Morgunblaðið - 31.01.2011, Side 25
DAGBÓK 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞÚ GETUR EKKI MEITT MIG!
SÉRÐU HVAÐ ÉG ER STÓR
OG ÓGURLEGUR!
AMEN!ÍSLAND SÉ FALIÐ ÞÉR,
EILÍFI FAÐIR.
ÍSLAND SÉ FRJÁLST,
MEÐAN SÓL GYLLIR HAF.
...
ÍSLENSKA
MOLDIN,
ER LÍFIÐ
ÞÉR GAF.
SENDIÐ
EFTIR LIÐSAUKA!
HVÐA
ÞÝÐIR ÞAÐ?
ÉG
VEIT ÞAÐ
EKKI...
HERFORINGJAR ERU BARA VANIR
AÐ SEGJA ÞETTA Í ÞESSARI STÖÐU
ÉG HELD AÐ
ÉG ÞURFI AÐ KAUPA
MÉR CRUEX
HVAÐ
GERIR
ÞAÐ?
ÞAÐ
GETUR VÍST
HJÁLPAÐ VIÐ
ÁKVEÐNI TEGUND
AF KLÁÐA Í
NÁRANUM
HVAR ER
NÁRINN?
NÁRINN
HLÝTUR AÐ
VERA FYRIR
AFTAN
EYRUN
JÁ
ÞAÐ
HLÝTUR
AÐ VERA,
MANN
KLÆJAR
ALLTAF SVO
MIKIÐ ÞAR
ÞÚ VALDIR SVO SANNARLEGA RANGAN
NÁUNGA TIL AÐ RÆNA!
TAKK FYRIR
AÐ BJÓÐA MÉR Á
ÞENNAN
HÁDEGISVERÐARFUND
ÞÚ ERT
ALLTAF
VELKOMINN, VIÐ
HITTUMST
TVISVAR Í VIKU
ÉG REYNI
AÐ KOMA AFTUR
EN NÚNA VERÐ ÉG
AÐ ÞJÓTA
ÞÚ
ÞARFT AÐ
DRÍFA ÞIG
AFTUR Í
VINNUNA
ÞAÐ HEFUR HINSVEGAR
VISSULEGA SÍNA KOSTI AÐ
ÞURFA EKKI AÐ DRÍFA SIG Í
VINNUNA
ÞÁ
ER ÞAÐ
PÓKER!
Strætó –
hveitipokar
Nokkrir punktar um
strætisvagna.
1. Stundum, reynd-
ar ansi oft, langar mig
að minna strætis-
vagnabílstjóra á að
þeir eru að keyra með
lifandi fólk en ekki
hveitipoka.
Ökulagið á bílstjór-
unum er ofboðslega
misjafnt. Það er svo
mikill hraði á sumum
og þeir eru svo óþægi-
lega á bremsunum,
rykkja fram og til
baka, að ég velti því fyrir mér hvort
allir þessir bílstjórar séu hreinlega
með ökuréttindi. Allt of oft sé ég fólk
detta og/eða eldra fólk sem á fullt í
fangi með að halda sér og maður sér
að það er með lífið í lúkunum, skít-
hrætt.
2. Er akstur strætisvagna grunn-
þjónusta eða lúx-
usþjónusta?
3. Börn og stræt-
isvagnar. Það er ekk-
ert nýtt að börnum sé
vísað út úr stræt-
isvagni af því að það
vantar smávegis upp á
fargjaldið. Það er óþol-
andi hvað margir bíl-
stjórar bera litla sem
enga virðingu fyrir
börnum og unglingum
og það að hækka gjald-
ið úr 100 krónum í 350
kr. er siðleysi, virðing-
arleysi og klúður. For-
eldrar eiga kannski
100 kr. í lok mánaðar-
ins í strætó, en ekki fyrir heilu
strætókorti.
Þið bílstjórar sem eruð næstum
því 100%, ekki taka þetta til ykkar.
Farþegi.
Ást er…
… stöðugt fliss
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, út-
skurður/myndlist kl. 13, félagsvist kl.
13.30.
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30.
Myndlist kl. 16.
Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín
kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
bænastund og umræða kl. 9.30, leikfimi
kl. 11, upplestur kl. 14.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fyrsti
fundur Leshóps verður 1. febrúar í Gull-
smára 13 kl. 20. Stefán Friðbjarnarson,
fyrrum bæjarstjóri og blaðamaður, segir
frá ævi og ljóðum Steins Steinarr og les-
in verður áður óbirt frásögn um hann.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30. Danskennsla
– námskeið kl. 17.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9,
handverksklúbbur Valdórs kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbeinandi
í handavinnu við kl. 9, botsía kl. 9.30,
gler- og postulín kl. 9.30/13, lomber kl.
13, canasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17,
skapandi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulín
kl. 9, ganga kl. 10. Handavinna og brids
kl. 13. Félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Myndlistarsýning Óla Kr. Jónssonar,
vatnsleikfimi kl. 8.15 og 12.10, kvenna-
leikfimi í Sjálandi kl. 9.15 og 10, í Ásgarði
kl. 11, bútasaumur og brids kl. 13.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 9.15 og 10, í
Ásgarði kl. 11, vatnsleikfimi Sjálandi kl.
12.10, fræðslufundur í Jónshúsi kl. 13.30
um fjármál, síðdegiskaffi kl. 14.
Háteigskirkja – starf eldri borgara |
Alla mánudaga félagsvist kl. 13.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl.
10 frá Haukahúsi, kór kl. 10.30, gler-
bræðsla kl. 13, tréskurður kl. 13, fé-
lagsvist og botsía kl. 13.30. Vatnsleikfimi
kl. 14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30
og 10.30. Opin vinnustofa kl. 9, brids kl.
13, kaffisala.
Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur kl.
10 í Egilshöll, sjúkraleikfimi kl. 14.30 í
Eirborgum og á morgun er sundleikfimi
kl. 9.30.
Skartgripagerð kl. 13.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við
Hringborðið, spjallhópur kvenna kl.
10.30, handverks- og bókastofa kl. 11.30,
prjónaklúbbur ofl. kl. 13, botsía kl. 13.30,
söngstund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handa-
vinna kl. 9/13. Útskurður kl. 9. Sam-
verustund með djákna kl. 14-15.
Vesturgata 7 | Handavinna og botsía kl.
9, leikfimi kl. 10.30, kóræfing kl. 13,
tölvukennsla kl. 12.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, bókband og postulín kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, botsía kl. 19, upplestur
kl. 12.30, handavinnustofa opin eftir há-
degi, spil, stóladans kl. 13.
Önundur Jónsson sendi þætt-inum góða kveðju að vestan:
„Þakka þér fyrir vísuhornið þitt.
Við vinnufélagar höfum gaman af í
kaffitímum að lesa vísurnar upp á
meðan við sötrum kaffið.
Ég var að blaða í gömlum blöðum
frá föður mínum heitnum, en hann
átti marga góða vísuna, eins og þeir
sem eru andans menn.
Bróðir minn, sem einnig er látinn
(1995), var vel hagmæltur og eru til
eftir hann margar vísur.
Ein vísa hans sem kom úr blaða-
bunkanum er ort einhvern tímann í
valdatíð Friðriks Sophussonar og á
vel við í dag:
Fjármálaráðherrans föng eru nokkur
og féþúfur hans eru margar og víða.
Hvenær í skollanum skyldi hann okkur
skattleggja, fyrir að mega „ríða“?
Höfundurinn hét Erlingur Andr-
és Jónsson.“
Stefán Stefánsson frá Móskógum
á Bökkum í Skagafirði orti til Jóns
Kjartanssonar forstjóra Áfeng-
isverslunar ríkisins. En sagt var að
hann hefði bara vinnukonuútsvar:
Aldrei mikið útsvar bar
eða skatta og þess konar
sem heldur ekki von til var,
„vinnukona Framsóknar“.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af sköttum og vinnu-
konu Framsóknar
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur