Morgunblaðið - 08.01.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 08.01.2011, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011 ✝ Gunnar Ellertssonfæddist 24. janúar 1965 á Blönduósi. Hann lést umvafinn fjölskyldu sinni á heimili sínu, Bjarna- stöðum í Vatnsdal, að kvöldi Þorláksmessu 23. desember 2010. Foreldrar hans eru Ellert Pálmason f. 16.4. 1938 og Vigdís Theodóra Bergsdóttir f. 28.2. 1941. Systkini Gunnars eru 1) Pálína Bergey Lýðsdóttir f. 27.10. 1960 gift Bjarna Kristinssyni f. 20.8. 1960, þeirra börn eru a) Lilja Guðný f. 15.5. 1985, gift Guðmundi Arnari Sigurjónssyni f. 22.3. 1986, þeirra sonur er Sigurjón Bjarni f. 12.8. 2008. b) Anna Kristín f. 18.4. 1987, c) Ásta María f. 7.5. 1991. 2) Hekla Birgisdóttir f. 8.5. 1963, hennar börn eru a) Vigdís Elva f. 27.8. 1980, hennar sambýlismaður er Þröstur Árnason f. 5.3. 1975, þeirra börn eru Auðunn Árni f. 18.1. 2001, Hekla Guðrún f. 13.5. 2003, Ellert Atli f. 8.4. 2009. b) Gunnar Örn f. 12.1. 1985. c) Sigurbjörn Pálmi f. 26.11. 1988, hans unnusta er Katrín Hallgríms- dóttir f. 4.10. 1991. d) Ingibergur Kort f. 27.4. 1998. 3) Pálmi Ellertsson f. 21.6. 1966. 4) Oddný Rún Ellertsdóttir f. 30.12. 1973. Gunnar ólst upp á Bjarnastöðum og bjó þar alla sína tíð. Hann lauk grunnskólaprófi frá Húnavallaskóla 1981. Eftir það fór hann að sinna bústörf- um af fullum hug ásamt bróður sínum og stefndi hug- ur þeirra bræðra hátt á framabraut bústarfa. Ásamt því að reka búið vann hann mörg haust á sláturhús- inu á Blönduósi, sinnti rúningi um sveitirnar, sat í hreppsnefnd Sveins- taðahrepps, var formaður Bún- aðarfélags Sveinstaðahrepps, einn- ig hjálpaði hann mörgum bóndanum þegar hjálparbeiðni barst. Bjarnastaðabúið hefur síð- ustu ár blómstrað og vaxið undir vökulum augum þeirrra bræðra. Gunnar verður jarðsunginn frá Þingeyrakirkju í dag, 8. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku bróðir, elsku hjartans bróð- ir minn. Guð einn veit hvað ég sakna þín sárt. Tárin mín hrynja og hrynja og eru búin að hrynja frá þeim fyrsta degi sem þú greindist með þennan sjúkdóm. Það er svo ótal margt, já ótalmargt sem ég á þér að þakka og er mér þá efst í huga þegar erfitt var hjá mér og mamma okkar og pabbi tóku Sibba minn að sér, hann þá að- eins 7 ára gamall, þar varst þú með í ráðum, þar ætlaðir þú að hjálpa til sem þú svo sannarlega gerðir, þú fylgdir honum eftir hvert sem hann fór, þið pabbi voruð honum sem besti faðir. Ég þakka fyrir það og þakka líka elsku Pálma bróður okkar og Nínu systur, öll hjálpuðuð þið til. Eins var með hana Vigdísi mína, sem ólst svo mikið upp hjá ykkur, öll voruð þið henni svo góð og hennar sál er svo falleg, það þakka ég ykkur. Já, bróðir minn, öllum börnunum mínum og barnabörnum hefur þú verið svo einstaklega góður. Betri sál en þinni hef ég ekki kynnst og ef allir hefðu eins sál og þú væri þessi harði heimur öðruvísi. Ég veit ekki hvar við fjölskyldan stæðum ef við ættum ekki hana elsku Pöllu systur okkar að. Í öllum þínum veikindum hefur hún fylgt þér eftir hvert ein- asta fótspor og útskýrt allt svo vel fyrir okkur. Og eins í gegnum öll ár- in með öll veikindi foreldra okkar hefur hún verið okkar stoð og stytta. Hún er hetjan okkar. Við getum þakkað henni að ósk þín um að fá að kveðja hinstu kveðju heima á Bjarnastöðum varð að veruleika. Friðsælli stund hef ég ekki upplifað þar sem við öll fjölskyldan stóðum eða sátum hjá þér, ásamt frændum þínum í Hnausum og í glugganum logaði á litlu kerti. En Guð minn góð- ur hvað þetta tók á en það hjálpaði hvað þú varst friðsæll og sáttur þeg- ar þú sofnaðir hinum eilífa svefni. En vilja Guðs get ég ekki skilið og mun ekki skilja. Alla daga, allar næt- ur var ég með bæn til hans um að þú næðir bata og að við fengjum þig heilbrigðan á ný. En nei, þarna var ég ekki bænheyrð, því hann Guð, já hann Guð sem öllu ræður veitti þér farseðil í allt aðra átt en ég bað um. Ég er reið, öskureið. Í dag biðla ég til Jesú. Við vitum bæði/öll að mamma okkar er alvarlega veik, ég biðla til Jesú um bata fyrir hana. Hér á litla heimili okkar Ingibergs míns, frænda þíns, sem saknar þín líka svo sárt, loga kertaljós, jafnt úti sem inni, ljósin sendum við til þín og biðjum alla fallegu englana um að vaka yfir þér, vernda þig og leiða. Ljósin sendum við líka heim í Bjarnastaði og á báða Hnausabæina. Við biðjum líka englana um að lýsa upp sveitina okkar, Vatnsdalinn og Þingið.Vertu sæll, elsku hjartans bróðir minn, og megi öll ljós á himn- um vera með þér. Þín systir, Hekla. Nú hefur Gunni bróðir fengið lausn frá meini sínu. Gunni er í mín- um huga eitt af undrum veraldar, meira gæðablóð er varla hægt að hugsa sér. Hann hallmælti ekki nokkrum manni og þolinmæði virtist hann hafa óþrjótandi, hvort heldur sem var í samskiptum við fullorðna, börn, dýr eða veraldlega hluti. Gunni var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða og þá var ekkert verið að hangsa við hlutina, það var gengið hratt og örugglega til verka. Ekki var til það vandamál sem ekki var hægt að leysa, Gunni hugsaði alltaf í lausnum. Léttleiki og jákvæðni einkenndu Gunna, hann var óspar á að hrósa hvort sem var mér litlu systur, systkinabörnum eða litlum systkina- barnabörnum. Um miðjan desember var hann hjá okkur systrum í gula húsinu, ég var að myndast við að reyna að baka jólasmákökurnar og þær voru afskaplega misfallegar en hann var glaður með þær allar og smakkaði eins og listin leyfði og lof- aði þær í hástert. Um kvöldið sátum við í litla eldhúsinu fram yfir mið- nætti og smurðum kremi á smákök- ur, við gerðum grín og höfðum gam- an, þetta var eitt af mínum síðustu kvöldum með honum þar sem hann var ágætlega hress, ég mun geyma það í hjarta mér. Gunni var bóndi inn að beini og byrjaði snemma að búa, ca. 6 ára að eigin sögn en einmitt það sumarið mokuðu þeir Pálmi bróðir úr einni fjárkró og hlutu tvær botnóttar gimbrar að launum og þar með voru þeir orðnir fullgildir bændur að þeim fannst, mikið sem honum fannst gaman að segja mér þessa sögu. Gunni var alltaf tilbúinn að hafa litla aðstoðarmenn með sér við útiverkin, allir gerðu gagn og gátu hjálpað. Frá því meinið gerði vart við sig var hann lítill bógur til lík- amlegra verka en hann gerði það sem hann gat. Einn laugardagsmorgun í nóvem- ber hringdi Gunni í mig og sagðist vera í vandræðum og það bara mikl- um vandræðum, ég vildi nú vita hvað ég gæti gert til að hjálpa, jú þannig var að það voru rúningsmenn að rýja kindurnar, steikin í ofninum og hann langaði svo að gera sósu með steikinni, vandamálið var að hann vissi ekki hvernig ætti að gera sós- una. Að vísu hef ég hann grunaðan um að hafa vitað upp á hár hvernig gera skyldi sósuna en svona var Gunni, vildi alltaf láta öðrum finnast þeir gera gagn enda leið mér vel með að geta leiðbeint honum. Hann lét ekki sitt eftir liggja allt sitt líf og tók ekki uppá því á lokasprettinum. Gunni tók veikindum sínum af miklu æðruleysi, kvartaði ekki eða barm- aði sér, þetta væri verkefni sem hon- um væri falið og hans að vinna úr því eins vel og kostur var, jafnvel hans síðasta dag svaraði hann til ef hann var spurður um líðan að hann hefði það ágætt, hann var alveg ótrúlegur, drengurinn. Ég vildi að hægt væri að veifa töfrasprota og ég gæti feng- ið Gunna aftur. Fátækleg orð geta á engan hátt lýst sorginni sem ég ber í hjarta við að kveðja minn kæra bróður. Honum hefur vafalítið verið tekið opnum örmum á nýjum stað, því meiri öðlingsdreng er vart hægt að hugsa sér. Minningar um kæran bróður munu lifa í huga mér og hjarta um ókomna tíð. Þín systir, Oddný Rún. Hann Gunnar bróðir minn hefur nú kvatt þetta líf. Allt of snemma fyrir okkur sem eftir erum því það er svo undarlegt til þess að hugsa að halda áfram lífinu án hans. En lífið er oft svo skrýtið og óskiljanlegt. Hvernig á maður að skilja tilgang- inn í því að kalla burt mann eins og Gunnar, svona ungan mann sem allt- af hefur verið hraustur og heilbrigð- ur þar til fyrir fjórum mánuðum að hann greindist með krabbamein. Fram að þeim tíma má segja að hann hafi aldrei kennt sér nokkurs meins. En greiningin var komin og honum ekki gefnar miklar vonir um bata. Þeim fréttum tók hann af því- líku æðruleysi og jafnaðargeði sem og honum einum var lagið. Hann tók stefnuna á einn dag í einu og sagði oft við mig að maður flýði ekki örlög sín en hvers tíma fyrir sig ætti mað- ur að njóta. Ég var svo lánsöm að geta fylgt Gunnari og stutt hann í gegnum hans veikindi og er sá tími mér ómetanlegur. Það var aðdáunarvert og okkur hinum oft á tíðum óskilj- anlegt hvernig hann tókst á við sín veikindi. Þvílíkt æðruleysi sem hann sýndi. Alltaf hugsaði hann fyrst um aðra, svo um sig. Í huga mínum geymi ég margar minningar um Gunnar bróður minn og allar eru þær góðar. Þannig var hann bara, góður í gegn. Hann var einstaklega hjálpsamur og greiðvik- inn og alltaf snöggur til ef einhvern eða einhvers staðar vantaði aðstoð. Það þurfti ekkert frekar að biðja um aðstoðina, hann bara sá það og var til staðar. Gunnar var sérlega barngóður og börnin drógust að honum. Enda ekki svikin af samskiptum við hann. Alltaf var hann tilbúinn að hafa þau með sér í því sem hann tók sér fyrir hendur. Þá var alveg sama hversu stór eða smá þau voru, þau litlu hafði hann bara á handleggnum við verkin. Ég held að þau hafi aldrei upplifað það í kringum Gunnar að vera fyrir, því hann var einstaklega laginn við að láta þeim öllum finnast þau gera gagn. Þetta átti líka við í hans sam- skiptum við fullorðna. Allir skiptu máli í hans augum. Vandfundið er jafn gott samband og milli þeirra bræðra minna, Gunnars og Pálma. Þeir ólust upp saman heima á Bjarnastöðum og þar stunduðu þeir síðan sinn búskap í sátt og samlyndi. Aldrei varð maður var við hnökra eða leiðindi í samskiptum þeirra og samvinnan gekk eins og um einn mann væri að ræða. Í þeirra augum var aldrei neitt mál þó að annar þeirra brygði sér af bæ til að aðstoða aðra. Það var bara sjálfsagt í þeirra huga að veita þá hjálp og aðstoð sem þeir gætu annars staðar. Sá sem eft- ir var heima tók þá bara verkin þar og skipti engu hvor það var sem eftir var. Bara hvort hentaði hverju sinni. Af þessari alkunnu hjálpsemi bræðra minna höfum við Bjarni minn og dætur okkar oft notið góðs. Það er ómetanlegt að eiga góða að og því er erfitt að hugsa til þess hvað Pálmi bróðir minn hefur misst mik- ið, því erfitt verður að fylla það skarð sem Gunnar skilur eftir sig. Í dag kveð ég Gunnar bróður minn og ylja mér við minningarnar um hann. Þær er ég svo heppin að eiga og allar eru þær góðar. Gunnar átti engan sinn líka og betri bróður var ekki hægt að hugsa sér. Pálína Bergey Lýðsdóttir. Í dag geng ég þau erfiðu og þungu spor að fylgja systursyni mínum honum Gunnari síðasta spölinn hér á jörð. Aldrei hvarflaði að mér að svona gæti orðið en enginn veit hver öðrum fylgir, sem betur fer. Snemma kom í ljós hvern mann Gunnar hafði að geyma, þegar hann smápatti og var búinn að vera dálítið líflegur bað amma hans hann um að vera kyrran smá stund, stráksi leit á ömmu sína og sagði, já en amma, ég bara get það ekki. Duglegur, viljugur, ósérhlífinn og tillitssamur eru þau lýsingarorð sem koma fyrst upp í huga mér þegar ég hugsa um hvernig ég myndi lýsa Gunnari. Alltaf tilbúinn við matar- borðið að mata frændsystkini, ganga frá og þvo upp eða þurrka, alltaf sjálfsagt þótt hann hljóti oft að hafa verið þreyttur, búinn að vaka nær allan sólahringinn við sauðburð. Fyrir tíu árum vantaði hjálp við sauðburðinn í sveitinni og varð úr að við hjónin fórum það vor og höfum farið á hverju ári síðan. Þarna fékk ég tækifæri til að kynnast betur þeim bræðrum Gunnari og Pálma. Það var einstök upplifun að sjá þá bræður vinna saman eins og einn mann (hægri og vinstri hönd), alltaf jafn ljúft og aldrei misfella á þeirra samskiptum. Þetta er ekki öllum gefið, sá kærleikur sem ég varð vitni að í fæðingarorlofinu eins og sagt er af sumum, smitaðist til mín og fór ég suður með hann í hjarta mér. Að hausti var farið í réttir og var sama upplifun, bræðurnir eins og einn maður. Í haust brá öðruvísi við því Gunnar var orðinn veikur af þeim sjúkdómi sem að lokum hafði betur og lagði hann af velli rétt fyrir hátíð ljóss og friðar. Úr þessari rétt- arferð fór ég suður með mikla sorg í hjarta og margar spurningar í huga. Hann Gunnar sem lifði svo heil- brigðu lífi og ekkert gerði rangt. Svörin fæ ég kannski einhvern tím- ann, hver veit, kannski aldrei. Eitt sinn spurði frænka Gunnars hvað hann gerði, svarið var, hann er bóndi og spurði hún þá, er það fullt starf? Oft hefur þetta verið rifjað upp og haft gaman af. Hann Gunnar var sjaldan í fríi, alltaf nóg að gera, hver önnin tekur við af annarri í sveitinni. En hann undi hag sínum vel og glaður við sitt. Við mig var sagt, ef þú skrifar um hann Gunnar verður það ekki erfitt því um hann er ekki hægt að skrifa neitt nema gott, en það er erfiðara en orð fá lýst því hann kveður þessa jarðvist allt allt of snemma og of ungur. En svona er lífið og hefur nú kertið hans Gunnars brunnið að stjaka. Vil ég og öll mín fjölskylda votta foreldrum, systkynum og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Sorg ykkar er mikil en minningin um góðan og gegnheilan mann mun hjálpa ykkur í sorginni. Að leiðar- lokum við ég þakka ljúf og góð kynni, kæri systursonur. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Valgerður Auðbjörg Bergsdóttir. Gunnar Ellertsson, systursonur minn, verður jarðsettur frá Þing- eyrakirkju í Húnaþingi í dag, hinn 8. janúar 2011. Gunnar lést af völdum illvígs sjúkdóms langt fyrir aldur fram einungis 45 ára gamall. Okkur hjónin langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Gunnar bjó alla sína tíð á Bjarna- stöðum í Vatnsdal. Hann var ókvæntur og barnlaus. Gunnar gekk í Húnavallaskóla þar sem hann hlaut menntun sína. Gunnar sinnti alla tíð bústörfum sem áttu hug hans allan og rak ásamt Pálma bróður sínum myndarlegt fjárbú á jörðunum Bjarnastöðum og Hnausum í Vatns- dal. Gunnar var alla tíð heilsuhraustur og orkumikill. Það kom því eins og reiðarslag þegar hann greindist síð- sumars 2010 með illvígan sjúkdóm sem nú hefur dregið hann til dauða á skömmum tíma. Einhvern veginn hafði manni aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst og frekar séð fyrir sér að Gunnar yrði allra karla elstur. Það er ljóst að við ráðum ekki örlögum okkar. Gunnar var vel gerður og gæddur miklum mannkostum. Hann var ljúf- menni, barngóður og hjálpsamur. Hann var traustur, ósérhlífinn og harðduglegur. Með Gunnari er genginn drengur góður og vandséð að skarð hans verði fyllt. Við kynntumst þessum mannkostum frænda míns betur en áður þegar við hjónin fórum að dvelja á Hnausum fyrir um tíu árum og samskiptin urðu meiri en þau höfðu verið fram að þeim tíma. Dvöl- in á Hnausum hefur verið mér og mínu fólki ómetanleg, þar höfum við átt ánægjulegar stundir og kann ég frændum mínum miklar þakkir fyrir aðstöðuna. Það var gaman að fylgj- ast með Gunnari að störfum við bú- ið, áhuga hans á öllu sem því viðkom og einstöku samstarfi þeirra bræðr- anna. Gunnar hafði börnin í fjöl- skyldunni iðulega með sér við bú- störfin og sinnti þeim af natni og umhyggju. Þeirra missir er mikill. Það var aldrei svo mikið að gera hjá Gunnari að hann væri ekki tilbúinn að veita aðstoð sína jafnt í smáu sem stóru ef á þurfti að halda. Það hefur oft komið sér vel að eiga góða að í sveitinni þegar við veiðimenn kom- um okkur í vandræði með fastan eða bilaðan bíl á rjúpnaveiðum og ekki stóð á þeim Bjarnastaðabræðrum að rétta hjálparhönd. Eftirfarandi vísa úr Hávamálum kemur upp í hugann þegar Gunnars er minnst. Blessuð sé minning hans. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Sigurður Skúli Bergsson, Þuríður Árnadóttir. Elsku besti frændi minn. Ég sakna þín, ég mundi óska þess að þú kæmir aftur. Ég man þegar þú leyfðir mér alltaf að keyra og svo þegar við náðum í hestana. Það er mjög sárt að missa þig. Ég bað alltaf Guð á kvöldin um að lækna þig. Ég sakna þín ofsalega mikið. Þú ert með hjarta sem gull. Þú ert besti frændi minn, ég elska þig og mun alltaf hugsa um þig. Ég vona að ég verði eins góður maður og þú. Ég veit að englarnir passa þig. Takk fyrir allt og ég geymi vel minningarnar um þig. Þinn frændi, Ingibergur Kort. Stórt skarð hefur myndast í fjöl- skylduna á Bjarnastöðum. Það var á Þorláksmessukvöld sem við fengum hringingu um að Gunni frændi væri fallinn frá eftir stutt og erfið veik- indi. En þegar lóan kemur, skólarnir fara í frí, þá ríkir vanalega mikil til- hlökkun hjá okkur þar sem leiðin liggur norður í Vatnsdal. Síðastliðin tólf vor höfum við stór hluti Bæj- arskersfjölskyldunnar dvalið saman í veiðihúsinu Steinkoti í Vatnsdal. Hjá mörgum var það ekki einungis veiðin sem stóð uppúr heldur var það samverustundin með hvert öðru, ásamt því að kynnast hefð- bundnum dagsverkum hjá ættingj- um okkar á Bjarnastöðum. Hann Gunni okkar var allt í öllu þessa daga, sá til þess að börnin fengju sem mesta innsýn í sveitalífið allt frá því að fara með þau í fjárhúsin til að taka á móti lömbunum, sækja hesta og teyma undir börnunum sem ekki voru komin með færni í því að vera ein á hestbaki. Fyrstu árin var farið í leiðangur á laugardögum þar sem settar voru niður kartöflur sem end- aði með því að nammibarinn í kaup- félaginu á Blönduósi var tæmdur og kom Gunni ætíð út með stærsta nammipokann. Þessar ferðir hafa verið algjör ævintýri. Minning um barngóðan, ljúfan og kærleiksríkan mann lifir í hjörtum okkar allra. Við biðjum þig, guð, að geyma elsku Gunna frænda, honum munum við aldrei gleyma. Minningu eigum við bjarta, um mann með stórt og gullið hjarta. Allt vildi hann fyrir alla gera, besti vinurinn og frændinn vera. (ÞEJ) Elsku Dósý, Elli og fjölskyldur, Gunnar Ellertsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.