Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 87
Kristján Sveinsson
/
Islensk sauðnautasaga
1905-1931
AUST EFI'IR SÍÐUSTU ALDAMÓT komusl
á kreik meðal borgara í Kaupmanna-
höfn hugmyndir um að flytja sauð-
naut til Islands. Þetta átti að verða lands-
mönnum lil hagsbóta og til að koma í veg iyr-
ir að dýrunum yrði útrýmt á heimaslóðum
þeirra á Norðaustur-Grænlandi. Ekki varð af
þessu þá þrátt fyrir tilstyrk frá Alþingi. En
árin 1929 og 1930 voru sauðnaut flutl til ís-
lands að frumkvæði Islendinga og með full-
tingi stjórnvalda. Hér er greint frá þessari við-
leitni til að auðga íslenskt dýralíf, hugmynd-
unum sem að baki lágu og þeim pólitísku að-
stæðum sem höl'ðu áhril' á málið.
Sauðnaut
Sauðnaut (ovibos moschatus) eru forn dýra-
tegund. I kuldatíðinni fyrir milljón árum reik-
uðu hjarðir þeirra vítt um meginland Evrópu
og Anreríku og deildu kjörum með loðfílum
og ullhærðum nashyrningum. Með hlýnandi
loftslagi eftir lok síðustu ísaldar urðu gagn-
gerar breytingar á dýralífi og þá hurfu mörg
þeirra dýra sem undu sér í ísaldarsvalanum,
en ekki sauðnautin. Þau hjörðu af og kjör-
lendi þeirra varð á nyrstu svæðum megin-
lands Ameríku og á Norðauslur-Grænlandi.
Ástæða þess að dýrin þrífast þar, en miður á
suður- og vesturströnd Grænlands, er að þarna
nyrðra, þar sem ís hylur haf á vetrum, verður
snæfall lítið og ísing sjaldgæf. Vetrarhagar fyr-
ir sauðnaut eru því betri þar nyrðra en sunn-
ar við opið haf.1
Þessir stóru grasbítar mynda hjarðir, gjarn-
an með þremur til fjórum lugum dýra, og eiga
sér enga verulega skeinuhætta óvini á heima-
slóðurn sínum, að mönnum frátöldum. Þegar
hætta steðjar að sauðnautahjörð slá fullorðnu
dýrin hring um kálfana, hreyfa sig ekki á
Mynd 1.
Teikning af
sauðnauti.
Mynd 2.
Kort yfir
útbreiðslu
sauðnauta i
heiminum.
85