Morgunblaðið - 21.01.2011, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
✝ Fannar IngiKárason fæddist
í Reykjavík 2. októ-
ber 2008. Fannar
Ingi lést á bráða-
móttöku Barnaspít-
alans 13. janúar eftir
skyndileg alvarleg
veikindi.
Foreldrar hans
eru Inga Hrund
Gunnarsdóttir, f. 18.
mars 1975, og Kári
Halldórsson, f. 30.
júní 1979. Systir
Fannars er Anna
Valgerður, f. 12. apríl 2006.
Foreldrar Ingu Hrundar eru
Gunnar Ingi Gunnarsson og Vig-
dís Hallgrímsdóttir. Bróðir Ingu
er Ketill. Foreldrar Kára eru
Halldór Halldórsson
og Ragnheiður Héð-
insdóttir. Bræður
Kára eru Skarphéð-
inn og Ingólfur. Son-
ur Skarphéðins er
Kjartan.
Fannar Ingi var í
daggæslu hjá Önnu
Steinunni Þórhalls-
dóttur og svo hjá
hjónunum Nínu
Kvaran og Lazaro
Nunez Altuna. Í
ágúst 2010 hóf hann
skólagöngu við leik-
skólann Klambra og var á deild-
inni Hlíð.
Útför Fannars Inga verður frá
Háteigskirkju í dag, 21. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Mjög erum tregt,
tungu að hræra
eða loftvægi
ljóðpundara;
era nú vænlegt
um Viðurs þýfi
né hógdrægt
úr hugar fylgsni.
(Sonatorrek)
Það er okkur sárara en tárum taki
að skrifa minningargrein um barna-
barn okkar. Eðli málsins vegna ætti
það að vera öfugt. Að tveggja ára
barn skuli vera kallað í burtu er
virkilega óréttlátt.
Fannar Ingi, þessi litli drengur,
sem vann hug og hjarta allra sem í
kringum hann voru, lést af bráðasýk-
ingu á Barnaspítala Hringsins 13.
janúar síðastliðinn.
Hann var rétt byrjaður að tala og
hafði mikið að segja þótt maður
skildi ekki alltaf allt sem honum lá á
hjarta. Yndi foreldra sinna og stóru
systur og hjartaknúsari afanna og
ammanna.
Megi allar góðir vættir styrkja
foreldrana og Önnu Valgerði til að
takast á við sonar- og bróðurmissi.
Minning um góðan lítinn dreng mun
alltaf lifa með okkur. Orð hafa hér
ákaflega takmarkaða meiningu.
Hvíl í friði.
Kveðja frá afa og ömmu.
Gunnar Ingi og Vigdís.
Fannar Ingi, þú varst besti og
skemmtilegasti litli drengur sem ég
hef nokkurn tímann hitt. Að þú skul-
ir vera farinn frá okkur er nokkuð
sem ég á ennþá mjög erfitt með að
skilja. En ég er þakklátur fyrir að
hafa kynnst þér og fyrir þann tíma
sem við áttum saman.
Við áttum sérstaklega saman
skemmtilegar stundir um þessi jól.
Ég mun alltaf muna eftir því þegar
ég fékk það verkefni að koma þér í
hátíðargallann á áramótunum. Þú
spriklaðir í höndunum á mér og það
varð eiginlega ekkert tjónkað við þig
fyrr en þú sást að klaufabárðarnir
voru í sjónvarpinu. Þá fékk ég loks-
ins smátómarúm til að troða þér í
restina af fötunum.
Fannar, ég mun halda fast í þessa
og aðrar minningar um þig.
Þú varst einstakur gleðigjafi og
þín verður sárt saknað.
Meira en orð og tár fá lýst.
Þinn frændi,
Ketill Gunnarsson.
Dag einn í októberbyrjun árið
2008 gerði óvenjulegt kuldahret í
Reykjavík. Um kvöldið féll þykkur
hvítur snjór á götur bæjarins. Ég hef
alltaf fagnað snjónum og fögnuður
minn varð engu minni þegar ég frétti
að Kára bróður og Ingu Hrund hefði
fæðst hraustur drengur um nóttina.
Hann var nefndur Fannar eftir
snjónum, Ingi í höfuðið á afa sínum.
Fyrstu mánuðina má segja að
drengurinn hafi sofið nærri samfellt.
Að minnsta kosti gat hann sofið af
sér ærslaganginn í Önnu Valgerði án
þess að rumska. Með tímanum fór
hann þó að opna augun lengur í einu
og virða okkur fyrir sér. Í fyrstu
hafði hann góðar gætur á mér en tók
strax miklu ástfóstri við Ingólf bróð-
ur minn. Enda lýsti Anna Valgerður
því hátíðlega yfir að „ég er glöð í
Skarphéðin en Fannar er glaður í
Ingólf“. Það kom þó að því eitt kvöld-
ið að hann sendi mér smátennt bros
yfir matarborðið hjá ömmu Ragn-
heiði og upp frá því urðum við perlu-
vinir. Fyrir alla fjölskylduna hefur
verið unun að fylgjast með litlu
systkinunum vaxa og dafna, lifa og
leika sér. Við höfum fylgst með
Fannari verða að sjálfstæðum litlum
manni sem þurfti ekki lengur að sitja
Fannar Ingi Kárason
✝ Árni Baldvinfæddist á Dalvík
3. janúar 1930. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
11. janúar 2011.
Foreldrar hans
voru Jónína Anna
Magnúsdóttir, f. 20.
apríl 1895, d. 5. októ-
ber 1980, og Her-
mann Árnason, f. 15.
september 1901, d. 4.
september 1978.
Systkini Árna eru:
Ingvi Gunnar Eben-
hardsson, f. 11. júní 1921, d. 10 júní
2003. Friðbjörn Hjálmar Her-
mannsson, f. 25. febrúar 1927, d. 20.
apríl 1995. Sigríður Magnea Her-
mannsdóttir, f. 23. mars 1934.
Árni kvæntist 8. september 1956
Þóru Svanlaugu Ólafsdóttur, f. 23.
júlí 1938. Foreldrar hennar voru
Ólafur Árni Guðjónsson, f. 6. októ-
ber 1909, d. 24. maí 1984, og
Sveindís Marteinsdóttir, f. 2. júlí
1910, d. 28. desember 1983.
Börn Árna og Þóru eru: 1)
Sveindís Árnadóttir, f. 6. júní 1958.
Maki Jóhann Gunnar Einarsson, f. 6
janúar 1958, d. 27. desember 1991.
Börn þeirra eru Einar Árni, f. 1977,
Ingvi Steinn, f. 1979, og Þóra Björg,
f. 1989. 2) Hermann Árnason, f. 5.
maí 1960. Sambýliskona hans er
Ásta Baldvinsdóttir, f. 14. desember
1962. Barn Hermanns úr fyrra sam-
bandi er Thelma Rós, f. 1988. Barn
Ástu úr fyrra sambandi er Eva Kar-
en, f. 1991. Saman eiga þau Daníel,
f. 1996. 3) Jón Ólafur Árnason, f. 3.
október 1969. Sambýliskona hans
er Soffía Karen
Grímsdóttir, f. 22.
september 1975. Barn
þeirra er Kristján
Snær, f. 1997. Barna-
barnabörnin eru 5
talsins.
Árni fæddist í Sæ-
bakka á Dalvík og ólst
þar upp. Ungur fór
hann að heiman með
föður sínum á vertíð
til Keflavíkur og vann
þar nokkra vetur.
Árni kynntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni
fyrir sunnan. Hófu þau hjón búskap
á Karlsbraut á Dalvík og bjuggu
þar til ársins 1962 er þau fluttu til
Keflavíkur og settust að á Hátúni.
Árni vann við ýmis störf eins og sjó-
mennsku, beitningu, verkstjórn og
smíðar og féll sjaldan verk úr
hendi. Árni tók sveinspróf í smíði
árið 1986. Hann hóf störf hjá varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli árið
1978 við smíðar og vann þar í 21 ár.
Árni hafði mikinn áhuga á íþróttum
alla tíð og fylgdist mikið með þeim.
Hann stundaði sjálfur frjálsar
íþróttir og fótbolta þegar hann var
ungur og vann til verðlauna. Einnig
hafði hann yndi af veiðum og að
spila bridge við félagana. Árni
hafði mikinn áhuga á ræktun græn-
metis til eigin nota og hafði sinn
eigin kartöflu- og grænmetisgarð á
Miðnesheiði sem hann hugsaði vel
um í mörg ár. Af þessu hafði hann
ómælda ánægju.
Útför Árna fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 21. janúar 2011,
og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku pabbi. Það fyrsta sem kem-
ur upp í hugann er minning um að
standa við hliðið heima á Karls-
brautinni og bíða eftir að þú kæmir
heim til mín eftir langan vinnudag.
Þú hefur alltaf staðið mér við hlið
sem klettur, haldið í hönd mína og
þerrað tárin mín þegar ég og börnin
mín þurftum á þér að halda. Ég tel
það vera forréttindi að hafa átt þig
sem föður, sem gafst mér alla þá
umhyggju og ást sem ég þurfti á að
halda.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Ég mun varðveita stundirnar sem
við áttum og eru þær mér dýrmætar
minningar í hjarta mínu og huga.
Ég vil þakka öllu hinu góða starfs-
fólki D-deildar á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja fyrir frábæra umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Sveindís Árnadóttir.
Elsku hjartans afi minn, nú skilur
okkar leiðir og þú heldur í ferðalag
norður, á sjóinn eða á annan fallegri
stað.
Þú vildir alltaf spila svartapétur
við mig og oftar en einu sinni leyfð-
irðu mér að vinna með glottið á
vangasvipnum. Þú leyfðir mér að
klappa fuglunum, sagðir mér sögur,
leitaðir í vasanum eftir ópali, allar
stundirnar þar sem við sátum saman
og lögðum kapal og þú sem aldrei
skildir hví hann gekk alltaf upp hjá
mér frekar en þér.
Þú gafst þér alltaf tíma til að
spjalla við mig um lífið og tilveruna,
hvað á daga okkar dreif. Ég minnist
þess með stóru glotti í fyrsta og eina
skiptið sem þú skammaðir mig á
Hátúninu í eldhúsinu, ég man þó
ekki ástæðuna en hún hefur verið
góð því ég skammaðist mín vel og
lengi eftir á. Þú brýndir aldrei rödd-
ina við mann heldur talaðir við mann
í eðlilegum tón og sýndir mikla virð-
ingu.
Á litlum skóm ég læðist inn
og leita að þér, afi minn.
Ég vildi að þú værir hér
og vært þú kúrðir hjá mér.
Ég veit að þú hjá englum ert
og ekkert getur að því gert.
Í anda ert mér alltaf hjá
og ekki ferð mér frá.
Ég veit þú lýsir mína leið
svo leiðin verði björt og greið.
Á sorgarstund í sérhvert sinn
ég strauminn frá þér finn.
Ég Guð nú bið að gæta þín
og græða djúpu sárin mín.
Í bæn ég bið þig sofa rótt
og býð þér góða nótt.
(S.P.Þ.)
Ég er heppin að eiga þig að fyrir
afa og ég mun alltaf eiga pláss í
hjartanu og huganum fyrir þig.
Elsku afi, takk fyrir allar sam-
verustundirnar, minningarnar, allt
sem þú gerðir fyrir mig og kenndir
mér.
Þín
Þóra.
Elsku afi. Ég vil þakka þér sam-
verustundirnar sem við áttum. Ég
elska þig og mun ávallt sakna þín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Minning þin lifir.
Kristján Snær.
Árni Baldvin
Hermannsson
✝ Páll Arason ferða-frömuður fæddist
á Akureyri 2. júní
1915. Hann lést á Ak-
ureyri 7. janúar 2011.
Foreldrar hans
voru Dýrleif Páls-
dóttir saumakona og
Ari Guðmundsson
skrifstofustjóri. Systir
Páls er Guðný, hús-
móðir í Reykjavík.
Páll kvæntist Huldu
Björnsdóttur 1942, en
hún lést 1983. Eign-
uðust þau tvö börn,
Rannveigu, f. 1942, d. 1993, og
Björn, f. 1948, búsettur á Akureyri.
Seinni kona Páls var Kristín Hrafn-
fjörð, búsett í Reykjavík, en þau slitu
samvistir.
Störf vann Páll ýmiskonar í gegn-
um tíðina, var leigubílstjóri hjá
Steindóri, sýningarmaður í Gamla
bíói og rak ferðaskrif-
stofu um tíma. Hann
var mikill öræfamaður
og ferðaðist með fjölda
fólks um hálendi Ís-
lands enda þekktur
frumkvöðull á því sviði.
Páll bjó um tíma í
Þýskalandi þar sem
hann undirbjó hópferð-
ir með íslenska ferða-
menn til Evrópu fyrst-
ur manna. Þá starfaði
hann hjá Vegagerðinni
en lét af störfum 1982,
flutti norður yfir heið-
ar og byggði sér hús í Bugi í Hörg-
árdal þar sem hann stundaði skóg-
rækt og fiskeldi af mikilli elju þar til
hann fluttist til Akureyrar 2001.
Útför Páls fer fram frá Akureyr-
arkirkju í dag, 21. janúar 2011, og
hefst athöfnin kl. 13.30.
Meira: mbl.is/minningar
„Áfram skröltir ei meir“ þetta ætti
að vera titillinn á seinni hluta ævisögu
móðurbróður míns, Páls Arasonar eða
Palla eins og flestir kölluðu hann. Æv-
intýri Palla á öræfum Íslands og er-
lendis er kapítuli sem ég læt aðra um
að segja frá, enda vel lýst í fyrri hluta
ævisögu hans „Áfram skröltir hann
þó“.
Ég kynntist Palla ekki vel fyrr en
ég flutti til Akureyrar upp úr 1990 og
bjó hann þá í Bugi í Hörgárdal. Þar
hafði hann byggt sér lítið 30 ferm. hús
í landi Gerðis sem hann flutti í 1982,
en 4 ár þar á undan hafði hann eytt öll-
um sumarfríum sínum í að ræsa fram
mýri sem þarna var og gróðursetja
tré á reit sem hann hafði fengið til um-
ráða úr landi Þúfnavalla en lönd Gerð-
is og Þúfnavalla liggja saman. Þar var
hann svo öll sumur, frá páskum og
fram yfir réttir en bjó ýmist í Reykja-
vík eða á Akureyri yfir háveturinn. Al-
farinn flutti Palli inn á Akureyri síðla
árs 2001. Ég heimsótti hann nánast
um hverja helgi út í Bug öll árin sem
ég var á Akureyri og hafði mjög gam-
an af. Hann vann þrekvirki við gróð-
ursetningu á nánast ónýtanlegu landi
og í dag stendur tæpra þriggja hekt-
ara skógur í Bugi eftir hann.
Palli var sögumaður mikill og
minninu hélt hann ótrúlega vel allt til
hins síðasta. Öllum fjöllum vissi hann
nöfn og hæð á sem og þekkti til dala
og hóla um nánast allt land. Ættfræð-
in var honum sem opin bók og var
stundum erfitt að fylgja eftir þegar
hann fór að rekja ættir okkar eða
annarra. Oft tók ég vini og kunningja
með vestur í Bug að heimsækja karl-
inn og urðu margir hissa er hann
byrjaði að rekja forfeður þeirra 100-
200 ár aftur í tímann. Það var hefð hjá
Palla að bjóða upp á snafs þegar gesti
bar að garði og oft var gaman að
fylgjast með fólki þegar það reyndi að
koma sér undan að þiggja veitingarn-
ar þar sem það væri akandi. Þær af-
sakanir tók hann yfirleitt ekki gildar
en aldrei fékk hann sér sjálfur ef
hann ætlaði að aka þjóðveginn, það
mátti sko alls ekki.
Eftir að Palli flutti inn á Akureyri
urðu dvalirnar færri í Bugi og eftir 90
ára afmælið 2005 tók ég við Bugi sem
ég nú nýti sem sumarbústað mér og
mínum til mikillar ánægju. Þegar
heilsan fór að dvína fyrir um tveim ár-
um flutti Palli á dvalarheimilið Hlíð
þar sem hann bjó þar til yfir lauk. Við
Palla langar mig að segja: jæja
frændi, þá er þessu lokið eftir langan
veg. Þakka þér fyrir samferðina hin
síðustu tuttugu ár, þakka þér fyrir
Bug, hans mun ég gæta svo lengi sem
mér er unnt.
Ari frændi.
Ég vil með þessum fáu orðum
minnast vinar míns Páls Arasonar
sem andaðist í hárri elli hinn 5.
janúar sl. Páll var á margan hátt at-
hyglisverður maður og fór ekki alltaf
troðnar slóðir, auk þess var hann ekki
allra, eins og sagt er.
Hann hóf ungur afskipti af ferða-
málum, fyrst sem leigubílstjóri en síð-
an rútubílstjóri í hálendisferðum.
Hann fór sína fyrstu eigin fjallaferð
með farþega á Dodge Weapon-hert-
rukk í Herðubreiðarlindir
1945 og eftir það rekur hann ferðir
um hálendi landsins öll sumur vítt og
breitt í 20 ár.
Árið 1948 fer hann sína frægðarför,
fyrstur manna á bíl suður Sprengi-
sand. En Páll var ekki einungis braut-
ryðjandi á hálendi Íslands heldur
einnig í ferðum til annarra landa.
Árið 1954 fer hann með 14 manns í
átta vikna utanlandsferð. Farið var á
Dodge Weapon-bíl hans í sex landa
ferð, líklega fyrsta ferð sinnar teg-
undar sem farin var frá Íslandi. Á
þessum tíma voru vegir víða slakir og
þjónusta við bíla ekki alls staðar sem
best verður á kosið, ekki síst breytta
ameríska hertrukka með háa bilana-
tíðni. Það þurfti því áræði til að fara í
slíka ferð einbíla.
Það má því með sanni segja að Páll
hafi verið einn af frumkvöðlum ís-
lenskra ferðamála. Ég kynntist Páli
stuttu eftir að hann hætti afskipt-
um af ferðamálum og síðar þegar
hann byggði hús sitt í Bug í Hörg-
árdal heimsótti ég hann iðulega og
var í góðu sambandi við hann alla tíð
síðan. Hann var mjög vel að sér um
sögu ferðamála og einstaklega
minnugur og skemmtilegur sögumað-
ur. Við áttum því margar ánægjuleg-
ar stundir saman, þar sem hann fór á
kostum í lýsingum á atvikum úr ferð-
um sínum hér heima og erlendis.
Ég vil þakka vináttu hans og sam-
veru í gegnum árin og óska honum
góðrar ferðar nú þegar hann leggur í
sína hinstu för.
Kjartan Lárusson.
Páll Arason