Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, féllst í
gær á að boðað yrði til þingkosninga 11. mars eftir
að hafa sætt harðri gagnrýni frá því í nóvember
þegar stjórn hans óskaði eftir aðstoð Evrópusam-
bandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna
bankakreppunnar í landinu.
Cowen tilkynnti þetta á þinginu eftir að fimm
ráðherrar höfðu sagt af sér. Afsagnirnar ollu
miklu uppnámi á þinginu og Græningjar, sem eiga
aðild að ríkisstjórn Fianna Fail, höfnuðu því að ný-
ir ráðherrar yrðu skipaðir í stað þeirra sem sögðu
af sér. Ráðherrarnir fimm höfðu allir sagt að þeir
myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Græningjar
telja því að markmiðið með afsögnunum hafi verið
Boðað til kosninga á Írlandi í mars
Afsagnir fimm ráðherra ollu miklu uppnámi Græningjar höfnuðu uppstokkun
á stjórninni Búist er við að flokkur Cowens forsætisráðherra gjaldi mikið afhroð
að gera Cowen kleift að stokka
upp í stjórninni og styrkja
stöðu Fianna Fail fyrir kosn-
ingarnar með því að koma nýj-
um vonarstjörnum flokksins í
stjórnina. „Afsagnirnar virðast
vera samtekin ráð sem snúast
lítið um þjóðarhagsmuni held-
ur miklu meira um hagsmuni
Fianna Fail,“ sagði einn þing-
manna Græningja.
Cowen sagði þegar hann til-
kynnti kjördaginn að engir nýir ráðherrar yrðu
skipaðir í ríkisstjórnina fyrir kosningarnar. Ráð-
Brian Cowen
forsætisráðherra
herrarnir sem eru enn í stjórninni ættu að taka við
ráðuneytum þeirra sem sögðu af sér.
Ný fjárlög fyrir þingrof
Forsætisráðherrann sagði að stefnt væri að því
að ný fjárlög yrðu samþykkt á þinginu fyrir kosn-
ingarnar, en fjárlögin eru mikilvægur þáttur í
samkomulaginu um aðstoð ESB og AGS.
Cowen er 51 árs og var fjármálaráðherra í fjög-
ur ár áður en hann tók við forsetaembættinu árið
2008. Áður en ríkisstjórn hans leitaði á náðir
Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
hafði hún ítrekað lýst því yfir að engin þörf væri á
slíkri aðstoð. bogi@mbl.is
Rúinn trausti
» Búist er við að Fianna Fail,
flokkur Cowens forsætisráð-
herra, gjaldi mikið afhroð í
kosningunum í mars.
» Nýleg könnun bendir til þess
að 10% Íra styðji Cowen og
14% ætli að kjósa Fianna Fail.
Cowen hefur m.a. verið gagn-
rýndur fyrir að vera of tengdur
bankastjóra Anglo Irish Bank
sem stjórnin þjóðnýtti.
Einn starfsmanna dýragarðs í Dúshanbe, höfuðborg
Mið-Asíuríkisins Tadsjikistan, er hér á göngu um dýra-
garðinn með Vadík, átján mánaða gömlu ljóni sem tek-
ið er úr búri sínu tvisvar sinnum á hverri viku. Starfs-
menn garðsins ganga þá með ljóninu um dýragarðinn
til að sýna það en gæta þess að halda alltaf á kjötstykki
til að halda athygli ljónsins og koma í veg fyrir að það
hlaupi í burtu.
Reuters
Á göngu með svöngu ljóni
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Hu Jintao, forseti Kína, sagði á
blaðamannafundi með Barack
Obama Bandaríkjaforseta í Wash-
ington að Kínverjar ættu enn „margt
ógert“ í mannréttindamálum. Er
þetta í fyrsta skipti sem forseti Kína
viðurkennir opinberlega að mann-
réttindum sé ábótavant í landinu.
„Kína er þróunarland með gríðar-
mikinn íbúðafjölda og einnig
þróunarland á mikilvægu stigi um-
bóta,“ sagði Hu Jintao í fyrrakvöld.
„Kína stendur enn frammi fyrir
mörgum erfiðum úrlausnarefnum
hvað varðar efnahagslega og fé-
lagslega þróun. Og margt er enn
ógert í Kína í mannréttindamálum.“
Forsetinn bætti við að þótt Kín-
verjar væru tilbúnir til að ræða
mannréttindamál við bandarísk
stjórnvöld þyrftu slíkar viðræður að
byggjast „á gagnkvæmu trausti og
þeirri meginreglu að ríki hafi ekki
afskipti af innanríkismálum hvers
annars“.
„Vinsamleg samkeppni“
Obama hefur rætt ágrein-
ing ríkjanna í mannrétt-
indamálum tvisvar sinnum
opinberlega í tengslum við heimsókn
kínverska forsetans til Washington.
Hann kvaðst hafa rætt mannrétt-
indamál hreinskilnislega við Hu
Jintao og lagt áherslu á að mannrétt-
indi væru algild. Fréttaveitan AFP
hafði eftir bandarískum embættis-
manni að Obama hefði m.a. rætt mál
friðarverðlaunahafans Liu Xiaobo
sem er í fangelsi í Kína.
Obama áréttaði að ríkin greindi á
um nokkur mál, m.a. gengi júansins
sem Bandaríkjastjórn telur að Kín-
verjar haldi óeðlilega lágu til að bæta
samkeppnisstöðu sína. Hann hvatti
einnig kínversk stjórnvöld til að
hefja viðræður við fulltrúa Dalai
Lama um Tíbet. Obama lagði þó
áherslu á að samskiptin við Kínverja
væru vinsamleg og „friðsamlegur
uppgangur“ Kína væri af hinu góða
fyrir Bandaríkin. Hann sagði Banda-
ríkjamenn hlakka til „tímabils vin-
samlegrar samkeppni“ við Kína.
„Margt ógert í Kína í
mannréttindamálum“
Hu Jintao, forseti Kína, viðurkennir í fyrsta skipti
opinberlega að mannréttindum sé ábótavant í landinu
Þótt ríki heims hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða til að koma í veg fyr-
ir sjórán á heimshöfunum gerðu sjóræningjar fleiri árásir á liðnu ári en
nokkru sinni fyrr. Árásunum fjölgaði fjórða árið í röð.
Sjóræningjar gerðu árásir á 445 skip á liðnu ári og þeim tókst að ræna
a.m.k. 53 skipum. Um 90% skipanna var rænt undan strönd Sómalíu og í
lok ársins héldu sómalskir sjóræningjar enn 28 skipum og 638 skipverjum.
Alls var 1.181 skipverji tekinn í gíslingu og átta skipverjar biðu bana.
Árásunum fjölgaði um 10% frá árinu áður, að því er fram kemur í skýrslu
IMB, stofnunar sem safnar upplýsingum um sjórán í heiminum.
Fjöldi skipverja sem var ræntFjöldi tilkynntra árása
HEILDARFJÖLDI ÁRÁSA GÍSLAR
SJÓRÁN Á HEIMSHÖFUNUM
Heimild: Alþjóðlega siglingamálaskrifstofan (IMB)
IndlandshafAtlantshafKyrrahaf
20102009200820072006 20102009200820072006
239
263
293
410
445
188
292
889
1.050
1.181
259
4
40 44
70
AMERÍKA
Fjöldi árása sjóræningja eftir heimshlutum á liðnu ári
ÖNNUR
AFRÍKA
INDLAND/
PAKISTAN/
BANGLADESS
SUÐAUSTUR-
ASÍA
AUSTURLÖND
FJÆR
Helstu svæði sem
sjóræningjar
herja á
28
Sjóránum fjölgar enn
Bandaríska alríkislögreglan hefur
handtekið yfir 100 meinta mafíu-
menn í tengslum við rannsókn á sjö
mafíufjölskyldum í New York, New
Jersey og Rhode Island, að sögn
bandarískra fjölmiðla í gær.
Fréttastofan AP sagði að á meðal
hinna handteknu væru menn sem
grunaðir væru um morð, fjárkúganir
og fíkniefnasmygl. Handtökurnar
eru álitnar mikið áfall fyrir mafíu-
fjölskyldurnar í New York. Áður
höfðu nokkrir forsprakkar mafíunn-
ar í borginni verið handteknir í
tengslum við rannsóknir alríkislög-
reglunnar sem hefur fengið upplýs-
ingar frá fyrrverandi mafíumönnum.
Enn einn ósigurinn
Hermt var að á meðal þeirra sem
voru handteknir í gær væru margir
mafíuforingjar og nokkrir sam-
starfsmenn mafíunnar í byggingar-
iðnaði. Vefútgáfa The New York
Times sagði að svo virtist sem þetta
væru umfangsmestu aðgerðir sem
alríkisyfirvöld hefðu gripið til gegn
skipulögðum glæpasamtökum. Búist
var við að Eric H. Holder, dóms-
málaráðherra Bandaríkjanna, myndi
skýra frá handtökunum og ákærun-
um á hendur mönnunum á blaða-
mannafundi síðar um daginn.
Mafíufjölskyldurnar hafa orðið
fyrir hverjum ósigrinum á fætur öðr-
um frá árinu 1991 þegar mafíufor-
inginn Alphonse D’Arco sneri baki
við mafíunni og féllst á að bera vitni
gegn henni. Annar mafíuforingi,
Salvatore Gravano, fór að dæmi hans
síðar á árinu og vitnisburður hans
varð til þess að mafíuleiðtoginn John
Gotti var dæmdur í fangelsi árið
1992 fyrir morð og fjárkúganir.
Yfir 100 mafíósar
handteknir vestra
Mafíuforingi John Gotti fyrir rétti
áður en hann var dæmdur í fangelsi.
Bandarískir embættismenn sögðu
í gær að skrifað yrði undir við-
skiptasamninga sem fælu í sér að
Kínverjar myndu kaupa bandarísk-
an varning fyrir alls 45 millj-
arða dollara, jafnvirði rúmra
5.200 milljarða króna. Kín-
verjar hyggjast meðal annars
kaupa 200 Boeing-
farþegaþotur fyrir 19
milljarða dollara, eða
2.200 milljarða króna.
Bandarísku embættismennirnir
sögðu að áætlað væri að við-
skiptasamningarnir við Kína gætu
skapað um það bil 235.000 störf í
tólf sambandsríkjum Bandaríkj-
anna.
Barack Obama Bandaríkja-
forseti sagði að Kína væri mikil-
vægasti markaður bandarískra út-
flutningsfyrirtækja og nær hálf
milljón starfa í Bandaríkjunum
væri háð útflutningi til Kína.
Skapa um 235.000 störf
SKRIFAÐ UNDIR RISASTÓRA VIÐSKIPTASAMNINGA
Hu Jintao