Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 91

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 91
✓ Islensk sauðnautasaga kvaðst þess fullviss að dýrin væru í bráðri hætlu á þessum slóðum vegna drápgirni veiði- manna, en þóttist jafnframt hafa komið auga á farsæla lausn. Island myndi henta sauðnaut- um vel og þar myndu þau eignast öruggt griðland, auk þess sem dýrin yrðu til nytja fyr- ir landsmenn. Friis hafði ritað háskólakenn- urum í dýrafræði við helstu háskóla á Norður- löndum, og voru þeir á einu máli um að ekk- ert benti til annars en sauðnaut myndu þrífast vel á Islandi. Einn Islendingur var í þeim hópi, Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðing- ur, sem þá starfaði við Kaupmannahafnarhá- skóla. Hann áleit að sauðnaut gætu tvímæla- laust átt sér framtíð á Islandi, einkum á Vest- fjörðum og hálendinu á Norðurlandi eystra, og hvatti íslensk stjórnvöld til að aðstoða við flutning dýranna til landsins.15 Friis sendi erindi sitl ásamt bréfum dýra- fræðinganna til íslenskra stjórnvalda í júní 190516, og jafnframt sótti norski skipstjórinn og Grænlandsfarinn Ola Neesp frá Tromsp um fjárstyrk frá Alþingi lil að flytjast til Is- lands og stunda þaðan fiskveiðar í norðurhöf- um og dýraveiðar á austurströnd Grænlands, auk þess sem hann hugðist flytja lifandi sauð- naut lil íslands.17 Alþingi tók málið til meðferðar og það kom í hlut Péturs Jónssonar, þingmanns Suð- ur-Þingeyinga, að mæla fyrir tillögu um fjár- veitingu handa Ola Neesp. Honum fórust svo orð um framtíðarhorfur sauðnauta á Islandi: víst er um það, að moskusuxar geta orðið í háu verði, og það er talið líklegt að þeir geti lifað hjer á íslandi. En þá er hjer líka eini bletturinn í hinum menntaða heimi, sem orðið getur þeim griðastaður; því þar sem dýr þessi lifa nú, eru þau fyrir norðan lög og rjett og eru drepin unnvörpum eða veidd.18 Málaleitanir þeirra Friis og Neesp fengu þær undirtektir, að á fjárlagaárinu 1906-1907 gaf Alþingi heimild til að lána Ola Nees0 skip- stjóra í Troms0 10.000 krónur úr viðlagasjóði gegn því að hann flytti til íslands, stundaði þaðan íshafsveiðar og aflaði sauðnauta á Grænlandi.19 Þrátt fyrir þessi jákvæðu við- brögð voru íslenskir stjórnmálamenn ekkert tiltakanlega uppnæmir yfir hugmyndinni og töldu víst flestir tvísýnt að innflutningur sauð- naula til íslands hefði efnahagslegt gildi. Því væri ekki réttlætanlegt að verja opinberu styrkfé til málsins, en ekkert væri því til fyrir- stöðu að sauðnaut fengju griðastað á ís- landi.20 Sauðnautaleiðangur norska skipstjórans var aldrei farinn, en Friis lét ekki bugast og hafði öll spjót úti við að koma fram því áhugamáli sínu að fá sauðnaut flutt til Islands. Um mitt ár 1906, þegar blaðamaðurinn og Grænlandsfarinn Ludvig Mylius-Erichsen var að búast lil farar í könnunarleiðangur til Norðaustur-Grænlands, ritaði Friis honum bréf um hugðarefni sitt. Kvaðst hann óttast að áformin um sauðnautaför norska skip- stjórans væru runnin út í sandinn og fór þess á leit við Mylius-Erichsen, að hann nýtti tæki- færið í leiðangrinum og tæki nokkur sauðnaut í hald á Norðauslur-Grænlandi og hefði með sér til Islands á heimleiðinni, en þar höfðu leiðangursmenn ráðgert að hafa viðkomu. Færi svo, að íslensk stjórnvöld reyndust ekki reiðubúin lil að veita dýrunum viðtöku, mætti vænta þess að danska innanríkisráðuneytið heimilaði að þau yrðu flutt til byggðra svæða á Vestur-Grænlandi. Grænlandsfarinn tók mála- leitan Friis líklega, en vildi þó engin loforð gefa.21 Þau liefðu heldur engu breytt því Myli- us-Erichsen fórst á Norðaustur-Grænlandi í nóvember 1907.22 Eftir þetta var hljótt um íslensk sauðnauta- Mynd 6. Gotta í hafisnum við Grænland. ísland myndi henta sauðnaut- um vel og þar myndu þau eignast öruggt griðland, auk þess sem dýrin yrðu til nytja fyr- ir landsmenn 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.