í Garði frá
því í byrjun desember og notað upplifunina af
staðnum og landinu til túlkunar í listaverkum
sínum undir yfirskriftinni „Ferskir vindar í
Garði“ lætur vel af dvöl sinni í Garði. Það er
ekki síður ánægt með íbúana, náttúruna og
landslagið og þeir fersku vindar sem blása um
sveitarfélagið hafa reynst ný upplifun fyrir
marga. Clay Apenouvon frá Indlandi fékk sér
göngutúr í rokinu og kuldanum ber að ofan, af
því að hann varð að prófa það. Honum varð ekki
meint af en er reynslunni ríkari. Hann hefur
hannað boli með hinum ýmsu slagorðum og sá
sem hann skartaði við opnun listaveislunnar á
fimmtudag tjáði „insideisinside outsideisout“.
Hann hefur einnig hannað dýr úr steinum á ber-
svæði í útgarðinum, þar sem honum fannst of fá
dýr í sveitarfélaginu. „Börnin mega snerta þessi
dýr og leika á þeim,“ sagði Clay í samtali við
blaðamann. Hann var uppnuminn af reynslu
sinni af verunni á Íslandi.
Plastárás
Ekki síður heillaður var Clay Apenonouvon,
en hann var að taka þátt í svona listaveislu í
fyrsta sinn og sagðist vera Mireyu Samper afar
þakklátur fyrir að hafa boðið sér. Clay er frá
Lome í Tógo en er búsettur í París og til Íslands
kom hann með litskrúðuga franska plastpoka í
farteskinu til að túlka í listaverki á Íslandi. „Í
París er mikið af viðvörunum unnum í plast. Það
eru alls staðar plastskilti með hinum og þessum
aðvörunum og ekki lengur pláss fyrir listamenn
til að koma list sinni á framfæri. Ég mála mikið
og nota sterka liti, ekki ósvipaða þeim sem eru í
plastpokunum. Þetta eru litir sem gleðja mig og
þá vildi ég sprengja út í Garðinum. Hugmyndin
með verkinu „Plastic attack“ er að fara úr ein-
hverju sem er negatíft í pósitíft,“ sagði Clay í
samtali við blaðamann. Honum fannst magnað
að upplifa gamlárskvöld með ljósadýrðinni á
himnum og sá að það rímaði við listaverkið
hans. „Dvölin hér mun verða eins og ævin-
týri í mínum huga. Ég er hér í hvítra
manna landi í fyrsta sinn og mér líður af-
skaplega vel. Ég finn enga truflun þó ég
sé öðruvísi á litinn.“ Draumur Clay er
að halda svona menningarveislu í
Afríkuríkinu Tógó og blaðamanni
heyrðist hann og Mireya vera komin
áleiðis með skipulagið.
Blaðamaður hitti að síðustu fyrir
japönsku listakonuna Tei Kobayashi
sem notaði íslenska hestinn og ís-
lenska þjóðmenningu í verk sitt,
sem hún kallaði „Eldorado range“
eða „Goldin elf range“ og er þar að
leika sér með nafn gullframleiðandans Eldo-
rado. Tei hefur tekið þátt í mörgum listaveislum
og unnið með flestum þeim sem taka þátt í lista-
veislunni í Garði, enda bæði þekkt og hátt skrif-
uð listakona. Listaverk sitt vann hún úr vír, ís-
lensku hrosshári og vaxi og tók skýrt fram við
blaðamann að hún hefði fengið leyfi hjá hest-
unum, sem hún heimsótti, fyrir hárunum.
„Þetta eru álfahestar og álfatorfbæir. Sérðu
ekki álfana að leik,“ sagði hún kímin við blaða-
mann. Innblásturinn sótti hún í álfastíg við sjáv-
arsíðuna í Garði og sagðist langa til að koma
verkinu fyrir þar til framtíðar. „Hestana þarf ég
þá að gera stærri og verklegri svo þeir þoli
ágang sjávar.“ Torfbæirnir eru gerðir úr reka-
við sem hún brenndi og bar á bývax til verndar.
Um veruna og upplifunina á Íslandi sagði Tei
landið fallegt og óvægið. Hún sagði fólkið ljúft
með fallega sál og því þætti allt vera gerlegt.
„Hér segir enginn nei, allt er mögulegt.“ Tei vill
meina að Íslendingar hafi gaman af lífinu og að
sá eiginleiki sé komin frá írsku rótunum.
Einstök lífsreynsla við nýjar
aðstæður túlkaðar í listsköpun
Stjórinn Mireya Samper listakona og verk-
efnisstjóri Ferskra vinda í Garði.
Verk Áhugasamur gestur á opnunarhátíðinni virðir fyrir sér verk listamannsins Clays Apenouvon sem kemur alla leið frá Tógó.
Íslenskt Tei Kobayashi notaði bæði íslenska
hestinn og þjóðmenningu í túlkun sinni.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Vindur Listaverk Klaus Pfeiffer vakti athygli á opnuninni enda bréfpokar með einum lítra af
grískum norðanvindi, austanvindi, sunnanvindi og vestanvindi spennandi viðfangsefni.
Árás Clay Apenouvon við plastárás sína sem er búin til úr litskrúðugum, frönskum plastpokum.
Í dag og á morgun hefjast sýningarnar
klukkan 13 í sýningarsölum að Sunnubraut
4 og í framhaldi verður boðið upp á rútu-
ferðir um sveitarfélagið þar sem gestum
gefst kostur á að upplifa fjölbreytta list-
viðburði.
Fjölmörg listaverk eru staðsett víðsvegar
um sveitarfélagið og munu varðveitast um
aldur og ævi. Íbúar Garðs eru því ekki bara
reynslunni ríkari heldur auðugir af fjöl-
þjóðlegri list.
Undirtónn Ferskra vinda í Garði eru norð-
urljósin en Mireya Samper verkefnis- og
sýningarstjóri sagði merkilegt að í þær
6 vikur sem listahópurinn hefur dvalið
í Garði hefði ekkert bólað á norður-
ljósum. Ljós eru hins vegar mjög
áberandi í verkum listamannanna.
„Capture the light/Northern
lights/moonlight/the light within
ourself“ heitir listaverk Mireyu
Samper í listasalnum við Sunnu-
braut og er það gert úr rekavið og
silfri.
Upplýsingar um verkefnið,
listamennina og atburði fram-
undan má nálgast á heimasíðu
þess www.fresh-winds.com. Það
stendur til 29. janúar n.k.
Listaveislan víða
FERSKIR VINDAR Í GARÐI
Listaveislan „Ferskir
vindar í Garði“ var sett
síðasta fimmtudag
Uday Singh