Morgunblaðið - 21.01.2011, Side 31

Morgunblaðið - 21.01.2011, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 og hlusta heldur hafði sínar eigin sögur að segja. Þegar við horfðum brosandi á Fannar hlaupa um með bílana sína vikuna eftir áramót óraði engan fyrir því hversu dýrmæt sú stund væri. Nú er hann horfinn frá okkur, minn- ingar um litla brosið og glampandi augun eru það eina sem við eigum eftir. Við söknum Fannars, þar sem hann togaðist á við systur sína eða reyndi að gera sig skiljanlegan við matarborðið. Við söknum þeirrar manneskju sem hann hefði getað orðið, alinn upp af jafnyndislegu fólki. Við söknum þess að sjá hann vaxa úr grasi, verða að manni og eignast sín eigin börn. Þar sem ég sit hér og horfi á regn- ið bræða síðasta snjóinn af götunum úti veit ég að það er komið að síðustu kveðjunni, þó að það sé erfitt. Með tímanum vona ég að sorgin okkar allra eigi smám saman eftir að breyt- ast í gleði yfir að hafa fengið að njóta þessara tveggja stuttu ára með Fannari Inga. Við munum aldrei gleyma. Á erfiðum stundum styðjum við hvert annað. Elsku Kári, Inga Hrund og Anna Valgerður, hugur okkar er alfarið hjá ykkur. Skarphéðinn. Fimmtudeginum 13. janúar mun ég seint gleyma. Ég fékk símtal frá Ingu Hrund um að Fannar Ingi væri látinn. Að þessi litli sæti gleðigjafi væri dáinn. Fannar Ingi var mikill grallari og var stundum að stríða systur sinni og Guðnýju Lilju þótt ungur væri. Samverustundir okkar með honum voru gleðistundir. Guð- nýju Lilju þótti afar vænt um hann og þegar ég spurði hana hvað hún vildi segja við hann þá svaraði hún: „Mig langar svo að sjá þig aftur og leika.“ Við eyddum mörgum stundum saman í garðinum í Bogahlíðinni sumarið 2009. Fannar Ingi skreið á eftir krökkunum í grasinu og endaði stundum í mölinni. Stundum varð sandkassinn fyrir valinu og Fannar Ingi smakkaði aðeins á sandinum eins og gengur og gerist þegar mað- ur er að kanna heiminn. Anna Val- gerður og Guðný voru duglegar að leika við hann og eyddu dágóðum stundum í kassanum með honum. Fannar Ingi kom stundum í heim- sókn til okkar þegar mamma hans var að sækja Önnu Valgerði. Honum þótti skemmtilegast að leika í barna- eldhúsinu. Eitt sinn færði hann okk- ur kaffi úr eldhúsinu, nýlega byrj- aður að ganga, og hann geislaði af stolti. Hann var alltaf brosandi, þessi fallegi grallari. Elsku Inga Hrund, Kári og Anna Valgerður og aðrir aðstandendur. Við viljum votta ykkur samúð á þess- um erfiðu tímum. Missir ykkar er mikill og sorgin ólýsanleg. Við minnumst hans með þessari tilvitnun: Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Aðalbjörg Sif, Steinþór, Jón Kristinn og Guðný Lilja. Lítill drengur, ljós og fallegur hef- ur yfirgefið okkur allt of snemma. Fannar Ingi snerti hjörtu okkar með sínu prúða fasi og fallegu augum. Við fylgdumst með Fannari Inga frá því hann var í móðurkviði, fæðingu hans á fallegum vetrardegi þegar fyrsti snjór vetrarins féll og sáum hann vaxa og dafna við hlið systur sinnar Önnu Valgerðar. Við áttum margar góðar og skemmtilegar samveru- stundir í afmælum, sveita- og sauma- klúbbsferðum. Það er sárt að vita til þess að við munum ekki hittast að nýju en minningin hans er ljós í lífi okkar. Elsku Inga Hrund, Kári, Anna Valgerður og fjölskylda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill og fá orð geta veitt ykkur huggun á þessum erfiða tíma. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Fannar Ingi. Þú ert án efa falleg- asti engillinn á himnum og þegar við horfum á snjókornin falla minnumst við þín. Ykkar vinir, Elín, Hildur Eygló, Guðrún, Ingibjörg, Karen, Ragnheiður og fjölskyldur. Hvað er hægt að segja við fjöl- skyldu sem hefur misst eitt barnið sitt? Eru einhver orð sem hugga eða sefa harminn þegar lítill drengur hefur skyndilega verið hrifinn á brott úr faðmi foreldra sinna? Sterk tilfinning vanmáttar okkar hinna sem stöndum á hliðarlínu harmleiks- ins kemur berlega í ljós við svo hörmulegar aðstæður. Við hjónin vorum þeirrar gæfu að- njótandi að vera dagforeldrar Fann- ars litla í þónokkra mánuði. Við er- um bæði yfirbuguð af sorg yfir fráfalli hans, enda stóð hann nærri hjarta okkar eins og öll þau börn sem við höfum í gæslu. Við eigum líka þrjú lítil börn sjálf svo að þetta sting- ur beint í hjartastað. Vanmáttar- kenndin kemur fram vegna þess að maður veit að ekkert sem hægt er að segja eða gera mun vekja Fannar aftur til lífsins. En það er samt möguleiki á að horfa á það jákvæða við hið sorglega. Fannar fékk ekki langan tíma með okkur en tilvist hans hafði samt djúpa merkingu. Hann snerti líf allra sem að honum stóðu. Hann var ljós í lífi foreldra sinna, hann var lítill bróðir yndislegrar stúlku og hann fyllti líf ömmu sinnar gleði og stolti. Þetta eru mikilvæg hlutverk og þau voru fleiri. Við hjónin höfum grátið hann sam- an undanfarna daga. Það er líka létt- ir í því að gefa sorginni farveg á þann hátt. En við settumst svo niður og ræddum um hann eina kvöldstund. Fyrst veltum við þessum klassísku spurningum fyrir okkur: Af hverju Fannar? Af hverju þessi fjölskylda? Af hverju þarf nokkurt barn að deyja eða foreldri að upplifa slíka martröð? Niðurstaðan er að enginn getur svarað þessu. Hvað getum við þá gert? Við get- um fagnað lífi hans Fannars. Við get- um fagnað því að hann var fallegur. Við getum fagnað því að hann átti foreldra sem elskuðu hann og hugs- uðu um hann af kostgæfni. Hann bjó við gott atlæti og kærleika. Hann gaf ást og fékk ást. Hann átti systur og ömmu og fleiri manneskjur sem elskuðu hann. Þetta eiga ekki öll börn í heiminum. Þetta eru forrétt- indi sem hann naut. Við hjónin fórum að rifja upp þeg- ar hann var hjá okkur í daggæslunni. Þegar hann hló, þegar hann var svangur, þegar hann var ósáttur, þegar hann hljóp fram og eftir gang- inum í leik með hinum krílunum. Þegar hann bað með látbragði um að vera þurrkað um munninn. Áður en við vissum af vorum við farin að brosa í gegnum tárin. Minningarnar um Fannar eru nefnilega svo mik- ilvægar. Þær verðum við að varð- veita og nýta okkur til að komast í gegnum sorgarferlið. Elsku fjöskylda: Fannar var ein- stakur, fallegur og yndislegur drengur. Það var ekki síst ykkur að þakka fyrir að gefa honum kærleika og gott líf. Við munum aldrei gleyma honum og þökkum fyrir að hafa fengið að vera dagforeldrar hans. Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá og brostinn er lífsins strengur. Helkaldan grætur hjartað ná því horfinn er góður drengur. Tekinn var litríkur fífill frá mér og ferðast einn um sinn. Í kærleiksljósi leita að þér og leyndardóminn finn. Vonarkraftur vermir trú og viðjar sárar brýtur. Ótrúleg er elska sú sem eilífðinni lýtur. (Jóna Rúna Kvaran) Nína og Lazaro. Nú er harmur í hjarta mér því Fannar Ingi farinn er. Eftir lifir minning hans hann er í huga mér. Úr augum mínum tárin falla því fallegan dreng er búið að kalla til annarra starfa á nýjum stað ég minningu hans ber í hjartastað. (Eydís Eyþórsdóttir) Við á Klömbrum kveðjum í dag lít- inn vin. Ungan, lífsglaðan og bjartan dreng sem við erum svo lánsöm að hafa fengið að kynnast og njóta nær- veru hans, en þau kynni voru því miður alltof stutt. Minning um góðan dreng lifir með okkur. Elsku Kári, Inga Hrund, Anna Valgerður og aðrir ástvinir. Okkar innilegustu samúðarkveðjur á þess- um erfiðu tímum. Fyrir hönd leikskólans Klambra, Eydís Eyþórsdóttir deildarstjóri. ✝ Kristín Henriks-dóttir fæddist á Höfn í Hornafirði 16. desember 1920. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ í Reykjavík 9. janúar 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Henrik Stefán Erlendsson, héraðslæknir á Hornafirði, f. í Reykjavík 27. febrúar 1879, d. 27. desember 1930, og Súsanna Henriette Friðriksdóttir, f. í Mýr- arkoti á Álftanesi 3. desember 1887, d. 2. mars 1968. Systkini Kristínar voru: Erlendur, f. 13. maí 1912, d. 24. apríl 1933. Steingrímur, f. 20. maí 1914, d. 24. janúar 1979. Þór- hallur, f. 11. júlí 1916, d. 7. febrúar 1964. Halldóra, f. 3. júní 1918, d. 22. janúar 2001. Sigríður, f. 16. júní 1922, d. 6. júlí 1977. Friðrik, f. 21. maí 1925, d. 5. nóvember 1983. Bjarni, f. 9. maí 1927, d. 29. sept- ember 1989. Samfeðra: Jóhanna Zoëga, f. 6. apríl 1906, d. 26. apríl 1986. Kristín giftist 26. apríl 1942 Sig- sept. 1971. Jón Brynjar, f. 13. júní 1974, kvæntur Miriam Guerra, f. 4. okt. 1976. Ívar Tjörvi, f. 21. febr. 1980. 5) Egill Vilhjálmur, f. 30. mars 1952, kvæntur Hafdísi Sveinsdóttur, f. 5. júní 1956. Börn þeirra: Kristín, f. 9. júní 1983, gift Ellert Ágústi Pálssyni, f. 19. ágúst 1982, og Davíð, f. 16. júlí 1985. 6) Fóstursonur Bald- vin Garðarsson, f. 23. ágúst 1958. Langömmubörnin eru 12. Kristín fæddist á Höfn en fluttist um 11 ára aldur ásamt móður sinni til Reykjavíkur við andlát föður síns. Hún lauk námi í Verslunarskólanum og vann skrifstofustörf og eftir það húsmóðurstörf er hún giftist. Þau hjón stofnuðu heimili á Laufásvegi 26, en fluttu að Laugarásvegi 55 í nýbyggt hús þeirra hjóna og bjuggu þar meðan Sigurður lifði. Síðar sett- ist hún að í Árskógum 8 uns heilsu hrakaði og dvaldi loks á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ þar til hún lést. Kristín tók virkan þátt í fé- lagsmálum, einkum í Kvenfélagi Ás- kirkju. Hún lagði stund á tungu- málanám og kynnti sér mannlíf víða um lönd á ferðalögum með eig- inmanni sínum. Hún lagði alla tíð mikla rækt við fjölskylduna, afkom- endur og tengdabörn. Útför Kristínar fer fram frá Ás- kirkju í dag, 21. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verð- ur í Fossvogskirkjugarði. urði Egilssyni, f. 30. ágúst 1921, d. 26. ágúst 2000. Foreldrar hans voru Egill Vil- hjálmsson stór- kaupmaður, f. í Hafn- arfirði 28. júní 1893, d. 29. nóvember 1967, og Helga Sigurðardóttir, f. í Reykjavík 9. októ- ber 1898, d. 25. júlí 1982. Börn Kristínar og Sigurðar: 1) Hen- rik, f. 23. okt. 1940, d. 26. okt. 1987. 2) Helga, f. 8. ágúst 1942, gift Guttormi Pétri Ein- arssyni, f. 15. mars 1938. Synir þeirra: Einar f. 15. sept. 1964, kvæntur Guðrúnu Svövu Gunn- laugsdóttur, f. 15. des. 1968, og Sig- urður Egill, f. 27. júní 1969, kvæntur Sigrúnu Edvald, f. 8. júní 1962. 3) Súsanna, f. 5. sept. 1945, maki Matt- hías Pálmason, f. 17. mars 1946. Sonur þeirra: Kristinn Már, f. 4. sept. 1982, maki: Steinunn Lilja Smáradóttir, f. 22. sept. 1983. 4) Ing- unn, f. 3. júlí 1948, var gift Má Jóns- syni, f. 17. jan. 1948. Þau skildu. Synir þeirra: Arnar Þór, f. 15. ágúst 1971. Maki Ásdís Káradóttir, f. 18. Nú þegar ég kveð tengdamóður mína, Kristínu Henriksdóttur, vaknar enn á ný minningin um það kærleiksríka og hjálpsama viðmót hennar og gjörðir sem hún lagði mér og Helgu til, er við hófum bú- skap í notalegri íbúð á heimili henn- ar og Sigurðar á Laugarásvegi 55. Við Helga höfðum bundist tryggða- böndum og giftum okkur að loknu námi mínu erlendis. Sonur okkar Einar fæddist þar, en Sigurður Eg- ill eftir að við fluttum í eigin íbúð í Hraunbæ 178. Fyrstu skrefin í hjúskap og hjónabandi eru óreyndum að jafnaði vandasöm en nærvera Kristínar og hógvær alúð glæddi mér og Helgu þann þroska sem leitt hefur okkur til farsæls hjónabands. Hlutdeild hennar á þeirri vegferð og návist við ömmubörnin var alla tíð vegur ljóssins mót hreggi lífs og döprum stundum. Kristín var gædd góðum námsgáfum og víðlesin. Hún lagði stund á erlend tungumál og kynnti sér þjóðabrag og sögu á ferðalögum með eiginmanni sínum. Einnig tók hún virkan þátt í félags- og líkn- armálum og var um tíma samstiga öðrum í fararbroddi Kvenfélags Ás- kirkju. Í raun lék allt það í höndum hennar sem hún sinnti, hvort heldur í hannyrðum eða við heimilishald. Hún töfraði ávallt fram gómsætan mat og kökur með lítilli fyrirhöfn, sem lyfti hrífandi veislum þeirra hjóna á hátind glaðværðar og ljúfr- ar samveru í hópi afkomenda og tengdabarna. Í minningu hennar er ég bundinn ævarandi þakklæti fyrir allt sem hún var okkur. Blessuð sé minning hennar. Friðhelg veri sála hennar. Guttormur Einarsson. Í dag skrifa ég örfá kveðjuorð um hanna ömmu mína sem fallin er frá eftir að hafa skilað sínu hlutverki með mikilli reisn. Það er margt sem mótar mann í æsku. Foreldrar, vin- ir, umhverfi og skóli, eiga allir stór- an þátt í því að kenna manni þær lífsreglur, sem maður notar til að mynda sér það líf sem maður kýs að lifa eftir. Hún amma mín átti stóran þátt í að móta þær lífsreglur sem ég legg mig fram við að lifa eftir í dag. Amma Stína, eins og hún var kölluð, var alltaf til staðar fyrir mann, hún var sannarlega hetja hversdagsins og sýndi það svo sannarlega í verki án þess að eigna sér heiðurinn af því. Á þessari stundu koma upp minn- ingar frá löngu liðnum tíma á Laug- arásveginum þar sem ég átti mér samastað löngu eftir að ég flutti þaðan upp í Árbæinn. Amma átti þar stærstan þátt, en hún tók alltaf svo hlýlega og vel á móti mér, eins og hún gerði gagnvart öllum sem til hennar leituðu, og þeir voru margir. Ég minnist þess að Laugarásveg- urinn var sem ævintýraheimur fyrir mig sem barn, en þar var frum- skógur, dýflissa, fótboltavöllur, tarsan-rólur og rifsberjatré, allt á sama blettinum í garðinum hjá ömmu. Þegar maður kom svo inn var amma alltaf tilbúin að taka á móti okkur strákunum með kaffibrauð og mat, og þrátt fyrir öll uppátækin og lætin sem í okkur voru hafði amma einstaklega gott lag á að róa okkur niður eða benda manni á hvernig best væri að leiðrétta hlutina. Þegar maður sat svo inni hjá ömmu eydd- um við löngum tíma í að tala um framandi og ævintýraleg lönd, ég að reyna að þylja upp allar höfuðborg- ir heimsins og hún að segja mér sögur frá þeim löndum sem hún og afi fóru til, en þau voru mörg. Hún amma mín kenndi mér hvað kærleikur og auðmýkt er, það án þess að segja manni það, heldur með því að sýna það í verki. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem minna máttu sín, enda voru margir sem leituðu á náðir hennar. Elsku amma Stína. Með þessum örfáu orðum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú ert og varst í lífi mínu, takk fyrir að gefa mér þann kær- leika og umburðarlyndi sem ég reyni að feta mitt líf eftir. Þín minning mun lifa. Einar Guttormsson. Í dag kveð ég ömmu mína sem fyrir fáeinum vikum náði þeim áfanga að verða níræð en lést 9. jan- úar sl. Amma var hlý og létt í lund og hafði gaman af að segja frá. Hún hafði ásamt afa ferðast heimshorna á milli í miklum ævintýraferðum sem þau fóru í árlega í nokkur ár. Hún sagði mér frá þessum ferðum. Sérstaklega var henni minnisstætt ferðalag til Evrópu snemma á 6. áratugnum. Þau flugu til Danmerk- ur og tóku þaðan rútu suður Evr- ópu, alla leið til Ítalíu. Ummerkin um síðari heimsstyrjöldina voru áberandi og minntu þau á hversu vel Ísland komst frá þeim hildar- leik. Hún var stolt af því að hafa ferðast til allra heimsálfanna, að Eyjaálfu undanskilinni. Amma lauk prófi frá Verzlunar- skóla Íslands sem ekki var algengt fyrir stúlkur undir lok fjórða ára- tugarins. Hún vann skrifstofustörf um hríð eða þar til þau afi giftust og sá eftir það alfarið um heimilið. Oft voru margir í mat og sjaldnast sett- ist amma niður við matarborðið heldur sá til þess að allir hefðu nóg. Hún vildi ekki láta mikið fyrir sér fara en hafði unun af að fá heim- sóknir og spjalla við gesti og gang- andi. Hún var eldklár og hafði t.d. gaman af því að spila Trivial Pursu- it við börn og barnabörn í jólaboð- um og hafði oft betur. Sérstaklega var hún góð í landafræði. Hún fylgdist grannt með fréttum, hlust- aði á útvarpssögurnar og las bækur, að ógleymdum dönsku blöðunum sem hún heklaði og prjónaði upp úr peysur, vettlinga og húfur á alla fjölskylduna. Þótt heimilisstörfin væru alfarið á hennar herðum kom hún ótrúlega miklu í verk. Þegar sagt er frá ömmu kemur Höfn í Hornafirði fljótt upp í hug- ann. Þrátt fyrir að amma væri Reykvíkingur og byggi þar lengst af ævi sinnar var hún fædd á Höfn þar sem faðir hennar gegndi lækn- isembætti. Þar ólst hún upp fyrstu 11 árin og staðurinn skipaði stóran sess í hjarta hennar alla tíð. Síðustu misserin var hugur hennar oftast á Höfn. Af svip hennar mátti ráða að þar leið henni vel. Amma og afi bjuggu við Laug- arásveg sem mér fannst alltaf eins og Disney-land fyrir krakka. Húsið var stórt og nóg að gera og sjá, t.d. hlutir sem þau höfðu eignast á ferðalögum sínum, og risastór garð- ur þar sem við krakkarnir lékum okkur. Jólin á Laugarásveginum eru sérstaklega eftirminnileg, þegar öll stórfjölskyldan kom þar saman á aðfangadagskvöld og jólatréð var umkringt pökkum. Eftir að amma fluttist í Árskógana keyrði ég hana iðulega í búðir og til annarra erinda. Þá spjölluðum við um heima og geima og hún sagði mér frá ýmsu sem á daga hennar hafði drifið. Ég met mikils þann góða tíma sem ég átti með ömmu. Ívar Tjörvi. Kristín Henriksdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.