Morgunblaðið - 21.01.2011, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
✝ Fanney Hjalta-dóttir fæddist á
Hólmavík 14. nóv-
ember 1913. Hún lést
á hjartadeild Land-
spítalans 14. janúar
2011.
Fanney var dóttir
hjónanna Hjalta
Steingrímssonar frá
Hólum í Staðardal,
smiðs og útgerð-
armanns á Hólmavík,
og Sigurlínu Tómas-
dóttur frá Gljúfurá í
Arnarfirði, fyrstu tal-
símakonunnar á Hólmavík, en
Hjalti faðir Fanneyjar varð fyrsti
símstöðvarstjórinn á staðnum er
hann tók símann inn á sitt heimili
árið 1910. Fanney var eina barn
foreldra sinna.
urtney Mary, f. 1997, og Brittany
Nicole, f. 2000, og Fanney Anna,
bankastarfsmaður í New York, en
fjölskylda Ásthildar býr í Banda-
ríkjunum. Börn Hjalta Ingimundar
og Guðrúnar Jónsdóttur eru tvö.
Þorsteinn, kennari, í sambúð með
Söru Níelsdóttur, barn þeirra er
Arna Þorsteinsdóttir, f. 2006, og
Sigurlaug, jarðeðlisfræðingur, í
sambúð með Böðvari Sveinssyni,
barn þeirra er Hjalti Böðvarsson, f.
2007. Börn Guðmundar og Krist-
ínar Mögnu Guðmundsdóttur eru
þrjú. Fanney, Þórður, guðfræð-
ingur og þroskaþjálfi, og Bjarni,
læknir, sem er í sambúð með Lindu
Viðarsdóttur. Barn Bjarna og
Lindu Viðarsdóttur er Kristín Em-
ilía, f. 27. sept. 2010. Barnabörn
þeirra Fanneyjar og Þórðar eru sjö
og barnabarnabörnin fimm.
Jarðaför Fanneyjar fer fram frá
Garðakirkju, Garðabæ í dag, 21.
janúar 2011, og hefst athöfnin kl.
15.
Fanney Hjaltadótt-
ir giftist haustið 1934
Þórði Guðmundssyni
múrara frá Kleifum á
Selströnd í Stein-
grímsfirði. Þau áttu
eftir að búa saman í
hjónabandi næstu 70
árin eða þar til Þórð-
ur féll frá 2004. Börn
þeirra urðu þrjú: Ást-
hildur, gift Guðmundi
Benediktssyni, Hjalti
Ingimundur, í sambúð
með Helgu Bahr, áð-
ur kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur og Guðmundur, kvænt-
ur Kristínu Mögnu Guðmunds-
dóttur. Börn Ásthildar og Guð-
mundar Benediktssonar eru tvö,
Benedikt rafvirki, kvæntur Diane
Benediktsson, börn þeirra eru Co-
Langt erum liðið, hátt í fimmtíu
ár, síðan ég hitti Fanneyju í fyrsta
sinn. Ég kom í fylgd með syni henn-
ar. Ég hafði hálfkviðið fyrir þessari
heimsókn en þess var ekki þörf.
Hún tók mér vel frá fyrstu stundu.
Mér fannst einhvern veginn eins og
ég hefði þekkt hana lengi og með
okkur tókst vinátta sem hélst í
gegnum árin. Hún opnaði heimili
sitt fyrir okkur þegar við komum
heim eftir dvöl erlendis, ekki bara
einu sinni heldur aftur þar til við
gátum flutt inn á eigið heimili. Hún
var ávallt fús til að gæta barnanna
okkar og taldi það aldrei eftir.
Margar ógleymanlegar stundir áttu
þau hjá ömmu, úti í garði eða inni í
stofu sem oft var breytt í leikvöll.
Hún kunni að laða að sér börn og
taka þátt í leik þeirra.
Fanney var fædd og uppalin á
Hólmavík og átti heima þar fyrri
hluta ævinnar.
Henni varð tíðrætt um æskuslóð-
irnar og vinina sem hún yfirgaf á
miðjum aldri þegar hún og Þórður
brugðu búi og fluttu suður. Hólma-
vík bar oft á góma í samræðum okk-
ar. Einn uppáhaldsstaðurinn hennar
voru Borgirnar fyrir ofan þorpið.
Þangað gekk hún oft og horfði út yf-
ir sjóinn. Ég gisti í þorpinu að sum-
arlagi fyrir fáeinum árum. Vaknaði
snemma og gekk upp í Borgirnar í
glampandi sól og logni. Sjórinn var
spegilsléttur og sindraði í sólarbirt-
unni. Þá varð mér hugsað til Fann-
eyjar og skildi vel dálæti hennar á
þessum stað.
Eftir að suður kom var reist hús í
Garðabænum á Smáraflötinni sem
var heimili hennar þar til fyrir fáein-
um mánuðum þegar heilsan gaf sig.
Á Smáraflötinni festi hún yndi á ný
og þar ræktaði hún fagran blóma-
og trjágarð, einn hinn fegursta í
hverfinu. Þau hjónin Fanney og
Þórður voru afar gestrisin og þang-
að lögðu margir leið sína. Oft var
gengið um garðinn og dáðst að
gróðrinum og ýmsum sjaldgæfum
tegundum sem Fanney hafði komið
til. Síðan var sest að kaffiborði inni í
stofu en þau hjónin voru sannkall-
aðir höfðingjar og veitingarnar
hefðu sómt sér vel á hvaða veislu-
borði sem var.
Fanney var í Garðyrkjufélaginu
og tók virkan þátt í starfi þess. Hún
var mikil handavinnukona og eftir
hana liggja mörg falleg verk og
prjónaflíkur.
Að leiðarlokum er margs að minn-
ast og fyrir margt ber að þakka. Á
okkar löngu samleið var hún mér
einstakur vinur og bandamaður
jafnt í gleði og sorg.
Síðasta heimsóknin mín til hennar
var á Þorláksmessu. Hún var hress
og við áttum góða stund saman. Ég
hefði svo gjarnan viljað koma aftur
en biðinni hennar er nú lokið og hún
er komin til hans Þórðar sem vitjaði
hennar svo oft í draumi. Ég kveð
vinkonu mína með ást og þakklæti
fyrir allt það sem hún var mér og
öllu mínu fólki.
Guðrún Jónsdóttir.
Lítil hnáta leikur sér í garðinum
hjá ömmu sinni á sumardegi, garð-
urinn er stór og í matjurtargarð-
inum, þar sem kartöflugrösin eru
farin að teygja vel úr sér, hefur arf-
inn einnig notið næringarríks jarð-
vegsins. Amman missir sjónar á
telpunni, er orðin áhyggjufull og fer
að kalla á þá litlu. Þá heyrist loks:
„Amma, ég er hér, í arfahúsi.“ Það
var nýlega sem amma minntist á
þetta litla atvik úr æsku minni sem
ég hafði gleymt, en varð á ný ljóslif-
andi í huga mér. Síðan þá hefur mér
æ oftar orðið hugsað til allra þeirra
mörgu ljúfu samverustunda sem við
áttum á Smáraflötinni, heimili
þeirra afa í Garðabænum.
Stóri, gróni garðurinn, sem bar
merki um ástríðu hennar á garð-
rækt og hafði þegar best lét að
geyma meira en 300 tegundir
plantna, var endalaus uppspretta
nýrra ævintýra og kennslustunda í
að raka heyi í garða, gera að, læra
að þekkja öll skrautblómin og hvað
var illgresi.
Við fórum gjarna í spássitúra í
kaupfélagið eða niður að læk þar
sem ég fékk oft að hlaupa yfir allar
brýrnar þrjár og við tíndum hóf-
sóleyjar og hrafnaklukkur. Amma
var ekki lengi að töfra fram gull-
fallegar prjónaflíkur, útsaumaða
púða eða dúkkuföt á handsnúnu
saumavélina sína, og hún kenndi
mér líka að prjóna, hekla og sauma
flíkur í höndum, kunnátta sem var
fyrst um sinn óspart notuð til þess
að hanna og framleiða hverja
nýtískudúkkuflíkina á fætur ann-
arri, og svo síðar eitthvað stærra á
góða vini og nána fjölskyldumeðlimi.
Amma mín Fanney var mér svo
miklu, miklu meira en þessi fáu
minningarorð ná að segja og ég er
henni óendanlega þakklát fyrir allt
sem hún gaf mér. Það er erfitt að
kveðja hana en eftir ríflega 97 ára
langa ævi var hún farin að þrá
hinstu hvíld. Ég vil þakka henni fyr-
ir allt og allt.
Sigurlaug Hjaltadóttir.
Fanney Hjaltadóttir
✝ Þorsteinn BjörnGuðmundsson var
fæddur í Efri-Hlíð í
Helgafellssveit á
Snæfellsnesi 13. nóv-
ember 1921. Hann
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 12. janúar
2011.
Foreldrar hans
voru Guðmundur Ari
Gíslason, f. 1880, d.
1956, og Sigríður
Helga Gísladóttir, f.
1891, d. 1970. Systk-
ini Þorsteins voru
Sigurlaug, f. 1911, d. 2003, Vil-
hjálmur, f. 1912, d. 1971, Gunnar, f.
1913, d. 1974, Sigrún, f. 1915, d.
2000, Anna, f. 1916, d. 1990, Hulda,
f. 1918, d. 1995, Gísli, f. 1919, d.
2001, Guðrún, f. 1920, d. 2003, Mar-
grét Fjóla, f. 1923, d. 1998, Ey-
steinn, f. 1924, Ingimar Hólm, f.
sonur), b) Þröstur, f. 1982, c) Birkir
Örn, f. 1984, d) Haukur Smári, f.
1990, e) Þorsteinn Húni, f. 1991. 3)
Hugrún, f. 1963. Maki Kristján
Reynir Pálsson, f. 1962. Börn þeirra
eru: a) Sara Sólveig, f. 1997, b)
Lena Lísbet, f. 1999, c) Jóel Thó-
mas, f. 2002. Fyrir átti Kristján son-
inn Daníel Hoe, f. 1985. Barna-
barnabörn Þorsteins og Sigríðar
eru sex.
Þorsteinn stundaði nám við Hér-
aðsskólann í Reykholti 1938-1939,
Íþróttaskólann í Haukadal 1943-
1944 og við Kennaraskóla Íslands
1944-1947 er hann lauk kenn-
araprófi. Þorsteinn kenndi við
Laugarnesskóla í Reykjavík 1947-
1952 en síðar við Langholtsskóla í
Reykjavík allt til ársins 1993 er
hann lét af störfum. Einnig vann
Þorsteinn um árabil fyrir Orðabók
Háskóla Íslands samhliða kennslu.
Þorsteinn stundaði ýmsa útivinnu á
sumrin, s.s. byggingarvinnu og
garðyrkjuvinnu. Síðustu æviárin
dvaldi Þorsteinn á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli í Reykjavík.
Útför Þorsteins fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 21. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
1926, Bogi Þorberg-
ur, f. 1927, d. 1959,
Jóhann Sigurfinnur,
f. 1928, d. 1945.
Þorsteinn giftist
19.10. 1950 Sigríði
Sólveigu Jóhanns-
dóttur, f. 19.10. 1932.
Foreldrar Sigríðar
Sólveigar voru Jó-
hann Ingvi Guð-
mundsson, f. 1905, d.
1992, og Guðbjörg
Lárusdóttir, f. 1908,
d. 1974. Börn Þor-
steins og Sigríðar eru
1) Heiður, f. 1949. Maki Sveinn
Bárðarson, f. 1944. Börn þeirra
eru: a) Fjölnir, f. 1970, b) Vigdís, f.
1972, c) Bárður Þór, f. 1974, d) Sig-
urður Steinn, f. 1982. 2) Hlynur, f.
1953. Maki Gunnur Kristín Gunn-
arsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru:
a) Gunnar Kristján, f. 1972 (stjúp-
Pabbi minn fæddist vestur í Helga-
fellssveit og ólst þar upp hjá móður-
ömmu sinni og síðari manni hennar
en einnig ólust upp með pabba tveir
synir þeirra hjóna, þeir Gísli og Guð-
mundur, sem voru nokkru eldri en
hann. Pabbi var af Húnvetningum
kominn í móðurætt og Skagfirðing-
um í föðurætt og fluttu foreldrar
hans norður í Skagafjörð þegar hann
var 6 mánaða gamall en þar sem
systkinahópurinn var stór og fátækt
mikil varð pabbi eftir fyrir vestan.
Pabbi hlaut gott veganesti fyrir lífs-
gönguna hjá ömmu sinni og fóstra og
talaði alltaf ákaflega vel um þau bæði
og af því sem ég hef heyrt get ég trú-
að að amma hans hafi haft á honum
nokkurt dálæti enda hét hann í höf-
uðið á syni hennar og móðurbróður
sínum.
Pabbi stundaði nám við Héraðs-
skólann í Reykholti og einnig stund-
aði hann nám við Íþróttaskólann í
Haukadal en hann valdi sér kennslu
að ævistarfi og lauk námi við Kenn-
araskóla Íslands vorið 1947. Pabbi
kenndi við Laugarnesskóla fyrstu 5
árin eftir nám en hóf kennslu við
Langholtsskóla þegar sá skóli var
tekinn í notkun og kenndi þar allt þar
til hann lét af störfum fyrir aldurs-
sakir.
Pabbi var mikill bókamaður og
hagyrðingur góður. Það var gott að
leita til hans um úrlausn ýmissa mála
og gaman að tala við hann því hann
var fróður og víðsýnn og um leið góð-
ur hlustandi. Pabbi var rólegur og yf-
irvegaður maður með ákaflega góða
nærveru og lítið fyrir að berast á.
Hann og mamma voru gestrisin og
góð heim að sækja og mér er í barns-
minni hvað ég dáðist oft að þeim
hæfileika pabba að sitja og ræða við
gesti og það var sama hvað talað var
um, alls staðar var hann vel heima.
Erfitt er að minnast á pabba án
þess að geta móður minnar en þau
gengu í hjónaband árið 1950 og hafa
því átt 60 ár saman. Virðingin og
væntumþykjan þeirra á milli var ein-
stök. Þau voru sannir sálufélagar og
bestu vinir.
Pabbi var léttur á fæti og mikill úti-
vistarmaður og náttúruunnandi.
Hann hafði ánægju af allri hreyfingu
og gekk mikið og oft. Það var eins og
hann væri þindarlaus þegar hann
gekk á fjöll, hvort sem var hér í ná-
grenni borgarinnar eða á æskuslóð-
um hans fyrir vestan, en einnig voru
fjöllin í Þórsmörk í miklu uppáhaldi
hjá honum. Einnig fór hann mikið í
sund og á skíði á sínum yngri árum.
Þegar ég lít til baka sé ég að líf
pabba var gæfuríkt. Hann var farsæll
í sínu starfi, góður fjölskyldufaðir og
ræktaði vel sína hæfileika. Hann naut
lífsins á meðan hann gat en þau
mamma voru dugleg að ferðast bæði
innanlands og erlendis, á meðan þau
höfðu þrek til.
Heilsu pabba byrjaði að hraka
fyrir um það bil 10 árum en þá hvarf
hann á sinn rólega hátt inn í Alz-
heimerssjúkdóminn. Hann kvaddi
svo þetta líf á nýju ári þegar sólin
hækkar á lofti og geislar hennar lýsa
eins og minningin um hann pabba
minn.
Söknuður og eftirsjá er mér efst í
huga nú, en einnig þakklæti fyrir að
hafa átt góðan föður.
Heiður.
Langt í órafjarska er heimur
heimur þar sem engar áhyggjur ríkja
heimur þar sem fossar dynja
lækir streyma
fuglasöngurinn ómar
gróðurinn er fagurgrænn
og ferskjutrén blómstra.
Á kvöldin er sólarlagið ólýsanlega
fagurt
og stjörnumergð himinsins glitrar af
fegurð.
Þetta er undursamlega fallegur og
friðsæll staður.
Þarna veit ég að ég finn þig elsku afi
minn.
Þín
Sara Sólveig.
Þeir tínast yfir móðuna miklu einn
af öðrum, sem luku prófi frá Kenn-
araskóla Íslands vorið 1947. Að þessu
sinni er það Þorsteinn Björn Guð-
mundsson, hann er sá áttundi úr 18
manna hópi sem kveður þetta mann-
líf. Þorsteinn hélt mikilli tryggð við
okkur bekkjarsystkin úr Kennara-
skólanum og mætti ævinlega, þegar
eitthvað stóð til hjá okkur, til að sam-
fagna með okkur og minnast liðinna
stunda sem við áttum saman í Kenn-
araskólanum.
Þorsteinn var mjög hæglátur mað-
ur í fasi, íhugull, vel greindur, góður
námsmaður og með trútt minni.
Hann var sífellt leitandi að fróðleik
og las því mikið meðan heilsa hans
leyfði, var tíður gestur á bókasöfnum
í leit að góðum bókum.
Hann sóttist ekki eftir mannvirð-
ingu á opinberum vettvangi, en var
trúr lífsstarfi sínu kennslunni, sem
hann stundaði alla ævi. Þar nýttist
hans skarpa greind vel, hógværðin og
næmur mannskilningur.
Í mínum huga geymist skýr mynd
af þessum hægláta og trausta manni
þar sem tryggð og festa ríkti.
Ánægjulegt var að eiga samfylgd
með honum gegnum árin.
Með samúðarkveðju til eiginkonu
og fjölskyldu,
Stefán Ólafur Jónsson.
Minningar og þakklæti streyma
fram við fráfall samstarfsmanns til
margra ára. Við Þorsteinn vorum í
hópi fyrstu kennara í nýjum skóla,
Langholtsskóla, sem tók til starfa á
haustdögum 1952. Þessi hópur skyldi
móta skólabrag þessa nýja skóla.
Þetta var áhugavert og mikilvægt
verkefni. Þó að kennsla hæfist ekki
fyrr en í nóvember var húsnæðið ekki
fullbúið og var kennt undir hamars-
höggum fyrstu vikurnar. Þessi skóli
varð okkar vinnustaður í áratugi eða
til starfsloka okkar.
Það streymir um mig ylur er ég
hugsa til Þorsteins. Hógværðin,
prúðmennskan og græskulausa
kímnigáfan lýstu upp dagana. Þor-
steinn kenndi að mestu yngri börnum
og ekki er síst mikilsvert að móta
námsvenjur þeirra og leggja grunn
að framhaldi alls náms. Þar naut hóg-
værð og háttvísi Þorsteins sín vel.
Í einkalífi finnst mér að Þorsteinn
hafi verið hamingjuhrólfur. Það var
ánægjulegt að sjá þau hjón saman
Steina og Diddu. Þau máttu líka vera
stolt af velgengni barna sinna. Mér er
mjög minnisstætt þegar yngri dóttir
þeirra kom í inntökupróf í skólann 6
ára. Hún renndi sér hiklaust yfir allt
lesefnið, sem ætlað var til barnaprófs
12 ára barna, með skýrum og fínum
framburði á innan við tveim mínútum
þegar margir jafnaldrar hennar
þekktu vart stafina. Heilsuleysi tók
skerf af lífi hans síðustu árin. Oft hitti
ég hann þó á bókasafninu í Sólheim-
um og fékk þá hlýtt handtak og faðm-
lag.
Hjartans þakkir og samúðarkveðj-
ur til fjölskyldunnar.
Þú virtir fyrir þér
óreglulega myndbyggingu
marglitra steina og glerja
og gleymdir um stund
að þú sjálfur
varst greyptur þar í
sem flís í myndfleti mannlífs
steinn eða gler
og gazt ekki flúið.
Þú varst steinn eða gler
þú varst flís
sem einn dag
verður færð úr stað
hverfur
án þess að myndin hrynji.
(Þuríður Guðmundsdóttir.)
Elín Vilmundardóttir.
Jafnt og þétt fækkar bekkjarfélög-
unum úr Kennaraskólanum sem tóku
kennarapróf 1947. Í dag kveðjum við
Þorstein Guðmundsson. Kennsla var
hans aðalævistarf, sem hann lagði
mikla rækt við og var alla tíð farsæll
kennari. Frá 1947-1952 var hann
kennari við Laugarnesskóla, en þá
fór Þorsteinn, ásamt fleiri kennurum
skólans, yfir í Langholtsskóla, sem þá
var að taka til starfa. Þar var hann
kennari til starfsloka.
Við Þorsteinn eða nafni, eins og við
oftast nefndum hvor annan, vorum
sessunautar í þriðja og fjórða bekk
Kennaraskólans. Það var gott að vera
í návist nafna. Aldrei bar skugga á
samveru okkar í skólanum. Prúðari
og hógværari mann er ekki hægt að
hugsa sér. Það má ef til vill segja að
hann hafi verið óþarflega hlédrægur.
Þorsteinn var góðum gáfum gæddur
og ágætur námsmaður.
Mér er minnisstæð hans næma til-
finning fyrir réttu og fögru máli, sem
ég naut góðs af í sameiginlegri verk-
efnavinnu okkar.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka nafna fyrir gömul og góð kynni
og kveð hann með virðingu og þökk.
Blessuð sé minning Þorsteins Guð-
mundssonar. Eiginkonu, Sigríði Sól-
veigu Jóhannsdóttur, fjölskyldu og
öðru venslafólki votta ég samúð mína.
Þorsteinn Ólafsson.
Þorsteinn B.
Guðmundsson