Ný saga - 01.01.1999, Síða 22
Qonfcssío turpsíma
í sálina þó að nauðigur sé, eigi líka lieldur skap-
lega, það er að skilja burt af porthúsi míns lélega4
líkama og fram í syrgileg og þó makleg umskipti
píslanna sakir minna synda, þær sem mig óttar nú
þó að síðla sé að fjandinn muni til eldsneytis geymt
hafa minni hörmulegri sál til bótlausrar bölvana,
nema hinn hæsti guð virðist sínum miskunnaraug-
um til hennar líta í hverjunt eg set nú feginsamlega
alla mína von. Einkanlega hefi eg misgert í sýnileg-
um stuld og ósýnilegum, því í sýnilegum að eg hefi
oftsinnis kúgað lítilmagnann með okursamlegri
fjárútheimtan, ljúgandi svo margan pening inn í
minn garð þann sem eg hafði hvorki heimilan fyrir
gjald né gjöf og þó að eg ætti mála á nokkurs
manns fé fyrir ýmislegan kaupskap milli hans og
mín hafði eg oftlega þann mun sem mér stóð verr
því að eg heimti mína skuld miklu frekara en eg
vissi sannindi til vera í undirstöðu kaupsins, af-
flettandi svo náunginn sínu góssi með sviksamleg-
um plóg fjandlegrar ágirni svo hörmulega sem
ómannlega að þar fyrir varð hann öreigi og staf-
karl, þolandi hér með hungur og þorsta, kulda og
krankleika og að síðustu lífstjón og reiðuleysi and-
ar og líkama en eg hélt hjá mér hans góss og þá
skuld sem eg átti honum að gjalda, lokkandi aðra
menn með mér að neyta þeirra peninga í kosti og
klæðum sem eg hefi svo svívirðilega aflað. Hér
með fylgdi það sem enn var hörmulegra að þurrð
og minnkan á mínu góssi tjáði eg og greindi ólat-
lega sakir ölmusuleysis við hinn volaða. En vöxt og
aukan minna peninga sagði eg nauðug og þó með
falsi og undirhyggju þá sjaldan er það varð leggj-
andi þar við minn bókareið með mörgum mála-
krókum að mitt góss væri eigi meira en eg sagði,
hvar fyrir allir tollar og tíundir er eg átti að lúka
kirkju, prestum, biskupum og fátækum mönnum
voru sjaldan eður aldrei af mínum peningum rétt-
lega lukt. En sakir míns ofsa og ójafnaðar þorði
enginn maður mér ásakan að gefa þó að þeir vissu
mín rangindi svo afskaplega öflgast móti guðs lög-
um og heilagra feðra setningu. En því hefi eg mis-
gert í ósýnilegum stuld, andlegur faðir, að þeir
hlutir sem mér voru fengnir lil geymslu eður beðin
að gera eitthvað úr þeim skutlaði eg með ódyggð
og afdrætti og umskipti, afhendandi þeim er mér
fékk minna eður verra en eg meðtók í fyrstu, vefj-
andi fyrir þeim aftur og fram sem eg kenndi eigi
jafnklókan mér í brögðum og kyndugskap svo
hann trúði minni sögn. Glöddumst eg ómögulega
með sjálfri mér af þessari lymsku sem eg hefði rétt-
lega fyrr greindra hluta aflað. I annarri grein sem
enn var háskasamlegra að þá er eg var í nokkrum
nauðum stödd, heitandi ýmsum hlutum, pílagríms-
ferðum eður offri til heilagra staða í föstum og
vökum eður bænahaldi eða afláti einhverra glæpa
þeirra sem minni sálu voru til eilífs óbata þá rauf
eg þetta þegar allt samt er eg komst úr mínum
þrengingum, takandi það aftur undir mig með eig-
inlegum illvilja sem eg játaði guði og hans helgum
mönnum, og eigi fannst mér meira um þennan
guðræka glæp en eg hefði dárað minn líka. Oftlega
hefi eg, minn sæti faðir, stolið frægðinni burt af
mörgum manni með gallblandinni bakmælgi, í
áleitni og umlestri því að þá leynda hluti sem minn
náungur lagði undir mig í trúskap rauf eg litlu síð-
ar með hróplegri opinberan, viðaukandi marga
hluti illa með lygilegum falsráðum. Þá er eg heyrði
gjarna aðra umlesturinn frambera, þar með neitaði
eg sanna vera þá góða hluti sem maður ber í sjálfs
síns samvisku en eg kostaði af öllu megni illskunn-
ar að fordrífa og opinbera mannsins góða hluti, og
að síðustu sneri eg um góða hluti míns samkristins
manns í þá hluti sem honum yfirgæfust iðulega í
versta efni eftir því sem eg gat minni illsku fremst
tilkomið. En eg sjálf var sem annar skröksmaður,
líkjandi mig góða hluti fremjandi fyrir manna aug-
um en eg óttuðumst eigi að reita guðs ásjónu með
svívirðilegum og skemmdarfullum ódáðum, girn-
andist að kallast heilagur af mönnum en eg var ljót
og leiðileg í guðs augliti. Oftsinnis féll eg í greypi-
lega guðlastan því að eg eignaði þá hluti guði sem
eigi voru hans þá er eg sagði með mér hann skap-
að hafa efni og undirstöðu syndanna. Neitaði eg og
djarflega hans hluti þá vera sem hans voru, leggj-
andi hans helgasta nafn við hégómlega5 hluti með
hæsta svardaga. En nú allar fyrr nefndar greinir
með sérhverjum articulis legg eg undir miskunnar-
vald drottins míns jesú christi. Hér með hefi eg
misgert vitandi og óvitandi, vakandi og sofandi,
viljandi og óviljandi á nótt og degi og á hverri
stundu. Fleiri og meiri eru mína syndir en eg
megi orðum inna eður hug til koma. En nú vil eg
fegin ...
5 Fornbréfasafn hefur hégónui hluíi.