Morgunblaðið - 21.01.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
kreditkort.is
Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið.
MASTERCARD
OG FÁÐU RÉTTA
KORTIÐ FYRIR ÞIG
LEITAÐU TIL OKKAR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
ESB kannar réttarstöðuna
Lögfræðingar sambandsins kanna svigrúm til frekari aðgerða í makríldeilunni
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lögfræðingar Evrópusambandsins kanna nú
svigrúm sambandsins til aðgerða gegn íslenskum
stjórnvöldum í makríldeilunni og er niðurstöðu að
vænta á næstunni. Verður í kjölfarið hugsanlega
gripið til frekari aðgerða gegn íslenskum stjórn-
völdum en ESB hefur þegar samþykkt bann við
löndun makríls frá Íslandi í höfnum ESB-ríkja.
Þetta kemur fram í svari Olivers Drewes, tals-
manns Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra
Evrópusambandsins, við fyrirspurn Morgun-
blaðsins en hann gaf kost á símaviðtali í gær.
Drewes er orðvar þegar hann er inntur eftir
lagaheimildum ESB og vísar þegar gengið er á
hann á starf lögfræðinga sem skili áliti á næstunni.
Hann kvaðst jafnframt ekki vera í aðstöðu til að
tjá sig um það hvort aðgerðirnar verði útvíkkaðar
þannig að þær nái til allra afurða úr makríl. Hann
lætur þó hafa eftir sér að unnið sé hratt.
Haft var eftir Össuri Skarphéðinssyni utan-
ríkisráðherra hér í blaðinu á laugardag að það sem
haft hefði verið eftir Drewes um bannið stangaðist
„algjörlega á við það sem kom fram á fundi sam-
eiginlegu EES-nefndarinnar“ 15. janúar.
Kom skýrt fram á fundinum
Drewes lítur öðrum augum á fundinn.
„Eina markmið fundarins var að gera aðildar-
ríkjum EES-samningsins grein fyrir aðgerðunum.
Þetta var stuttur fundur, um 10-15 mínútna lang-
ur,“ segir Drewes og vísar til undirbúnings lönd-
unarbanns en umræddan fund sátu fulltrúar ESB
og stjórnvalda í Noregi, Íslandi og Liechtenstein.
„Eina markmið fundarins
var að gera […] grein fyrir
aðgerðunum.“
Oliver Drewes
Um miðjan þennan mánuð höfðu
þrettán skip landað rækju á fisk-
veiðiárinu. Á sama tíma í fyrravetur,
þ.e. frá 1. september til 15. janúar,
höfðu sjö skip landað rækjuafla og
voru þau ýmist með rækjukvóta eða
höfðu leigt til sín. Á þessu ári eru
veiðar á úthafsrækju hins vegar
frjálsar, þ.e. ekkert aflamark er á
rækjunni.
Rækjuaflinn var alls orðinn tæp-
lega 1.370 tonn 15. janúar, en á sama
tíma í fyrra var aflinn tæplega 60
tonnum minni. Múlaberg SI 22, skip
Ramma hf., hefur bæði árin verið
með mestan afla, en skipið verður
við bolfiskveiðar fyrir vinnslu
Rammans í Þorlákshöfn fyrstu 2-3
mánuði ársins. Eftir það fer skipið
aftur á rækjuveiðar frá Siglufirði.
Fjögur önnur skip landa nú rækju
hjá Ramma á Siglufirði.
Á síðasta fiskveiðiári veiddust yfir
sjö þúsund tonn af rækju og var það
meiri afli en árin þar á undan. Útgef-
inn rækjukvóti var sjö þúsund tonn
sem var í samræmi við ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar. aij@mbl.is
Fleiri skip
á rækju og
meiri afli
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur um að 17
ára piltur sæti gæsluvarðhaldi og
einangrun til dagsins í dag vegna
innbrots í íbúðarhús í Mosfellsbæ sl.
föstudagskvöld. Í fyrradag staðfesti
Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms
um að annar 17 ára piltur skyldi
sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Þriðji maðurinn var einnig hand-
tekinn og úrskurðaður í gæslu-
varðhald til dagsins í dag. Hann
kærði ekki þann úrskurð.
Fram kemur að báðir hafa pilt-
arnir komið við sögu lögreglu í
tengslum við innbrot og þjófnað
þrátt fyrir ungan aldur. Telur lög-
reglan ekki útilokað að þeir og fé-
lagar þeirra tengist fleiri innbrotum
í heimahús á höfuðborgarsvæðinu á
undanförnum vikum og mánuðum.
17 ára piltar
í varðhaldi
Jóhanna Sigurðardóttir var meðal þeirra forsætisráð-
herra sem sóttu leiðtogafund Norðurlanda, Eystra-
saltsríkja og Bretlands í London í gær og fyrradag.
Markmið fundarins var að styrkja efnahagsleg- og fé-
lagsleg tengsl Breta við þessi ríki.
Samkvæmt Financial Times var mikil áhersla lögð á
hlutverk Norðursjávar sem uppsprettu vindorku og
sagði David Cameron, forsætisráðherra Breta, að ráð-
herrar iðnaðar- og orkumála myndu vinna að áætl-
unum um að flytja græna orku milli landa í gegnum of-
ur-raforkunet og frá vindorkubúum á sjó gegnum
raforkukapla á sjávarbotni.
Á vef tímaritsins The Economist er vitnað í Jóhönnu
þegar hún var spurð um það hvað Ísland gæti kennt
landi eins og Bretlandi. Hún sagðist vita að Cameron
hefði eignast barn í ágúst síðastliðnum. „Nú,“ svaraði
hún, „ef Cameron væri íslenskur væri hann um þessar
mundir að byrja í feðraorlofi. Í þrjá mánuði.“
Cameron fengi feðraorlof
Reuters
Banaslys varð um klukkan 17.10 í
gær rétt sunnan við bæinn Litla-
Hvamm við Eyjafjarðarbraut vestri í
Eyjafjarðarsveit skammt sunnan
Akureyrar.
Karlmaður sem var að skokka á
veginum varð fyrir fólksbifreið og
lést. Lögreglan á Akureyri rannsak-
ar málið en gat ekki gefið frekari
upplýsingar í gærkvöldi.
Banaslys
á Eyjafjarð-
arbraut
Karli og konu, sem setið hafa í
gæsluvarðhaldi vegna alvarlegrar
líkamsárásar fyrir utan skemmti-
staðinn Players í Kópavogi aðfara-
nótt 16. janúar, hefur verið sleppt
úr haldi. Ekki var talið nauðsyn-
legt að halda þeim lengur og telst
málið upplýst að sögn lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu.
Karlmaður var laminn fyrir utan
skemmtistaðinn um klukkan þrjú
um nóttina og þegar hann féll í
götuna var sparkað í höfuð hans
en hann var fluttur á gjörgæslu-
deild Landspítalans með alvarlega
höfuðáverka.
Fólkið, sem er á þrítugsaldri,
var úrskurðað í gæsluvarðhald
þangað til á morgun. Fyrr í vik-
unni voru þrír karlmenn á þrítugs-
og fertugsaldri handteknir í
tengslum við rannsókn lögreglunn-
ar á árásinni.
Sleppt úr
gæslu-
varðhaldi
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokks, segir of snemmt að tjá
sig um það hvort rannsókn á meintum
njósnum á störfum Alþingis hafi verið
ábótavant.
„Við eigum eftir að fá meiri upplýs-
ingar næstu daga. Maður spyr sig að
sjálfsögðu, ef rannsaka átti málið frá
öllum hliðum, hvers vegna var ekki
rætt við þá sem starfa í næsta ná-
grenni við þennan stað þar sem þessi
grunsamlega tölva fannst og þeir til
dæmis spurðir um mannaferðir í að-
draganda þess að tölvan fannst,“ seg-
ir Bjarni. Hann segir að þegar hafi
komið fram að mannleg mistök hafi
verið gerð þegar slökkt var á tölvunni,
eftir að hún fannst.
„Það sem ég geri athugasemd við á
þessum tímapunkti er að jafnalvar-
legt mál hafi ekki verið kunngert á Al-
þingi,“ segir formaðurinn. „Það sem
þingmenn eins og ég eru almennt að
upplifa er að þeim þykir sem þeir hafi
búið við falskt öryggi.“
Bjarni segir að hann hafi fyrst
heyrt af rannsókninni í gærmorgun,
rétt eins og aðrir þingmenn, að Ástu
Ragnheiði undanskilinni. Þuríður
Backman, þingmaður Vinstri grænna
og annar varaforseti Alþingis, heyrði
fyrst af málinu í fjölmiðlum í gær-
morgun.
Þarf að reyna með öllum
ráðum að upplýsa málið
Hvorki Bjarni né Þuríður vildu
leggja dóm á störf Ástu Ragnheiðar
eða annarra sem komu að málinu.
„Ég held að maður eigi ekki að vera
með sleggjudóma, nornaveiðar eða
neitt annað en taka málið alvarlega og
fara í þá vinnu sem þarf að vinna – og
það er að reyna með öllum ráðum að
upplýsa málið,“ segir Þuríður.
Búið við falskt öryggi
„Hvers vegna var ekki rætt við þá sem starfa í næsta
nágrenni við þennan stað,“ spyr Bjarni Benediktsson
Bjarni
Benediktsson
Þuríður
Backman