Morgunblaðið - 21.01.2011, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
✝ Haukur Már Sig-urðsson fæddist
29. júní 1968. Hann
lést 12. janúar 2011.
Foreldrar hans eru
Sigurður Birgir
Magnússon, fæddur
14.9. 1935 í Hafn-
arfirði, og Hjördís
Hentze, fædd 7.9.
1932 í Færeyjum.
Systkini Hauks eru
Ólafur Sigurðsson,
fæddur 15.4. 1961,
eiginkona Winnie
Bertholdsen, Björn
Bragi Sigurðsson, fæddur 11.4.
1962, eiginkona Ingibjörg Gunn-
arsdóttir, og Freyja Margrét Sig-
urðardóttir, fædd 30.7. 1965, eig-
inmaður Helgi Jón Harðarson.
Haukur kynntist eiginkonu
sinni, Ágústu Heru Birgisdóttur,
árið 1989 og gengu þau í hjóna-
band 24.6. 1995. Foreldrar Ágústu
eru Erla Gísladóttir, fædd 4.4.
1938, og Birgir Breiðfjörð Pét-
ursson, fæddur
31.12. 1934, d. 17.12.
1998. Börn Hauks og
Ágústu eru Stefán
Breiðfjörð Gunn-
laugsson, fæddur 8.1.
1985, og Hjördís
Hera Hauksdóttir,
fædd 20.9. 1990. Son-
ur Stefáns er Tristan
Breiðfjörð, fæddur
9.1. 2009.
Haukur ólst upp í
Hafnarfirði og bjó
þar allt sitt líf, fyrir
utan eitt ár í Reykja-
vík. Haukur byrjaði ungur að
stunda sjómennsku og gerði það
allt til febrúar 2006 er hann hóf
störf hjá Jarðborunum. Starfaði
hann þar til haustsins 2010, þegar
hann hóf aftur að stunda sjó-
mennsku.
Útför Hauks verður gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 21. janúar 2011, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Elsku hjartans sonur. Við þökkum
þér fyrir allar yndislegu stundirnar
okkar saman, sorgin að þurfa að
kveðja þig er ólýsanleg. Við trúum að
þú sért í góðum höndum, umvafinn
horfnum ástvinum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Sofðu rótt drengurinn okkar.
Mamma og pabbi.
Elsku pabbi minn. Mér er þungt
um hjarta að setjast niður og skrifa
um þig minningargrein. Það er svo
sárt að hugsa til þess að þú sért far-
inn og sért ekki lengur til staðar eins
og það hefur alltaf verið. En allar þær
fallegu og skemmtilegu minningar
sem þú skilur eftir á ég eftir að eiga til
að ylja mér um hjartarætur um
ókomna tíð.
Ég var aðeins rúmlega þriggja ára
þegar við kynntumst og alla tíð síðan
höfum við búið undir sama þaki og
skapað einstök vináttutengsl á þeim
23 árum sem liðin eru. Það fór vel á
með okkur félögum saman og bröll-
uðum við ýmislegt. Þú varst alltaf til
staðar þegar maður leitaði til þín með
hitt og þetta. Það er ekki bara eitt-
hvað eitt, það er bara allt, þú reyndir
alltaf að hjálpa manni og oft þurfti
maður ekki að biðja um það, þú varst
bara búinn að því.
Maður brosir í gegnum tárin að
hugsa um alla brandarana og fíflalæt-
in í kringum þig oft og mörgum sinn-
um. Vinir mínir lágu oft í gólfinu í
hláturskasti yfir uppátækjum þínum.
Þú varst svona náttúrulega fyndinn,
þurftir ekkert að hafa fyrir því.
Elsku pabbi, það voru svo bjartir
tímar framundan hjá okkur. Við vor-
um að fara að flytja inn saman á nýj-
an stað þar sem við ætluðum að sníða
íbúðina að afabarninu honum Tristan
Breiðfjörð og skapa fallegt og gott
umhverfi fyrir hann. Ég var alveg að
klára námið og ætluðum við sko að
fara saman að veiða og bralla hitt og
þetta.
Ég mun aldrei gleyma hversu góð-
ur afi þú varst. Þú elskaðir afabarnið
þitt svo mikið að þú alveg ljómaðir
alltaf þegar hann kom í heimsókn,
enda ekki við öðru að búast því eins
barngóðan mann var ekki hægt að
finna. Tristan sá mynd af þér í gær,
hann fékk alveg ljóma í augun, benti á
myndina og sagði „afi“ og velti mynd-
inni svo fyrir sér. Hann er svo lítill
ennþá að hann skilur ekki að afi hans
sé farinn. Ég mun alltaf sjá til þess að
Tristan fái að vita af Hauki afa og
mun verða duglegur að segja honum
sögur af þér og öllu því fallega og
skemmtilega sem þú hefur gert.
Elsku pabbi og afi, þín mun alltaf
verða sárt saknað og vitum við að þú
ert kominn á stað þar sem þér líður
vel og þú munt vaka yfir okkur.
Ástarkveðjur,
Stefán Breiðfjörð og
Tristan Breiðfjörð.
Elsku pabbi minn. Þú varst besti
pabbi sem stelpa getur átt, ég elska
þig meira en allt. Ég veit að þótt þú
verðir ekki með mér líkamlega þá
verður þú með mér í hverju skrefi
sem ég tek og munt eiga stóran þátt í
öllum ákvörðunum sem ég tek.
Ég get nú ekki annað en þakkað
fyrir allar þær stundir sem við höfum
átt saman þar sem ég var algjör pab-
bastelpa. Þótt þú færir svona skyndi-
lega veit ég að þú elskaðir mig eins
mikið og ég elska þig. Allar þær
minningar og myndir, eiginlega allt
það sem við gerðum saman, hlýja mér
um hjartarætur og mun ég alltaf
varðveita þær og minnast þeirra.
Elsku pabbi minn, flotti pabbi
minn, þú varst sá sem ég gat alltaf
treyst á. Gátum við ávallt hlegið og
grátið saman og var það eitt sem þú
gast alltaf og það var að koma mér í
gott skap. Ég elska þig svo mikið, þú
ert minn eini pabbi og verður það allt-
af. Mér leið alltaf svo vel með þér og
ég veit að ég á vísan verndarengil
núna, sem mun fylgja mér ávallt í
gegnum lífið.
Þín dóttir,
Hjördís Hera Hauksdóttir.
Elsku litli bróðir. Síðustu dagar
hafa liðið hjá eins og í þoku, ég bíð
alltaf eftir að þú hringir eða gangir
inn um dyrnar. Það er svo sárt að
geta ekki heyrt í þér röddina og faðm-
að þig einu sinni enn. Ég reyni að
hugga mig með því að hugsa um allar
skemmtilegu stundirnar okkar, bæði
þegar við vorum krakkar og eins eftir
að við urðum fullorðin. Mikið var
hlegið og varst þú alltaf mesti fjör-
kálfurinn af okkur systkinunum,
enda yngstur og mikið dekraður að
því er mér fannst.
Alltaf gat ég leitað til þín, hvort
sem mig vantaði öxl til að gráta við,
eða þá að eitthvað þurfti bara að laga.
Ég skal passa upp á Hjördísi og
Stefán og fylgja þeim í gegnum lífið.
Við fjölskyldan stöndum öll saman og
styrkjum hvert annað. Þín er svo sárt
saknað.
Hvíldu í friði, Haukur minn.
Þín stóra systir,
Freyja.
Hann er farinn frá okkur hann
Haukur mágur minn. Það erfitt að
kveðja Hauk, hann fór allt of hratt, og
svo skyndilega. Eftir sitja minningar
um góðan dreng sem ég kynntist 22
ára gamall, þá nýbúinn að kynnast
systur hans, henni Freyju minni.
Haukur var þarna 17 ára og nýkomin
með bílpróf. Ég skynjaði strax náið
samband þeirra á milli, og hann var í
miklu uppáhaldi hjá Freyju, enda þau
yngst barna tengdaforeldra minna,
þeirra Sigga og Hjördísar, eldri
bræður eru Diddi og Óli.
Haukur fór ungur maður á sjóinn
með Didda bróður sínum, þeir voru
saman vel á annan áratug, á Hring
GK, sjómennska lá vel fyrir Hauk,
síðan kom nokkurra ára hlé frá sjó-
mennsku, en sl. mánuði var Haukur
aftur kominn á sjó fyrir tilstilli bróður
síns. Haukur var 42 ára þegar hann
yfirgaf þennan heim, samt hafði hann
lítið breyst á milli ára, alltaf grannur,
hraustur, og myndarlegur, hann
hafði einhvern sjarma eða nærveru
yfir sér, sem heillaði mann og annan
við náin kynni.
Haukur kom oft í heimsókn, enda
mikill fjölskylduvinur, þá oftar en
ekki með augasteininn hana Hjördísi
dóttur sína með sér og stjúpsoninn,
hann Stefán. Þá var ávallt glatt á
hjalla og Haukur fór á kostum í gríni
og glensi, hann átti það líka til að vera
svolítið stríðinn, og fóru systur hans
og dætur okkar ekki varhluta af því.
Haukur var afar barngóður maður og
hjálpsamur, gat sjaldan sagt nei, alla-
vega ekki við systur sína, hann var
bara mættur ef eitthvað bjátaði á og
þurfti að laga, og eða bara að kokka
góðan mat sem hann hafði sjálfur
veitt í sveitinni okkar. Haukur náði
vel til dætra minna, hann gat skrafað
við þær á þeirra nótum, sæmilega
kærulaus, glettinn og kátur, virkaði
yngri fyrir vikið, svolítill töffari, þetta
svínvirkaði, hann var tekinn í guða-
tölu á heimilinu, hann leysti mig líka
stundum af hólmi í pabbastarfinu
þegar ég var ekki heima. Mér líkaði
vel við Hauk, kostirnir miklir og gall-
arnir fáir, hann var ekki bara frændi
barnanna okkar hjóna og vinur, held-
ur eitthvað miklu meira, eitthvað sem
orð fá ekki lýst. Góðar minningar um
Hauk eru endalausar.
Helgi Jón Harðarson.
Elsku Haukur frændi. Ég sakna
þín svo sárt og vildi óska þess að þú
værir hérna hjá mér. Enn bíð ég eftir
að þú komir í heimsókn, þótt ég viti að
þú hvílir þig annars staðar. Minning-
arnar um þig mun ég varðveita í
hjarta mínu alla tíð og eru þær marg-
ar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín litla frænka,
Glódís.
Elsku frændi, orð fá því ekki lýst
hversu sárt og mikið ég sakna þín. Ég
vissi ekki að það væri hægt að finna
fyrir svona mikilli sorg og söknuði.
Ég hef ekki enn náð því að þú sért
ekki lengur hjá okkur og mun líklega
ekki gera það strax, ég bara bíð eftir
að þú labbir inn um dyrnar brosandi,
nýkomin af sjónum. Mér finnst þetta
svo óraunverulegt. Fjölskyldan okk-
ar hefur alltaf verið svo náin og það er
svo sárt að vita að það vanti núna einn
í hópinn. Það er svo sárt að hugsa til
þess að þú sért ekki hjá okkur lengur.
Ég á svo endalaust af góðum minn-
ingum um þig sem ég mun aldrei
gleyma. Þú varst alltaf svo góður,
gerðir allt fyrir okkur systurnar og
fyrir alla sem báðu um hjálp þína eða
þurftu á þér að halda. Þú varst svo
frábær maður, alltaf glaður og bros-
andi. Þú komst okkur krökkunum
alltaf til að hlæja með öllu gríninu
þínu og sögunum frá því að þið systk-
inin voruð lítil. Þú varst einstaklega
góður í því að herma eftir ömmu og
alltaf hlógum við jafnmikið að þér.
Ég leit alltaf svo upp til þín, sér-
staklega þegar ég var lítil og þú tókst
mig alltaf með að gera eitthvað
skemmtilegt með ykkur Hjördísi,
ljósinu í lífi þínu. Ég mun aldrei
gleyma hversu spennt ég var í hvert
skipti sem ég sá bílinn þinn keyra nið-
ur götuna, ég hljóp alltaf út að taka á
móti þér, það var alltaf svo gaman að
fá Haugga frænda í heimsókn. Ég elti
þig um allt þegar ég var lítil og keppti
um athygli þína við Hjördísi. Ég var
svo heppin að eiga svona góðan
frænda sem gerði allt fyrir mig.
Þú varst svo stoltur pabbi og afi og
sinntir þeim hlutverkum svo vel eins
og öllu öðru.
Ég hef alltaf litið á þig sem miklu
meira en bara móðurbróður minn. Þú
varst svo miklu meira fyrir mér en
það. Þú varst fyrirmynd mín og vinur.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og hafa þig í lífi
mínu og fyrir allar þær frábæru
minningar sem ég á um þig. Ég trúi
því að nú sért þú í góðum höndum og
munir alltaf vaka yfir okkur og passa
okkur. Ég vona svo innilega að við
hittumst einhvern tímann aftur öll
fjölskyldan saman.
Ég lofa þér því að ég mun alltaf
passa upp á Hjördísi þína, ég veit
hversu mikið þú dýrkaðir og elskaðir
hana.
Þú varst besti frændi sem nokkur
gæti hugsað sér. Þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mínu og ég mun alltaf
sakna þín. Hvíldu í friði elsku frændi.
Þín
Freydís.
Það kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti þegar síminn hringdi og
mér sagt að bróðursonur minn Hauk-
ur Már hefði látist fyrr um daginn. Ég
át það upp eftir þeim sem hringdi og
ætlaði ekki að trúa því. Haukur, sem
alltaf var svo léttur, horfinn á braut.
Það var sem tíminn hefði staðnæmst.
Var þetta satt?
Ánægjulegar samverustundir í ný-
liðnu jólaboði þar sem allir hittust
glaðir og ánægðir og svo bara allt bú-
ið. Enginn spyr að leikslokum.
Haukur var yngstur fjögurra barna
bróður míns, fæddur 29. júní 1968, en
sá dagur var brúðkaupsafmælisdagur
foreldra okkar. Hann var góður vinur
yngri sona minna sem voru nær hon-
um í aldri en eldri börn mín, en engu
að síður er þetta jafnmikið áfall fyrir
þau.
Fyrstu samverustundir minnar
fjölskyldu og Hauks voru þegar hann
var nokkurra vikna og við fórum báð-
ar fjölskyldurnar með foreldrum okk-
ar Magnúsi og Freyju í Ölfusborgir,
við viljum trúa því að þau hafi tekið á
móti honum þar sem hann er núna.
Kæri Siggi og Hjördís, Ágústa,
Hjördís Hera, Stefán, Óli, Diddi og
Freyja og fjölskyldur, við vottum
ykkur innilega samúð og biðjum Guð
að styrkja ykkur öll í þessari stóru
sorg.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Hvíl í friði kæri frændi.
Sigfús og Elísabet.
Í dag verður hann Haukur Már
frændi okkar borinn til grafar – og
Guði falinn.
Við systkinin minnumst Hauks
með hlýju og sorg í hjarta. Haukur
var sonur Sigurðar föðurbróður okk-
ar og Hjördísar konu hans. Yngstur
af systkinum sínum en mitt á milli
okkar systkinanna í aldri. Sum okkar
minnast hans því sem litla barnsins
en önnur sem stóra frænda.
Þó svo að leiðir hafi skilið á fullorð-
insárum heyrðum við alltaf hvert um
annað. Fylgdumst með stórum
stundum í lífi hvert annars og hitt-
umst af og til á góðum stundum.
Það hefur alltaf verið hlýtt á milli
okkar frændsystkina þó svo að við
værum ekki í daglegu sambandi, en
góð og sterk tilfinning um að við til-
heyrðum hvert öðru.
Við getum ekki alltaf skilið lífsins
vegi, og hvers vegna ungur maður
kveður í blóma lífsins. Við getum
bara hugsað fallega til hans Hauks og
beðið Guð að taka vel á móti honum.
Kæra Ágústa, Hjördís Hera, Stef-
án, Siggi og Hjördís, Óli, Freyja,
Diddi og fjölskyldur, hugur okkar er
hjá ykkur á þessum erfiðu tímum.
Megi Guð gefa ykkur styrk i sorg-
inni.
Magnús, Elísabet, Þór,
Steingrímur og fjölskyldur.
Út við sjóndeildarhringinn eru hvít
segl, sem smám saman hverfa sjón-
um okkar.
Við rétt sjáum til skipsins sem flyt-
ur þig elsku Haukur í síðasta sinn yf-
ir hafið. Á ströndum eilífðarlandsins
bíða ættingjar og vinir eftir að taka á
móti þér og umvefja þig ást og hlýju.
Í þetta sinn var okkur ekki ætlað
að fara saman um borð, eins og svo
oft áður. Við höfum verið nánast allt-
af saman til sjós frá því að þú hófst
þína sjómennsku. Minningar frá
bernskuárunum og sjómennskunni
eru dýrmætar perlur auk allra sam-
verustundanna sem við höfum átt svo
margar með fjölskyldum okkar, og
ylja okkur um hjartarætur í framtíð-
inni.
Elsku Haukur. Það er með sorg í
hjarta sem við kveðjum þig og fylgj-
um þér síðasta spölinn. Guð geymi
þig og varðveiti.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þinn bróðir og fjölskylda,
Björn (Diddi), Ingibjörg,
Sigurður, Birna,
Hermann og börn.
Haukur Már
Sigurðsson
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður
og afa,
JÓNASAR HELGASONAR
frá Stórólfshvoli,
Núpalind 4,
Kópavogi.
Guðrún Árnadóttir,
Særún Jónasdóttir, Kjartan Sigurðsson,
Helgi Jónasson, Bodil Mogensen
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang-
afa okkar,
GUNNARS VALS HERMANNSSONAR,
Höfðavegi 11,
Hornafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks HSSA, Hornafirði,
fyrir frábæra umönnun.
Birna Skarphéðinsdóttir,
Bragi Hermann Gunnarsson, Natalja Gunnarsson,
Sæmundur S. Gunnarsson, Guðrún Halla Einarsdóttir,
Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir, Benedikt Helgi Sigfússon,
Hulda Valdís Gunnarsdóttir, Jón Garðar Bjarnason,
Matthildur Birna Gunnarsdóttir, Gunnar Kristófer Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.