Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 45

Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 45
Oþekkti konungurinn í Fagurskinnu en þá einu sem hann birtir í Eddu. Ég tel því vænlegast að gera ráð fyrir að sagnaritarar 13. aldar hafi haft fleiri en eitt kvæði til vitnis um Harald hárfagra, auk Glymdrápu Hornklofa. Annað er birt í heild sinni í Fagurskinnu en hitt var um orusluna í Hafursfirði. Enginn vafi er á því að kvæðið úr Fagurskinnu segir frá Haraldi hinurn afar- auðga, syni Hálfdanar og ungum ynglingi, drotlni Norðmanna sem býr á Kvinnum. Lýst er þeim herbúnaði sem hann ræður yfir: djúp- um kjölum, roðnum röngurn og rauðurn skjöldum, tjörguðum árum og drifnum tjöld- um. Þetta er herkonungur sem hefur ágætan búnað til að heyja sjóoruslur. Síðari hluti kvæðisins lýsir hirð Haralds og hverjir séu þar mest rnetnir. Kemur þar fram togstreita milli skálda og trúða hvers konar, sem þótt hefur einkenna kvæði hirðskálda á 12. öld. Hafa sumir fræðimenn talið þennan hluta kvæðis- ins yngri en fyrri vísurnar. Klaus von See taldi fyrstu 12 vísur Hrafnsntála mynda uppruna- legan kjarna verksins, en hinum hefði verið skeytt við síðar enda séu þær allt annars eðl- is.27 Fyrri hlutinn sé rammpólitískur en hinn síðari undir áhrifum Eddukvæða. Raunar áleit von See upphafsvísur Hrafnsmála og vís- urnar um Hafursfjarðarorustu eiga saman, en um það má efast. Vísurnar um orustuna í Hafursfirði eru meginheimild Fagurskinnu og Heimskringlu um þann bardaga. I þessum vísum er Har- Mynd 8. ■ r j a i • Orustan í Hafursfirði. aldur aldrei nefndur. Annar þeirra sem eiga hér í hlut er nefndur „lúfa“, og „konungr enn kynstóri". Leiðtogi hins hersins heitir Kjötvi, sem nefndur er „enn auðlagði“ og er einnig kallaður „hilmir enn halsdigri". Annar fyrir- maður í því liði er nefndur Haklangur og það var með falli hans að orustunni lauk. Skip þeirra koma úr austri, kölluð „austkylfur“. Hvorirtveggju eru þannig nefndir austmenn, en jafnframt er tekið fram að andstæðingar Lúfu hafi haft vestræn spjót og völsk sverð. í meginatriðum lýsir kvæðið bardaga tvennra herja víkinga, ef ekki væri fyrir kenningar eins og „allvaldr austmanna“, sem benda til þess að þetta sé allt ntiklu stærra í sniðum. Er Lúfa sá sami og Haraldur? Ekki ef við gerum eins og Storm boðaði og lítum á kvæð- ið sem óháða heimild. Það kemur hvergi fram í vísunum. Storm var hins vegar sjálfur á þeirri skoðun. Hann taldi sagnir um það svo fornar og útbreiddar að ekki bæri að efast um það.28 Ekki getur sögnin talist gömul og út- breidd er hún heldur ekki þar sem heintildir eru ekki óháðar hver annarri. Það eru engin augljós tengsl milli orðanna „lúfa“ og „hár- fagri“, og þau merkja svo sannarlega ekki það sama. í kvæðinu um Harald Hálfdanarson er konungurinn kallaður „ungr ynglingr". Ekki kemur hins vegar frarn að hér sé Haraldur hárfagri á ferð. Fleiri konungar í fornöld eru nefndir Haraldur Hálfdanarson í miðalda- sagnaritum, t.d. Haraldur hilditönn.29 Kvæði Ég tel því vænlegast að gera ráð fyrir að sagnaritarar 13. aldar hafi haft fleiri en eitt kvæði til vitnis um Harald hárfagra, auk Giymdrápu Hornklofa 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.