Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hugsanlega hefði verið hægt að
komast inn í tölvupósta þingmanna
og „hlera“ netsamskipti þeirra í
gegnum fartölvuna sem komið var
fyrir við skrifstofur þingmanna á
Austurstræti í Reykjavík.
Þetta er mat tveggja sérfræðinga í
tölvumálum sem Morgunblaðið
ræddi við en þeir gáfu kost á viðtali
gegn því að nafnleyndar yrði gætt.
Grunur leikur á að tölvan hafi ver-
ið notuð til njósna í gegnum netkerfi
Alþingis en það er óstaðfest.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær var búið af afmá allar
rekjanlegar upplýsingar af tölvunni,
s.s. skráningarnúmer, auk þess sem
engin gögn fundust á henni.
Að sögn heimildarmanna blaðsins
getur skýringin verið sú að notast
hafi verið við hugbúnað sem aðeins
„lifi“ í innra minni tölvunnar.
Þar geti verið á ferð vírusar, spilli-
forrit og hugbúnaður af öðru tagi
sem aldrei hefur viðkomu á harða
diski tölvunnar. Það þýðir að ef
slökkt er á tölvunni án þess að taka
afrit af hugbúnaðinum er þar með
búið að þurrka út það sem var í innra
minninu. Slóðin verður órekjanleg.
Hugsanlegar vísbendingar
Á hitt er bent að á tölvunni kunni
að finnast vísbendingar um að hug-
búnaður hafi verið keyrður upp á
vélinni í upphafi, þótt eiginlegar
„leifar“ af hugbúnaðinum finnist
ekki á innra minninu.
Annar tölvufræðinganna segir að
verklagið þegar grunsamleg tölva sé
gerð upptæk hafi breyst.
„Í gamla daga fékk lögreglan skýr
fyrirmæli um að rífa tölvuna úr sam-
bandi og gera hana upptæka. Í dag –
og þá sérstaklega erlendis – er við-
horfið breytt.
Nú byrja menn á því að taka innra
minnið og svo vélina, enda hafa kom-
ið fram tilfelli þar sem hugbúnaður
lifir aðeins í innra minninu en snertir
aldrei á diskinum.“
Í notkun hjá lögreglunni
Samkvæmt heimildarmönnum
blaðsins er umræddur hugbúnaður
til hlerunar í innra minni tölvu yfir-
leitt mjög einfaldur og benda þeir á
að lögreglan hafi undir höndum
minnislykla með slíkum hugbúnaði
sem sjái um að afrita gögn úr innra
minni tölva sem séu til rannsóknar.
Þegar spurt er hvort eftirlitsaðil-
ar ættu ekki að verða varir við slíkar
njósnir er svar þeirra að reynslan
sýni að slíkan hugbúnað megi
„keyra“ án þess að það veki eftir-
tekt. Annars vegar sé hægt að vera
með „óvirkan“ hugbúnað sem hleri
tölvupósta og aðra netumferð og
hins vegar „virkan“ hugbúnað þar
sem njósnarinn noti tölvuna sem
„bakdyr“ að viðkomandi netkerfi.
Sérfræðingarnir benda á að slíkur
aðgangur geri ekki kleift að nálgast
einkabanka einstaklinga eða til
dæmis Gmail-tölvupósta þeirra,
enda séu slík samskipti dulkóðuð. Þó
er hægt að komast hjá slíkum vörn-
um með „Maður í milli“-árásum, eins
og þær eru nefndar í tölvuheiminum.
Annar sérfræðinganna telur að
sannur fagmaður myndi alla jafna
ekki fara á staðinn og skilja eftir
tölvu, nema mjög vel falda, heldur
fremur nota kunnáttu sína til að
brjótast inn í tölvukerfið utan frá og
breyta útstöð þingmanns eða starfs-
manns Alþingis í bakdyr án þess að
viðkomandi yrði þess var.
Njósnatölva getur veitt miklar upplýsingar um einstaklinga og netnotkun þeirra Hægt að nota
hugbúnað í innra minninu sem þurrkast út þegar slökkt er á tölvunni Bakdyr að lokuðum kerfum
Mögulegt að komast í tölvupósta
Morgunblaðið/G.Rúnar
Öflugt vopn Trúnaðarupplýsingar
má nýta í margvíslegum tilgangi.
Lögreglan getur ekki stuðst við
myndbandsupptökur við rannsókn
á hinni grunsamlegu tölvu sem
fannst á skrif-
stofu Alþingis
fyrir tæpu ári.
Eftirlitsmynda-
vélar á svæðinu
voru bilaðar á
þeim tíma sem
tölvunni var
komið fyrir.
Þetta segir Stef-
án Eiríksson,
lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu. Hann segir
að ekki sé talið að um saknæmt
athæfi sé að ræða.
„Þær voru bara ekki í gangi á
þessum stað á þessum tíma. Það
hafði ekkert verið átt við þær eftir
því sem við komumst næst. Við
höfum ekki fengið neinar upplýs-
ingar um að þingið hafi einhverjar
grunsemdir um slíkt,“ segir Stef-
án.
Rannsókn lögreglu stendur enn
yfir að sögn Stefáns. Mestur
þungi hafi þó verið á henni fyrst
eftir að málið var tilkynnt. Vett-
vangurinn og gögn hafi verið
rannsökuð sem og mannaferðir á
þessum slóðum. Það hafi hins veg-
ar ekki leitt til neinnar niðurstöðu.
Þingmenn ekki yfirheyrðir
Stefán segir að þingmenn hafi
ekki verið spurðir út í mannaferð-
ir á svæðinu, þrátt fyrir skort á
upplýsingum vegna bilana eft-
irlitsmyndavélanna.
„Þær upplýsingar sem við höfð-
um um mannaferðir á þessum
slóðum leiddu ekki til þess að við
yfirheyrðum menn um það í hvaða
tilgangi þeir hefðu verið þarna
inni. Einfaldlega út af því að við
höfðum ekkert í höndunum um
það hver hafði komið þessu þarna
fyrir,“ segir lögreglustjórinn. „Við
þurfum að hafa eitthvað meira í
höndunum áður en við yfirheyrum
fólk eða köllum það fyrir okkur.
Þetta er það lagaumhverfi sem
lögreglan býr við.“
Stefán vill ekki tjá sig um hvort
lögreglan hafi skoðað vefsíðuna
Wikileaks í tengslum við málið.
„Málið er ennþá opið til rann-
sóknar og það er enginn sérstakur
grunaður,“ segir Stefán sem mun
eiga fund með forsætisnefnd í dag
vegna málsins. gislibaldur@mbl.is
Eftirlits-
myndavél-
ar bilaðar
Stefán Eiríksson
Rannsókn er
ekki enn lokið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Julian Assange og aðrir fulltrúar
WikiLeaks voru þar ásamt fjölda
annarra gesta. Ef það á gera mál úr
því vil ég benda á að Sjálfstæðis-
flokkurinn er með
miklu fleiri skrif-
stofur á þessari
hæð en við. Sjálf-
stæðismenn eru
með miklu meiri
umgang og miklu
fleiri gesti en við.
Þannig að ef það á
að fara að vinsa
úr einhverja
grunsamlega
gesti í samsæriskenningastíl þá ættu
menn að velta því fyrir sér hvort við
færum að planta tölvu inn á fv. skrif-
stofu okkur til þess að hlera um aðra
þingmenn,“ segir Þór Saari, þing-
maður Hreyfingarinnar, og gagn-
rýnir harðlega að leiddar skuli hafa
verið líkur að tengslum WikiLeaks
við njósnatölvumálið í umfjöllun á
forsíðu Morgunblaðsins í gær.
Ekki í samræmi við aðferðir
Þór bendir á að slíkar njósnir
brytu í bága við aðferðir WikiLeaks.
„Mönnum ætti að vera kunnugt að
fulltrúar WikiLeaks vinna ekki
svona. Þeir vinna út frá upplýsingum
sem þeim eru veittar. Rauði þráð-
urinn í starfi WikiLeaks er að taka
við upplýsingum frá öðrum.
Ef menn vilja vera með samsæris-
kenningar í tengslum við málið ligg-
ur beinast við að ætla að einhverjir
hafi komið tölvunni fyrir til að fylgj-
ast með Hreyfingunni […] Ég bendi
á að vitað er að bandarísk stjórnvöld
eru að afla upplýsinga um Birgittu
[Jónsdóttur] úti um allan heim.“
Þór gagnrýnir einnig Ástu Ragn-
heiði Jóhannesdóttur þingforseta
harðlega fyrir að hafa ekki upplýst
þingheim um málið strax.
„Ég held að hún ætti að íhuga
stöðu sína í framhaldi af málinu,“
segir Þór og upplýsir að þingforseti
hafi þrívegis fullyrt á fundi forsætis-
nefndar í gær að hún hafi sagt Jó-
hönnu Sigurðardóttur [forsætisráð-
herra] og Bjarna Benediktssyni
[formanni Sjálfstæðisflokksins] frá
málinu. Síðar um daginn kvaðst
Bjarni aldrei hafa verið upplýstur
um málið þegar ummæli Ástu Ragn-
heiðar voru borin undir hann.
Þingforseti
íhugi að
segja af sér
Þór Saari
Fulltrúar WikiLeaks
voru á skrifstofunni
Heitar umræður voru um grunsemdir
um njósnir á Alþingi á þingfundi í gær
í kjölfarið á frétt Morgunblaðsins.
Þingfundur hófst á umræðum um mál-
ið. Þar kom í ljós að þingmenn höfðu
ekki vitneskju um að fartölva hefði
fundist í skrifstofuhúsnæði Alþingis
við Austurstræti í febrúar í fyrra.
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf-
stæðisflokks, hóf umræðuna á því að
krefjast þess að tekin yrði sérstök um-
ræða í þinginu um málið.
Þingmenn skiptust á orðum um
málið í nokkra stund áður en næsta
mál á dagskrá var tekið fyrir. Flestir
virtust þó vera á þeirri skoðun að þetta
væri alvarlegt mál.
Sigurður Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, sagði til að
mynda að svo virtist sem um væri að
ræða grófustu árás sem Alþingi hefði
orðið fyrir í sinni sögu. Þá sagði hann,
að það vekti grunsemdir, að þessi tölva
hafi fundist í skrifstofuhúsnæði Hreyf-
ingarinnar en einn þingmaður hennar
hefði haft náin tengsl við uppljóstr-
unarvefinn Wikileaks.
Mörður Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði fráleitt að beina
grunsemdum að tilteknum þingflokki
og vildi að þingmenn yrðu ávíttir fyrir
slíkar ásakanir. Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir, forseti Alþingis, varð við
bón Ólafar Nordal og las upp skýrslu
um málið síðar um daginn. Þar út-
skýrði Ásta málið fyrir þingmönnum
og sagði meðal annars að engar vís-
bendingar væru um hver hefði komið
tölvunni fyrir. Sagði hún greinilegt að
fagmaður hefði verið að verki og af-
máð spor sem lögreglan gæti fetað sig
eftir við rannsókn. Ásta Ragnheiður
sagði, að rannsókn lögreglunnar hefði
staðið yfir í um viku og að skrif-
stofustjóra Alþingis hefði að lokum
verið tilkynnt að rannsókninni hefði
lokið án árangurs.
„Tölvudeild skrifstofu þingsins fór
mjög rækilega yfir hvort þess væru
nokkur merki að óviðkomandi aðili
hefði farið í gögn þingsins, hvort ein-
hverjar skemmdir hefðu verið unnar
og hvort ástæða væri til að ætla að
gögn hefðu verið skoðuð, afrituð og
tekin. Svo reyndist ekki vera. Þannig
stóð málið að lokinni rannsókn lög-
reglu og enn hefur ekkert nýtt komið
fram í málinu. Við vitum ekkert meira
um það,“ sagði Ásta Ragnheiður.
Þingmenn gagnrýndu stjórnendur
Alþingis í kjölfarið fyrir að hafa haldið
þessum upplýsingum leyndum.
Vissu ekki
af tölvunni
Gagnrýndu starfsmenn Alþingis
Morgunblaðið/Kristinn
Alvarlegt mál Flestir þingmenn voru sammála um að þetta væri alvarlegt mál og litu sumir á það sem árás á Alþingi.
’
Það vekur auðvitað grun-
semdir, svo það sé bara
sagt, að þessi tölva hafi fundist
í skrifstofuhúsnæði Hreyfing-
arinnar, ekki síst vegna tengsla
eins hv. þingmanns við vef sem
hefur það að markmiði að birta
illa fengin gögn.
Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks
’
…er gersamlega fráleitt af
þingmanninum sem ég
nefndi og þeim sem talaði síð-
ast, að algerlega órannsökuðu
máli á grundvelli einnar blaða-
fréttar eftir Agnesi Bragadóttur,
að beina grunsemdum að til-
teknum þingmönnum og til-
teknum þingflokki vegna
tengsla þeirra við Wikileaks og
forystumenn þess. Ég tel í
fyrsta lagi að þingmaðurinn eigi
að halda munni eftir þessa
frammistöðu í ræðustól og í
öðru lagi tel ég að forseti eigi
að íhuga að víta þá þingmenn
sem ráðast svona að heiðri al-
þingismanna sem hér eru
staddir og þingflokka sem hér
starfa.
Mörður Árnason,
þingmaður Samfylkingarinnar
’
Alvarlegt mál eða stormur í
vatnsglasi? Ég velti því fyrir
mér.
Álfheiður Ingadóttir,
þingmaður Vinstri grænna
Orðrétt
frá Alþingi