Ný saga - 01.01.1999, Page 40
Sverrir Jakobsson
í aldanna rás
hafa margar
sagnir orðið
til um Harald
en lítið er
vitað um
staðreyndir
Oþekkti konungurinn
Sagnir um Harald hárfagra
Y> jið gefumst aldrei upp þótt móti blási
\/ á fslandi við getum verið kóngar allt sem eitt
og látum engan yfir okkur ráða
þótt ýmsir vilji stjórna okkur bœði Ijóst og leynt.
Erling Ágústsson
Samtímaheimildir
Seinastliðin 870 ár hefur það verið alrnenn og
útbreidd söguskoðun að á 9. öld hafi maður
að nafni Haraldur hárfagri sameinað Noreg í
eitt konungsríki. Telst hann fyrstur Noregs-
konunga með því nafni en núverandi konung-
ur er sá fimmti. ísland á að hafa fundist sam-
tímis og jafnvel vegna þess að Haraldur sam-
einaði Noreg. Landnámsmenn hafi verið
flóttamenn undan ráðríkum einvaldskonungi.
Litlar líkur eru á því að nokkuð af þessu sé
byggt á staðreyndum. Flest af því sem ritað
hefur verið um Harald hárfagra er byggt á
sagnahefð en ekki sagnfræðirannsóknum. Af
þeim sökum hafa menn mjög skýrar hug-
myndir unr Harald, enda þótt veruleikinn sé
óljós, eru fullvissir í stað þess að efast og
byggja hugmyndir sínar á trú í stað þess að
leita þekkingar. I aldanna rás hafa margar
sagnir orðið til um Harald en lítið er vitað um
staðreyndir. Verður nú þess freistað að rekja
þær, eins og þær eru framast kunnar.
í ljósi þess sem vitað er um sögu 9. aldar á
Norðurlöndum er afrek Haralds einstakt.
Aðrir konungar voru víkingahöfðingjar og
veldi þeirra náði einkum til verslunarþorpa,
en Haraldur á að hafa sameinað mikið land
og myndað fyrsta ríkið á Norðurlöndum.1 Þó
er hans hvergi getið í samtímaheimildum.
Frakkneskir annálar eru fjölorðir um nor-
ræna konunga á níundu öld, einkum þó
danska, en geta Haralds hvergi. í sögum af
Haraldi frá tólftu og þrettándu öld er sagt
frá hernaði hans á Bretlandeyjum. Irskir og
engilsaxneskir annálar eru yfirleitt greinar-
góðir um norræna menn á þeim slóðum en
enginn Haraldur kemur við sögu í annálum
milli 850 og 930. Þeir menn norrænir sem þar
birtast helstir eru Ketill hvíti, Olafur, Hálfdan
og Ivar, „konungur allra norrænna manna á
Bretlandseyjum“ en síðan afkomendur Ivars.
Sjálfur Ragnar loðbrók kemur við sögu frakk-
neskra annála.2 Sagnaritarar tóll'tu og þrelt-
ándu aldar töldu Hálfdan og Ivar hafa verið
syni Ragnars loðbrókar og Haraldur hárfagri
átti líka að vera af þeirri ætt. En frændi Ragn-
arssona virðist hafa haft lítil afskipti af ævin-
týrum þeirra á Vesturlöndum.
En hvað með aðrar samtímaheimildir um
Norðurlönd? Alfreð (849-99), konungur Vest-
ur-Saxa, gekkst fyrir engilsaxneskri þýðingu
á landafræði Orosiusar. I inngangi að ritinu
segir frá Óttari (Ohthere), Norðmanni er
heimsótti konunginn. Ekki er ljóst hvað orð-
ið Norðnraður merkir á þessum tíma.3 Landið
sem hann minnist á er langt í norðri og næst-
um því í eyði, að frátöldum fáeinum Finnum
(Sömum). Hér er augljóslega ekki átt við
Noreg allan, sennilega eingöngu Hálogaland.
Eftir að Óttar hefur greint frá ferðum sínum
norður á bóginn, snýr hann sér að Norð-
manna landi, sem sé „swyþe lang and swyþe
smæl“. Nýtanlegt land þrengist er norðar
dregur. Inni í landi séu mýrar og þar búi ein-
ungis Finnar. Að sunnanverðu, hinum megin
við mýrarnar og í norður, sé Svíaland en
norðan við það Kvenland og eigi þeir oft í
stríði við Norðmenn. Frá Hálogalandi að
Sciringes heal, sem sé höi'n eins og Heiða-
bær, er Norvegur á bakborða alla leið en á
stjórnborða fyrst íraland og síðan eyjan sem
38