Ný saga - 01.01.1999, Page 76

Ný saga - 01.01.1999, Page 76
Katrín Kristinsdóttir Mynd 1. Heima á Islandi árið 1905. Frá vinstri, tvíburarnir Heiga og Benedikt, Anna, Halldóra (Lóa) og Sveinbjörn. „ Þín frœnka Lóa “ Vesturfarabréf frá miðri tuttugustu öld STÆÐAN AÐ ÉG HEFI EKKI SKRIFAÐ er að ég var fyrst að vinna og svo er ég alltaf á ferðalagi, reyndar að flakka stundum. Þú mannst eftir körlunum sem komu að Valdastöðum, Símoni Dalaskáldi, hann orti um þig vísu og svo kom Brynjólf- ur frá Minna-Núpi og ég man eftir að ég öf- undaði svo þessa karla að geta farið svo víða og séð hvað annað fólk var að gera t.d. vefnað og prjón og svo að sjá falleg munst- ur. Allt þetta kom í huga minn. Nú er ég orðin eins og þeir... Þannig skrifaði Halldóra Jónasdóttir frá Vancouver í Kanada til frænku sinnar Hall- dóru J. Guðmundsdóttur1 í Miðengi um miðja tuttugustu öldina. Bréfum Halldóru fylgdi oft böggull og var það mikill viðburður í sveitinni. Frænkurnar voru báðar miklar hannyrðakonur og því var efni til hannyrða oft sent milli heimsálfa. Mjallahvítur strammi í ýmsum grófleika er mér minnisstæður en grófi stramminn frá Ameríku hentaði mjög vel fyrir litla fingur sem voru að læra kross- saum hjá ömmu sinni. Tilraunir voru gerðar til að rækta hvítlauk, en ekki minnist ég þess að það hafi tekist. Af fræjum sem komu úr einum bögglinum spruttu hins vegar tré sem vaxa enn. Ein gersemin er ótalin en það er bók um indíána með litmyndum, en þær voru fágætar í íslenskum bókum á þessum tíma. Þá bók var aðeins hægt að fá lánaða þegar mikið lá við t.d. í veikindum. Nokkrum áratugum síðar sá ég að bréfin sem fylgdu pökkunum að vestan voru ekki síður athyglisverð. Þau eru frá árunum 1946-59. Engin bréf eru frá árunum 1954-57. Hvers vegna veit ég ekki. Líklega eru bréfin glötuð því ekkert kemur fram sem bendir til þess að tengslin hafi rofnað, fremur hið gagn- stæða því Halldóra skrifaði t.d. árið 1959: „Ég treysti því sem þú sagðir að halda samband- inu eins lengi og við værum tórandi, þú ert ekki vön að segja neitt úl í loftið ..." Bréfin eru flest einkabréf með fréttum af ættingjum og vinum og hugleiðingum um lífið og tilveruna. En nokkur bréfanna voru ætluð til upplestrar á fundum Sambands sunn- lenskra kvenna. Halldóra J. Guðmundsdóttir var þar formaður um árabil og fékk hún frænku sína til að koma á aðalfund sambands- ins á Selfossi 1.-2. júní 1950 og segja frá Am- eríku. Eftir að heim kom sendi hún nokkur fréttabréf til kvenfélagskvennanna. Það eru einkum fréttabréfin sem hér verða til umræðu því í þeim koma lífsviðhorf Hall- dóru Jónasdóttur hvað gleggst fram. Bréf Haildóru eða Lóu, eins og Halldóra frænka hennar kallaði hana, eru birt hér að mestu 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.