Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
249 8160 14645 21910 30790 38815 46852 54389 61735 72953
328 8415 14696 22204 30812 39125 46877 54522 62287 73205
357 8486 14970 22290 30838 39134 46879 54643 62366 73309
375 8701 15072 22340 31861 39624 47005 54852 62489 73413
439 8804 15116 22578 31929 39806 47133 55023 62501 73589
647 8909 15178 22776 31994 40020 47202 55664 62597 73780
743 8942 15492 23095 32238 40527 47420 56133 63046 73817
783 9093 15872 23272 32335 40570 47594 56137 63301 74021
797 9102 15996 23370 32500 40599 47869 56334 63506 74354
1237 9422 16233 23374 32595 41093 47907 56496 63578 74714
1571 9476 16316 23459 32678 41175 48378 56504 63685 74748
2058 9533 16545 23665 32725 41389 48384 56532 63702 75233
2204 9679 16583 23689 32778 41486 48471 56587 64450 75534
2253 10892 16674 24087 33168 41653 48530 56910 64486 75580
2355 10962 16801 24262 33431 41705 48649 56947 64525 75593
2838 11001 16817 24313 34129 41707 48702 57057 64682 75658
3016 11341 17085 24384 34241 42483 48875 57377 64797 75664
3148 11378 17498 24907 34408 42746 49146 57392 64998 76176
3180 11586 17621 24952 34502 42913 49229 57566 65306 76224
3308 11666 17679 25416 34503 43179 49522 57675 66048 76538
3451 11870 17698 25497 35290 43464 49716 57773 66320 76838
3559 12197 17777 25540 35448 43553 49938 57799 66570 77003
3642 12238 17963 25741 35571 43600 50381 57810 66639 77445
3925 12420 17979 26969 35595 43695 51135 57936 67999 77834
3946 12743 18466 27170 35648 43737 51137 58780 68420 77892
4756 12760 18756 27239 35650 43806 51414 58899 69010 78035
4819 12799 18947 27316 36065 43938 51502 59048 69339 78087
4935 12868 19095 27491 36484 44083 51922 59135 69445 78179
5068 12955 19240 27515 36537 44407 52228 59366 69769 78272
5219 13142 19329 27817 36559 44635 52268 59646 69957 78341
5853 13163 19682 27956 36715 44637 52533 59680 70280 78383
6255 13317 19909 28562 37074 44900 52727 60126 70652 78850
6321 13507 19928 28713 37090 44958 52846 60391 70842 79020
6559 13590 20308 28770 37613 45200 53432 60765 71107 79039
6641 13600 20634 28944 37877 45470 53651 60934 71227 79200
6719 13609 20759 29068 37922 45800 53720 60985 71689 79406
6853 13906 20927 29105 38304 46151 53924 61354 71720 79454
7322 14414 21135 29301 38348 46329 54004 61396 72058 79501
7888 14540 21643 29929 38451 46354 54011 61513 72592 79587
8156 14561 21844 30040 38455 46373 54361 61611 72937 79996
Næsti útdráttur fer fram 27. jan 2011
Heimasíða á Interneti: www.das.is
V i n n i n g a s k r á
39. útdráttur 20. janúar 2011
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
4 7 2 2 2
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
1 5 2 8 9 4 4 7 2 2 5 5 8 4 7 6 0 1 9 5
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
15 13926 35955 52264 62457 68673
11716 26615 48879 53740 64595 74300
V i n n i n g u r
Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur)
5 9 7 1 2 7 1 9 4 8 5 3 1 5 4 7 4 0 7 3 6 4 9 3 1 7 5 9 7 3 3 6 7 1 0 5
1 0 0 5 7 5 0 4 1 9 5 3 5 3 2 3 7 8 4 0 9 7 1 4 9 4 5 7 5 9 9 9 4 6 9 9 8 5
1 0 8 8 7 7 2 5 1 9 8 6 3 3 2 6 1 7 4 1 5 9 9 4 9 9 9 9 6 0 3 9 3 7 0 5 3 9
2 5 5 3 9 5 2 8 2 0 8 9 0 3 2 9 7 6 4 3 3 9 1 5 0 2 9 3 6 1 1 1 2 7 0 7 3 1
2 5 7 4 9 8 4 7 2 2 4 2 7 3 3 9 4 0 4 3 7 3 5 5 3 4 9 8 6 1 4 3 0 7 2 1 9 4
3 8 3 9 1 0 1 7 5 2 2 4 6 1 3 5 1 8 2 4 5 4 8 0 5 3 5 5 9 6 2 5 0 8 7 5 2 1 8
5 7 7 8 1 0 2 7 6 2 3 7 8 6 3 6 1 9 9 4 6 4 6 8 5 3 7 0 1 6 2 6 4 9 7 5 9 0 5
5 9 3 8 1 3 9 8 2 2 4 3 7 2 3 7 7 1 3 4 7 9 5 8 5 3 9 4 8 6 3 0 9 0 7 6 1 4 6
6 0 9 2 1 6 2 1 6 2 8 0 2 8 3 8 8 9 4 4 8 0 7 6 5 5 1 0 7 6 3 7 2 4 7 6 4 2 8
6 6 4 9 1 8 9 0 5 3 0 0 4 2 4 0 1 5 6 4 8 4 7 3 5 5 8 0 6 6 4 2 1 4 7 7 5 3 3
✝ Anna SigríðurGunnarsdóttir
fæddist á Bangastöð-
um í Þing. 11. sept-
ember 1930. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 11. janúar
2011. Foreldrar henn-
ar voru Gunnar Jón-
atansson, f. 5. maí
1877, d. 25. júní 1958,
og Vilfríður Guðrún
Davíðsdóttir, f. 20.
nóvember 1897, d. 25.
maí 1973. Systkini
Önnu eru Óli Jónatan,
samfeðra, f. 19. júlí 1911, d. 1.8.
1986, Jónína Guðný, f. 13. maí 1927,
d. 8. september 1988, Kristjana El-
ínborg, f. 7. desember 1928, Að-
alheiður, f. 4. október 1932, Davíð, f.
15. mars 1935, Signý, f. 17. janúar
1939, Sigurbjörg, f. 27. september
1940, Soffía Björk, f. 27. september
1940, d. 2. júní 1996.
11. september 1954 giftist Anna
Jóni Sveinbirni Óskarssyni frá
Klömbur, f. 20. september 1924, d.
14. apríl 2001. Foreldrar hans voru
Hildur Baldvinsdóttir frá Nesi, f. 23.
brúnar Jónsdóttur, f. 20.3. 1957,
sonur Hrafnhildar Önnu og Krist-
jáns Samúelssonar, f. 23.6. 1979, er
Elvar Ingi, f. 16.6. 2009, þau eru bú-
sett í Svíþjóð, og Eygló Dögg, f.
22.2. 1986, dóttir Hildar Halldórs-
dóttur, f. 8.9. 1966, dóttir Eyglóar
Daggar og Þorgríms Jóelssonar, f.
2.1. 1986, er Erla Rut, f. 24.9. 2007,
þau eru búsett á Húsavík. 6) Har-
aldur, f. 5.11. 1965, búsettur á Höfn í
Hornafirði, hans kona er Sigurbörg
Einarsdóttir, f. 22.8. 1959, börn
þeirra eru Einar, f. 16.5. 1985,
Helga, f. 30.8. 1988, og Baldvin, f.
19.8. 1990. 7) Einar, f. 7.9. 1967, bú-
settur í Mývatnssveit, hans kona er
Kolbrún Ívarsdóttir, f. 26.7. 1969,
börn þeirra eru Heiðbjört, f. 4.2.
1999, Ívar Helgi, f. 18.2. 2002, og
Gunnar Bragi, 18.2. 2002. 8) Davíð,
f. 7.9. 1967, búsettur á Húsavík,
hans kona er Helga Dóra Helgadótt-
ir, f. 31.5. 1970, börn þeirra eru
Davíð Helgi, f. 9.12. 1992, Óskar
Páll, f. 25.12. 1997, Hrefna Ósk, f.
19.2. 2008, og dóttir Davíðs er Elva
Björg, f. 28.9. 1990, búsett í Banda-
ríkjunum, móðir hennar er Guðlaug
Linda Káradóttir, f. 5.8. 1971.
Anna lauk sínu skyldunámi en
kom svo sem ráðskona í Klömbur
vorið 1951 og bjó þar til dánardags.
Útför Önnu Sigríðar fer fram frá
Grenjaðarstaðarkirkju í dag, 21.
janúar 2011, og hefst athöfnin kl.
14.
júní 1892, d. 22. jan-
úar 1948, og Óskar
Jónsson frá Klömbur,
f. 21. nóvember 1883,
d. 12. ágúst 1969.
Börn þeirra: 1)
Óskírður sonur, fædd-
ur andvana 7.11. 1952.
2) Hildur, f. 26.7.
1955, búsett í Reykja-
vík, hennar maður er
Arnar Gunnar Hjálm-
týsson, f. 12.2. 1964,
dætur hennar og Sig-
urðar Héðins Harð-
arsonar, f. 16.2. 1963,
eru Anna Björt, f. 28.11. 1987, henn-
ar maður er Mikael Þór Ásgeirsson,
f. 19.5. 1985, og Hildur Ósk, f. 8.10.
1991, báðar búsettar í Reykjavík. 3)
Óskírð dóttir, fædd andvana 23.8.
1956. 4) Óskar, f. 4.6. 1960, d. 19.2.
1990, eftirlifandi kona hans er Ester
Sveinbjarnardóttir, f. 9.9. 1963, bú-
sett í Reykjavík, synir þeirra eru
Markús, f. 15.9. 1986, og Jón Svein-
björn, f. 22.2. 1990. 5) Gunnar, f.
23.3. 1962, búsettur í Klömbur, hans
dætur eru Hrafnhildur Anna, f.
20.10. 1983, dóttir Ásdísar Kol-
Elsku Anna mín. Nú ertu farin frá
okkur á annan stað þar sem ég veit að
vel verður tekið á móti þér af ástvin-
um þínum. Kynni okkar hófust fyrir
20 árum þegar ég kynntist Davíð þín-
um, eða Davíð okkar, eins og við urð-
um ásáttar um að segja þegar við
grínuðumst um það hvor okkar ætti
hann. Við Davíð komum ótal sinnum í
Klömbur til ykkar Jóns og áttum góð-
ar stundir þar með ykkur. Þú varst al-
veg einstök kona og betri tengda-
mömmu er ekki hægt að hugsa sér,
alltaf glöð, sást góðu hliðarnar á öllum
málum og gaman að ræða við þig um
allt milli himins og jarðar. Þú varst
yndisleg amma, hjartahlý og ljúf, og
börnin hændust að þér.
Minningarnar streyma fram nú
þegar ég sit og skrifa til þín og ferskt
er í minni mínu afmælið þitt síðast-
liðið haust er þú varðst áttræð. Við
komum þá, stórfjölskyldan, í Klömb-
ur og áttum ógleymanlega helgi sam-
an. Veðrið lék við okkur og þú varst
svo glöð og ánægð með þennan af-
mælisdag. Ég spurði þig svo hvort þú
værir ekki ánægð með daginn og þú
svaraðir mér svo snilldarlega: „Jú
Helga mín, ég er bara dösuð af ham-
ingju.“ Þú kunnir að þakka fyrir þig
og nú langar mig til að þakka þér
samfylgdina sl. 20 ár. Og ég segi bara
eins og þú; ég er dösuð af hamingju
yfir að hafa fengið að kynnast þér.
Hafðu þökk fyrir allt elsku Anna
mín. Ég veit að guð og englarnir vaka
yfir þér. Guð blessi þig.
Þín tengdadóttir,
Helga Dóra.
Í Klömbur bjó hún amma og þar
leið henni vel, því þar voru berja-
brekkurnar stutt frá henni, þær voru
hennar líf og yndi. Eyddi hún heilu
dögunum þar við að tína ber. Hún var
með garð í kring um húsið sem var
fullur af blómum og trjám sem henni
fannst gaman að hugsa um. Þar tíndi
hún líka ánamaðka og seldi veiði-
mönnum sem voru að veiða í Laxá í
Aðaldal, ánni sem hún átti hlut í. Flat-
kökurnar hennar voru þær bestu.
Amma hafði um tíma gróðurhús þar
sem hún ræktaði meðal annars jarð-
arber.
Amma var líka með heitan pott,
hann var vel notaður þegar við sem
börn komum að heimsækja hana
norður. Elsku amma þú fékkst að lifa
og hrærast í Klömbur, staðnum sem
þú elskaðir, við þökkum fyrir allar
stundirnar með þér í gegnum árin,
hvíl í friði.
Þínir Hornfirðingar,
Einar, Helga og Baldvin.
Elsku amma okkar. Við viljum
byrja á því að þakka þér fyrir allar
þær stundir sem við áttum saman.
Mikið vorum við ríkar að eiga þig að,
elsku amma, það sem við gátum fíflast
alveg endalaust. Það var alltaf jafngott
að koma í Klömbur og við hlökkuðum
alltaf jafnmikið til að koma til þín og
fara í berjamó, baka eða gera bara
hvað sem er. Við eigum svo margar
góðar minningar um þig amma, gæt-
um skrifað heilu blaðsíðurnar um þig,
ætluðum nú bara að hafa þetta stutt og
þakka þér fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman. Minning þín mun
alltaf lifa í hjörtum okkar og við elsk-
um þig, hvíldu í friði frábæra kona.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Hildur Ósk Sigurðardóttir og
Anna Björt Sigurðardóttir.
Elsku Anna mín. 1989 kynntist ég
þér og fjölskyldu þinni, þegar ég flutti
í Aðaldalinn. Þú varst mér sem besta
móðir þessi sex ár sem ég bjó í Mið-
hvammi og vinátta okkar varð „eilíf“
frá þeim tíma. Við áttum okkar frá-
bæru stundir, ferðir með sauma-
klúbbnum, Glasgow, Reykjavík, Akur-
eyri og svo bara kvöldstundir sem
aldrei gleymast. Hvað við gátum hleg-
ið.
Það er ómetanlegt að hafa kynnst
þér, notið elsku þinnar og hugulsemi.
Þú og fjölskylda þín eru orðin mikill
hluti af mínu lífi. Þú óttaðist ekki dauð-
ann, beiðst róleg og vissir að þú mynd-
ir hitta þá sem fóru á undan þér. Við
áttum báðar Óskar, þú ert hjá þínum
núna. Elsku Anna mín, takk fyrir allt
sem við áttum saman og ég get varla
nægjanlega þakkað fyrir að kynnast
þér og þinni fjölskyldu.
Elsku Hildur, Gunnar, Davíð, Ein-
ar, Haraldur, Eygló og ykkar fjöl-
skyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð um leið og ég veit að hún verður
alltaf einhvern veginn hjá okkur.
Ástarkveðja,
Linda.
Jæja Anna, þá kom kallið og auðvit-
að kom það þegar fæstir bjuggust við.
Þó svo að tengsl rofni milli einstak-
linga og við hverfum á braut eða hvert
frá öðru vegna breyttra aðstæðna í lífi
okkar, þá er það þannig að við munum
eftir bestu stundum lífs okkar.
Með mínum yndislegustu stundum í
mínu lífi eru stundirnar sem ég átti í
Klömbur þegar ég átti þar athvarf og
ég mun alla tíð muna margar af þeim
dásemdarstundum sem ég átti með
Klömbrungum, þér og Jóni bónda,
Baldvini, börnum og barnabörnum
ykkar. Ég veit Anna að þú hefur geng-
ið í gegnum margar raunir, varst lífs-
reynd manneskja og vissir af eigin
reynslu hvað ástvinamissir er. Auðvit-
að hafa mörg spor þín verið þung, en
sem betur fer voru þau fleiri sem voru
létt.
Eitt var það sem einkenndi þig
sem manneskju og það var glaðværð
þín og hvað það var stutt í hlátur þinn
og sérstaklega þegar þið Banga-
staðasystur voruð samankomnar í
hóp. Hlátur ykkar systra var einstak-
ur og flestir ef ekki allir smituðust af
honum sem voru nálægt ykkur þegar
þið voruð í Bangastaða-hamnum því
að í raun var hann hláturs-hamur.
Einnig voru berjamó-stundirnar
yndislegar og viðveran í brekkunum
ofan við Klömbur var stundum æv-
intýri líkust, að vera í þessu gósen-
landi sem gaf nóg af berjum og það
aðalbláberjum. Það var líka gantast
með nafn lagsins „Eigið þér orma frú
Norma“ og var þá helst verið að vísa
til ormatínslunnar sem garðurinn í
Klömbur gaf. Það er af svo mörgu að
taka og ótal hlutir sem hægt er að
minnast á stundum sem þessum þeg-
ar minningarnar hrúgast upp.
Ein er þó minningin sem ég verð
að minnast á og það er fyrsti hádeg-
ismaturinn sem ég átti í Klömbur, en
hann er með þeim skrautlegri sem ég
hef upplifað. Þú varst að steikja kjöt-
bollur á tveim pönnum og fannst mér
það æði skrautlegt því ekki hafði ég
vanist slíkum vinnubrögðum á mínu
æskuheimili. Þú steiktir og steiktir
og kjötbollurnar hrúguðust upp svo
að mér þótti nóg um. Þetta var sett á
borðið og það sem gerðist þar þegar
allir heimilismeðlimir voru sestir við
borð var ólýsanlegur atgangur að
kjötbollunum, þeim var hreinlega
komið fyrir kattarnef og hverri á fæt-
ur annarri var sporðrennt að hætti
Klömbrunga. Þegar kjötbolluátinu
var hætt þá kom Klömbrunga-aðal
og það var skyr með aðalbláberjum,
þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk
slíkt á diskinn minn og þvílíkur mat-
ur. Þá gerði ég mér grein fyrir því að
Klömbrunga-skyr er ekki það sama
og bláberjaskyr.
Anna, ég þakka þér allt það sem þú
hefur kennt mér og einnig vil ég
þakka þér fyrir þann heiður að fá að
kynnast þér. Fjölskyldu þinni votta
ég innilega samúð mína og megi ljós-
ið verða hennar vegvísir í framtíð-
inni.
Sigurður Héðinn.
Fallin er frá mæt og góð kona,
Anna í Klömbur.
Þó að hún væri búin að vera slök
um tíma kom þetta svo óvænt og
fljótt, við áttum eftir að spila meira
og ferðast meira saman. Anna var
búin að búa í Klömbur í um 60 ár og
féll aldrei verk úr hendi á stóru heim-
ili. Henni þótti gaman að fara í berja-
mó og fyllti margar föturnar.
Hún fór með nesti og nýja skó,
í berjamó,
þar söng hún og hló,
uppi í heiðanna ró.
Við Anna vorum búnar að þekkjast
lengi og vorum góðar saman. Önnu
þótti mjög gaman að ferðast og fór-
um við saman í tvær orlofsferðir hús-
mæðra. Fyrri ferðin var í Skagafjörð,
fórum þar meðal annars í Kántríbæ
og gistum svo á Hólum. Við vorum
saman í herbergi og þar var mikið
hlegið. Seinni ferðin var til Danmerk-
ur, já, við vorum saman á erlendri
grund, skoðuðum þar söfn, fórum í tí-
volí og fleira.
Þetta voru ógleymanlegar ferðir.
Anna hafði yndi af góðri tónlist og
harmonikkuleik og fórum við saman
á marga tónleika og samkomur. Hún
hafði líka mjög gaman af því að spila
á spil, við fórum saman um allar
sveitir að spila félagsvist og létum við
veðrið sjaldan stoppa okkur. Einnig
spiluðum við einu sinni í viku í
Hvammi á Húsavík og vorum búnar
að gera það í tíu ár, mamma fór með
okkur á meðan hún lifði en nú eru
þær báðar farnar. Það verður skrítið
að fara þangað næst og hennar verð-
ur sárt saknað þaðan.
Anna var alltaf glöð og jákvæð,
kvartaði aldrei og hallaði ekki á
nokkurn mann. Henni var annt um
fjölskylduna sína og alla í kringum
sig. Fyrir fjórum mánuðum varð
Anna áttatíu ára, þá kom fjölskyldan
saman í Klömbur og hélt henni veislu
og það var eftirminnilegur dagur.
Síðast sá ég Önnu á aðfangadag,
það er góð minning, heyrði svo í
henni í síma á nýja árinu. Það er
margs fleira að minnast en ég ætla að
geyma það hjá mér eins og þú sagðir
svo oft „Við geymum það hjá okkur“.
Elsku Anna, nú er komið að leið-
arlokum og nú er gullmolinn þinn
dapur, ég mun sakna og minnast þín
við ýmis tilefni. Nú munt þú dansa og
spila í háum himinsölum með fólkinu
þínu sem er farið, guð geymi þig,
Anna mín.
Ég sendi fjölskyldu hennar, systk-
inum og vinum mínar hlýjustu sam-
úðarkveðjur.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Þín,
Kristjana Helgadóttir
(Didda.)
Anna Sigríður
Gunnarsdóttir