Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
Framtakssjóður Ís-
lands (í eigu 16 af
stærstu lífeyrissjóð-
unum) á í viðræðum um
að selja Icelandic
Group (IG). Þótt við-
ræðurnar gangi út á
það af hálfu sjóðsins, að
selja hluta fyrirtæk-
isins (verksmiðjur er-
lendis), skal þó sá var-
nagli sleginn, að ekkert
hefur enn verið ákveðið
um það hve stór hluti verði seldur.
Sjóðurinn eignaðist 81 prósent í IG
þegar hann keypti Vestia af Lands-
bankanum. Bankinn heldur eftir 19
prósenta hlut, sem sjóðurinn á kaup-
rétt að. Strax lá fyrir að a.m.k. 30 pró-
senta hlutur yrði seldur.
Margir áhugasamir
Margir hafa lýst áhuga á IG, þar á
meðal kaupendur sem vilja kaupa
fyrirtækið að fullu. Teknar voru upp
viðræður við fjárfestingarsjóðinn Tri-
ton, en hann er að mestu í eigu evr-
ópskra lífeyrissjóða. Ákveðið var að
þær viðræður yrðu leiddar til lykta,
áður en rætt yrði við aðra áhuga-
sama. Það er eðlilegt að viðræður fari
fram af fullum heilindum beggja
vegna borðsins. Vonir standa til að
viðræðum ljúki í þessum mánuði.
Ákvörðunin byggist að sjálfsögðu á
að verðhugmyndir Triton voru
áhugaverðar. Nú hafa verið birtar
fréttir um að eitt þeirra áhugasömu
fyrirtækja, sem vilji kaupa IG, sé
ameríska stórfyrirtækið High Liner
Foods Inc. (HLF), frá Nova Scotia í
Kanada. Þetta er eitt stærsta fyrir-
tækið á sviði sjávarafurða, fram-
leiðslu og sölu á þeim, í Norður-
Ameríku. Fyrir Framtakssjóðinn og
lífeyrissjóðina er ánægjulegt að fá
staðfestingar á því hve eftirsókn-
arvert þykir að eignast Icelandic
Group eins og áhugi allmargra hugs-
anlegra kaupenda sýnir. Fyrirtækið
er vel þekkt á heimsvísu, vel kynnt og
er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar
tegundar í heiminum. Mikil eftir-
spurn eftir að eignast Icelandic
Group styrkir stöðu Framtakssjóðs-
ins við söluna.
Háar fjárhæðir
Í fréttum á miðvikudag, 5. janúar,
var þess getið að HLF hefði boðið um
það bil jafnhátt verð fyrir IG eins og
Triton hefði boðið og rætt um 52
milljarða króna, en óljóst hvort átt
væri við allt fyrirtækið eða hluta
þess. Í einhverjum fréttum var gefið í
skyn að Framtakssjóðurinn hefði
ekki virt HLF svars við tilboðinu og
að forsvarsmenn þess fyrirtækis
væru undrandi á því. Í tilkynningu á
vef HLF er greint frá tilboðinu og
tekið fram að það hafi verið sent óum-
beðið (eins og oft er gert) til eiganda
IG. Greint er frá því að tilboðs-
fjárhæðin sé 340 milljónir evra, sem
er nokkuð nærri því að vera 52 millj-
arðar króna. Í tilkynningunni á vef
HLF er fjallað um hve mjög kaupin á
IG, verði af þeim, muni styrkja félag-
ið og efla það á norðuramerískum
markaði. Þar er einnig tekið fram að
HLF sé vel ljóst að Framtakssjóður
ræði ekki við aðra áhugasama um
kaup á IG fyrr en niðurstaða liggi fyr-
ir í viðræðunum við Triton. Ekki er
gerð athugasemd við það. Ennfremur
að þótt HLF fái á þessu stigi ekki
keypt IG nema að hluta hafi félagið
áhuga á að semja um frekari kaup
síðar og gera í framhaldi af kaupum
samninga við birgja IG á Íslandi.
Ekki verður annað ráðið af vef HLF,
en að fyrirtækið líti svo á að viðræð-
urnar við Triton séu í eðlilegum far-
vegi. Af sjálfu leiðir, að af hálfu
Framtakssjóðsins er með öllu
ómögulegt og fullkomlega óábyrgt að
gefa út nokkurt mat á tilboðum, eins
og því sen HLF hefur sent, áður en
þau eru skoðuð og áður en viðræður
fara fram á milli aðila. Í slíkum við-
skiptum er jafnan gerður fyrirvari
um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar
og hefur hann oft áhrif á endanlegt
verð. Framtakssjóðurinn stendur við
samkomulag sitt við
Triton um að ljúka við-
ræðum við hann áður en
rætt verði við aðra.
Ástæða til bjartsýni
Í Morgunblaðinu í
gær var grein eftir
sjálfskipaðan álitsgjafa
og fylgdi mynd af hon-
um þungbúnum á svip.
Hafði sá allt á hornum
sér varðandi Framtaks-
sjóðinn, lífeyrissjóði og
þátttöku þeirra í hluta-
fjárútboði Icelandair.
Komið hefur fram að félagið nýtur
góðrar afkomu og er fyrsta íslenska
stórfyrirtækið sem snúið hefur vörn í
sókn með aðkomu Framtakssjóðsins
og eigenda hans. Öllum öðrum er
ljóst að góðir hlutir eru að gerast og
ekki síst fyrir almenning, sjóðsfélag-
ana. Það eru þeir sem munu njóta
árangurs Framtakssjóðsins. Þessi
tvö verkefni, Icelandair og Icelandic,
eru svo stór og álitleg að ástæða er til
bjartsýni. Lífeyrissjóðunum er að
heppnast ætlunarverk sitt. Annar
sjálfskipaður álitsgjafi, ámóta böl-
sýnn, birti pistil á pressan.is í gær.
Hann sér leynipukur og stórbokka-
skap í forsvarsmönnum Framtaks-
sjóðsins og óttast að verið sé að selja
eignir almennings á undirverði til
vildarvina. Ég ritaði grein stuttu fyrir
jól um það hvernig kreppa og þung-
lyndi haldast í hendur og geta orðið
að vítahring, ef almenningur lætur
neikvæðni grípa sig. Bæði forsetinn
og forsætisráðherrann vöruðu við
neikvæðninni í sínum ræðum um ára-
mótin. Að lokum má geta þess að tak-
ist Framtakssjóðnum að selja verk-
smiðjur Icelandic fylgja þeim
verulegar skuldir úr landi og ámóta
greiðsla í gjaldeyri inn í landið. Þetta
eru svo háar fjárhæðir að um getur
munað, gangi þetta eftir. Við skulum
því ekki leggja eyrun við neikvæðni
og bölmóði. Það er nú þegar tekið að
rofa til.
Áhugaverð verkefni Framtakssjóðsins
Eftir Ragnar
Önundarson » Takist Framtaks-
sjóðnum að selja
verksmiðjur Icelandic
fylgja þeim verulegar
skuldir úr landi og
ámóta greiðsla í gjald-
eyri inn í landið
Ragnar
Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og
er varaformaður stjórnar Framtaks-
sjóðsins.
HEIMASÍMI Í HEIMASÍMA GSM ÓHÁÐ KERFI INTERNET
GÓÐAR FRÉTTIR
FYRIR ÞÁ SEM
VILJA STJÓRNA
ÚTGJÖLDUM SÍNUM.
GERÐU OKKUR
TILBOÐ.
MINNI ÓVISSA. MEIRA TAL.
KOMDU Á TAL.IS, HAFÐU SAMBAND Í 1817 EÐA KÍKTU Í KAFFI Í NÆSTU VERSLUN
OG SEGÐU OKKUR HVERNIG ÞJÓNUSTU ÞÚ ÞARFT OG HVAÐ ÞÚ VILT BORGA. ÞÚ RÆÐUR.