Morgunblaðið - 21.01.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.01.2011, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 ✝ Ingveldur Magn-úsdóttir húsfreyja frá Ólafsvík fæddist 21. desember 1930. Ingveldur lést á Sankti Franciskus- spítalanum í Stykk- ishólmi 13. janúar 2011. Foreldrar Ingv- eldar voru Magnús Kristjánsson smiður, f. í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 1.10. 1875, d. 22.4. 1963, og kona hans Sigþrúður Katrín Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. í Bjarneyjum 29.8. 1890, d. 26.5. 1949. Ingveldur var yngst í hópi systkina sinna en bræður hennar eru þeir Eyjólfur Aðalsteinn, f. 23.10. 1923, og Magnús, f. 20.6. 1926, báðir bú- d. 1973. Ríkharður var annar í hópi fjögurra systkina en þau eru Hugo, f. 1926, d. 1985, Albin, f. 1933, Jo- hannes, f. 1935, og Marguritta, f. 1937, öll búsett í Færeyjum ásamt fjölskyldum sínum. Dóttir Ingveldar og Ríkharðs er Katrín, f. 17.1. 1956, gift Stefáni Ragnari Egilssyni, f. 3.10. 1954. Dóttir þeirra er Hafdís Björk, f. 10.7. 1977, og er sambýlis- maður hennar Sigurvin Breiðfjörð Pálsson, f. 21.7. 1975, dóttir þeirra er Ísabella Breiðfjörð Sigurvins- dóttir, f. 9.12. 2009. Ingveldur er fædd og uppalin í Ólafsvík og héldu þau hjónin þar fallegt heimili. Ingveldur var lengst af heimavinnandi húsfreyja en vann við fiskvinnslustörf á árum áður. Ingveldur tók þátt í starfi Slysa- varnafélagsins Sumargjafar sem og Framsóknarflokknum auk þess að vera umhugað um velferð sjó- manna. Frá árinu 2004 dvaldi Ing- veldur á Sankti Franciskusspítala í Stykkishólmi við góða umönnun. Útför Ingveldar verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 21. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. settir í Reykjavík. Hálfsystkini Ingveld- ar samfeðra voru: Þórður Magnússon, f. 8.7. 1902, d. 7.6. 1903. Kristján, f. 14.3. 1904, d. 5.9. 1905. Kristín, f. 5.9. 1905, d. 24.12. 1979. Lovísa, f. 22.11. 1907, d. 30.9. 1988. Þorleifur, f. 5.7. 1910, d. 7.4. 1970. Jóhann, f. 3.9. 1911 d. 31.1. 1969. Ingveldur giftist Ríkharði Jónssyni fiskmatsmanni hinn 17. júní 1962. Ríkharður fæddist í bænum Saksum í Straumey í Fær- eyjum 13. október 1931, hann lést 15. janúar 2005. Foreldrar hans voru Samulina Poulsen, f. 1898, d. 1965, og Jón Jóhannesson, f. 1893, Elsku besta amma mín, þá er komið að kveðjustund. Mikið líður mér vel í hjartanu vitandi að þú sért komin í faðm Guðs, ég fann það þeg- ar þú kvaddir hve kærkomið og frið- sælt þér þótti að hitta hann. Í hjarta mér finn ég jafnframt til söknuðar, söknuðar eftir að heyra hláturinn þinn einu sinni enn, fá faðmlag frá þér einu sinni enn og spjalla við þig einu sinni enn. En þá kveiki ég á kerti og horfi á mynd af þér og hugsa um allar fallegu minn- ingarnar sem ég á um yndislegu ömmuna mína, sem mér þótti svo vænt um og henni ekki síður um mig. Að vera einkabarnabarnið þitt voru svo sannarlega forréttindi, við vorum alltaf nánar, elsku amma mín. Minningabrotin koma saman í hug- anum. Við sitjum saman við eldhús- borðið á Ólafsbrautinni hjá ykkur afa, það er ilmur í lofti af nýsteiktum hveitikökum, köld mjólk í glasi og þú hefur lagt frá þér tuskuna. Dúlla, kisan okkar, er malandi uppi á borði hjá okkur og langavitleysan liggur á borðinu fyrir framan okkur. Við er- um að spila og spjalla auðvitað eins og svo oft áður. Alltaf gafstu þér tíma til að gera það sem mér þótti áhugavert og fylltir svo sannarlega æsku mína hlýju og gleði. Alltaf komstu fram við mig sem jafningja og segja má að við höfum skipt um hlutverk eftir því sem árin liðu, þú hélst í þetta barnslega og einlæga og ég stóð við hlið þér og fylgdist með. Hún Inga amma, eða Inga Magg eins og hún var kölluð, var litríkur og skemmtilegur karakter sem setti sinn blæ á bæjarlífið í Ólafsvíkinni en þar var hún fædd og uppalinn. Hún var lítil og nett, kvik í hreyf- ingum og glaðlynd og hláturmild með eindæmum. Hún hafði yndi af börnum og dýrum og þá sérstaklega kisum og var Dúlla hennar í miklu uppáhaldi. Það var sjaldnast logn- molla í kringum hana ömmu hvorki í gleði né sorg. Amma var ung að ár- um þegar móðir hennar lést og hefur það haft áhrif á hana alla tíð. Amma var heilsulaus alla tíð og voru taug- arnar oft að angra hana eins og hún sagði sjálf. Frá árinu 2004 dvaldi amma á Sankti Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi við góða og ein- læga umönnun og fyrir það viljum við fjölskyldan þakka. Allar þær stundir sem við áttum saman hafa kennt mér svo margt, elsku amma. Að alast upp í faðmi þér hefur kennt mér það að öllum eigi að sýna fyllstu virðingu, alltaf skal mað- ur vera góður við þá sem minna mega sín og gera sitt til að öðrum líði vel. Ég kveð þig nú með einlægri þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Ég veit að þú hefur nú hitt afa, foreldra þína, systkini og aðra samferða- menn. Um leið og við kveðjum þig í dag ertu eflaust að halda upp á áttræðis- afmælið þitt í þessum góða hópi, því 21. var jú dagurinn þinn og þú ætl- aðir svo sannarlega að bíða eftir af- mælinu þínu, sem þú gerðir, en fyrst núna getur þú fagnað afmælisdeg- inum þínum. Minningin lifir í brjósti mínu um yndislega ömmu og elsku Ísabella okkar, sem þér var svo um- hugað um, á eftir að kynnast þér í gegnum minningar og sögur og þannig lifir þú áfram í hjörtum okkar um ókomna tíð. Góða nótt, elsku amma mín. Þín Hafdís Björk. Ingveldur Magnúsdóttir ✝ Sigurður Lár-usson var fæddur í Neskaupstað 11. apríl 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn 12. janúar 2011. Hann var sonur hjónanna Lárusar Ás- mundssonar, f. 1885, d. 1971, og Dagbjartar Sigurðardóttur, f. 1885, d. 1977. Þau bjuggu á Sjávarborg í Neskaupstað. Sig- urður var 6. í röð 12 systkina. Þau eru: 1) Sigríður, f. 1909, d. 1917. 2) Óskar, f. 1911, d. 2002. 3) Fanney, f. 1913, d. 1999. 4) Þórunn, f. 1914, d. 2002. 5) Halldór, f. 1915, d. 1977. 7) Ársæll, f. 1920, d. 1995. 8) Hermann, f. 1922, d. 1998. 9) Ásgeir, f. 1924. 10) Garðar, f. 1925, d. 1986. 11) Aðalheiður, f. 1928. 12) Svavar, f. 1930. Sigurður kvæntist árið 1943 Katr- 7) Grétar Lárus Sigurðsson, f. 1956, og 8) Sigríður Katrín Sigurð- ardóttir, f. 1958, gift Sæmundi Gísla- syni. Barnabörnin eru 17 og barna- barnabörnin eru 35. Sigurður byrjaði ungur í sjó- mennsku á árabáti með föður sínum og síðar á trillu. Hann gerðist síðar skipstjóri hjá bróður sínum Óskari Lárussyni. Hann stundaði sjó- mennsku frá 13 ára aldri, og allt fram á 6. áratug síðustu aldar. Fyrsta skipið sem Sigurður gerði sjálfur út var Hrönn frá Fáskrúðs- firði, árið 1953, sem hann leigði ásamt félögum sínum. Síðar kom Sigurfari (sá fyrri) sem hann keypti í félagi við aðra árið 1954 og að lok- um Sigurfari (hinn seinni). Sigurður átti farsælan útgerðarferil sem lauk þó á sorglegan máta þegar Sigurfari fórst árið 1971, þá lét Sigurður af út- gerð. Sigurður vann að lokum hjá fiskiðju kaupfélagsins á Höfn á ann- an áratug og lauk þar sínum starfs- ferli. Útför Sigurðar fer fram frá Hafn- arkirkju á Höfn í dag, 21. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. ínu Ásgeirsdóttur, f. 1918, d. 1993. For- eldrar Katrínar voru þau Ásgeir Guð- mundsson smiður og Soffía Ragnhildur Guðmundsdóttir hús- móðir. Þau hófu bú- skap í Guðmundarhúsi á Höfn en byggðu síð- an íbúðarhús sitt á Bogaslóð 4 á Höfn. Sigurður og Katrín eignuðust 8 börn, þau eru: 1) Ásgeir Sigurðs- son, f. 1943. 2) Guð- mundur Sigurðsson, f. 1944, kvænt- ur Vilborgu Jóhannsdóttur. 3) Hilmar Sigurðsson, f. 1945, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur. 4) Dag- björt Sigurðardóttir, f. 1948, gift Finni Jónssyni. 5) Aldís Sigurð- ardóttir, f. 1949, gift Guðmundi Ei- ríkssyni. 6) Karl Þór Sigurðsson, f. 1953, kvæntur Svövu Eyjólfsdóttur. Ættar okkar elsti sar, er alinn upp við öldulag. Hefur siglt á sævarmar, seglum þöndum vítt um haf. (HS) Sigurður Lárusson, fv. útgerðar- maður, hefur nú leyst landfestar og lagt upp í sína hinstu för. Hann kvaddi sáttur við guð og menn. Hann hefði orðið 93 ára gamall 11. apríl nk. Pabbi bar aldurinn fádæma vel og hélt andlegri reisn alveg fram undir það síðasta. Hann bjó á Hornafirði stærstan hluta ævinnar, allt fram á dánardag. Pabbi hafði gaman af því að taka í spil og var auk þess lunkinn billjardspilari. Pabbi var einn þeirra fyrstu sem fengu leyfi til að kaupa bíl á eftirstríðsárunum. Hann tók bíl- próf á fullorðinsaldri og eignaðist marga fallega bíla. Hann keyrði fram á háan aldur. Það stytti dagana að fara í bíltúr út í Ósland eða niður á höfn og fylgjast með aflabrögðum og lífinu þar. Pabbi var með afbrigðum snyrtilegur og óhugsandi var að hann færi út úr húsi án hálstaus og hatts. Hann var gestrisinn með eindæmum og átti ávallt kökur, ýmis sætindi og eðalvín til að bjóða í staup. Síðastliðið ár tók aðeins að fjara undan hjá hon- um en hann naut einstakrar aðhlynn- ingar og aðstoðar aðstandenda. Við þökkum öllu því góða fólki sem ann- aðist hann. Pabbi var einn af þessum gömlu hvunndagshetjum sem fæddust á Norðfirði frostaveturinn mikla árið 1918. Hann er einn úr stórum og föngulegum systkinahópi þeirra Lár- usar Ásmundssonar útvegsbónda og Dagbjartar Sigurðardóttur húsmóð- ur, sem jafnan gengu undir nafninu amma og afi á Sjávarborg, hjá okkur krökkunum. Eins og efni stóðu til fór hann mjög ungur til sjós, strax þegar Lárus afi sleppti af honum hendinni og hafði kennt honum allt sem þurfti til þess að hann gæti kallast maður með mönnum og ráðið sig fyrir hlut, sem hálfdrættingur að vísu, aðeins 13 ára gamall. Upp frá þeim tíma átti sjómennskan hug hans allan. Á þess- um árum tíðkaðist að útgerðarmenn og sjómenn flyttu á veturna bækistöð sína suður með Austfjörðum, og var Höfn í Hornafirði mjög þéttsetin sem útgerðarstöð Austfirðinga. Það kom einkum til vegna góðrar lífhafnar skipanna og nálægðar við gjöful fiskimið. Á þessum árum voru ver- búðir og fiskverkun í Álaugarey og Mikley auk heimabryggjanna. Pabbi var sem sagt einn af þessum svoköll- uðum farandsjómönnum, þá korn- ungur maður með sterka sjálfsvit- und. Á Höfn fann hann ástina sína, Katrínu Ásgeirsdóttur. Þau giftust 1943. Katrín var dóttir Ásgeirs Guð- mundssonar og Soffíu Guðmunds- dóttur, sem kennd voru við Guð- mundarhús. Samband þeirra hjóna var svo gott alla tíð að erfitt er að hugsa sér föður minn án þess að mamma sé þar einhvers staðar nærri, jafnvel þótt langt sé liðið frá andláti hennar, en hún lést árið 1993. Mamma og pabbi byggðu sumar- bústað í Lóni og höfðu af honum ómælda ánægju. Þar undu þau sér við ræktun og oft var tekið í spil og sungið. Heima á Sigurhæð var ávallt mikill gestagangur og öllum tekið fagnandi, með góðum veitingum og þægilegu viðmóti. Hilmar Sigurðsson, systkini og fjölskyldur. Pabbi tilheyrði þeirri kynslóð sem upplifði bæði fátækt, heimskreppur, heimsstyrjaldir og alhliða tæknibylt- ingu. Það reynist nútímamanninum erfitt að setja sig í spor þess sem slíka hluti hefur reynt. Ég tel að kvæðið Íslands Hrafnistumenn eftir Örn Arnarson lýsi vel þessari miklu byltingu t.d. í sjómennskunni, en þar segir: Íslands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn, þó að töf yrði á framsóknar leið. Eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knörr, eftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt – eins og ætlunarverkið, er sjómannsins beið. Mín kynslóð sem fædd er og uppal- in í sjávarplássi úti á landi á ljúfar minningar af bryggjunum. Það var sá akur sem við helst vildum yrkja, það var vettvangur lífsins skóla. Þar slógu æðar atvinnulífsins, þar hittum við gömlu karlana sem voru okkur fyrirmynd, sem við litum upp til og reyndum að líkjast í orðum og at- höfnum. Þannig hefur pabbi örugg- lega orðið fyrirmynd margra ungra manna þegar hann gekk um bryggj- urnar, stóð við beitningu, í aðgerð eða með nálina að taka í kríulöpp. Þannig er ljúft að minnast hans og annarra samtíðarmanna, sem allir eiga það sameiginlegt að geta kallast frumkvöðlar vélbátaútgerðar á Höfn. Fyrstu árin á Höfn gegndi pabbi skipstjórastöðu fyrir Óskar bróður sinn, þá innan við 25 ára gamall. Fyrsti báturinn var Skúli, hann var átta brúttólestir að stærð. Þá kom Óli sem Óskar leigði. Hann var 12 brúttólestir. Þessa vertíð var pabbi langaflahæstur á Höfn með rúmlega 600 skippund frá febrúar til byrjun- ar maí. Næst kom Hafþór sem var 25 tonn. Allan tímann sem pabbi var skipstjóri hjá Óskari var Denni mágur hans vélstjóri og reyndist hann pabba ómetanlegur bæði sem félagi og vinur. Víkur nú sögunni að eigin útgerð og bátum. Fyrst var það vetrarver- tíð með leiguskipið Hrönn. Eftir vel- gengni þann vetur ákvað hann að kaupa eigið skip í félagi við aðra, Sigurfara (þann fyrri) sem var um 40 tonn. Pabbi keypti síðar Sigur- fara (þann seinni) einn síns liðs. Skipið var 75 tonn og smíðað í Nor- egi. Í báðum tilvikum var um ný- smíði að ræða. Þetta þættu nú ekki stórir bátar í dag en á þessum tíma voru þetta með stærri landróðrabát- um sem þekktust og voru hrein ný- sköpun. Aflinn á vetrarvertíðum var allt frá 900-1.400 skippundum, dá- góður afli það. Í gegnum tíðina óf Hornafjarðarós pabba grimman ör- lagavef. Ekki aðeins lenti hann sjálf- ur þar í sjóslysi, þá ungur maður, og komst af, heldur varð það hörmu- lega slys að skipið hans, Sigurfari, fórst við Hornafjarðarós árið 1971 og með því átta skipverjar. Blessuð sé minning hinna látnu. Þar með lauk sögu sjósóknar og útgerðar pabba. Með þessum orðum og minning- arbrotum viljum við minnast föður okkar og móður og þakka þeim árin góðu heima á Höfn sem við áttum saman, allur hópurinn heima á Sig- urhæð. Blessuð sé minning þeirra. Karl Þór Sigurðsson, systkini og fjölskyldur. Nú þegar afi minn er farinn lang- ar mig að minnast hans í nokkrum orðum. Það fyrsta sem ég man eftir voru sendiferðirnar upp á Sigurhæð með fisk frá pabba eða að fá lánað smotterí fyrir mömmu hjá Kötu ömmu. Við eldhúsborðið sátu þau gömlu og spiluðu rommí og deildu svo skemmtilega um spilin, þá var mér strax ljóst að afi var óskaplega tapsár í spilum. En ef hann vann ljómaði hann allur og gaf manni jafnvel gotterí í gleðivímunni. Svo voru það sendiferðirnar í búð- ina fyrir ömmu og fékk ég oft að fara með í amerísku drossíunni þar sem sá gamli var allur uppáklæddur með virðulegan hatt. Í búðinni var oftar en ekki kippt með vínarbrauði eða gotteríi sem var svo maulað á í bíln- um. Afa fannst ekki leiðinlegt að kitla pinnann og átti ég að fylgjast með hraðamælirnum. Kom það fyrir að ég gaf upp vitlausar tölur og þeg- ar slegið var af reyndist lokahraðinn allt annar en ég gaf upp, sagði ég afa strax frá þessu og bjóst við skömm- um en hann hló og sagði að við skyldum ekki segja ömmu frá. Mínar bestu stundir með afa voru úti í firði á litla innanfjarðabátnum. En 11-12 ára gömlum fannst mömmu betra að vita af einhverjum með mér úti á firði og var auðsótt að fá þann gamla, enda með ólæknandi veiðiáhuga. Kata amma smurði nestið, hitaði hún kaffi fyrir afa en kakó fyrir mig. Afa fannst óvenjuoft bensínlaust þegar hann kom með enda borgaði hann á tankinn. Úti í firði ljómaði hann allur af spenningi og stundum gekk svo mikið á ef hann sá silung í netinu, að engu munaði að hann færi á eftir honum, ég tala nú ekki um ef glitti í lax, þá þurfti nánast að halda í fæturna svo hann færi ekki alveg. Slík var leynd- in yfir öllu að laxinn var falinn og enginn mátti vita hvar hann kom í. Svo var lagst við fast eða farið út í eyju og nestast, þá drakk hann hálf- an kaffibolla og spurði svo hvort ekki væri til nóg af kakói en þá nut- um við okkar. Undir það síðasta hitti ég hann oftast við spil hjá mömmu og pabba enda þau auðfús að halda honum fé- lagskap. Þá er ég kom vildi hann fá fréttir af sjónum, enda alltaf með hugann við sjómennsku. Afi spilaði fram undir það síðasta dag og mun- aði ekki um að taka hálfa eða heila í vist þótt 92 ára væri. Hann sagði mér að hann færi sáttur enda búinn að eiga góða ævi. Blessuð sé minn- ing hans. Ingi Stefán Guðmundsson (Ingi Mumma, Sigga Lall.) Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Þökkum allar samverustundirnar í bústaðnum fyrir austan og heima hjá Siggu og Sæma. Sporin þín verða seint fyllt. Söknum þess að geta ekki fylgt þér þín síðustu spor í þessari jarð- vist en hugur okkar verður hjá þér. Elsku Sigga, Sæmi og fjölskylda, systkinum Siggu og þeirra fjöl- skyldum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jóhann, Helga og fjölskylda. Sigurður Lárusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.