Ný saga - 01.01.1999, Side 26
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
Mynd 7.
Sigurbjörg Jóns-
dóttir rak matsölu
í Miðstræti 5 á
árunum 1928-32.
Mynd 8.
Þorbjörg Hannibals-
dóttir rak matsölu á
Skólavörðustíg 46.
Pálsdóttur sannar. Jóhanna opnaði matsölu
um 1920, henni „þótti gaman að bera mikið í
matinn, vildi helst alltaf hafa veislumat, en
gat ekki verðlagt hærra en aðrar matsölur í
bænum gerðu. Þetta varð til þess að hún
þurfti fljótlega að hætta rekstrinum."15 Og
ekki gekk betur ef kastað var lil höndunum.
Þá áttu matseljurnar á hættu að missa við-
skiptavinina sem vel gátu brugðist við eins og
Steinn Dol'ri sem skrifaði kvöld eitt í dagbók-
ina sína: „I kveld fór ég að borða hjá Sigrúnu
Pétursdóttur á Bergstaðastræti 2 eptir auglýs-
ingu. Heldur var léleg fyrsta máltíðin hjá Sig-
rúnu eða hvað hún nú annars heitir.“ Og dag-
inn eftir skrifar Steinn: „Ég reyndi að éta há-
degismat á Bergstaðastrfætij nr. 2, en át að-
eins fáeinar kartöplur, því, þar var ekki ann-
að, nema kjötkássa, eins og í gærkveldi. Þetta
er því 2 og síðasta máltíðin mín þar, og báðar
dýrar þó.“16
Flestar matseljurnar vönduðu sig við mat-
argerðina og lögðu metnað sinn í að gera vel
við viðskiptavinina enda var maturinn stolt
matseljunnar og helstu meðmæli.
Matsala árið 1917 -
skömmtunarbókin
Sjaldan er minnst á matsölur eða matseljur í
opinberum gögnurn. Þó er til bók sem í er að
finna nöfn allra matselja í Reykjavík árið
1917.17 Hún á rætur sínar að rekja til skömmt-
unar á matvælum í fyrri heimsstyrjöldinni en
þá skárust vegir matselja og yfirvalda um
stund. Skömmtun til matsalna fór þannig
fram að matseljurnar voru skráðar í sérstaka
skömmtunarbók. Þær tilgreindu þar nöfn
kostgangara sinna og þurftu að tilkynna ef
nýr bættist í hópinn eða ef einhver hvarf á
braut. í bókina var síðan fært hversu marga
skömmtunarmiða matseljan fékk út á kost-
gangara sína.
Tuttugu matseljur og einn matsali eru
skráð í skömmtunarbókina. Þau eru þessi:
Matseljur í Reykjavík árið 1917
Nafn Heimili Fjöldi kostgangara/ þar af konur Hjúskaparstaða
Annn Benediktsson Lækjargötu 12b 31/3 Ekkja
Ásta Indriðadóttir 19/1 Ógift
Ásta Júlía Hallgrímsson Templarasundi 3 24/5 Ekkja
Björn Ólafsson Þingholtsstræti 8 3/2 Kvæntur
Elín Egilsdóttir Kirkjustræti 8b 43/3 Ógift
Elísabet Jónsdóttir Bókhlöðustíg 14 6/0 Ekkja
Guðrún Jóhannesdótlir 21/0 ?
Helga Jónsdóttir Bankastræti 14 12/0 Ekkja
Frú Helga Tónmsdóttir 10/0 Ógift
Hendrikka Waage 3/1 Ekkja
Frk. Hólmfríður Gísladóttir Iðnó 29/1 Ógift
Frk. Hólmfríður Rósenkranz Aðalstræti 18 20/0 Ógift
Ingibjörg Jónsdóttir Aðalstræti 8 22/0 ?
Ingibjörg Jónsdóttir Spítalastíg 9 37/10 Ógift
Ingunn Blöndal 3/1 Ekkja
Katrín Sigfúsdóttir 5/0 Ekkja
Kristjana Elíasdóttir 0 7
Margrét Guðmundsdóttir Laugavegi 33 17/4 Ekkja
Sigríður Þorsteinsdóttir 7/0 7
Valgerður Freysteinsdóttir 9/2 Ekkja
Vigdís HaUdórsdóttir Grjótagötu 14 26/0 Ógift
Heimild: Bs. Skömmtunarbók fyrir matsölur („kostgangarar") 1917. Aðfanganúmer 1246.
24