Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 46
46 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
Orð dagsins: Hver, sem gjörir vilja
Guðs, sá er bróðir minn, systir og móð-
ir. (Mk. 3, 35.)
Að kljást við íslenskt mál geturverið áskorun en tungumálið
okkar er í stöðugri þróun og er það
vel. Nýyrðasmíði er viðurkennd
dægradvöl á landinu okkar litla, sum
lifa, önnur ekki.
En stundum taka stofnanir, fyrir-
tæki og stjórnmálamenn upp ný orð
í þeim eina tilgangi að reyna að
fegra hlutina, breyta ímynd þeirra
(og bæta sína eigin í leiðinni). Oft
misheppnast þetta herfilega og um
það eru mörg dæmi. Það besta er ef
til vill orðið „nýbúi“ sem var farið að
nota yfir innflytjendur. Það síðar-
nefnda þótti bera merki um fordóma
en það nýja átti að stuðla að upp-
byggilegri umræðu um þennan þjóð-
félagshóp. En svo gerðist það að
„nýbúi“ varð skammaryrði og enn
var skipt um orð: Nú skyldu innflytj-
endur verða „nýir Íslendingar“.
x x x
Víkverji hefur undanfarið rekist ánokkur dæmi um þetta
skemmtilega daður við tungumálið.
Til dæmis vill Kristján Möller, fyrr-
verandi samgönguráðherra, ekki
kalla vegatolla „vegatolla“ heldur
„notendagjöld“. Þá hefur um nokk-
urt skeið færst í vöxt að sjúklingar
eru sagðir „notendur“ heilbrigðis-
þjónustunnar.
x x x
Um daginn skipti fyrirtækið Intr-um um nafn og í fréttatilkynn-
ingu sagði að Motus, sem er nýja
nafn þess, væri „leiðandi aðili á Ís-
landi á sviði kröfustjórnunar“.
Fyrirtækið sinnir auðvitað inn-
heimtu en það hugtak hefur líklega
of harkalegan blæ yfir sér á þessum
síðustu og verstu tímum og „kröfu-
stjórnun“ er væntanlega mýkra og
mildara að einhverra mati.
x x x
En dæmin eru mun skemmtilegri.Nýlega sá Víkverji auglýsta
byltingu í „öldrunarvörnum“. Í aug-
lýsingunni segir að um sé að ræða
vöru með algerlega nýrri nálgun í
vörnum gegn öldrun líkamans. Ein-
mitt. Að vinna í eigin öldrunarvörn-
um gæti orðið útbreidd iðja fólks á
næstu áratugum. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 tilkynnir, 8 úrræð-
is, 9 bræði, 10 ungviði, 11
staði, 13 út, 15 ósoðið, 18
reik, 21 máttur, 22 rifa, 23
grenjar, 24 glaðvær.
.
Lóðrétt | 2 fiskar, 3 nirf-
ilslegi, 4 hlífði, 5 sívinnandi,
6 reitur, 7 sigra, 12 op, 14
pinni, 15 ræma, 16 dögg, 17
skánin, 18 herskipamergð,
19 graman, 20 groms.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 glæta, 4 hlýri, 7 tuddi, 8 ristu, 9 næm, 11 nóri, 13
hrun, 14 neita, 15 görn, 17 lund, 20 egg, 22 lifur, 23 ryðja, 24
sorti, 25 temja.
Lóðrétt: 1 gætin, 2 ældir, 3 alin, 4 harm, 5 ýmsir, 6 Iðunn, 10
æfing, 12 inn, 13 hal, 15 gulls, 16 ræfur, 18 urðum, 19 draga, 20
ergi, 21 grút
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Þetta gerðist …
8. janúar 1686
Svo mikið snjóaði á Suður-
nesjum á tveimur dögum að
snjórinn „tók meðalmanni yfir
mitti á sléttu“, eins og sagði í
Kjósarannál.
8. janúar 1873
Eldgos hófst í Vatnajökli og
stóð fram á vor. Annáll
nítjándu aldar sagði að á Suð-
austurlandi hefði ekki verið
„ratbjart bæja á millum“.
8. janúar 1895
Framsókn, fyrsta kvennablað
á Íslandi, hóf göngu sína á
Seyðisfirði. „Aðaltilgangur
Framsóknar er sá að hlynna
að menntun og sjálfstæði ís-
lenskra kvenna.“ Rúmum
mánuði síðar hófst útgáfa
Kvennablaðsins í Reykjavík.
Framsókn kom út til ársloka
1903.
8. janúar 1965
Sigríður Sigurðardóttir hand-
knattleikskona var kosin
íþróttamaður ársins, fyrst
kvenna. Hún hafði verið fyrir-
liði íslenska landsliðsins sem
sigraði sumarið áður á Norð-
urlandamóti kvenna í útihand-
knattleik.
8. janúar 1999
Þyrping hf. keypti byggingar
Hótels Loftleiða og Hótels
Esju af Flugleiðum hf. fyrir
um tvo milljarða króna.
8. janúar 2004
Atlantsolía hóf bensínsölu við
Kópavogsbraut. Á öðrum
bensínstöðvum lækkaði verð á
lítra um tvær til þrjár krónur.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
„Ég hélt hressilega upp á fimmtugsafmælið þann-
ig að ég ætla bara að hafa það huggulegt með fjöl-
skyldunni í kvöld,“ segir Ari Skúlason, hagfræð-
ingur og framkvæmdastjóri Landsvaka, sem
verður 55 ára í dag. „Allir í kringum mig hafa
reynt að telja mér trú um að þetta sé eitthvert
stórafmæli í dag en ég er ekki sammála því. Að
vísu ber það upp á laugardegi en ég verð bara með
ljúft matarboð fyrir mína nánustu,“ segir Ari, sem
að eigin sögn er býsna duglegur í eldhúsinu og
ætlar að elda spænskan eða portúgalskan saltfisk-
rétt. Fjölskyldan má því eiga von á kræsingum.
Þegar afmælisdagurinn var hermdur upp á Ara sagði hann mörg
stórmenni eiga afmæli 8. janúar og nefndi fyrst poppgoðin Elvis Aar-
on Presley og David Bowie, að ógleymdum Kim Jong-il og Þorgrími
Þráinssyni. Presley eða Bowie hafa ekki verið í sérstöku uppáhaldi
hjá Ara, hann segist frekar hafa heillast af rokksveitum á borð við
King Crimson eða Emerson, Lake & Palmer. Ólíklegt er þó að hann
fái að setja þær á fóninn í kvöld þar sem fáir í fjölskyldunni deila þeim
tónlistarsmekk. „Ætli menn kjósi ekki frekar Presley eða Bowie, þeir
eru léttari,“ segir afmælisbarnið að endingu. bjb@mbl.is
Ari Skúlason hagfræðingur 55 ára
Saltfiskur og Presley
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Vinkona þín getur veitt þér mikil-
vægan stuðning í dag. Kallaðu sem flesta út
því margar hendur vinna létt verk. Þú þarft
að halda áfram í ræktinni ekki satt?
(20. apríl - 20. maí)
Naut Samskipti þín við samstarfsmenn þína
krefjast óvenjumikillar þolinmæði í dag.
Nýttu þér styrkleika þinn, þú ert seigari en
allt sem seigt er.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Einhver mun sýna á sér nýja og
skemmtilega hlið, sem fær þig til að eyða
meiri tíma fyrir framan spegilinn. Ef þú sérð
tækifæri skaltu grípa það.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Gættu þess að blanda þér ekki um of
í málefni annarra því það gæti orðið til þess
að þér verði kennt um annarra mistök. Talaðu
hreint út.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það gengur ekki í augun á öllum að
spreða fé á báða bóga. Láttu aðra um þau
verk sem þú þarft ekki að sinna.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Skipulagning er allt sem þarf til að þú
getir klárað þau verkefni sem bíða þín. Vinur
lendir í vanda og þú veist hvað þú þarft að
gera.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Aukaorka brennur innra með þér. Þú ert
með stöðu þína á hreinu. Hver getur verið á
móti þér? Enginn nema þú sjálf/ur.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Stundum ertu uppfull/ur af hug-
myndum og vinnur verkið létt. Láttu ekkert
fara fram hjá þér framvegis.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er um að gera að leita eftir
samstarfi við þá, sem þér finnst geta aukið
við hugmyndir þínar. Sýndu þolinmæði og
láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Aukin ábyrgð tengd börnum er ein
ástæða þess að þú veltir framamöguleikum
talsvert fyrir þér núna. Athugaðu vandlega
þinn gang áður en þú festir fé þitt í einhverju.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Vanalega hefurðu beittan húmor,
en hann gæti nú virst torskilinn. Eitthvað
kemur á óvart í dag. Matarboð er framundan.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú vilt daðra og lyfta þér upp í dag.
Einkalífið batnar, því þú veist loksins hvað þú
vilt. Einhver sýnir þér áhuga.
Stjörnuspá
Sudoku
Frumstig
4 5 8
5 8 7
1 6 5
1 6 2 5
8 5 3 7
2 7 6
6 3 2
4 3
7
4 9 1
3 8 9
7 5 8
1 3
5
3 7 4 1
8 2 5
8 2
5 3 9
1 4 8
8 9 3 7 1
1 7 2
4 2 6
5 7
1 6 9
2
7 8 9 6 5
5 3 9 1 4 2 8 6 7
6 1 2 9 7 8 4 5 3
7 4 8 6 5 3 1 2 9
8 5 7 3 9 1 2 4 6
4 9 6 8 2 5 7 3 1
1 2 3 7 6 4 5 9 8
9 7 5 4 1 6 3 8 2
2 8 1 5 3 9 6 7 4
3 6 4 2 8 7 9 1 5
2 3 6 8 7 1 9 4 5
5 4 1 2 9 3 6 8 7
9 7 8 6 4 5 1 3 2
4 9 7 1 2 6 8 5 3
1 5 2 3 8 7 4 9 6
8 6 3 4 5 9 2 7 1
7 1 4 5 6 8 3 2 9
6 8 9 7 3 2 5 1 4
3 2 5 9 1 4 7 6 8
5 3 9 6 4 8 2 7 1
7 6 2 1 5 9 8 3 4
4 8 1 2 7 3 5 6 9
9 1 3 8 2 7 4 5 6
2 4 8 9 6 5 3 1 7
6 5 7 3 1 4 9 8 2
8 7 6 5 9 2 1 4 3
1 2 5 4 3 6 7 9 8
3 9 4 7 8 1 6 2 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 8. janúar, 8. dag-
ur ársins 2011
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Bg5 c5
5. d5 d6 6. e3 h6 7. Bh4 Bxc3+ 8. bxc3
De7 9. Rf3 e5 10. Dc2 g5 11. Bg3 Rh5
12. Bd3 Rg7 13. Rd2 f5 14. f3 h5 15. Bf2
Kd8 16. h3 Df7 17. O-O-O Kc7 18. g4 e4
19. fxe4 fxg4 20. Bg3 h4 21. hxg4 De7
Staðan kom upp í fyrstu deild Ís-
landsmóts skákfélaga en fyrri hluti
mótsins fór fram í Rimaskóla sl. októ-
ber. Sverrir Örn Björnsson (2161)
hafði hvítt gegn stórmeistaranum
Hannesi Hlífari Stefánssyni (2585).
22. e5! dxe5 23. Re4! Kd8 24. Dh2
Bxg4 25. Bxe5 Rd7 26. Bd6 og svartur
gafst upp. KORNAX-mótið, Skákþing
Reykjavíkur, hefst á morgun, sunnu-
daginn 9. janúar. Nánari upplýsingar
um mótið má finna á www.skak.is.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Póker. N-NS.
Norður
♠K103
♥KDG10
♦DG9
♣Á74
Vestur Austur
♠74 ♠ÁG982
♥Á932 ♥865
♦1063 ♦K87
♣G1065 ♣83
Suður
♠D65
♥74
♦Á542
♣KD92
Suður spilar 3G.
Norður opnar á sterku laufi, austur
skýtur inn spaðasögn, suður segir 1G
og norður lyftir í 3G. Spaðasjöan kem-
ur út og sagnhafi setur upp kónginn í
borði. Hvar liggur nú veðfé lesandans,
hjá sagnhafa eða vörninni?
Svo er að sjá sem hinn klóki leikur
sagnhafa í fyrsta slag hafi tekið allt bit
úr vörninni. Austur getur ekki sótt
spaðann áfram og ekki þjónar neinum
tilgangi að dúkka ♠K. En þegar brids-
inn bregst tekur pókerinn við: Austur
drepur á ♠Á og spilar ♦8 í öðrum slag!
Jú, jú – sagnhafi vinnur einhvern
helling ef hann svínar, en það gerir
hann auðvitað ekki. Hann spilar upp á
♦K í vestur og ♥Á í austur. Drepur
sem sagt á ♦Á og spilar hjarta. Aldeilis
óvænt kemst vestur inn á ♥Á til að
spila spaða í gegnum tíu blinds.
Nýirborgarar
Reykjavík
Húni Georg Douglas
Valgeirsson fæddist
19. október kl. 3.31.
Hann vó 4.000 g og var
53 cm langur.
Foreldrar hans eru
Anna Ellen Douglas og
Valgeir Valgeirsson.
Flóðogfjara
8. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 0.05 3,4 6.16 1,1 12.28 3,2 18.44 1,1 11.10 15.59
Ísafjörður 2.19 1,9 8.27 0,7 14.28 1,9 21.00 0,7 11.47 15.32
Siglufjörður 4.39 1,1 10.36 0,3 17.03 1,1 23.15 0,4 11.32 15.14
Djúpivogur 3.19 0,6 9.23 1,7 15.32 0,6 22.08 1,8 10.47 15.21
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið