Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
✝ Steindór Hjörleifs-son fæddist í
Hraungerði, Hraun-
gerðishreppi, Árnes-
sýslu, 25. apríl 1938.
Hann lést á lungna-
deild Landspítalans í
Fossvogi 6. janúar
2011. Foreldrar Stein-
dórs voru Hjörleifur
Sigurbergsson, f. 5.9.
1897, d. 10.5.1988,
fæddur í Kotey í Með-
allandi, bóndi í Hraun-
gerði í Árnessýslu og
síðar í Súluholtshjá-
leigu og þar á eftir verkamaður í
Reykjavík, og Ingveldur Ámunda-
dóttir húsmóðir frá Kambi í Flóa, f.
24.12. 1903, d. 17.6. 1994. Börn þeirra
auk Steindórs eru: Hulda Hjörleifs-
dóttir, f. 13.7. 1925, Ingibjörg Hjör-
leifsdóttir, f. 14.11. 1929, d. 27.11.
1993, Guðrún Hjörleifsdóttir, f. 30.4.
1931, og Bergný Hjörleifsdóttir, f.
8.1. 1935.
Steindór kvæntist Unni Hjart-
ardóttur, f. 4.1. 1945, hinn 6. apríl
1974. Foreldrar hennar voru Anna M.
Hjartarson húsmóðir, f. 21.7. 1915, d.
24.9. 1974, og Hjörtur Hjartarson
forstjóri, f. 6.4. 1915, d. 2.1. 1992.
og vann sem sölumaður hjá Vélsmiðj-
unni Héðni í mörg ár. Seinna ákvað
Steindór að söðla um og réð sig þá til
Almennra trygginga sem síðar urðu
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Síð-
ustu árin vann Steindór hjá forsæt-
isráðuneytinu. Félagsstörf voru
Steindóri ávallt mikilvæg og var
hann virkur félagi innan Kiwanis-
hreyfingarinnar og síðar einnig í Frí-
múrarareglunni á Íslandi. Steindór
gekk í Kiwanishreyfinguna (Kiwanis-
klúbbinn Elliða í Reykjavík) í janúar
1973 og var virkur í starfi innan
hreyfingarinnar allt til dánardags.
Hápunktur embættisgöngu Steindórs
innan Kiwanis var 1991-1992 er hann
var umdæmisstjóri Kiwanishreyfing-
arinnar fyrir Ísland og Færeyjar.
Helstu embætti sem Steindór gegndi
voru m.a.: Forseti Kiwanisklúbbsins
Elliða (1983-1984), ritari umdæm-
isþingnefndar Kiwanishreyfing-
arinnar (1985), svæðisstjóri Þórs-
svæðis (1986-1987), umdæmisritari
(1988-1989), umdæmisstjóri umdæm-
isins Ísland og Færeyjar (1991-1992)
og ritari Evrópuþingnefndar í
Reykjavík (1995). Steindór gekk í
Frímúrararegluna á Íslandi árið
1993. Gegndi Steindór margvíslegum
embættum og trúnaðarstörfum innan
reglunnar.
Útför Steindórs verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 21. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
Sonur Steindórs og
Unnar er Hjörtur Þór,
f. 15.4. 1977. Kona hans
er Thelma Guðmunds-
dóttir, f. 18.9. 1977.
Börn þeirra eru Ter-
esa, f. 14.8. 2001, og
Viktor Steinn, f. 2.8.
2010. Uppeldisbörn
Steindórs eru: 1) Bald-
vin Örn, f. 3.7. 1962,
kona hans er Berglind
Helgadóttir, f. 21.4.
1966, og börn þeirra
eru Rakel Rut, f. 2.12.
1989, Unnur Björk, f.
26.10. 1997, og Baldvin Þór, f. 23.1.
2004, og 2) Jóhanna Sigríður, f. 26.4.
1964. Börn Steindórs úr fyrri sam-
böndum eru: 1) Páll Steindór Stein-
dórsson, f. 3.12. 1966, kona hans er
Sigríður María Hammer, f. 19.1.
1971. Þeirra dætur eru Guðný Birta,
f. 22.1. 2001, og Sara Elísabet, f. 7.8.
2002, og 2) Hanna Kristín Steindórs-
dóttir, f. 21.7. 1972.
Steindór lærði vélsmíði í Iðnskól-
anum á Selfossi og var á námssamn-
ingi hjá Kaupfélagi Árnesinga. Á
þessum árum var hann meðlimur í
Leikfélagi Selfoss og Lúðrasveit Sel-
foss. Síðar flutti hann til Reykjavíkur
Elsku pabbi, takk fyrir allar góðu
stundirnar og ómetanlegan stuðning í
gegnum tíðina. Þín er sárt saknað.
Þótt minn elskulegi faðir
og kæri vinur
hafi nú kallaður verið heim
til himinsins sælu sala
og sé því frá mér farinn
eftir óvenju farsæla
og gefandi samferð,
þá bið ég þess og vona
að brosið hans blíða og bjarta
áfram fái ísa að bræða
og lifa ljóst í mínu hjarta,
ylja mér og verma,
vera mér leiðarljós
á minni slóð
í gegnum
minninganna glóð.
Og ég treysti því
að bænirnar hans bljúgu
mig blíðlega áfram muni bera
áleiðis birtunnar til,
svo um síðir við ljúflega
hittast munum heima á himnum
og samlagast í hinum eilífa
ljóssins yl.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Hjörtur Þór.
Mig langar að minnast tengdaföður
míns, Steindórs Hjörleifssonar, með
nokkrum orðum, margar minningar
koma upp í hugann. Fyrstu kynni mín
af Steindóri voru fyrir 15 árum, þegar
ég kynntist núverandi manni mínum.
Ég fann fljótlega að Unnur tengda-
móðir mín og Steindór voru samheld-
in hjón sem gott var að heimsækja.
Hann hafði gaman af að bjóða okkur
fjölskyldunni í grillmat eða annað
góðgæti, ekki má gleyma sætu kart-
öflunum sem hann skar í skífur og
lauknum sem varð að vera með, hann
lagði mikið upp úr góðu rauðvíni með
matnum sem alltaf stóð fyrir sínu.
Steindór var kátur og virkilega
skemmtilegur maður, hann hafði
húmor og sagði hlutina eins og þeir
voru. Steindór hafði gaman af að
dytta að húsi og garði þeirra hjóna í
Vesturberginu. Hann málaði oftast
eina til tvær hliðar á hverju sumri, því
þá myndi það aldrei verða of mikið
verk; ef það voru ekki hliðarnar á hús-
inu þá var farið í þakið. Á vorin voru
trén klippt og garðurinn snyrtur enda
var Steindór mikið snyrtimenni. Það
verður tómlegt að fá þig ekki aftur til
okkar í Laufrimann með þína hlýju og
góðu nærveru.
Ég þakka þér fyrir, Steindór minn,
allar góðu stundirnar og minningarnar
geymi ég í hjarta mínu og bið góðan
Guð að vera með þér.
Elsku Unnur mín og aðrir ástvinir,
megi Guð styrkja okkar og efla á erf-
iðum stundum.
Ég minningar geymi, ég man þær og
skil.
Þær minna á vordagsins blessaðan yl.
Því syrgir minn hugur, ég sé þína
mynd
í sólhýru blómi, í fjallanna lind.
Þá haustblærinn kaldur um heiðina
fer
ég hlusta og vaki og bið fyrir þér
að veturinn hverfi, að vorsólin blíð
vermi þitt hjarta um ókomna tíð.
(Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.)
Þín tengdadóttir,
Berglind Helgadóttir.
Elsku Steindór, það er með miklum
trega í hjarta mér sem ég sit hérna og
rifja upp ótal minningar um atburði
sem á vegi okkar urðu. Ég er mjög
þakklátur fyrir þær allar og mig lang-
ar að minnast á nokkrar. Meðal annars
eru þau skipti sem þú varst að hugsa
um garðinn í Vesturberginu sem var
alltaf til fyrirmyndar eða að laga húsið.
Það var málað á hverju ári og því hald-
ið mjög snyrtilegu bæði að innan og ut-
an. Einnig þau skipti sem þú stóðst við
grillið og útkoman var flott nautasteik
með grilluðum lauk og öðru meðlæti.
Afi Steindór er það sem þú varst
kallaður á mínu heimili. Mér er sér-
staklega minnisstætt hversu vel þú
tókst á móti henni Bellu minni þegar
ég kom með hana og dóttur hennar,
Rakel Rut, og kynnti fyrir þér og
mömmu. Þú og Bella gátuð talað um
tryggingar og hluti tengda þeim þar
sem þið voruð bæði að starfa í þessu á
þeim tíma.
Síðan þegar fleiri barnabörn bætt-
ust við, Unnur Björk og Baldvin Þór,
þá varst þú alveg frábær í afahlut-
verkinu. Krakkarnir vildu alltaf fara
til ömmu og afa sem var ósjaldan því
þið voruð svo skemmtileg heim að
sækja. Einnig eru þau mörgu skiptin
sem þið komuð í heimsókn á heimili
okkar bæði í Berjarima og nú síðast í
Laufrimann. Margar ferðir okkar í
sumarbústaði þar sem þú og amma
Unnur komuð með þar sem var grill-
aður góður matur, tekið í spil og
spjallað. Skemmtileg er ferðin til
London sem við fórum í fyrir nokkr-
um árum. Bella, ég og börnin okkar
Rakel Rut, Baldvin Þór, Unnur Björk
og amma Unnur og þú, afi Steindór.
Við skoðuðum nánast alla borgina á
morgnana og leyfðum síðan dömunum
að fara að versla eftir hádegi. Síðan
var farið út að borða á kvöldin og skál-
að í góðu rauðvíni, sem þú hafðir mikið
vit á og leiðbeindir okkur hvað ætti að
drekka með hvaða mat. Ógleymanlegt
er þegar við fórum á „pöbbinn þinn“
The Marlborough Head, Marble
Arch. Ég var búinn að heyra svo
margar sögur af þessum stað þannig
að það varð að heimsækja hann og
fengum við okkur kaldan bjór þar.
Seinna í ferðinni fórum við tveir á
knattspyrnuleik að sjá Arsenal taka á
móti Newcastle á Highbury-vellinum
gamla, það var mjög gaman og að
sjálfsögðu var skálað í einni „pint“.
Það er svo margs að minnast og mun
ég hafa allar þessar minningar í
hjarta mér og hugsa til þeirra þegar
mig langar að hugsa til þín. Þú hafðir
sterkar skoðanir, varst fastur fyrir og
hlutirnir voru alltaf á sínum stað þar
sem hægt var að ganga að þeim. Ég
mun búa að þessu alla tíð og þakka
þér fyrir það. En þrátt fyrir að vera
með ákveðnar skoðanir á öllu, þá var
alltaf stutt í húmorinn og það skildu
allir í sátt. Ég er stoltur af því að þú
hafir verið uppeldisfaðir minn og ég
elska þig mjög mikið. Takk fyrir allt
sem þú hefur gefið mér og kennt mér.
Guð geymi þig og vaki yfir þér. Þú lifir
áfram í hjarta mínu um ókomin ár.
Baldvin Örn.
Í örfáum orðum langar mig að
kveðja kæran mág minn og vin, Stein-
dór Hjörleifsson, sem lést hinn 6. jan-
úar sl. langt um aldur fram. Hann
kom inn í fjölskyldu mína þegar þau
Unnur, systir mín, gengu í hjónaband
6. apríl 1974.
Steindór gekk tveimur börnum
Unnar, Baldvini Erni og Jóhönnu Sig-
ríði, í föðurstað. Þau Unnur eignuðust
síðan soninn Hjört Þór árið 1977.
Þau byggðu sér hús við Vesturberg.
Eins og þá var títt lögðu þau sjálf
mikla vinnu í húsbygginguna og nutu
sín þá margþættir hæfileikar Stein-
dórs á sviði handverks. Breiðholtið
var að byggjast upp á þessum tíma og
börnin eignuðust góða vini í hverfinu.
Hjörtur Þór æfði knattspyrnu hjá
Leikni, íþróttafélagi hverfisins.
Steindór hafði einhvern tíma orð á
því að stundum hefði verið erfitt að
vakna snemma flesta morgna um
helgar til að fylgjast með ungu knatt-
spyrnumönnunum. Þetta átti síðar
eftir að koma syninum vel, því að
hann naut knattspyrnuhæfileika
sinna þegar hugur hans stefndi á há-
skólanám í Bandaríkjunum. Þar
greiða menn götu góðra íþrótta-
manna í háskólum og naut Hjörtur
Þór þess. Morgnarnir hans Steindórs
við knattspyrnuvöllinn skiluðu sér
margfalt.
Steindór vann lengi við sölu og ráð-
gjöf hjá Héðni og hafði kynnt sér vel
stýrikerfi frá Danfoss. Hann þótti vel
að sér í þessum fræðum og leituðu
margir ráða hjá honum um þessa
tækni, bæði lærðir og leikir. Eftir
margra ára farsæl störf hjá Héðni
sneri hann sér að sölu og ráðgjöf á allt
öðru sviði og réð sig til starfa hjá Al-
mennum tryggingum, síðar Sjóvá-Al-
mennum.
Steindór var fljótur að setja sig inn
í heim vátryggingamála sem vænta
mátti. Hann ávann sér fljótt traust og
virðingu, bæði samstarfsmanna og
viðskiptavina. Mannkostir hans nutu
sín einkar vel í þeim nánu mannlegu
samskiptum sem góðum trygginga-
manni eru svo mikilvæg. Prúð-
mennska, hæverska og yfirvegun
voru aðalsmerki Steindórs bæði í leik
og starfi.
Þegar Íslandsbanki eignaðist
Sjóvá komu til nýjar starfsaldurs-
reglur, sem gerðu það að verkum að
starfsmenn hættu störfum fyrr en áð-
ur hafði tíðkast. Ég man að Steindór
var fremur ósáttur við þetta, þar sem
hann hafði bæði heilsu og áhuga á að
vera lengur við störf. Það voru ekki
síður viðskiptavinir hans sem voru
ósáttir við að missa sinn mann úr
starfi. Ég minnist þess að bæði mitt
fyrirtæki og fleiri urðu hálfpartinn
munaðarlaus við brottför Steindórs,
þar sem hann hafði árum saman séð
um öll tryggingamál af natni og ná-
kvæmni. Síðustu árin starfaði Stein-
dór í forsætisráðuneytinu í gamla
Stjórnarráðshúsinu og líkaði það vel.
Steindór var mikill félagsmálamað-
ur og starfaði bæði í Kiwanishreyf-
ingunni og Frímúrarareglunni. Þar
eins og annars staðar ávann hann sér
virðingu og traust og voru honum fal-
in margvísleg trúnaðar- og ábyrgð-
arstörf. Steindór var einstaklega
þægilegur í allri viðkynningu, hægur,
hlýr og húmorinn aldrei langt undan.
Það er með miklum söknuði sem við
kveðjum nú Steindór Hjörleifsson.
Ég bið Guð að styrkja Unni og fjöl-
skyldu á þessum erfiðu tímamótum.
Það er þó huggun harmi gegn að
minningin um góðan dreng lifir.
Hjörtur Örn Hjartarson.
Við fráfall Steindórs Hjörleifsson-
ar hvarflar hugurinn til löngu liðinna
daga þegar ég sá hann í fyrsta sinn,
sjö ára snáða sem síðar átti eftir að
verða mágur minn. Þetta var árið
1945 þegar ég gerðist kennari í Vill-
ingaholtshreppi og kynntist fjöl-
skyldu Hjörleifs og Ingveldar. Stein-
dór var yngsta systkinið, augasteinn
foreldra sinna og systranna fjögurra
enda mikil gleði í fjölskyldunni þegar
hann fæddist og strákur bættist loks-
ins í stelpnahópinn.
Frá blautu barnsbeini var Steindór
afar félagslyndur og skemmtilegur
og einkenndu þessir eðlisþættir hann
alla tíð.
Þegar hann var strákur í heimsókn
hjá okkur Huldu á Brekkustíg 19 lað-
aði hann börnin í nágrenninu um-
svifalaust að sér og varð foringi
þeirra og hrókur alls fagnaðar.
Sem ungur maður fór Steindór í
Iðnskólann á Selfossi og útskrifaðist
þaðan. Þá kom enn betur í ljós hversu
vel hann naut sín í félagsstarfi. M.a.
spilaði hann í Lúðrasveit Selfoss og
lék með Leikfélagi Selfoss. Við í fjöl-
skyldunni dáðumst að leik hans í
Nirflinum eftir Molière og túlkun
hans á Arneas í Fjalla-Eyvindi, enda
fékk hann góða dóma. Síðan lá leiðin
til Reykjavíkur þar sem hann starfaði
m.a. hjá Vélsmiðjunni Héðni, Trygg-
ingafélaginu Sjóvá og nú síðast hjá
forsætisráðuneytinu. Alls staðar var
hann sérlega vel liðinn og duglegur til
vinnu.
Steindór var alla tíð í miklum og
góðum tengslum við fjölskylduna á
Hjarðarhaga 26. Hann var ómissandi
í hvert sinn sem haldið var upp á af-
mæli, fermingarveislur voru haldnar,
prófum fagnað eða annað tilefni var
til að hittast og gleðjast. Ekki spillti
fyrir þegar við fengum að kynnst
Unni og fylgjast með samheldni
þeirra og hamingju.
Að leiðarlokum er okkur í fjöl-
skyldunni efst í huga þakklæti fyrir
að hafa átt að jafn góðan bróður, mág
og frænda og Steini var.
Hans verður sárt saknað enda er
óhætt að segja að hann lýsti upp um-
hverfið í hvert sinn sem fundum bar
saman. Eftirlifandi eiginkonu, börn-
um og öðrum aðstandendum bið ég
guðs blessunar.
F.h. fjölskyldunnar,
Sveinbjörn Einarsson.
Elsku afi Steindór.
Við söknum þín mjög mikið og
munum geyma minningar um þig í
hjarta okkar. Þú varst alltaf svo góð-
ur við okkur og skemmtilegur.
Ó, himins blíða hjartans tár
er hjúpar sorg, þótt blæði sár,
þín miskunn blíð, hún mildar barm,
hún mýkir tregans sára harm.
Þú ert það ljós, það lífsins mál,
er ljúfur drottinn gefur sál.
Nú hljóð er stund, svo helg og fríð,
að hjarta kemur minning blíð.
Hún sendir huga bros þitt bjart,
blessar, þakkar, þakkar allt.
Hún minnir sál á sorgaryl,
sendir huggun hjartans til.
(Steinunn Guðm.)
Rakel Rut, Unnur
Björk, Baldvin Þór.
Nú kveð ég svila minn og góðan vin
sem á þrettánda degi jóla lét undan í
baráttunni við sjúkdóm sinn. Við
Steindór kynntumst á áttunda áratug
síðustu aldar rétt eftir að við Ia gift-
umst og Steindór hóf að draga sig eft-
ir Unni yngri systur Iu með þeim ár-
angri að úr varð hjónaband milli
þeirra sem stóð allt til þess að dauð-
inn skildi þau að.
Strax tókst góð vinátta milli okkar
Steindórs enda maðurinn skemmti-
legur með afbrigðum og hrókur alls
fagnaðar þegar sá gállinn var á hon-
um, hvort sem við vorum í sunnu-
dagskaffi í Laugarásnum, á laxveið-
um í Dölunum eða Hrútafirði, lágum
fyrir gæsum í Súluholti, í fjölskyldu-
útilegum á fegurstu stöðum Íslenskr-
ar náttúru eða síðast en ekki síst þeg-
ar við sinntum tösku- og pokaburði
fyrir systurnar í ótal „tuskusafarí“-
ferðum til Glasgow, Lundúna eða
Amsterdam.
Allt eru þetta góðar minningar sem
hrannast upp nú þegar litið er yfir
farinn veg og góður drengur kvadd-
ur, nú þegar ljós hans hefur slokknað
hérna megin. En ég veit hann trúði á
nýtt upphaf handan lífs og grafar,
megi Alfaðir taka við Steindóri og
leiða hann inn í ríki sitt um leið og
hann veitir Unni, börnum þeirra og
fjölskyldum líkn og huggun í missi
þeirra og styrki þau í sorg sinni.
Björn Jóhannsson.
Í dag er til moldar borinn Steindór
Hjörleifsson frændi, samstarfsmaður
og síðast en ekki síst vinur minn. Þótt
ég hafi alltaf vitað af Steindóri
frænda mínum hófust kynni okkar
ekki fyrir alvöru fyrr en við urðum
samstarfsmenn í Héðni fyrir nokkr-
um áratugum. Þar varð mér fljótt
ljóst að hann hafði traust og virðingu
hvort heldur var samstarfsmanna eða
viðskiptavina. Þarna unnum við sam-
an í nærri tuttugu ár, og ég horfi ætíð
til þessara ára með ánægju og er það
ekki síst vegna þess umhverfis sem
Steindór og félagar okkar sköpuðu á
vinnustaðnum.
Eftir árin í Héðni fór Steindór að
vinna við tryggingasölu hjá VÍS og
síðar hjá Sjóvá. Nú var ég orðinn einn
af hans viðskiptavinum, alltaf reynd-
ist hann ábyrgur og leiðbeindi af heil-
indum.
Aftur lágu leiðir okkar Steindórs
saman þegar hann kom til vinnu í for-
sætisráðuneytinu, en þar vann hann
sem vaktmaður, í stjórnarráðshúsinu
við Lækjargötu, og unnum við þar
saman síðustu sex árin. Steindór naut
sín vel í þessu starfi og gerði ávallt
sitt besta enda mikill heiðursmaður
að upplagi.
Steindór var mikill félagsmálamað-
Steindór Hjörleifsson
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
BERTA BREKKAN PÉTURSDÓTTIR,
lést á heimili sínu Tibro í Svíþjóð laugardaginn
25. desember.
Bálför hefur farið fram.
Helgi Pétursson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og systkini hinnar látnu.