Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 40
Mynd 1.
Stoltir smiðir og
verkamenn framan
við nýbyggingu
barnaskólans, sem
þeir hafa nýlokið
við að reisa.
ú f haust eru rétt 100 ár liðin frá því
I að lokið var byggingu þess húss, sem
JL undangengna áratugi hefur heitið
Miðbæjarskólinn í munni Reykvíkinga, en
nefndist upphaflega Barnaskóli Reykjvíkur.
Húsið reis á sínum tíma í túnbrekku austan
við norðausturenda Tjarnarinnar, en ber nú
götunúmerið Fríkirkjuvegur 1. Þegar nýbygg-
ing Barnaskóla Reykjavíkur komst í gagnið,
leysti hún af hólmi eldra skólahús úr steini,
sem byggt var árið 1882 og enn stendur á
horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Eftir
flutning barnaskólans var því húsi breytt í
pósthús, síðan í landsímastöð, og loks var lög-
reglustöð Reykvíkinga þar til húsa um ára-
tuga skeið. Seinustu árin hefur húsið verið
notað sem viðbót við pósthúsið.
Uppdrættir að húsi barnaskólans voru
gerðir úti í Danmörku. Þar var að verki C.
Brandstrup, en honum til aðstoðar hér heima
var Jón Sveinsson, sem byggði fyrri áfangana,
þ.e. norður- og vesturálmu hússins. Pétur
Ingimundarson byggði suðurálmuna árið
1907, en uppdrættir Einars Sveinssonar, húsa-
meistara Reykjavíkurborgar, að hækkun
íþróttahúss í norðurálmu voru samþykktir
haustið 1944.
Eftirtektarvert er, að byggingin var reist úr
timbri, en ekki steini. Virðist tvennt hafa ráð-
ið mestu um það: Annars vegar sú skoðun, að
hollusta væri meiri í timburhúsum (öfugt við
ríkjandi álit árið 1882), en ekki síður hitt, að
jarðskjálftarnir miklu á Suðurlandi árið 1896
voru ráðamönnum bæjarins enn í of fersku
minni til að þeir teldu hættandi á að reisa
steinhús handa skólanum.
Upphaflega var gert ráð fyrir, að byggingin
rúmaði 300 nemendur. En Reykjavík var í
örum vexti, og því var nýi skólinn fullsetinn
þegar á fyrsta ári. Viðbyggingin frá 1907, sem
áður er getið, kom til vegna áframhaldandi
örrar fjölgunar bæjarbúa og tilkomu skóla-
skyldu frá árinu 1908. Eftir stækkunina átti
skólinn að geta rúmað 600 nemendur. Barna-
skóli Reykjavíkur var eini almenni barnaskól-
inn í bænum, uns Austurbæjarskólinn tók til
starfa árið 1930, en upp frá því var hann jafn-
an kallaður Miðbæjarskólinn. Við hlið Barna-
skólans störfuðu framan af öldinni tveir
barnaskólar í Reykjavík, Landakotsskólinn og
barnaskóli Ásgríms Magnússonar að Berg-
staðastræti 3.
Árið 1969 var barnaskólahaldi hætt í hús-
inu, en það tekið til afnota fyrir nýjan fram-
haldsskóla, sem stofnaður var þá um sumarið
til að mæta sívaxandi aðsókn í nám á mennta-
skólastigi. Hér var á ferð Menntaskólinn við
38