Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU
Kristín Ágústdóttir
Neskaupstaður
Hinn ungi og efnilegi knatt-
spyrnumaður Sveinn Fannar Sæ-
mundsson er íþróttamaður Þróttar í
Neskaupstað og íþróttamaður
Fjarðabyggðar. Sveinn Fannar var
fyrirliði í 2. flokki Knattspyrnufélags
Fjarðabyggðar sem varð Íslands-
meistari í sinni deild í sumar. Jafn-
framt er hann í 25 manna hópi ung-
lingalandsliðs karla 19 ára og yngri.
Methafinn Börkur var fengsæll
á nýliðnu ári. Skipið landaði 55 þús-
und tonnum að verðmæti ríflega 1900
milljónir króna. Það er 570 milljónum
króna meira en árið 2009, sem þó var
líka metár. Mest var veitt af norsk-
íslenskri síld, kolmunna og loðnu.
Börkur og Beitir bíða þess nú að
veðrinu sloti svo hægt sé að leita
loðnu.
Rekstur félagsheimilisins Egils-
búðar er laus til umsóknar. Fyrir-
tækið sem rak Egilsbúð er gjald-
þrota. Enginn rekstur hefur verið í
félagsheimilinu frá nóvember. Nú er
óskað er eftir að umsækjendur skili
inn tillögum að því hvernig hægt sé
að nýta húsið á sem fjölbreytileg-
astan máta fyrir samfélagið á Norð-
firði og í Fjarðabyggð.
Rauða torgið – skemmtistaður
og bar tók til starfa um svipað leyti og
rekstri var hætt í Egilsbúð. Rauða
torgið er til húsa í gömlu Bakkabúð
og ætla rekstraraðilar að hrista ær-
lega upp í skemmtanalífi Norðfirð-
inga. Anna Hlíf Árnadóttir er fram-
kvæmdastjóri og rekstraraðili, ásamt
systkinum sínum og mökum þeirra.
Hún segist að aðsóknin hafi verið
mjög góð: „Það hefur verið ótrúlega
mikið að gera og allt gengið mjög vel.
Það var greinilega mikil þörf fyrir
þetta, sérstaklega fyrir jólin þar sem
nýbúið var að loka Egilsbúð og fólk
var að koma heim í frí“.
Fyrsta barn ársins sem fæddist á
Austurlandi kom ekki í heiminn fyrr
en á þrettándanum. Það var myndar-
legur drengur, sonur Elísabetar Arn-
finnsdóttur og Sigurðar Hjörvars
Sigurðssonar frá Reyðarfirði.
Blótsspenna er komin í Norð-
firðinga. Ekki dugar minna en tvö
blót: Kommablótið og Sveitablótið,
enda alkunna að sveitamenn geta
ekki verið kommar og að kommar
geti ekki verið sveitamenn. Góð mæt-
ing hefur verið á bæði blótin og er nú
talað um að takmarka fjölda gesta á
sveitablótið.
Kommar eru ekki sveitamenn
Góð fyrirmynd Sveinn Fannar Sæmundsson, íþróttamaður Þróttar og
Fjarðabyggðar 2010, tekur hér við bikar úr hendi Jóhanns Ragnars Bene-
diktssonar íþróttamanns Fjarðabyggðar 2009.
Ljósmynd/Fjarðabyggð
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
FJALLAHLAUP OG FJÖRUPÚL
FJALLAHLAUP FM957
Vertu með í skemmtilegri líkamsrækt í náttúrulegu
umhverfi. Fjallahlaup og fjörupúl þrisvar í viku í þrjá
mánuði, 13. janúar – 11. apríl.
Fjörupúl á mánudögum og fimmtudögum kl. 18.
Hlaupaæfingar, hlaupaleikir, sprettir og stöðuæfingar.
Mæting ávallt á bílastæðinu við Nauthól kl 17.50, en
allar hlaupaæfingar verða í fjörunni við Nauthólsvík.
Fjallahlaup á laugardögum kl. 10.30. Hlaupið á létt
fjöll í nágrenni Reykjavíkur, Úlfarsfell, Helgafell,
Mosfell, Grímarsfell og Keili.
Umsjónarmenn eru margreynt fjallafólk og íþrótta-
kennarar. Hver æfing tekur 60 – 75 mín.
Verkefnið hefst fimmtudaginn 13. janúar með
fjöruhlaupi við Nauthól. Mæting í hlaupagalla við
bílastæðið í Nauthólsvík kl. 17.50. Fyrsta fjalla-
hlaupið er laugardaginn 15. janúar þegar hlaupið er
á Úlfarsfell. Mæting í hlaupagallanum við bílastæði
ofan við byggðina í Úlfarsárdal.
Þátttakendur í verkefninu fá fjölda góðra tilboða frá
ýmsum aðilum tengdum útivist og heilsu meðan á
verkefninu stendur.
Verð kr. 30.000.
Skráning á fjallahlaup@fjallakofinn.is
Sö
gu
m
ið
lu
n
eh
f
Helga Sigurjóns-
dóttir kennari lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir miðvikudaginn 5.
janúar, 74 ára að
aldri.
Helga fæddist hinn
13. september árið
1936 í Vatnsholti í
Flóa í Árnessýslu.
Foreldrar hennar
voru Herdís Jóns-
dóttir húsmóðir og
bóndi frá Kampholti í
Flóa og Sigurjón
Gestsson leigubíls-
stjóri frá Staðar-
bakka í Helgafellssveit á Snæ-
fellsnesi og síðar bóndi.
Eftirlifandi eiginmaður Helgu
er Þórir Gíslason tannlæknir.
Saman eignuðust þau þrjú börn,
þau Brynjólf, Herdísi og Gísla
Friðrik en hann lést árið 2004.
Helga lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík ár-
ið 1956 og hlaut kennarapróf frá
Kennaraskóla Íslands ári síðar.
Árið 1979 lauk hún BA-prófi í ís-
lensku og sálfræði við Háskóla
Íslands. Þar að auki stundaði
hún nám við Háskólann í Gauta-
borg árin 1980-1981 og meistara-
nám í málfræði við HÍ 1992-1993.
Sama ár og hún hlaut kennara-
próf hóf Helga að kenna við
Kópavogsskóla og starfaði hún
þar til ársins 1972.
Auk þess vann hún sem blaða-
maður á Þjóðviljanum og bæjar-
blaði Kópavogs á ár-
unum 1975-1981. Þá
kenndi hún við Víg-
hólaskóla frá 1977-
1982 þegar hún færði
sig um set til Mennta-
skólans í Kópavogi.
Þar kenndi hún í
sautján ár eða til árs-
ins 1999.
Eftir að Helga
hætti kennslu við MK
stofnaði hún Lestrar-
skóla Helgu Sigur-
jónsdóttur sem hún
starfrækti allt fram á
síðasta ár.
Auk kennarastarfsins var
Helga virk í málefnum Kópa-
vogsbæjar. Þannig var hún bæj-
arfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið
árin 1974-1979 og sat í félags-
málaráði bæjarins sömu ár og
var formaður þess síðasta árið.
Þá var hún forseti bæjarstjórnar
frá 1978-1979.
Helga átti frumkvæði að stofn-
un jafnréttisnefndar í Kópavogi í
tilefni Kvennaárs Sameinuðu
þjóðanna árið 1975 og átti sæti í
nefndinni til 1978 en hún var sú
fyrsta sinnar tegundar á landinu.
Árin 1994-1995 var Helga bæj-
arfulltrúi Kvennalistans í Kópa-
vogi en frá 1995-1998 sat hún
sem óháður bæjarfulltrúi.
Hún var formaður stjórnar
Kvenfélags Kópavogs 1994-1996
og var einn af stofnendum Rauð-
sokkahreyfingarinnar árið 1970.
Andlát
Helga
Sigurjónsdóttir