Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 10

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 10
Vésteinn Ólason Einginn vafi er á þvi'að það mundi hafa haft sömu verkan á venju- legan víkíng að heyra tilfinnínga- ijóð nútímaskálds einsog það hefur á venjulegan nútímamann að heyra dóna klæmast hugsjón drengskaparins, og ójafnaðarmenn eins og Þorgeir Hávarsson eru jafnan taldir vera til vandræða. En Halldór sér í hetjuhug- sjónunum í heild verðmætan þátt sem er ná- tengdur örlagatrú sagnaheimsins: æðruleysi gagnvart því sem að höndum ber og ekki verður undan komist ef menn ætla að halda sæmd sinni.8 Halldór lýsir víkingaöld og skáldskap hennar skemmtilega í „Minnisgreinum um fornsögur". Hann byrjar á því að ræða um að á því skeiði sé skáldskapur Evrópuþjóða fá- tæklegur og ópersónulegur og telur það happ Norðurlandaþjóða hve seint þær tóku kristni. Hann nefnir dæmi þess að skáldskapur ís- lendinga frá þessu skeiði birti „hug ákveðins manns á örlagastund“ en telur það þó undan- tekningu, og segir: En þrátt fyrir þó hjarta ákveðins ein- staklíngs sé tjáð í snöggum svip og af tilvilj- un í fornum skáldskap er andi víkíngaaldar sá, að ekki orðið heldur vopnið er tjáníng manns fullkomin. Vopnið eitt birtir mann- dóm hetjunnar. Bardaginn, mál vopnanna, er hið eina sanna mál. Skáldskapurinn gat ekki ætlað sér hærra en vera lof hins beitla sverðs og þeirrar hetju sem bar það í or- ustu. Hinum meyrlyndu Islendíngum nú- tímans, sem hefja grátstefnur í kirkjum ef einhver þeirra er drepinn, er ógerlegt að skilja þetta. Eftir fornu uppeldi er það talið ekki karlmannlegt, en kent við ergi og bleyði, að segja með orðum hjarta sitt: hug- ur einn það veit er býr hjarta nær. Einginn vafi er á því að það mundi hafa haft sömu verkan á venjulegan víkíng að heyra til- finníngaljóð nútímaskálds einsog það hef- ur á venjulegan nútímamann að heyra dóna klæmast. Að ytri viðbrögðum mátti vfkja í skáldskap, þvf fornmenn voru að sínu leyti hátternissinnar og viðbragða- fræðingar að uppeldi og að eðli, menn en þó einkum konur máttu í fræðum þeirra sprínga af harmi og hagl hrjóta af auga hetju ef sérstaklega stóð á, en sorg var „herfileg læti“.9 Hér virðist þræddur örmjór stígur milli háðs og aðdáunar, en þessi lýsing er hreint ekki úr lausu lofti gripin. Segja má að þarna sé í senn lýst hugmyndafræði Þormóðar skálds í Gerplu og mikilvægu einkenni á frásagnarlist Is- lendingasagna, auk þess sem þetta segir um kveðskap. Höfundar sagnanna voru að dómi Halldórs áreiðanlega ekki síður „hátternis- sinnar og viðbragðafræðingar" en skáld vík- ingaaldar. Þótt þær skörpu andstæður, sem Halldór dregur upp þegar hann ber saman íslenskar bókmenntir og aðrar evrópskar bókmenntir í „Minnisgreinum“, séu einfaldanir, bendir hann oft á mikilvæga hluti skýrar en samtíma- menn hans. Mikill áhrifavaldur á hugmyndir hans er án efa ritið Epic and Romance eftir W.P. Ker, samið um síðuslu aldamót og enn í fullu gildi um marga hluti. Halldór segir: Vestrænn miðaldaskáldskapur virðir því aðeins hlutinn, yrkisefnið, að hann megi til þjóna að boða annað en sjálfan sig; að hann tákni annað en hann er ... Orð og mynd eru til kvödd að þjóna þessu eina sjónarmiði; og þannig týnast og gleymast hlutirnir sjálfir, leiðin milli þeirra og orðs- ins verður að refilstigum ...10 Andstæðuna finnur hann í íslenskum bók- menntum og kallar undur: Íslendíngar hafa þá menníngu til að bera, ótrúlegt fyrirbrigði á miðöldum, óhugsan- legl í gervöllum kristindóminum, að geta séð hlutinn í því ljósi þar sem hann verður merkilegur í sjálfuni sér, metið hann vegna þess sem hann er - en ekki vegna dæmi- sögugildisins. Það er ekki þar með sagt að íslenskar fornbókmentir séu raunsæisbók- mentir í skilníngi vorra tíma, heldur að ís- lensk fornsaga sjái heiminn gegnum minni kenníngu, skynji hann naktari en vestur- evrópiskar bókmentir þess tíma, beini at- hyglinni meira að sköpunarverkinu sjálfu 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.