Ný saga - 01.01.1999, Side 45
Oþekkti konungurinn
í Fagurskinnu en þá einu sem hann birtir í
Eddu.
Ég tel því vænlegast að gera ráð fyrir að
sagnaritarar 13. aldar hafi haft fleiri en eitt
kvæði til vitnis um Harald hárfagra, auk
Glymdrápu Hornklofa. Annað er birt í heild
sinni í Fagurskinnu en hitt var um orusluna í
Hafursfirði. Enginn vafi er á því að kvæðið úr
Fagurskinnu segir frá Haraldi hinurn afar-
auðga, syni Hálfdanar og ungum ynglingi,
drotlni Norðmanna sem býr á Kvinnum. Lýst
er þeim herbúnaði sem hann ræður yfir: djúp-
um kjölum, roðnum röngurn og rauðurn
skjöldum, tjörguðum árum og drifnum tjöld-
um. Þetta er herkonungur sem hefur ágætan
búnað til að heyja sjóoruslur. Síðari hluti
kvæðisins lýsir hirð Haralds og hverjir séu þar
mest rnetnir. Kemur þar fram togstreita milli
skálda og trúða hvers konar, sem þótt hefur
einkenna kvæði hirðskálda á 12. öld. Hafa
sumir fræðimenn talið þennan hluta kvæðis-
ins yngri en fyrri vísurnar. Klaus von See taldi
fyrstu 12 vísur Hrafnsntála mynda uppruna-
legan kjarna verksins, en hinum hefði verið
skeytt við síðar enda séu þær allt annars eðl-
is.27 Fyrri hlutinn sé rammpólitískur en hinn
síðari undir áhrifum Eddukvæða. Raunar
áleit von See upphafsvísur Hrafnsmála og vís-
urnar um Hafursfjarðarorustu eiga saman, en
um það má efast.
Vísurnar um orustuna í Hafursfirði eru
meginheimild Fagurskinnu og Heimskringlu
um þann bardaga. I þessum vísum er Har-
Mynd 8.
■ r j a i • Orustan í Hafursfirði.
aldur aldrei nefndur. Annar þeirra sem eiga
hér í hlut er nefndur „lúfa“, og „konungr enn
kynstóri". Leiðtogi hins hersins heitir Kjötvi,
sem nefndur er „enn auðlagði“ og er einnig
kallaður „hilmir enn halsdigri". Annar fyrir-
maður í því liði er nefndur Haklangur og það
var með falli hans að orustunni lauk. Skip
þeirra koma úr austri, kölluð „austkylfur“.
Hvorirtveggju eru þannig nefndir austmenn,
en jafnframt er tekið fram að andstæðingar
Lúfu hafi haft vestræn spjót og völsk sverð. í
meginatriðum lýsir kvæðið bardaga tvennra
herja víkinga, ef ekki væri fyrir kenningar
eins og „allvaldr austmanna“, sem benda til
þess að þetta sé allt ntiklu stærra í sniðum.
Er Lúfa sá sami og Haraldur? Ekki ef við
gerum eins og Storm boðaði og lítum á kvæð-
ið sem óháða heimild. Það kemur hvergi fram
í vísunum. Storm var hins vegar sjálfur á
þeirri skoðun. Hann taldi sagnir um það svo
fornar og útbreiddar að ekki bæri að efast um
það.28 Ekki getur sögnin talist gömul og út-
breidd er hún heldur ekki þar sem heintildir
eru ekki óháðar hver annarri. Það eru engin
augljós tengsl milli orðanna „lúfa“ og „hár-
fagri“, og þau merkja svo sannarlega ekki það
sama.
í kvæðinu um Harald Hálfdanarson er
konungurinn kallaður „ungr ynglingr". Ekki
kemur hins vegar frarn að hér sé Haraldur
hárfagri á ferð. Fleiri konungar í fornöld eru
nefndir Haraldur Hálfdanarson í miðalda-
sagnaritum, t.d. Haraldur hilditönn.29 Kvæði
Ég tel því
vænlegast að
gera ráð fyrir að
sagnaritarar 13.
aldar hafi haft
fleiri en eitt kvæði
til vitnis um
Harald hárfagra,
auk Giymdrápu
Hornklofa
43