Morgunblaðið - 31.01.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar.
Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is.
• Rótgróin, sérhæfð heildverslun með vélar og tæki. Ársvelta 140 mkr.
EBITDA 25 mkr.
• Ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. EBITDA um 40 mkr.
• Þekkt matvælavinnsla. Ársvelta 300 mkr.
• Lítil heildverslun með sérhæfða vöru og góða afkomu. Heimsþekkt vörumerki.
• Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu tæknifyrirtæki til að nýta
vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 160 mkr. og EBITDA um 30 mkr.
Viðkomandi gæti starfað við fyrirtækið sem fjármálastjóri.
• Veitingastaður og framleiðslufyrirtæki með indverskan mat, krydd, sósur og
brauð sem selt er í verslunum og til stórnotenda. Auðveld kaup.
• Vel þekkt innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Velta á
uppleið og góð verkefnastaða. EBITDA 35 mkr. Kaupverð felst að stórum hluta
í yfirteknum langtímaskuldum en kaupandi þarf að leggja fram góðar
tryggingar fyrir rúmlega 100 mkr.
• Fasteignafélag með 9000 fm í öruggri útleigu. 25 ára leigusamningur.
Áhvílandi hagstæðar langtímaskuldir um 840 mkr. 100% hlutur á 600 mkr.
• Nýleg barnafataverslun með eigin innflutning að hluta. Ágætt tækifæri til að
byggja upp sjálfstæðan rekstur.
VIÐTAL
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Mikilvægustu þættirnir í rekstri al-
mannatengslafyrirtækis eru annars
vegar að viðhalda trausti og trúverð-
ugleika fyrirtækisins og hins vegar
að vera íhaldssamur í rekstri þess.
Þetta segir Jón Hákon Magnússon,
framkvæmdastjóri KOM almanna-
tengsla ehf, en fyrirtækið heldur í
þessum mánuði upp á 25 ára afmæli.
KOM hefur komist lifandi í gegnum
tvær djúpar kreppur og þakkar Jón
Hákon það ekki síst því hve varlega
hefur alltaf verið stigið til jarðar í
fjármálum. „Við erum með gríðar-
lega góðan fjármálastjóra, en allt frá
stofnun höfum við passað mjög vel
upp á fé og reynt að eyða ekki um efni
fram.“ Nefnir hann sem dæmi fund-
arborð í fundarherbergi á skrifstofu
KOM. „Borðplatan er búin til úr af-
gangs parketi sem smiðurinn sneið til
fyrir okkur og svo settum við lappir
frá IKEA undir plötuna. Þetta kost-
aði 15-20 þúsund krónur, en nýtt 150-
200 þúsund. Þetta borð höfum við
notað í áratugi.“ Hann segir að það sé
jafnframt stefna KOM að kaupa aldr-
ei neitt nema fyrirtækið eigi fyrir því
og það hafi því komið skuldlaust út úr
uppgangstímanum og standi því bet-
ur en mörg fyrirtæki í kreppunni.
„Auðvitað hefur kreppt að hjá okk-
ur eins og öðrum eftir bankahrun og
þurftum við að skera niður kostnað.
Starfsmenn ákváðu í sameiningu að
taka á sig 25 prósenta skerðingu
launa í stað þess að farið yrði í upp-
sagnir og gekk þessi launaskerðing
yfir mig líka. Svo höfum við ekki ráð-
ið í staðinn fyrir þá sem yfirgefa fyr-
irtækið, þannig að starfsmönnum
hefur eitthvað fækkað. Hins vegar
sýnist mér að svigrúm sé að skapast
til að ráða eins og einn starfsmann til
viðbótar.“
Margt hefur breyst síðan KOM var
stofnað í ársbyrjun 1986.
„Við stofnum fyrirtækið tveir sam-
an, ég og Indriði G. Þorsteinsson, rit-
höfundur, en hann hætti nokkrum
mánuðum síðar og varð ritstjóri Tím-
ans aftur. Stærstan hluta ársins 1986
var ég bara einn, en Áslaug eiginkona
mín vann einnig mikið með mér á
þessum tíma. Um haustið voru
starfsmennirnir hins vegar orðnir
þrír, að mér meðtöldum.“
Jón Hákon segir að fyrstu mánuð-
irnir hafi verið erfiðir. „Það var ekki
mikil þekking eða skilningur á al-
mannatengslum í íslensku viðskipta-
lífi á þessum tíma og ég gat lítið gert
til að vekja á mér athygli. Ég hrein-
lega hafði ekki fé til að auglýsa stof-
una. Byrjaði með 150 þús króna lán á
milli handaÞað varð mér hins vegar
til happs að þetta sama ár var leið-
togafundur Reagans og Gorbatsjevs
haldinn í Höfða. Matthías Á. Mathie-
sen utanríkisráðherra bað mig um að
annast alla framkvæmd og skipulag
alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðinni í
kringum fundinn. Meðan á því verk-
efni stóð fóru starfsmenn hjá mér úr
þremur í sextíu og tvo í 10 daga, en
við áttum að tryggja að hátt í þrjú
þúsund erlendu og innlendu fjöl-
miðlamenn, sem hingað komu, hefðu
viðunandi aðstöðu og möguleika til að
senda fréttir sínar heim. Á þeim tíma
var samskiptatæknin náttúrlega ekki
sambærileg við það sem nú er og var
meiriháttar mál að tryggja nægilega
margar símalínur til fjölmiðlamann-
anna. Þá nánast tæmdum við Verzl-
unarskólann af ritvélum.“
Áfallastjórnun
Jón Hákon segir að þótt skilningur
á mikilvægi almannatengsla hafi auk-
ist á þeim tuttugu og fimm árum, sem
liðin eru, sé hann ennþá ekki nógu
mikill. „Almannatengsl snúast ekki
um að plata fólk eða að snúa upp á
sannleikann. Almannatengsl ganga
út á að auðvelda flæði réttra upplýs-
inga frá stofnunum, fyrirtækjum og
öðrum til almennings eða til afmark-
aðra hópa, til dæmis starfsmanna,
viðskiptavina eða annarra sem láta
sig varða málefni viðkomandi stofn-
unar. Við leggjum alltaf á það áherslu
við okkar viðskiptavini að vera heið-
arlegir og að draga ekkert undan.
Það þýðir lítið að segja bara 99 pró-
sent af sannleikanum, því þetta eina
prósent mun fyrr eða síðar koma í
dagsljósið og valda meiri skaða en
ella. Við höfum ætíð lagt mikinn fag-
legan metnað í að auðvelda fjölmiðla-
fólki vinnu sína með því að koma á
framfæri trúverðugum og réttum
pplýsingum. Við þekkjum þarfir og
kröfur fjölmiðla út í eitt. Það hefur
reynst farsælt.“
Starfssvið KOM er mjög vítt, en
Jón Hákon segir að síðustu ár hafi
fyrirtækið sérhæft sig meira og
meira í áfallastjórnun. „Að bregðast
rétt við áföllum skiptir gríðarlega
miklu máli, hvort sem um er að ræða
fjöldauppsagnir eða fjárdráttarmál í
fyrirtæki eða aðrar „krísur“. Röng
viðbrögð geta valdið fyrirtæki eða
stofnun ómældum skaða, en ef rétt er
brugðist við er hægt að takmarka
hann.“
Morgunblaðið/Kristinn
Reynslumikill Fáir hafa jafnmikla eða umfangsmikla reynslu á sviði almannatengsla og Jón Hákon Magnússon, en
fyrirtæki hans, KOM almannatengsl, var stofnað í janúar árið 1986, eða fyrir réttum 25 árum.
Trúverðugleiki og
íhaldssamur rekstur
KOM almannatengsl eru tuttugu og fimm ára í janúar
Hlutverk almannatengils er marg-
þætt, að sögn Jóns Hákonar.
„Stærstur hluti okkar starfs felst,
eðli málsins samkvæmt, í því að
ráðleggja viðskiptavinum okkar
hvernig best sé að miðla upplýs-
ingum til viðkomandi markhóps.
Það er ekki alltaf best að fjöl-
miðlafulltrúi eða forstjóri geri
það, heldur getur í t.d einhverjum
tilfellum verið betra að fjár-
málastjóri eða verksmiðjustjóri
tali fyrir hönd fyrirtækisins í til-
teknu máli, svo dæmi séu tekin.
Þá getur það verið mismunandi
hvaða leið er best, fréttatilkynn-
ing, ítarefni, kynningarfundur eða
eitthvað annað. Við forðumst það
hins vegar almennt að koma sjálf
fram fyrir hönd viðskiptavina
okkar, heldur veitum þeim frekar
ráð og öflugan stuðning.“
Vegna eðlis starfsins geta
starfsmenn KOM fengið aðgang
að mikilvægum og viðkvæmum
upplýsingum um fyrirtæki og
stofnanir. „Við metum trúnaðinn
mjög mikils og þess vegna þurfa
starfsmenn okkar og makar
þeirra að sverja trúnaðareið. Það
er grundvallaratriði að við-
skiptavinur geti treyst því að
upplýsingar, sem við fáum í hend-
urnar, séu öruggar.“
Ráðgjafar og trúnaðarmenn
MARGÞÆTT OG FLÓKIÐ HLUTVERK
Gengi evru hefur ekki verið hærra
gagnvart Bandaríkjadal í tvo mán-
uði. Evran styrktist í síðustu viku
meðal annars vegna ummæla Lo-
renzo Bini Smaghi, sem situr í
bankaráði Evrópska seðlabankans,
um að ekki verði hægt að líta
framhjá áhrifum hækkandi heims-
markaðsverðs á hrávöru á verð-
bólgu á evrusvæðinu. Ummælin
þykja til marks um að meiri líkur
séu en minni á að Evrópski seðla-
bankinn verði fyrri til en aðrir
veigamiklir seðlabankar til þess að
hækka stýrivexti. Nýjustu hagtölur
frá Bretlandi nánast útiloka vaxta-
hækkun Englandsbanka á næstunni
þrátt fyrir að verðbólga sé mikil og
á sama tíma hefur bandaríski seðla-
bankinn ítrekað áherslu sína á að
halda stýrivöxtum áfram í sögulegu
lágmarki.
Reuters
Styrking Gengi evrunnar hefur styrkst að undanförnu.
Gengi evru styrkist