Ný saga - 01.01.1999, Page 26

Ný saga - 01.01.1999, Page 26
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir Mynd 7. Sigurbjörg Jóns- dóttir rak matsölu í Miðstræti 5 á árunum 1928-32. Mynd 8. Þorbjörg Hannibals- dóttir rak matsölu á Skólavörðustíg 46. Pálsdóttur sannar. Jóhanna opnaði matsölu um 1920, henni „þótti gaman að bera mikið í matinn, vildi helst alltaf hafa veislumat, en gat ekki verðlagt hærra en aðrar matsölur í bænum gerðu. Þetta varð til þess að hún þurfti fljótlega að hætta rekstrinum."15 Og ekki gekk betur ef kastað var lil höndunum. Þá áttu matseljurnar á hættu að missa við- skiptavinina sem vel gátu brugðist við eins og Steinn Dol'ri sem skrifaði kvöld eitt í dagbók- ina sína: „I kveld fór ég að borða hjá Sigrúnu Pétursdóttur á Bergstaðastræti 2 eptir auglýs- ingu. Heldur var léleg fyrsta máltíðin hjá Sig- rúnu eða hvað hún nú annars heitir.“ Og dag- inn eftir skrifar Steinn: „Ég reyndi að éta há- degismat á Bergstaðastrfætij nr. 2, en át að- eins fáeinar kartöplur, því, þar var ekki ann- að, nema kjötkássa, eins og í gærkveldi. Þetta er því 2 og síðasta máltíðin mín þar, og báðar dýrar þó.“16 Flestar matseljurnar vönduðu sig við mat- argerðina og lögðu metnað sinn í að gera vel við viðskiptavinina enda var maturinn stolt matseljunnar og helstu meðmæli. Matsala árið 1917 - skömmtunarbókin Sjaldan er minnst á matsölur eða matseljur í opinberum gögnurn. Þó er til bók sem í er að finna nöfn allra matselja í Reykjavík árið 1917.17 Hún á rætur sínar að rekja til skömmt- unar á matvælum í fyrri heimsstyrjöldinni en þá skárust vegir matselja og yfirvalda um stund. Skömmtun til matsalna fór þannig fram að matseljurnar voru skráðar í sérstaka skömmtunarbók. Þær tilgreindu þar nöfn kostgangara sinna og þurftu að tilkynna ef nýr bættist í hópinn eða ef einhver hvarf á braut. í bókina var síðan fært hversu marga skömmtunarmiða matseljan fékk út á kost- gangara sína. Tuttugu matseljur og einn matsali eru skráð í skömmtunarbókina. Þau eru þessi: Matseljur í Reykjavík árið 1917 Nafn Heimili Fjöldi kostgangara/ þar af konur Hjúskaparstaða Annn Benediktsson Lækjargötu 12b 31/3 Ekkja Ásta Indriðadóttir 19/1 Ógift Ásta Júlía Hallgrímsson Templarasundi 3 24/5 Ekkja Björn Ólafsson Þingholtsstræti 8 3/2 Kvæntur Elín Egilsdóttir Kirkjustræti 8b 43/3 Ógift Elísabet Jónsdóttir Bókhlöðustíg 14 6/0 Ekkja Guðrún Jóhannesdótlir 21/0 ? Helga Jónsdóttir Bankastræti 14 12/0 Ekkja Frú Helga Tónmsdóttir 10/0 Ógift Hendrikka Waage 3/1 Ekkja Frk. Hólmfríður Gísladóttir Iðnó 29/1 Ógift Frk. Hólmfríður Rósenkranz Aðalstræti 18 20/0 Ógift Ingibjörg Jónsdóttir Aðalstræti 8 22/0 ? Ingibjörg Jónsdóttir Spítalastíg 9 37/10 Ógift Ingunn Blöndal 3/1 Ekkja Katrín Sigfúsdóttir 5/0 Ekkja Kristjana Elíasdóttir 0 7 Margrét Guðmundsdóttir Laugavegi 33 17/4 Ekkja Sigríður Þorsteinsdóttir 7/0 7 Valgerður Freysteinsdóttir 9/2 Ekkja Vigdís HaUdórsdóttir Grjótagötu 14 26/0 Ógift Heimild: Bs. Skömmtunarbók fyrir matsölur („kostgangarar") 1917. Aðfanganúmer 1246. 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.