Ný saga - 01.01.1999, Page 23

Ný saga - 01.01.1999, Page 23
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir Matseljur og kost- gangarar í Reykjavík atsala í tvö hundruð ár löngum tíðkaðist í Reykjavík að einstak- lingar, sem þangað fluttu lil að stunda vinnu eða skóla væru í föstu fæði hjá konum sem ráku matsölu á heimilum sínum. Þeir voru nefndir kostgangarar en þær matseljur. Upphafs matsölu er að leita á seinni hluta 18. aldar þegar Hólavallaskóli hóf starf í Reykjavík árið 1786 og tók þá við hlutverki Skálholtsskóla sem æðsta menntastofnun landsins. Skólapiltar, um þrjátíu talsins, komu flestir utan af landi og eins og aðrir sem þá brugðu sér af bæ um lengri tíma, höfðu þeir með sér koffort eða skrínu, fyllta nreð smjöri og kæfu, sem átti að duga sem feitmeti allan veturinn. Annan mat urðu þeir sjálfir að út- vega sér. Ýmist sáu skólapillar sjálfir um skrínukost sinn, eins og maturinn var nefnd- ur, eða þeir keyptu matreiðslu á honum í kot- unum í Reykjavík. Þar var skólapiltum vel tekið, íbúarnir geynrdu skrínurnar þeirra og seldu þeim kost við vægu verði. Meiru réð góðvild tómthúsmanna í garð skólapilta en að þeir hefðu nokkrar tekjur af þessari matsölu og raunar greina heimildir frá því að skóla- piltar hafi hálfvegis snapað sér út matinn.1 Arið 1805 fluttist skólinn að Bessastöðum þar seni skólapiltar höfðust við næstu fjörutíu árin. Á þeim tíma finnast engar heimildir um matsölu í Reykjavík enda fáir sem þá örkuðu um moldartroðningana og vildu kaupa mat. Það breyttist um miðja 19. öld. Reykjavík hafði fram til þess tíma að mestu leyti verið byggð tómthúsmönnum, sjómönnum og versl- unarmönnum en var nú smám saman að taka á sig þá rnynd sem hæfði lillurn bæ í útjaðri Uanaveldis. Fólkinu fjölgaði, skipulag komst á bæjarmálefni og þangað fluttust ýrnsar op- inberar stofnanir. Alþingi var endurreist í Reykjavík árið 1845, Bessastaðaskóli fluttist þangað 1846 og hét eftir það hinn Lærði skóli Reykjavíkur. Prestaskólinn var stofnaður árið 1847 og Þjóðólfur hóf göngu sína fyrstur fréttablaða 1848. Ýmiss konar verslun, þjón- usta og handiðnaður í bænum efldust.2 Þessi slöðugi straumur fólks til Reykjavík- ur gerði það að verkum að mikill húsnæðis- skortur var í bænum langt fram eftir 20. öld- inni. Ogift fólk sem hvergi var fleira en í Reykjavík leigði sér lítil herbergi og hafði ekki aðra aðstöðu til matargerðar en prímus til að hita vatn á. Þar sem mikil vinna var að koma mat í neysluhæft form, var varla gerlegt að matbúa sjálfur í litlu húsnæði. Tíðarandinn var líka slíkur að ekki þótti karlmannlegt að snudda í eldamennsku og fleslir kostgangar- anna voru einmitt ógiftir karlmenn sem stunduðu vinnu eða skóla og bjuggu þröngt. Mynd 1. Svipmynd úr miðbæ Reykjavikur á siðari hluta 19. aldar. 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.