Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
an sig upp sem sterkan einstakling á
leið sinni um lífsins braut frá ströndu
til strandar. Þetta göfuga starf hans
þekkjum við prestarnir sem höfum
þjónað á Siglufirði.
„Jæja, vinur minn,“ voru ávarps-
orðin hans Kjartans síðast er við hitt-
umst en ég var svo lánsamur að hitta
hann á heimili þeirra Brynju í nóv-
ember síðastliðnum. Af miklu æðru-
leysi, en það hugtak var honum afar
kært, ræddi hann við mig um stund
um veikindi sín en fljótt var hann
kominn út í pólitíkina. Kjartan var
svo sannarlega framsóknarmaður í
húð og hár. Þrátt fyrir veikindin gat
hann gleymt sér í pólitíkinni. Hann
var ávallt í beinum tengslum við
flokkinn sinn og nú síðast hélt þing-
maðurinn hans, hann Birkir Jón,
honum vel við efnið eins og hann orð-
aði það sjálfur.
Auk margháttaðra félagsmála-
starfa, sem ekki er hægt að rifja upp í
stuttri minningargrein, tók Kjartan
virkan þátt í hinni göfugu og fornu
Frímúrarareglu. Starfið þar átti hug
hans allan, um það ræddum við heil-
mikið í okkar síðasta samtali.
Hann Kjartan vissi svo sannarlega
hvert lífið stefndi. Hann vissi að
kveðjustund lífsins væri nærri. Hann
leit sáttur og þakklátur yfir farinn
veg, til eiginkonunnar, dætranna
þriggja og fjölskyldna þeirra en þau
öll hafa staðið sig svo vel í lífinu.
Ástvinamissir felur í sér skil. Við
Elín biðjum þann sem brúaði heim-
ana, hinn sýnilega og hinn ósýnilega,
þann sem kemur til okkar á jólum að
styrkja þig, elsku Brynja, og fjöl-
skylduna alla.
Hjálp Guðs hefur brotist inn í heim
mannanna. Ljós Guðs lýsir veginn
sem kristallast í hinu eilífa lífi.
Með blessunaróskum,
Vigfús Þór Árnason.
Við upphaf nýs árs kvaddi góður
félagi þetta jarðneska líf eftir erfiða
baráttu við illvígan sjúkdóm. Á ung-
lingsárunum man ég eftir honum;
reffilegur og þrekvaxinn maður sem
var skrifstofustjóri á skattstofunni
og þá hvarflaði ekki að mér að þessi
maður yrði einn af mínum traustustu
félögum síðar meir. Hann setti sterk-
an svip á sitt samfélag um áratuga-
skeið þar sem hann sinnti ýmsum fé-
lagsmálum og var þar treyst til
ábyrgðastarfa. Siglfirskt samfélag
verður fátækara eftir fráfall hans
enda var það hluti af hinu daglega lífi
að hitta Kjartan á förnum vegi og
fara yfir málefni líðandi stundar en
hann bar hag Siglfirðinga og sam-
félagsins heima mjög fyrir brjósti.
Kjartan var einn af lykilmönnum
Framsóknarflokksins á Siglufirði um
áratugaskeið. Þau hjónin lögðu þar
margt gott til og voru með virkustu
félagsmönnum í Framsóknarfélagi
Siglufjarðar. Eftir að afskipti mín af
stjórnmálum hófust hafa þau hjónin
reynst mér traustir vinir sem seint
verður fullþakkað fyrir.
Árið 2006 voru haldnar sveitar-
stjórnarkosningar í Fjallabyggð.
Margt benti til þess að róðurinn yrði
þungur en Kjartan tók þó að sér að
halda utan um kosningaskrifstofu
Framsóknarflokksins á Siglufirði.
Eftir að hann tók þar við stjórnar-
taumunum varð okkur félagsmönn-
um ljóst að sú barátta var í góðum
höndum. Af hógværð vann hann sín
störf með framúrskarandi hætti og
hafði góð áhrif á þann baráttuanda
sem leiddi til þess að framboðið í
sameinuðu sveitarfélagi fékk þá sína
bestu kosningu í sögunni.
Þegar ljóst var að hinn illvígi sjúk-
dómur myndi hafa betur að lokum,
áttum við mörg samtöl þar sem farið
var yfir lífið og tilveruna. Öllum var
ljóst að hverju stefndi en Kjartan var
æðrulaus og tók þannig á móti sam-
ferðafólki sínu síðustu vikurnar. Í
veikindabaráttu sinni naut Kjartan
styrkrar aðstoðar eiginkonu sinnar
Brynju og fjölskyldunnar, sú um-
hyggja sem honum hlotnaðist af fjöl-
skyldu sinni og vinum sýnir best
hvaða mann Kjartan hafði að geyma.
Ég votta Brynju, dætrum,
tengdasonum og barnabörnum inni-
lega samúð við fráfall þessa sóma-
manns.
Með þökk fyrir gott samstarf og
vináttu.
Guð blessi minningu Kjartans
Sölva Einarssonar.
Birkir Jón Jónsson.
Hver maður er einstæður. Í hans
innra ljósi birtist honum lífið og til-
veran. Þess vegna á hver maður sinn
heim, sína veröld. Hún skiptir sífellt
um blæ og tekur breytingum. Stund-
um er bjart og leiðin auðrötuð, en
svo kann skynið að daprast, þá
skyggir í veröld hans.
Kjartan fór ekki varhluta af hverf-
ulum ljósbrigðum lífsins. Um tíð var
sem svart myrkrið hefði umlukið
sálu hans. En hjartalag hans og
mannkostir greiddu honum leið að
lítilli skímu sem svo varð að skæru
ljósi. Og hann naut birtunnar í auð-
mýkt. Hann barst ekki á. Hann lagði
gott til allra manna. Hann vissi að
ekkert er ókeypis – og það sem er
dýrmætast fæst ekki keypt. Hann
var ríkur maður í hjarta sínu og lifði
samkvæmt því.
Rósin fölnar, ísinn bráðnar og
nóttin tekur við er birta dagsins
dvín. Okkur er kennt að allt hafi sinn
tíma og allt hafi sinn tilgang. Einlæg
trú gerir þannig tilveruna skiljan-
legri og kveðjustundina bærilegri.
Nýtt ár heilsaði en lífið kvaddi.
Sárþjáður háði Kjartan sitt dauða-
stríð af þolinmæði og þrautseigju og
þegar kallið kom var það honum
líkn.
Veri Kjartan Sölvi kært kvaddur.
Megi hinn hæsti höfuðsmiður veita
honum verðskuldaða hvíld og bless-
un. Ég bið almættið að líkna Brynju
frænku minni, Herdísi, Kristrúnu,
Ásu Fríðu og öðrum ástvinum.
Stefán Skjaldarson
og fjölskylda, Akranesi.
Það var harðsnúinn
hópur heilbrigðis-
starfsmanna á besta
aldri sem kom að
stofnun Heilsugæslustöðvar í
Mjódd í Neðra Breiðholti vorið
1991. Þrír hjúkrunarfræðingar við
ungbarnaeftirlitið í Efra Breiðholti
tengdust þegar stöðinni og fengu
fullnaðaraðstöðu þar þegar stöðin
tók til starfa í nýju húsnæði haustið
1992. Allar höfðu þær aflað sér
framhaldsmenntunar við almenna
heilsuvernd og barnaeftirlit. Ein
þessara kvenna var Edda Braga-
dóttir, sem nú er kvödd. Edda var
áhugasöm um afdrif skjólstæðinga
sinna og lét sér annt um þá. Hún
fylgdi því vel eftir, sem hún taldi
betur mega fara og deildi gjarnan
áhyggjum foreldra ef því var að
skipta. Hún var hvetjandi og um-
hyggjusöm við reynslulitla og gerði
sér glögga grein fyrir að enginn
verður fullnuma foreldri með fyrsta
barni.
Edda vann vel með öðrum og var
jafnan áhugasöm um að taka þátt í
öllum þeim verkum, sem til falla á
stórri heilsugæslustöð. Edda var
glaðlynd og góður félagi. Hún hafði
gjarnan athyglina í hópi starfs-
manna; hún var fróð og kunni vel að
segja frá og draga fram spaugilega
þætti tilverunnar. Hlífði hún þá
hvorki sjálfri sér né öðrum. Hún
var hispurslaus og stundum hvatvís
en það voru ómissandi eðlisþættir,
sem gerðu hana að þeim sjarm-
erandi karakter sem hún var. Þegar
Edda hætti hér á stöðinni vegna
aldurs og sneri sér að annarri
Edda Bragadóttir
✝ Svanhildur EddaBragadóttir
hjúkrunarfræðingur
fæddist á Siglufirði
21. mars 1943. Hún
lést á Landspít-
alanum 26. desember
2010.
Útför Eddu var
gerð frá Fossvogs-
kirkju 5. janúar 2011.
hjúkrun varð að sam-
komulagi að hún
myndi koma og hugsa
um okkur á kaffistof-
unni í sjálfboðavinnu
þegar um hægðist.
Því miður getur ekki
orðið af því. En við
munum án efa minn-
ast Eddu oft þegar
glatt verður á hjalla í
okkar hópi og sakna
vinar í stað. Við send-
um börnum hennar og
öðrum ástvinum sam-
úðarkveðjur og tökum
þátt í sorg þeirra.
F.h. starfsfólks Heilsugæslunnar
Mjódd,
Sigurbjörn Sveinsson.
Um leið og við tökum á móti nýju
ári kveðjum við Eddu, kæra vin-
konu okkar.
Eddu kynntumst við á starfsár-
um okkar á Heilsugæslustöðinni í
Mjódd þegar við unnum þar sem
læknaritarar fyrir allnokkrum ár-
um. Tókst strax góður vinskapur
við Eddu sem hélst alla tíð síðan þó
við hyrfum til annarra starfa.
Með sínum einstaka hressleika
leiðbeindi Edda okkur ungu kon-
unum um ýmislegt sem nauðsynlegt
væri að vita til að takast á við í lífs-
ins ólgusjó. Aldrei var komið að
tómum kofunum hjá Eddu og gilti
þar einu hvort hún miðlaði af
reynslu sinni sem hjúkrunarfræð-
ingur, gaf ráð varðandi elda-
mennsku, enda Edda með eindæm-
um góður kokkur, eða segði okkur
hvernig færi nú best á því að við
klæddum okkur. Allt var þetta bara
eitt af átján eins og Edda orðaði
það gjarnan. Ófáar stundir áttum
við þar sem gleðin var við völd og
þar fór Edda á kostum með hnyttnu
orðalagi og skemmtilegum gaman-
sögum.
Í byrjun desember, aðeins stuttu
eftir að ljóst var að Edda átti við al-
varleg veikindi að stríða, áttum við
yndislega stund með henni og Aðal-
björgu vinkonu hennar. Þar var
Edda í essinu sínu, búin að draga
fram lax og rauðvínstár og við gát-
um hlegið eins og í gamla daga og
rætt um gamla og nýja tíma. Við
einsettum okkur að hittast aftur og
eiga fleiri gleðistundir á meðan
Edda hefði heilsu til. Flutninga
Eddu til annarra heimkynna bar
hinsvegar brátt að og hún hefur
kvatt. Með þakklæti í hjarta fyrir
allar góðu stundirnar kveðjum við
þessa frábæru og stórskemmtilegu
konu sem gladdi okkur og studdi.
Við vottum börnum Eddu, barna-
börnum og öðrum ástvinum okkar
dýpstu samúð. Minningin um góða
vinkonu lifir.
Hildur Sigurðardóttir
og Unnur Ingibjörg
Gísladóttir.
Það eina vísa í þessu jarðlífi er að
því lýkur fyrr eða síðar, en þegar að
því kemur þá erum við oftar en ekki
óviðbúin. Það á við um ótímabært
andlát Eddu Bragadóttur hjúkrun-
arfræðings, hollsystur okkar, sem
lést eftir stutta en harða glímu við
krabbamein. Í veikindunum sýndi
hún ótrúlegan kjark og æðruleysi
eins og hún gerði ávallt er hún
tókst á við erfiðleika í lífinu. Við
vorum ungar að árum þegar við
hófum nám við Hjúkrunarskóla Ís-
lands og myndaðist þar vinátta sem
haldið hefur okkur saman í gleði og
sorg. Hópurinn kynntist sorginni
snemma því við höfðum ekki lokið
náminu er sú fyrsta úr hópnum féll
frá. Nú Edda, sú fjórða úr hópnum.
Edda var sterkur persónuleiki,
víðlesin og mikill gleðigjafi og í
minningunni finnst okkur við oft
hafa grátið af hlátri og kátínu yfir
snilld hennar í frásögnum og við-
brögðum. Hún átti farsælan feril
sem hjúkrunarfræðingur og vann
um margra ára skeið við heilsu-
gæsluna. Með sorg í hjarta kveðjum
við Eddu. Börnum hennar og öðr-
um ástvinum vottum við innilega
hluttekningu.
F.h. Hollsystra,
Svandís, Guðrún Eygló
og Bergdís.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir,
afi og langafi,
RAGNAR KRISTJÁNSSON
kennari,
Hjarðarhaga 28,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
3. janúar.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 11. janúar
kl. 13.00.
Arndís Eyjólfsdóttir,
Kristín Margrét Ragnarsdóttir, Birgir Gunnsteinsson,
Oddbjörg Ragnarsdóttir, Kristján Hjálmar Ragnarsson,
Björgólfur Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
fráfall bróður okkar,
JÓNS S. HALLGRÍMSSONAR,
Sæviðarsundi 11,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karitas
og líknardeilda Landspítalans í Kópavogi
og á Landakoti.
Þórarinn Hallgrímsson,
Helgi Hallgrímsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ERLA KOLBRÚN VALDIMARSDÓTTIR
sjúkraliði,
Sléttuvegi 17,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
3. janúar.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn
10. janúar kl. 13.00.
Guðmundur Stefánsson,
Örn Eysteinsson, Margrét Sverrisdóttir,
Björn Eysteinsson, Guðbjörg B. Guðmundsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐLAUG SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
fv. borðstofuráðskona á Landspítala,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
er látin.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
10. janúar kl. 15.00.
Jón Sigurjónsson, Kristrún Sigurðardóttir,
Svala Sigurjónsdóttir, Lárus Örn Óskarsson,
Björn Ágúst Sigurjónsson,Vilborg Anna Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku litli sonur okkar, barnabarn, systursonur og
frændi,
SEBASTIAN HELGI MILOMIR GLUSCEVIC,
sem lést mánudaginn 27. desember, verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn
10. janúar kl. 13.00.
Sigríður Gluscevic, Goran Gluscevic,
Jón Helgi Björnsson, Dagbjört Sveinsdóttir,
Borga Harðardóttir, Bogi Sigurðsson,
Sigurður Héðinn Harðarson, Guðrún Bryndís Harðardóttir,
Pétur Jónsson
og frændsystkini.