Ný saga - 01.01.1999, Page 32
Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
Mynd 21.
Matseljur þurftu
að sækja um leyfi
til starfsemi sinnar
og meðmæli urðu
að fylgja með.
í dagsins önn
Ýmis vandkvæði fylgdu því að reka matsölu í
húsnæði sem var hannað fyrir venjulegar fjöl-
skyldur. Húsnæðið var lítið miðað við það
sem gerist í dag og ótrúlegt hvað hægt var að
reka matsölur í óhentugu húsnæði. Þurftu
matseljurnar oft að beita sínuni ýtrustu skipu-
lagshæfileikum til að allt gengi upp.
Margrét Guðmundsdóttir bjó ásamt þrem-
ur sonum sínum og einum leigjanda í stórri
tveggja herbergja íbúð. Árið 1917 vann Guð-
rún Guðjónsdóttir (f. 1903) við matsöluna.
Hún lýsir eldhúsi þar sem matbúið var fyrir
þrjátíu kostgangara.
Eldhúsið var langt og mjótt og var eini inn-
gangurinn í íbúðina í gegnum eldhúsið. Skáp-
ar, borð og vaskur voru að norðanverðu og
þar var einnig gluggi á norðurgafli. Meðal-
stór eldavél, borð og gastæki voru í suður-
hlið. Það hlýtur að verða ótrúleg frásögn um
það hvernig Margréti tókst að korna öllu
þessu fólki fyrir og reka þessa starfsemi í ekki
stærra og hentugra húsnæði, með eina þrettán
ára telpu sér til aðstoðar.45
Sumt var alveg óleysanlegt eins og til dæm-
is þetta með skóna: „I fyrsta sinn er ég mætti
í mat þá vakti athygli mína hve mikið af skó-
taui var fyrir utan innganginn,“ segir Rögn-
valdur Jónsson um fyrsta daginn sinn sem
kostgangari á sjöunda áratugnum.46
Vinnuaðstaða á heimilum breyttist mikið
frá aldamótum og fram yfir seinna stríð. Þeg-
ar leitt var vatn inn í hvert hús í bænum árið
1909 voru viðbrigðin einna rnest fyrir hús-
nræðurnar.47 Gasstöðin hóf starfsemi sína árið
1910 en gasið sem frá henni kom var aðallega
notað til lýsingar og eldunar.48 Á mörgum
matsölum var maturinn soðinn á eldavélum
sem brenndu koxi en lítil gastæki voru notuð
til að hita á vatn.49 Árið 1921 var rafmagn leitt
inn á mörg heimili og var það notað á svipað-
an hátt og samhliða gasi. Ralknúin heimilis-
tæki voru ekki flutt inn svo nokkru nam fyrr
en eftir seinna stríð og þá var erfitl að nálgast
þau vegna innflutnings- og gjaldeyrishafta.
Undantekning frá þessu voru Rafha-eldavél-
ar sem framleiddar voru í Hafnarlirði lrá ár-
inu 1937. ísskápar urðu ekki almenningseign
Raísuöuvélar, Bakarofnar, Hitunarofnar og Straujárn
n>Ur. lulnélar, bakar- oB •t.lkarofnar.
' »f •■>»“' «r.uj»r. fré A/. .V»M.
Mljul n««;t"l£ll‘ *'• éb/rjí. og nu þó Mfr.rl
Of b*lrl .0 nokkur Oooar
Einknumboð fyrir Islandi
]ón Sigurðsson
ralfræOlngur
Ru.lur.lru.li 7. Talsluni 838.
30