Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 Segja má að vel hafi farið á því aðupplýst hafi verið um lokaða leynisölu eins ríkisbanka á Sjóvá á sama tíma og umræður stóðu yfir á Alþingi um lokaða leynisölu annars ríkisbanka í Vestia-málinu í fyrra- dag.    Ríkisleyndarmálin eru orðin svoviðamikil og teygja anga sína svo víða að engan undrar að þessi staða hafi komið upp.    Og þó aðein- kennilega hafi verið að hlutunum staðið í Vestia-málinu af hálfu ríkisvaldsins er atburðarásin þó hálfu ein- kennilegri í Sjóvár-málinu.    Þar byrjaði Seðlabankinn á aðýta þátttakendum í opnu sölu- ferli frá borðinu en seldi skömmu síðar í kirfilega lokuðu og leynilegu söluferli. Jafnvel Glitnir, sem á for- kaupsrétt að hinum selda hlut, hafði ekki hugmynd um söluna.    Svo var í góðu samræmi við ann-að á þessum tímum leynimakks og pukurs að heitar umræður urðu á Alþingi í gær um nýjasta leyni- makk stjórnvalda.    Þar kom fram að ekki hafði veriðupplýst um sterkar grunsemd- ir um að njósnir hefðu verið stund- aðar á Alþingi. Stjórnvöld hefðu án efa pukrast áfram með það mál ef Morgunblaðið hefði ekki upplýst um það í gærmorgun.    Hvernig stendur á því að ríkis-stjórnin pukrast svona með alla hluti? Er það eingöngu gert til að hægt sé að svíkja margítrekuð fyrirheit um gagnsæi í stjórnarsátt- málanum, eða býr fleira að baki? Nú er pukrast sem aldrei fyrr STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjóél Bolungarvík 0 hagl Akureyri 1 snjókoma Egilsstaðir 2 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 2 rigning Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló -7 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -5 snjókoma Lúxemborg 1 skýjað Brussel 2 léttskýjað Dublin 3 léttskýjað Glasgow 2 skýjað London 5 léttskýjað París 3 léttskýjað Amsterdam 3 léttskýjað Hamborg 0 skýjað Berlín 1 skýjað Vín 2 skýjað Moskva -12 snjókoma Algarve 17 skýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 11 léttskýjað Róm 7 skúrir Aþena 11 skýjað Winnipeg -28 léttskýjað Montreal -11 skafrenningur New York 0 heiðskírt Chicago -7 alskýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:41 16:38 ÍSAFJÖRÐUR 11:08 16:20 SIGLUFJÖRÐUR 10:52 16:02 DJÚPIVOGUR 10:16 16:02 BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með fráveitugjald Orku- veitu Reykjavíkur. Bent hefur ver- ið á að meðaltalstölur séu ekkert annað en blekking með tölum og einn eldri borgari vísar til þess að í þremur mismunandi eignum sín- um sé hækkunin 14,5% upp í 45%. „Ég hefði talið eðlilegra að miða gjaldið við vatnsnotkun en fer- metrafjölda,“ segir hann. Viðkomandi ellilífeyrisþegi vill ekki koma fram undir nafni. „Ástandið er orðið þannig að fólk er nánast beitt ofsóknum leyfi það sér að tala, en það er ekki í lagi þegar stjórnvöld leyfa sér að hækka alla þjónustu án takmark- ana,“ segir hann. „Það er vísvit- andi verið að níðast á fólki.“ Dýrasta vatn heims? Fyrir skömmu var lesið af vatnsmæli fyrir „leikstofu“ manns- ins eins og hann kallar 125 fer- metra geymsluhúsnæði sitt þar sem hann dundar sér af og til við hitt og þetta, smíðar og fleira. Notkunin var um 200 l árið 2010 enda vatnið aðeins notað til að sturta því niður í sal- ernið og þvo sér um hend- urnar. „Þeir láta mig borga 27 þúsund krónur fyrir þetta. Ég hef aldrei heyrt um svona dýrt vatn,“ segir hann og bætir við að það sé út í hött að hann þurfi að borga jafnmikið og vatnsfrekur iðn- aður í ámóta stóru húsnæði. „Það er bara verið að búa til tölur til þess að komast ofan í vasa manns,“ segir hann og gefur lítið fyrir skýringar um að vatnsfrekur iðnaður sé með mæla. „Ég er líka með mæli og notkunin er mæld.“ Viðkomandi borgari segir að hækkun fráveitugjalda á 20 ára 63 fermetra íbúð sinni sé 20,43% og 14,5% á um 430 fermetra húsi sínu. Hann áréttar að þegar hús sé byggt borgi eigandi fyrir vatns- lögnina og notkunin sé síðan ætluð til viðhalds hjá Orkuveitunni. Í mörg ár segist umræddur maður hafa séð um vatnsmál fyrir stóra sumarhúsabyggð í Borgar- firði en í fyrra hafi komið til tals að fá Orkuveituna til þess að ann- ast umsýsluna. Lágmarksgjaldið hafi verið 18.500 kr. á sumarhús. „Ég hef séð um þessi mál í 13 ár og samkvæmt útreikningum Orku- veitunnar hefði hún tekið 21 millj- ón fyrir viðvikið á sama tíma en kostnaður fólksins var 1,3 millj- ónir. Það munar um 20 milljónum. Þetta er ekkert annað en fjár- plógsstarfsemi. Fyrirgefðu orð- bragðið en maður má greinilega eiga von á öllum fjandanum úr þessari átt. Samt held ég að sveit- arfélög megi ekki samkvæmt lög- um reka þjónustu öðruvísi en á kostnaðarverði.“ Maðurinn lét setja niður fjórar 1.800 lítra rotþrær í sumarhúsa- byggðinni en þegar kom að hreins- un sveitarfélagsins var hann rukk- aður fyrir hreinsun á fjórum 3.000 l rotþróm. „Alls staðar er reynt að hafa af manni eins mikið fé og hægt er.“ Kostar 27 þús. að sturta niður  Eldri borgari segir eðlilegra að miða fráveitugjaldið við vatnsnotkun en fermetrafjölda  Íbúar greiddu samtals um 1,3 milljónir fyrir það sem Orkuveitan vildi fá 21 milljón fyrir Breyting á frárennslisgjöldum í Reykjavík 39.554 kr. 57.356 kr. 2010 2011 11.760 kr. 17.132 kr. 2010 2011 40.622 kr. 50.022 kr. 2010 2011 36.769 kr. 45.283 kr. 2010 2011 125 m2 geymsluhúsnæði 63 m2 íbúð 225,8 m2 íbúð í tvíbýli 178,5 m2 íbúð í tvíbýli Elli- og örorkulífeyrisþegar með allt að 2.460.000 kr. laun (hjón með tekjur allt að 3.440.000 kr.) fá 100% lækkun á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar í ár. Lækkunin er 80% hjá einstaklingum með tekjur á bilinu 2.460.000-2.830.000 kr. (3.440.000-3.840.000 kr. hjá hjónum) og 50% miðað við laun á bilinu 2.830.000- 3.290.000 kr. (3.840.000-4.580.000 kr. hjá hjónum). Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir að með lögum um fráveitur sé þessi starfsemi færð í svipað umhverfi og önnur veitu- starfsemi. „Veiturnar innheimta þjónustugjöld og af þeim er ekki gefinn afsláttur. Litið er á það sem hlut- verk hins opinbera – ríkis og sveitarfélaga – að ívilna eða íþyngja tilteknum þjóðfélagshópum og þá með skattfé.“ Ekki afsláttur hjá OR HOLRÆSAMÁL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.