Morgunblaðið - 08.01.2011, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
Furðuverk Starfsmenn Orkuversins í Svartsengi settu litaðar plötur fyrir útikastaralýsingu til að skapa gufustróka og byggingar í öllum regnbogans litum yfir hátíðirnar.
Ómar Smári
Í áramótaávarpi sínu
sagði Jóhanna Sigurð-
ardóttur forsætisráð-
herra meðal annars:
„Auðlindir sjávar, ork-
an í iðrum jarðar og
þau verðmæti sem
fólgin eru í vatninu,
jafnt heitu sem köldu,
eiga að vera sameign
þjóðarinnar og þannig
þarf að ganga frá mál-
um að arðurinn renni
með sanngjarnari hætti en verið hef-
ur til allra Íslendinga.“
Þetta eru eftirtektarverð ummæli
sem hafa kallað á nokkrar umræður.
Það sem vekur sérstaka athygli er
að forsætisráðherra kallar á að nýt-
ingarrétti orkuauðlinda og fisk-
veiðiauðlindarinnar sé skipað með
sambærilegum hætti. Þetta hljóta að
teljast nokkur tíðindi. Þessi orð for-
sætisráðherra eru í samræmi við þá
stefnumörkun sem unnið hefur verið
eftir varðandi vatns- og jarðhitarétt-
indi í eigu ríkisins og þá eindregnu
niðurstöðu sem varð í starfshópi
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra um endurskoðun á lögum um
stjórn fiskveiða. Það er fagnaðarefni
að ráðherrann skuli kveða upp úr
um að fylgt skuli sömu leikreglum
við auðlindanýtingu orkuauðlinda og
fiskveiðiauðlindarinnar.
Tillögur um nýtingu
orkuauðlinda
Samkvæmt ákvæðum í lögum um
breytingu á nokkrum lögum á auð-
linda- og orkusviði var ákveðið að
forsætisráðherra skipaði nefnd til að
fjalla um fyrirkomulag varðandi
leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í
eigu ríkisins. Nefndin
skilaði áliti sínu í mars
á síðasta ári. Almenn
sátt virðist vera um þá
niðurstöðu sem þar er
kynnt. Í sem skemmstu
máli má segja að nið-
urstöður nefndarinnar
séu eftirfarandi:
1. Eignarréttur rík-
isins á þessum auðlind-
um er skýr. 2. Rétt-
inum til nýtingar megi
ráðstafa með tíma-
bundnum hætti og
greiði sá sem nýting-
arréttinn tiltekið afgjald til eigand-
ans. 3. Þennan nýtingarrétt ber að
framlengja tímabundið, hafi menn
farið að þeim skilyrðum sem sett
voru við nýtingu auðlindarinnar. 4.
Um þessi mál eiga að gilda gagn-
sæjar reglur. 5. Réttarstaða þeirra
sem nýtingarréttinn hafa verður
bundin með formlegri hætti en áður.
6. Áhersla er lögð á að afnotahafi
auðlindarinnar þurfi að uppfylla til-
tekin skilyrði og fái forgang til
áframhaldandi afnota hafi hann upp-
fyllt þau skilyrði. 7. Sé um að ræða
ráðstöfun á nýjum orkukostum verði
þeim ráðstafað á grundvelli tveggja
þrepa útboðs, þar sem á síðara þrep-
inu verði valið á milli umsækjenda
með uppboði, séu þeir tveir eða
fleiri.
Þetta er skýr niðurstaða. Eignar-
réttur ríkisins er afmarkaður og
sömuleiðis afnota- og nýtingarréttur
þeirra sem í hlut eiga. Jafnframt að
eigandi auðlindarinnar hirði af henni
arð, í samræmi við tilteknar reglur.
Leitað fyrirmynda
Í nefndinni um endurskoðun fisk-
veiðistjórnarkerfisins sat stór hóp-
ur, með ólíka sýn á viðfangsefnið.
Okkur sem í nefndinni sátum var
ljóst að mikilvægt væri að freista
þess að ná sem víðtækastri sam-
stöðu um niðurstöðuna. Til þess að
slíkt væri unnt blasti auðvitað við að
menn yrðu að slá af sínum ýtrustu
kröfum og taka tillit til mismunandi
sjónarmiða. Í því skyni skoðaði
nefndin meðal annars rækilega þá
leið sem mótuð hefur verið varðandi
nýtingu orkuauðlinda og taldi eðli-
legt, líkt og forsætisráðherra, að þar
yrði samræmi á milli. Fyrirfram var
sú niðurstaða ekki gefin. Þeim mun
gleðilegra var það að mjög vel tókst
til um að móta nær sameiginlega
niðurstöðu um málið. Að þeirri nið-
urstöðu stóðu fulltrúar beggja
stjórnarflokkanna, Samfylkingar og
Vinstri grænna, einnig Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks, sem og
allra sjómannasamtakanna, útgerð-
armanna minni og stærri báta, sam-
taka fiskvinnslustöðva, sveitarfélaga
og eigenda sjávarjarða. Einvörð-
ungu fulltrúar Hreyfingarinnar og
samtaka fiskframleiðenda og útflytj-
enda vildu fara aðra leið.
Með öðrum orðum, niðurstaðan
var mjög afgerandi og víðtæk. Nær
allir nefndarmenn vildu fara sam-
bærilega leið við nýtingu fiskveiði-
auðlindarinnar og orkuauðlind-
arinnar. Það er sú leið sem við
kölluðum samningaleið.
Þetta varð niðurstaðan
Þessu er svo lýst í tillögum okkar:
„Meirihluti starfshópsins telur að
með tilliti til settra markmiða og
kröfu um jafnræði og meðalhóf sé
rétt að endurskoða fiskveiðistjórn-
unarkerfið með sjálfstæðri löggjöf
sem hafi hliðsjón af auðlindastefnu
almennt er byggist á hugmyndum
um samningaleið. Meirihluti starfs-
hópsins telur rétt að gerðir verði
samningar um nýtingu aflaheimilda
og þannig gengið formlega frá því að
auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu
gegn gjaldi og að eignarréttur rík-
isins sé skýr. Samningarnir skulu
m.a. fela í sér ákvæði um réttindi og
skyldur samningsaðila, kröfur til
þeirra sem fá slíka samninga, tíma-
lengd og framlengingu samninga,
gjaldtöku, aðilaskipti, ráðstöfun
aflahlutdeilda sem ekki eru nýttar,
meðferð sjávarafla o.fl. Mismunandi
skoðanir voru innan hópsins um út-
færslu á einstökum atriðum slíkra
samninga.
Meirihluti starfshópsins er sam-
mála um að mæla með að aflaheim-
ildum verði skipt í „potta“ þar sem
annars vegar eru aflahlutdeildir og
hins vegar bætur og ívilnanir, s.s.
byggðakvóti, strandveiðar og aðrar
sérstakar ráðstafanir. Gæta skal
jafnræðis við úthlutun nýrra afla-
heimilda eða heimilda sem komi til
endurúthlutunar með opinberum
markaði.
Meirihluti starfshópsins telur að
þær tillögur sem hópurinn gerir nú
til breytinga og endurskoðunar á
lögum um stjórn fiskveiða sé grunn-
ur að lausn þeirra stóru ágreinings-
efna sem verið hafa uppi hér á landi
um langt skeið.“
Skýr niðurstaða á grundvelli
víðtæks samráðs
Forsætisráðherra er augljóslega
að lýsa ofangreindri samningaleið í
áramótaræðu sinni. Því ber að fagna.
Þetta ætti heldur varla að koma á
óvart. Forsætisráðherra hefur hvatt
mjög til samstöðu og samráðs í hin-
um stærri málum á viðsjárverðum
tímum. Það voru stjórnvöld sem á
grundvelli eigin stjórnarsáttmála,
höguðu svo málum að stór hópur
fólks með mismunandi sjónarmið
lagðist yfir það mikla verk að endur-
skoða hina umdeildu fiskveiðilög-
gjöf, undir forystu tveggja öflugra
þingmanna stjórnarflokkanna.
Nefndin tók til þess verks ríflega ár
og skilaði miklu verki, byggðu á
fræðilegum úttektum og sjálfstæðu
mati nefndarinnar. Á þeim grund-
velli komst nefndin að nær einróma
niðurstöðu um meginlínurnar.
Hér birtist okkur gildi og gagn af
samráði í veigamiklu, viðkvæmu og
umdeildu máli, þar sem hið ólíklega
gerðist; skýr niðurstaða fékkst, sem
stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar
voru reiðubúnir að standa að. Þess
vegna verður því einfaldlega ekki
trúað að stjórnvöld ætli að virða
þetta álit að vettugi. Enda blasir þá
við að enginn muni framar treysta
vilja stjórnvalda til samráðs í veiga-
miklum málum. Sporin munu hræða.
Vilji forsætisráðherra hefur nú
komið í ljós. Hún vill að farin verði
samningaleið í sjávarútveginum, leið-
in sem fulltrúar stjórnarflokkanna og
við flest önnur í endurskoð-
unarnefndinni um fiskveiðilöggjöf-
ina, sögðum að „sé grunnur að lausn
þeirra stóru ágreiningsefna sem ver-
ið hafa uppi hér á landi um langt
skeið“.
Eftir Einar K.
Guðfinnsson » Það sem vekur sér-
staka athygli er að
forsætisráðherra kallar
á að nýtingarrétti orku-
auðlinda og fiskveiði-
auðlindarinnar sé skip-
að með sambærilegum
hætti.
Einar K.
Guðfinnsson
Höfundur er alþingismaður.
Forsætisráðherra boðar samningaleið