Ný saga - 01.01.1999, Page 12
Helga Kress
Mynd 7.
Teikning úr siðbæt-
andi riti frá 16. öld.
Þar er sýnt á opin-
skáan hátt, hvað
sannkristnum
mönnum bæri
að varast.
Allt var skop-
stælt: bærtir,
sálmar,
bænasörtgvar
(litaníur),
grafskriftir,
skriftamál,
guðspjöllin,
guðsþjónustan
og píslarsagan
kvæmt forskrift. Skriftamál Ólafar einkenn-
ast af ýkjum, stóryrðum og líkamslýsingum,
og þau breiða úr sér í sviðsetningum. Lögð er
áhersla á neðri hluta líkamans, líkamsstarf-
semi og líkamslosta, hömluleysi og afbrigði-
leika. Hátt verður lágt, andi verður efni.
Textinn einkennist með öðrum orðum af
grótesku myndmáli, eins og það er t.a.m. skil-
greint af Mikhail Bakhtin og ryður sér mjög
til rúms í bókmenntum á síðmiðöldum.37 En
gróteskt ntyndmál er jafnframt eitt meginein-
kenni á skopstælingu - eða paródíu.
í riti sínu Die Parodie im Mittelalter38 fjall-
ar Paul Lehmann um skopstælingu á latnesk-
um helgisiðum og helgiritum, og ýmsar teg-
undir hennar, svo sem Parodia Sacra (guð-
spjallaskop) og Joca Monachorum (munka-
skop). Slíkar paródíur voru mjög algengar á
miðöldum. Allt var skopstælt: bænir, sálmar,
bænasöngvar (litaníur), grafskriftir, skrifta-
mál, guðspjöllin, guðsþjónustan og píslarsag-
an. Einnig voru skopstæld bréf, tilskipanir,
lyfseðlar og málfræði. Maríukvæði verða að
drykkjuvísum, himnaríki að krá. Siðaprédik-
anir verða að sögum um munka sem láta
flekast af giftum konum. Menn verða að dýr-
um. í einum skopstældu skriftamálunum
ganga úlfur, refur og asni til skrifta. Lehmann
skilgreinir paródíu sem sérstaka tegund bók-
menntalegrar eftirlíkingar. Flestar paródíur
tala ekki með eigin orðum, heldur snúa út úr
orðum annarra og þekktra texta, sem þær vísa
mjög ákveðið til, m.a. með því að nota sama
form. Oft hefjast þær á óbreyttum fyrstu lín-
um úr frumtexta, eða þær endurtaka með
jöfnu millibili einhverjar línur eða stef úr
honum. Paródían lætur sem hún sé að segja
satt og rétt frá, en er í raun að skrumskæla og
gera grín.
Allt á þetta við um skriftamál þau sem
eignuð hafa verið Ólöfu ríku. Þau eru bók-
menntalegur texti, unninn upp úr stöðluðum
skriftaformálum. Og er það skýringin á því
sem Stefán Karlsson bendir á og þykir merki-
legt „hve orðfærið í skriftamálum þeim sem
Ólöf er borin fyrir sé líkt orðfæri skriftamála
hómilíubókarinnar." í skriftamálum Ólafar
eru orð og setningar úr skriftaformálum end-
urtekin með jöfnu millibili og síðan lagt út af
þeim með ýktum tilvísunum í skriftaboð og
skriftaspegla. Orðin „eg hefi misgert“ og
„minn andlegur (kæri, sæti) faðir“ ganga eins
og leiðarminni um skriftamálin og sýna valda-
hlutföllin milli hins andlega skriftaföður og
hins líkamlega og iðrandi kvensyndara. Það
er mikil írónía í textanum, t.a.m. þegar guði
er í lokin kennt unt allar syndirnar undir yfir-
skini syndajátningar: „Oftsinnis féll eg í
greypilega guðlastan ... þá er eg sagði með
mér hann skapað hafa efni og undirstöðu
syndanna.“
Athyglisvert er að öll „skriftamálin" sem
varðveist hafa eru lögð konum í munn. Þetta
er varla tilviljun. Eins og Aron Gurevich